Fjallkonan - 04.02.1886, Síða 4

Fjallkonan - 04.02.1886, Síða 4
12 FJALLKO'NAN. Eyjafjaröarsýslu, 8. jan. Hér er kominn upp pólitískr flokkr eða félag; er það marlc og mið þeirra kumpána, að reyna að telja alþýðu trú um, að það sé ekki nema barnaskapr að hyggja á endrbót á stjórnarskránni og reyna að drepa því máli niðr. Helztu forvigismenn þessa flokks eru þeir Jón Hjaltalín og síra Arnljótr, er báðir munu nú bjóðast oss sem þingmenn; Einar gamli í Nesi mun nú ekki framar gefa kost á sér. Ýmsir fleiri bjóðast oss nú, svo sem GuðmundrHjalta- son og Jón Jónson á Arnarvatni við Mývatn. Hann tel ég gott þingmannsefni. Strandasýslu, 12. jan. Veðrátt hörð, sífeldir umhleypingar, oftast frostlítið (mest í vetr 14° K.). Haglaust alstaðar. Fiski- afli brást hér árið sem leið, eins og nokkur undanfarin ár. — 19. des. var hér ofviðri af suðaustri; rak þá i land á Reykjar- firði;þiljubát, er Thorarensen kaupmaðr átti, og braut í spón. Árnessýslu, 22. janúar Síðan nýár hefir hér verið harð- inda-tíð og umhleypingar með spilli-blotum, svo nú er alger- lega haglaust bæði hér og í Rangárvallasýslu. Frost hafa og verið talsverð öðru hverju, hæst 14° R. Heyskapr var hér með rýrara móti næstl. sumar, svo illa litr út með að hey- forði endist, nema vetrinn verði £óðr upp frá þessu. I Rangárvallasýslu liggr við borð að skera af heyjum, einkum í Holtamanna- og Rangárvallahreppum, og er það betra nú strax meðan fjenaðr er í haustholdum. Yfir höfuð er annars í þessum sýslum mjög iskyggileg tíð, hvort sem litið er á hey eða matarbirgðir almennings, þar sem kaupstaðirnir eru mjög matvörulitlir og skuldir manna hafa aulcizt svo mjög síðastl, ár vegna fjárfellis og fiskileysis. það leiddi eðlilega af fisk- ætisleysi og málnytuskorti að bændr urðu að taka miklu meiri kornvöru enn venjulega í sumar, og hefir það víst fremr verið orsök til þess að kaupstaðirnir urðu svo fljótt uppiskroppa með hana, heldr enn það, að minna hafi fluzt af henni enn venjulega. borvaldr bóndi Björnsson á Núpakoti hefir samt haft nóg af matvöru til þessa, og hefir það hjálpað mörgum í Rangárvallasýslu í bráðina, því hann hefir verið fús á að lána hana mót því, að hún yrði borguð íyrir lok í vor með hrossum, peningum eða kaupstaðarvöru. Hann er sá eini, sem hefir tekið upp sveitaverzlun hér austanfjalls, svo að verulegt gagn sé að. J>á sjaldan róið hefir orðið á Eyrarbakka í vetr, hefir þar verið nærri því fiskilaust, enda fiskast þar sjaldan nema um vetrarvertíðina, og þá mest ýsa á lóð. Tvö af nauðsynjamálum þessarar sýslu liggja nú í þagnar- gildi, nfl. brúarmálið og unglingaskólamálið. Brúarmálið var felt með 1 atkv. mun á þinginu í sumar, eins og kunnugt er, enn sjálfsagt verðr því haldið áfram þing af þingi þar til það nær fram að ganga, því áhugi almennings hér er eindreginn með þessu nauðsynjamáli sýslunnar. — Unglingaskólamálinu frestaði sýslunefndin í fyrra þar til betr léti í ári, því hún á- leit ókleyft að leggja fé til hans í þessu harðæri. Ahugi manna virðist annars ekki sérlega mikill með unglingaskóla- stofnun þessari- enn sem komið er, enn vonandi er að hann glæddist, ef skólinn kæmist á stofn, því hann myndi geta gert hér mikið gagn, ef honum væri vitrlega stjórnað og nýtr kennari fengist: er því vonandi að málið nái fram að ganga þegar í ári batnar. — Barnaskólar eru haldnir í vetr á Eyr- arbakka, kennari Hjálmar Sigurðarson, realstúdent; á Grötu í í Stokkseyrarhverfi, kenn. Bjarni Pálsson, organisti; á Gaul- verjabæ, kenn. fröken Sigriðr Gudmundsen; á Kröggólfs- stöðum í Ölfusi, kenn. Guðni Símonarson. Verið getr þeir sé víðar haldnir, þótt ég hafi ekki heyrt þess getið. Uppfræðing barna og unglinga hefir farið hér mikið fram, síðan skólarnir fjölguðu, enn þvi miðr endar lærdómrinn hjá flestum þegar þeir eru búnir í barnaskólunum, meðan unglingaskólana vant- ar til að taka við af þeim. Til stendr að kirkja verði bygð á Eyrarbakka áðr langt um líðr, enda er orðin þörf á því vegna fólksfjölgunarinnar. J>ar eru nú komnar flestar tegundir af handiðnamönnum, t. d. tré- járn- og blikksmiðir, gullsmiðir, beykir, bakari, bókbindari, skó- smiðr, söðlasmiðir. far eru 3 sölubúðir, 1 brauðgerðarhús og 2. veitingahús. Enn fremr eru þar 2 lestrarfélög og ábyrgðar- sjóðr fyrir fiskibáta í sýslunni. , Bindindisfélög hafa verið stofnuð í haust og vetr í Stokks- eyrarhverfi, á Eyrarbakka og í Gaulverjabæjar- og Sandvíkr- hreppum; eru þau öll sömu lögum háð og nefnast einu nafni „Bræðrafélag Arnessýslu11. Lögin eru að mörgu leyti sniðin eftir Good-Templars-lögum. Tala bindindismanna mun vera orðin l'/2 hundrað og vex óðum. Einnig er nýstofnað hóf- semdarfélag á Eyrarbakka með sparisjóð fyrir félagsmenn. Nú þegar eru sýnilegar verkanir þessara bindindisfélaga hvað reglusemi snertir, enda var hér orðin þörf á þeim eins og víð- ar, og vonandi að þau útbreiðist áðr langt um líðr í alla hreppa sýslunnar, og svo sýslu úr sýslu. Mælt er að Jens prestr Pálsson á Jungvöllum ætli að gefa kost á sér til þingmensku að sumri, og ættu sýslubúar hér ekki að hika við að kjósa hann, því liann er maðr einarðr, drengr góðr og inn frjálslyndasti. Um Iiriiiiia-Lífs-Elixír. Allskyns sótt ég áður var Og iðraverkjum kraminn; Mitt væri horfið heilsufar Hefði’ ekki komið Braminn. Kveisan stöðugt kvaldi mig, Kalt var hennar gaman; Nú hefir maginn sansað sig Síðan ég fékk Bramann. Púlverin og pillurnar Pundum tók ég saman, Alt að einu’ ég eftir var Aðr enn fékk ég Bramann. Mixtúrur og dropa’ ég drakk Drjúgt, og var hinn sami; Undir eins í stúf þá stakk Er staup ég fékk af Brami Af olíum ég orðinn var Algulur í framan; Kafrjóðar má kinnarnar Kalla eftir Bramann. Eftir Kriigers apótek Allur er ég sami; þ»að einasta sem inn ég tek Er nú tómur Brami. Jónas lækni’ og Lárus þá Legg ég og Tómas saman; Með ánægju læt ég alla þrjá Eitt fyrir glas af Brama. Ljúft er að vera lífs á ferð þ>á lítið er til ama; Odauðlegur að ég verð A ég að þakka Brama. Z. AUGLÝSINGAR. Tií vesturfara. Bezt og ódýrast far frá Islandi til flestra staða í Ameríku fæst hjá Allanlínunni; hún sendir einnig skip hingað i sumar komandi til að sækja vesturfara, ef nógu margir haía skrifað sig í tíma eða svo tímanlega, að jeg hafi fengið að vita tölu þeirra, er ætla að fara, fyrir 20. apríl næstk. Einnig sendir línan íslenzkan túlk með fólkinu alla leið til Ameríku. Canada- stjórnin sendir og ísl. túlk til Quebec á móti fólkinu, sem fylgir því vestur til Winnipeg eða lengra, ef 100 fullorðnir eða sem því svarar, eru i hóp, og hafa tekið farbrjef til Winnipeg eða annara staða í Canada. — Fargjald verður um 150 kr. frá Islandi til Winnipeg, og máske lægra, ef margir færu í einu.—Fyrir því aðvara jeg hjer með alla þá, er ætla að flytja sig til Ameríku á komanda sumri að innskrifa sig svo tímanlega hjá mjer, eða agentum mínum, að jeg verði búinn að fá að vita tölu þeirra fyrir næstkomandi 20. apríl. Sigfús Eymundsson, útflutningastjóri. Vestrfarar þeir sem fara með Allan-línunni fú hjá mér ókeypis ýms- ar bækr Og kort yfir Ameríku, sem hafa inni að halda lýsing á landi, landshögum, landskostum og lífernishátt- um, þar á meðal leiðsögubók handa vestrförum með upp- lýsandi myndum og kortum. Sigfiis Eymundsson. Eg undirskrifaðr auglýsi hér með, að ég hýsi ferðafólk og veiti því kaffi og hressingu ef það óskar frá 1. maí næskomandi, gegn borgun út í hönd. Ólafsvík 17. janúar 1886. Jón Árnason. pakkarávarp. — það hefir oflengi dregizt fyrir mér að votta opinberlega til verðugs heiðrs inum háttvirta höfðingsmanni borgara herra Einari Jónssyni á Eyrar- bakka mitt innilegt þakklæti fyrir alla hans velgjörn- inga mér auðsýnda, sem mér,er ekki unnt að telja síðan hann býrjaði verzlun sína. I fyrra haust gaf hann mér 42 kr., og hefir lánað mér meira og minna ár hvert til lífsframdrags; þar að auki tekið mér sem bezti faðir, þegar ég hefi heimsótt hann, sem oftast hefir verið tvis- var ár hvert, og mér því minnissamara, þar ég nú mörg undanfarin ár hefi verið blindr, og orðinn örvasa. Allar þessar veglyndis höfðingsgjafir og velgjörðir bið ég inn algóða föðrinn að launa þessum mínum velgjörðamanni af sínum dýrðar ríkdómi framar enn ég kann að hugsa eða mæla um. Rauðsbakka við Eyjafjöll í des. 1885. porsteinn Jónsson. Utgefandi og ritstjóri: Valdimar Ásmundarson. Prentuð í prentsmiðju ísafoldar.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.