Fjallkonan - 10.07.1885, Qupperneq 1

Fjallkonan - 10.07.1885, Qupperneq 1
13. BLAÐ. REYKJAVÍK, 10. JÚLÍ 1885. Þingvalla söngr. Við lag eftir Helga Helgason. Oxar við ána árdags í ljóma upp rísí þjóðlið og skipist í sveit, skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram, aldrei að víkja, fram, fram, bæði menn og fljóð, tengjumst trygða böndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð. Fjallhaukar skaka flugvængi djarfa, frána mót Ijósinu hvessa þeir sjón ; þörf er að vaka, þörf er að starfa þjóð, sem að byggir ið ískalda Frón. Fram, fram, o. s. frv. Guð gaf oss vígi; grand ógnar lýði,— geigvænt er djúpið og bergveggur hár, ódrengskap, lygi, landsvika níði, lævísi, tvídrægni hrindum í gjár. Fram, fram o. s. frv. Varinn sé stáli viljinn, og þreytum veginn, sem liggur að takmarki beinn, hælumst í máli minst eða skreytum, mál vort er skýlaust og rétturinn hreinn. Fram, fram, aldrei að víkja, fram, fram, bæði menn og fljóð, tengjumst trygðaböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð. jSTGI\. 'J'H. J»ingvallafundr var haldinn 27. f. m. svo sem til var ætlazt. Var þar saman komið nokkuð á annað hundrað manna. Jón alþm. Sigurðsson á Gautlöndum setti fundinn kl. 10. Fulltrúar komu þar úr flest- um héruðum landsins, 33 að tölu, og að auki all- margir alþingisménn. A undan fundi var sungið kvæði það eftir Stgr. Thorsteinsson, er hér er prentað á undan. Fundarstjóri var kosinn Björn Jónsson ritstjóri með' 24 atkv. Fulltrúar höfðu éinir atkvæðisrétt, enn allir höfðu þar málfrelsi, þó svo, að fulltrúar gengu fyrir og því næst þingmenn. þar var rætt: 1. málið um endrskoðun stjórnarskrdrinnar, sém var efst á dagskrá, og varð það niðrstaðan að Fundrinn skorar á alþingi: a, að Idta endrskoðun stjórnarskrárinnar ganga fyrir öllum öðrum mdlum í sumar, nœst fjárlögunum, og leyfir sér að fara fram d, að þ&ð leggi til grundvallar frum- varp það, er alþingi samþykti og sendi konungi tit stað- festingar 1873, meðal annars sérstaklega að því, er snert- ir fyrirmœlin um jarl hér á Islandi, er skipi stjórnar- herra með ábyrgð fyrir alþivgi; þó svo, b, að alpingi komi saman d hverju ári; c, að kosningaréttr til alþingis sé ekki bundinn við neitt gjald til almennra þarfa; og d, að sambandinu milli ríkis og kirkju skuli skipað með lógum; ^ Og viðaukauppástungurnar: e, að konungr (eða jarl) hafi takmarkað neitunarvald, líkt því, sem á sér stað hjd Norðmönnum ; f, að Island eigi rétt á að hafa sérstakan verzlunar- fdna ; g, að bcett sé inn í titil konungs orðunum: »yfir ts- landú. Fundarmenn greindi eigi á um nein veruleg atriði í þessu máli nema um ið takmarkaða (frestandi) neit- unarvald, er einn fundarmaðr gerði að viðaukatillögu við álit nefndar þeirrar, er fundrinn kaus til að íhuga máhð. Jón Ólafsson hélt fast fram inu frest- anda neitunarvaldi, enn Benidikt Sveinsson o. fl. mæltu á móti. En svo sem þegar er sagt, náði sú tillaga fram að ganga. 2. um rétt fríkirkjumanna og skoraði fundrinn á alþingi að skipa með lögum réttarstöðu þeirra manna, er eigi eru í þjóðkyrkjunni. 3. um bankamálið og skorað á alþingi að leiða það til lykta í sumar. 4. um afnám amtmannaembœtta og skorað á þingið að halda því máli fastlega fram. 5. um mentunarmál alþýðu og skorað á þingið að koma lögbundinni skipun og svo fullkominni sem unt væri á uppfræðing alþýðu. 6. um aukning á valdi hreppsnefnda í fdtækramálum. 7. um kosning presta og 8. um landskóla og skorað á þingið að halda þeim tveimr málum fram í sömu stefnu og á síðasta þingi. 9. um takmörkun á vínsölu og skorað á þingið að gera sér alt far mn að afstýra ofnautn áfengra drykkja. Alþillg'i var sett sem lög gera ráð fyrir 1. júlí á hádegi. Hélt síra Hallgr. Sveineson, dómkyrkjuprestr og konungkjörinn þingmaðr, ræðu í kyrkjunni. Alþing-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.