Fjallkonan - 04.02.1886, Qupperneq 2

Fjallkonan - 04.02.1886, Qupperneq 2
10 FJALLKONAN. flokka skifting venjulega hefir á þingum erlendis, t. a. m. hægri og vinstri menn i Danmörku. Nei, langt frá, því sannast er um það að segja, að alt samheldi og alla framsókn hefir flokksmenn þessa skort, þegar til helztu höfuðmála vorra hefir komið. Aðal-mark og mið flokks- ins virðist hafa verið, að vilja ráða embættismannakjöri deildarinnar, og koma sínum liðum að í allar aðalnefndir þingsins. þetta hefir og flokksmönnum tekizt, því þeir hafa skipað allar inar stærstu og þýðingarmestu nefndir á inum síðustu þingum, enn hinir, sem utan við flokk- inn hafa staðið, hafa fengið af náð að fjalla um in ó- merkari málin. Hvort þetta hafi orðið heppilegum úr- slitum málanna til gagns eða ógagns, skal ég láta liggja milli hluta, enn ófrjálslegt er það og óþinglegt í alla staði. það má í þingsögu vorri finna mörg spor til frarn- kvæmda og afreksverka flokks þessa, og það er ekki mikill galdr að ráða í hvers kyns andi það er, sem ráðið hefir í flokknum. Skal ég leyfa mér að nefna nokkur dæmi upp á þetta. þingmaðr Borgf., Grímr Thomsen, var að maklegleikum mesta uppáhald þingsins fyrst fram- an af. Hann var sjálfkjörinn formaðr í fjárlaganefnd þingsins á fyrstu 3 þingunum, og hann ruddi þiuginu þá braut í meðferð fjárlaganna, er inar síðari fjárlaga- nefndir hafa þrammað síðan og ekki vikið út af. Enda má bæði þing og þjóð vera Gr. Th. þakklát fyrir það, er hann hefir unnið fjármálum landsins í hag, bæði á þingi og utanþings, sem endrskoðandi landsreikninganna. Enn viti menn; Gr. Th. fann eigi náð fyrir augum flokksins, og því var hann bolaðr úr fjárlaganefndinni 1881, og hefir ekki fengið þar inngöngu síðan. Hljóta þó allir, sem þekka til, að viðrkenna, að Gr. er færastr allra manna í þingdeildinni að fjalla um fjármál lands- ins, og honum er langt um sýnna um þau störf, enn þeim, er setið hafa í fjárlaganefndinni eftir hann. f>á er síra f>. Böðvarsson í Görðum svo sem allir vita einn meðal inna merkustu og nýtustu þingmanna, og hann hefir einatt verið í inum stærstu og þýðingarmestu nefnd- um, og ávalt tekið mikinn og góðan þátt í meðferð að- almála vorra. það virtist líka svo sem hann væri inn- undir hjá flokknum framan af, því árið 1881 var hann kjörinn varaforseti deildarinnar. Enn hvað lengi var Adam í Paradís ? A síðasta þingi fékk síra þ. að vera í iirkasti deildarinnar, og komst hvergi að, nema með höppum og glöppum. Enn enginn þingmanna hefir átt slíkri meðferð að sæta af þessari klíku, sem Jón Olafs- son, 2. þingm. Suðrm.sýslu. Hann hefir á 2 síðustu þingum hvergi fengið að komast að inum stærri nefndum, og hefir því eigi átt kost á að neyta til hálfs sinna mörgu og miklu hæfilegleika. Og hvað hefir þá J. Ól. unnið til saka ? það, að hann fyrir nokkuru síðan lenti í óheppilegri ritdeilu við Tr. riddara Gunnarsson, mest út af þeirra prívatsökum. Fyrir þetta hefir J. Ól. orðið sann-nefndr píslarvottr neðri deildar in síðustu þing, hon- um sjálfum og þinginu til tjóns, og öllum réttsýnum mönnum til skapraunar. þessi fáu dæmi sýna, af hverjum anda meiri hluti neðri deildar hefir stjórnazt að undanförnu, að það er eigi sá frjálsmannlegi, þjóðholli andi, sem réði á fyrri þingum. Yera má að þeir þingmenn, sem þessu eru ollandi og ráða hér mestu um, þykist gera þetta í góð- um tilgangi; enn það getr engurn dulizt, að aðferðin er ekta- jesúítisk. þessir launfundir og launráðabrugg á bak við allan þorra þingmanna er eigi að eins auðvirðilegt í sjálfu sér og heiðvirðum mönnum óverðugt, heldr er það skaðsamlegt fyrir rólega sambúð og samvinnu þingmanna, því það eyðileggr alla tiltrú og bróðurlega eining meðal þeirra, sem er aðalskilyrði fyrir því, að þingmenn vinni i af alúð og eindrægni að ætlunarverki sínu. þetta er alls eigi sagt í þeim tilgangi, að sverta nokkurn mann, heldr þeim til varúðar, er eftir vilja taka og eiga það fyrir höndum að sitja á þingi framvegis. því nema eining, urnburðarlyndi og mannúð sé ríkjandi meðal þingtnanna innbyrðis, er þess naumast að vænta, að störf þeirra færi heillavænlega ávexti fyrir land og lýð. ' pingviaðr. Kaupmannahöýn, 14. janúar. (Prá fréttaritara vorum). Danmörk. Eg gat þess í mínum síðustu fréttum, að verkfall það ið mikla, sem var í sumar hér í Höfn meðal smiðanna, væri þá á enda, enn sökum þess, að verksmiðjurnar höfðu svo lengi eigi getað unnið neitt og þannig eigi getað lokið þeim smíð- um, Sem þær höfðu skuldbundið sig til að leysa af hendi, þá leiddi þar af, að þegar þær tóku til starfa aftr, höfðu smíðarnar verið teknar frá þeim, og þá sáu þær sér eigi fært, að taka nema helming af þeim mönnum, sem þær höfðu áðr haft; urðu við það mörg hundruð manna atvinnulausir. Ofan á þetta bættist, að einn inn helzti víxlari í Höfn, Ludvig Hansen varð gjaldþrota, og dró á eftir sér sæg af kaupmönnum bæði i Höfn og út um landið; við þetta veiktust mjög öll skuldaviðskifti manna á meðal, svo að til vandræða horfir. Bæði stjórn, þingi og þjóð þótti nauðsyn tll bera að hér kæmi hjálp úr landssjóði. Estrúp lagði þá fyrir þingið rétt fyrir jólin lagafrumvarp til að afstýra neyðinni, enn á þann veg, að veita mönnum atvinnu við að vinna að ýmsu, sem honum þótti nauðsyn á vera að gjört yrði (t. d. víggirðing Hafnar), enn flest af því var það, sem hann hafði áðr farið fram á í fjár- lögunum og vinstrimenn hafnað; kváðu þeir því þetta vera dálítinn part úr fjárlögunum, sem Estrúp ætlaði sér að ná með þessu móti, og höfnuðu þeir þvi, enn aftr á móti vildu þeir veita eina eða tvær miljónir króna rentulaust og með löngum gjaldfresti, er skifta skyldi niðr á sóknirnar. Að þessu viJl stjórnin eigi ganga, og þar við sitr, að engin hjálp er enn komin, og þarf hennar þó vissulega með. Nú er dómrinn i Holstebro-málinu gegn Berg vinstrimanna foringja og hinum tveimr fallinn í hæstarétti, og fór svo að hæstiréttr staðfesti að öllu leyti dóm nefndar þeirrar, sem sett hefði verið að rannsaka og dæma málið, og er því Berg og þeir dæmdir í 6 mánaða fangelsi við fangaviðrværi og að auki 8oo kr, málskostnað til málaflutningsmanna við hæstarétt. Dómr þessi kom öllum á óvart, jafnt hægri sem vinstri mönnum, því allir höfðu þó að minsta kosti vænzt eftir, að hann mundi verða rnildari. Býst nú fólksþingisforsetinn Berg við, að dómnum verði fullnægt á honum á hverri stundinni, þótt rikisþing- ið standi yfir. Hörup annar foringi vinstrimanna á bráðum von á likum dómi. Blað hans „Politiken;‘ og blaðið „Socialdemokraten“ hafa mætt miklum of- sóknum í vetr; hvert málið af öðru hefir verið höfð- að móti þeim.—Eigi hefir Estrúp enn lagt fyrir fólks- þingið bráðabirgðarfjárlögin fyrir síðasta ár.—Ný- lega er dáinn hér Dr. C. Rósenberg,. skáld og vís- indamaðr, mikill vin íslands ; tók drengilega málstað Islendinga í blaði sínu Heimdalli, meðan stjórnar- skrárbaráttan stóð hæst; var heima þjóðhátíðar-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.