Fjallkonan - 04.02.1886, Side 1
3. JBLAÐ.
1886.
FJALUONM
EEYKJAYÍK, 4. FEBKÚAR
Ný lög. Konungr hefir 16. des f. á. staðfest þessi lög
frá alþingi:
Lög um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða
sáttar.
L. um breyting á 46. gr. í tilskipun um sveitastjórn á
íslandi 4. maí 1872.
L. um selaskot á Breiðafirði.
L. um breyting á lögum 17. marz 1882 um friðun fugla
og hreindýra.
L., er banna niðrskurð á hákarli í sjó milli Geirólfs-
gnúps og Skagatáar frá 1. nóv. til 1. apríl,
. og 8. jan. þ. á. hefir konungr staðfest:
L. um hluttöku safnaða í veitingu brauða.
L. um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkr-
ar þjóðjarðir.
L. um lán úr viðlagasjóði til handa sýslufélögum til
æðarvarpsræktar.
Eru nú óstaðfest þessi sex lög frá síðasta alþingi auk
stjórnarskrárinnar: um friðun hvala, um fiskiveiðar í
landhelgi, um stofnum lagaskóla, um utanþjóðkirkjumenn,
um fjárforræði þurfamanna, um friðun á laxi.
Landshöfðingjaembættinu gegnir justitiarius Jón
Pétrsson nú, með því svo er fyrirskipað, að yfirdómsfor-
seti skuli ætíð gegna því í forföllum landshöfðingja eða ef
hann er í fjarvist eða deyr. .
Lanst prestsembætti. f- Saurbær á Hvalfjarðar-
strönd. 1338.62. Frá brauðinu greiðast 300 kr. á ári í
landssjóð og 138 kr. 62 au. til uppgj.prests. Prestrinn þar,
síra þorvaldr Böðvarsson, hefir fengið lausn frá embætti.
Styrkr Úr landssjóði. Eornleifafólagið hefir fengið
300 kr. styrk. Wimmers málfræði 120.
Konsúll- Sigfús Bjarnarson kaupmaðr er viðrkendr
af dönsku stjórninni sem sænsk-norskr konsúll á Isafirði.
Alpýðuskólar. I gagnfræðaskólanum á Möðruvöllum eru
nú 22 lærisveinar. Per þar nú alt spaklega fram.—I alþýðu-
skóla Guðmundar Hjaltasonar á Akreyri eru 14 lærisveínar.—
í alþýðuskólanum í Laufási (kennari þar er Priðbjörn Bjarn-
arson) eru 10 lærisveinar.
Ný rit. Stormrinn (The Tempest) eftir W. Shakspere. ís-
lenzk þýðing eftir Eirík Magnússon, M. A., og frumtexti með
skýringum. Rvík 188ö.
TJm haröindi eítir Sæmund Eyjólfsson. 24bls. 8. (Sig. Kr.)
Dalarósir, tvær óðsögur eftir Guðmund Hjaltason. Oddeyri
1885. 112bls. 8. (Höf. ætlar ágóðann til að stofna kvennaskólasjóð.)
Sameiningin. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi
Islendinga, gefið út af inu ev-list. kirkjufél. ísl. í Vestrheimi.
Ritstjóri (síra) Jón Bjarnason,—Vér leyfum oss að mæla fram
með riti þessu, enda höfum vér nú ekkert kirkjulegt tímarit
síðan „Kirkjutiðindin11 hættu. Ritið kostar 3 kr. hér á landi.
Tíðarfar hart um alt land og fannkyngi mikið. Ovíða er
enn talað um heyskort nema í stöku héruðum sunnanlands.
Aflabrögð. I Garðsjó og Leiru var fyrir viku góðfiski,
enn varð ei fisk-vart síðar. —■ Við ísafjarðardjúp allgóðr afli
síðan um jól.
Hafíshroði var kominn að Hornströndum um miðjan f. m.
Póstskipið (Laura) kom til Rvikr 28. í. m. og er ófarið
enn.
Xiátinn er 15. f. m. Hilmar Finsen innanríkisráðgjafi og yfir-
presídent í Khöfn, fyrrum landshöfðingi á íslandi.
Jarðarför landshöfðingja Bergs Thorbergs fer fram 5. þ. m.
Herra ritstjóri!—þér hafið í blaði yðar »Ejallk.« borið
á borð fyrir lesendr blaðsins nokkurar greinir, er þér
nefnið »palladóma« um okkr þingmenn er sátum á síðasta
þingi. |>að sé fjarri mér að fást um það eða finna að
því, þó okkr þingmönnum só veitt sórstök eftirtekt, og þó
kveðinn sé upp óhlutdrægr dómr um framkomu okkar á
þingi, því slíkt er ef til vill nauðsynlegt til að leiðbeina
alþýðu við kosningar til þingsins framvegis. Enn þá
sanngirniskröfu eigum við þingmenn, að þeir dómar, sem
þannig eru uppkveðnir um oss í blöðunum og bornir á
borð fyrir almenning sem algildr sannleiki, sóu svo réttir
og sanngjarnir sem unt er, því annars leiða þeir alþýðu
í villu. Eg skal ekkert um það segja, hvort palladómar
yðar hafa þessi einkenni—um það munu verða tvískiftar
meiningar—enn eg get ekki stillt mig um að benda yðr á,
að mér virðist þér leggja ofmikla áherzlu á það í fram-
komu okkar þingmanna á þingi, sem alls eigi er aðalat-
riði, t. a. m. hvernig við erum í vaxtarlagi, andlitsfalli, á
háralit o. s. frv., enn minna á hitt, hvernig við rækjum
skyldur okkar sem þingmenn og hve þjóðhollir vér erum
yfir höfuð að tala. þ>ví að mínu áliti varðar minna um
það, að þingmaðrinn komi svo glæsilega fram á þingi—
þó það sé gott með öðru góðu—enn meira um hitt, að
hann sé skyldurækinn, samvizkusamr og sannr ættjarðar-
vinr. |>etta eru þeir þingmannskostir, sem meira er í
varið enn glæsilega framkomu, tnælsku og annað líkam-
legt atgervi.
Enn það var eigi tilgangr minn með línum þessum að
knésetja yðr og kenna yðr að rita nýja palladóma. Nei,
langt frá, heldr hugkvæmdist mér að nota þetta tækifæri
og hnýta aftan við palladóma yðar einfaldlegri skoðun
minni á þeirri stefnu og þeim anda, er nú ræðr mestu á
þinginu, eins og þetta kemr mér fyrir hugarsjónir. Les-
endr blaðs yðar mega álíta þetta hvort sem vera vill
framhald palladómanna eða athugasemdir við þá. Mór
stendr á sama.
það var einni sagt á þingi—mig minnir það væri 1867
—að einhver ósýnilegr andi sveimaði yfir þinginu. þetta
átti að vera sneið til Jóns heitins Sigurðssonar, svo sem
að hans stefna og andi réði fyrir þinginu. þetta var
heldr eigi alveg gripið úr lausu lofti, því að meðan Jóns
Sigurðssonar naut við á þinginu, réði þar ávalt góðr og
frjálsmannlegr andi, er hafði in beztu áhrif, ekki einung-
is á flokksmenn hans, heldr einnig á hina sem stóðu
utan við flokkinn. Allr heigulskapr, launráð og undir-
ferli voru J. S. svo fjarlæg sem austrið er vestrinu.
Hann bar vopn sín frjálsmannlega við hvern sem etja
var, svo í ræðu sem riti, og svo vildi hann láta flokks-
menn sína gera. Menn fóru ekki í felur hver fyrir öðr-
um, og menn erfðu það ekki hver við annan, þótt nokk-
ur meiningamunr kæmi fram í þingmálum.
Nú er þessi góði, frjálsmannlegi andi þingsins á förum
og andi smámunaseminnar, hégómans og eigingirninnar
hefir tekið sér þar bólfestu. Eftir að Jóns Sigurssonar
misti við, myndaðist flokkr í neðri deild þingsins, er hefir
magnazt svo á seinni tíð, að svo má heita, að hann
hafi ráðið lögum og lofum á síðustu þingum. það væri
synd að segja, að þessi flokkr — ef slíku má það nafn
gefa—hefði nokkurt pólitískt stefnumið, eins og þessleiðis