Fjallkonan - 10.07.1885, Side 2

Fjallkonan - 10.07.1885, Side 2
FJALLKONAN. \J 50 ismenn söfnuðust síðan í þingsal neðri deildar kl. 1, og las þar landshöfðingi fyrst upp umboðsskjal sitt og boð- skap konungs til alþingis. Lýsti síðan yfir því, að ið 6. löggjafarþing íslendinga væri sett. Aldrsforseti Pétr biskup Pétrsson settist í forsetasæti og gekst fyrir kosn- ingu ins sameinaða alþingis. Forseti ins sameinaða þings varð Árni Thorsteinson með 16 atkv. (síra Bir. Br. fékk jafnmörg atkv. og var þá hlutkesti látið ráða). Varaforseti í samein. þingi varð H.K.Fr. og skrifarar E. Br. og E. Kuld.— I efri d. var kjörinn í stað St. heitins Eiríkss. Jak. Guðm.son með 28 atkv. —I ferðakostnað- ar-reikninganefnd kosnir: E. Ásm.son, Gr. Th., Tr. G., E.Kuld og M. Steph.—Efri d. kaus sér forseta biskup P. Pétrsson í einu hljóði og varaforseta Á. Thorsteinson með 6 atkv.; skrifara: M. Steph. og Hallgr. Sveinsson. Neðri d. kaus sér forseta Grím Thomsen með 12 atkv. (næst honum hlaut Jón Sigurðss. 7 atkv.). Varaforseti í neðri d. er Tr. Gunnarss. (næst honum fékk þ. Böðv. 7 atkv.). Skrifarar þar E. Kuld og H. Kr. Friðrikss. — þessi fiumvörp hefir stjórnin lagt fyrir þingið: um hlutdeild safnaða í veitingu brauða, um borgaralegt hjónaband, um að veita stjórninni heimild til að birta lögboðnar blaða-auglýsingar í Stjórnartíðindunum, um lögreglu, um lögtak án dóms eða sáttagerðar, um fiski- veiðar hlutafélaga í landhelgi, fjárlög 1886 og 1887, um hvalaveiðar, um breyting á prestakallalögunum 1. gr., um bátafiski á fjörðum, um mat nokkurra jarða í Bang- árvallasýslu, um innsetning á skepnum, um landsbanka, um sölu þjóðjarða, tvenn fjáraukalög og tvenn reikn- ingssamþykktalög. — I fjárlaganefndina voru kosnir: H.Kr. Fr., Eir. Br., Tr. G., þork. Bj., |>or. Thorst., L. Blönd. og þorl. Guðm.s. — I bankamálsnefnd kosnir: Arnlj. ÓL, J. Ól., E. Br., þ. Kjer., Egilson. — Grúi af frumvörpum frá þingm. er þegar kominn inn á þingið. Langmerkast er stjórnarskrárfrumvarpið. Nefnd í því: J. Sig., B. Sv., þór. B., Kjer., þórð., H.K.Fr., J. Jóns. FRÁ ÁHEYRANDA PÖLLUNUM. PALLADOMAR UM PlNGMENN. I. Hr. ritstjóri! — Eg er eins og þér þekkið maðr, sem lítið hefi að gera og fáar skyldur að rækja, enn er svo heppilega settr í lífinu, að ég get varið mestum hlut af tímanum til að taka eftir því, sem aðrir gera, í einu orði öllu lífinu í kringum mig. Fyrir slikan mann liggr ekki annað nær um iðjulausa sumardagana, úr því ég eigi feröast í hurt héðan, enn að skreppa upp á þingsalina og stytta mér stundir með því að horfa á þingmenn og heyra til þeirra. Eins og þér vitið, tek ég aldrei þátt sjálfr í neinu því, sem að þjóðmál- um lýtr, og þó hefi ég gaman af að vita hvað gerist í því efni; ég er nefnilega als ekki áhugalaus í slíkam máium, að svo miklu leyti, að mér stendr als ekki á sama, hvað upp eða niðr snýr í þeim efnum, enn það er að eins áhorfend- ans áhugi. Sjálfr vil ég eigi taka þátt í leiknum. þér munuðnú sjálfr skýra lesöndum yðar frá því helzta, er markvert gerist á þingi, eins og öll Rvíkr-blöðin gera, hvort eftir sinni stærð og ástæðum, enn svo dettr mér í hug, hvort lesendr yðar kynni eigi að hafa gaman af fáein- um greinum, sem ég hefi ritað upp að gamni mínu tit að stytta mér mínar löngu tómstundir; þær hljóða ekki um þingmál, heldr um þingmenn; ég hefi setið á áhorfandapöll- unum í mörg ár, bæði siöan þingið varð löggefandi og áðr, og hefir oft dottið í hug, að margr sá, sem ef til vill aldrei hefir séð eða heyrt fjölda af þingmönnum, kynni að hafa gaman af að eiga myndir af þeim, enn af því ég er enginn listamaðr, hefi ég ekki anuað að bjóða yðr enn nokkra ó- fimlega pennadrætti. þorið þér að hætta á að bjóða les- öndum yðar þetta? Af því hver mynd er komin undir auganu, sem á horfir, þá liggr ævinlega nokkurs konar dómr í slíkri mynd, og af þvi sjónarsviö mitt hefir verið áhorfandapallrinn, þá mun mörgum ekki þykja illa við eiga að kalla þessar greinar palladóma um alþingismenn. ÁHEYRANDl. P. S. Eg var að hugsa að byrja á neðri deild; taka fyrst forsetann, síðan skrifarana og svo hvern þingmann af öðrum í þeirri röð, sem þeir sitja við borðin. ÁH. 1. Dr. GBÍMB THOMSEN. Hann hefir eigi verið forseti á þingi fyrenn í ár, ennlengi setið á þingbekkjum. þegar mynd er tekin, er það regla, að velja helzt þá hlið, er bezt fer ásýndum; samkvæmt því vil ég mest minnast á dr. Grím, eins og hann hefir #tekið sig út« á þingmannabekkjunum. Dr. Gr. er vart meðalmaðr á vöxt, grannr og skarp- leitr. Er það auðséð, að hann hefir ekki magann fyrir sinn guð. Andlitið er að vísu eigi svo, að kallað verði frítt, enn gáfulegt og hvatlegt. Augnaráðið skarplegt, enn eigi mjög kyrlegt. Augun grá og als ekki blíðleg; stundum hvelfir hann þeim nokkuð einkennilega, þegar hann er að tala. þeim,sem eftir útlitinu ætti að dæma, mundi vart hugsast að saka hann um, að of mikil til- finningasemi væri aðalgalli 1 fari mannsins. — Dr. Gr. er fróðr maðr í mörgu, enda er þess víst fulltrúa sjálfr, að hann sé manna fróðastr. Er hann óragr að láta finna til fróðleiks síns og vill, að honum sé treyst, og það tekið trúaraugum, er hann segir. Sum- ir hafa véfengt það, að hann risti svo djúpt sem stund- um í veðrivakir; einkum var Jón Ólafsson fyrir eina tíð óhlífinn að reyna að benda á, að doktorinn færi stundum ofansjávar og legðist ekki djúpt. Skyldi ég nokkurn dóm á leggja, væri mér næst að ætla, að Jón hafi talsvert of mikið úr gert, enn að þó sé og nokkuð í því hæft, að dr. Gr. sé eigi heldr svo varfærinn um margt sem hann fullyrðir, sem æskilegt væri. Einkum ætla ég, að hann hafi lítils metið um of, að fylgja þeim framförmn í þekkingu, sem heimrinn hefir í ýmsu tekið síðan hann kom út hingað alfari til lands. Fyrst er dr. G. kom á ið ráðgefanda þing,var hann maðr meir en miðlungi illa látinn af þáverandameiri hluta þings (Jóns Sigurðssonar fiokki); hefir hann til þessa eigi orðið langgæðr í sama kjördæmi. Síðan er Jón Sig. leið, varð hann einn atkvæðamesti maðr í neðri deild ; mun þar hafa tvent til borið; það annað, að hann breytti nokkuð stefnu, varð andvígari stjórninni enn áðr; enn hitt réð og raiklu, að þingið alt beygði tals- vert frá fyrri stefnu sinni, er Jón Sig. leið,_og hefir síð- an þjóðhátíðarölið steig því til höfuðs verið svo gagn- tekið þakklátlegri drottin-hollustu, að það hefir vart haldið einurð sinni fullri, þá er á hefir reynt; mun með- ferð stjórnarskrármálsins á alþ. í sumar bezt bera þess vottinn, hvort sá svírni er að fullu rokinn af þinginu enn.—1881 vóru kosningar nýafstaðnar. Ymsir þeir er áðr höfðu á þingi setið og nú vóru endrkosnir fundu til þess, að ráðríki Gríms var farið að liggja sein andleg martröð á neðri deild, svo að hann með höfðatölu- fylgi og kænleik hafði kvíað ýmsa nýtustu krafta deild- arinnar i einangr; bolað t. d. síra Arnljót, sem er fjár- mála-glöggastr maðr annar enn Grímr, frá nær öllum áhrifum á fjárlögin, o. s. frv. Meðal inna nýkosnu var og einn að minsta kosti, er enga lyst hafði til að láta aga sig sem dreng eins og doktorinn tamdi sér við alla þá nýkomnu þingmenn, er eigi vildu hans fána fylgja. það var Jón Ólafsson. þeir Arnljótr, Benidikt Sveins- son, Jón ÓL, síra þórarinn, Tryggvi og ýmsir aðrir þing- menn höfðu þá að sögn samtök um, að lægja nokkuð til reynslu um eitt þing yfirgang þann, er þeir kendu doktornum. Fór það svo, sem minnisstætt er, að meiri hluti neðri deildar, sem var mjög öflugr, bolaði dr. Gr.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.