Fjallkonan - 27.02.1886, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 27.02.1886, Blaðsíða 1
FJALLKONAN 4. BLAÐ. BEYKJAVIK, 27. EEBBUAB 1886. Jarðarför landshöfðingja fór fram 5. þ. m. með mikilli sorgarviðhöfn og fjölmennri líkfylgd. Eæður héldu : síra Helgi Hálfdánarson húskveðju, síra Hallgr. Sveinsson, prestaskólakennari pórhallr Bjarnarson, pró- fastr þórarinn Böðvarsson. Grafskriftina hafði orkt síra Matth. Jochumsson. f>ingmenska lögð niðr. Péfor byskup Pétursson hefir lagt niðr umboð sitt sem konungkjörinn þingmaðr. Málafiutningsmaðr við landsynrdóm er settr 6. þ. m. Sigurðr |>órðarson (Guðmundsen), kand. jur., í stað Páls Melsteðs er hefir sagt af sér þeirri sýslan. - Sýslanir Óveittar beggja málaflutningsmanna við landsyfirdóminn. Laun 800 kr. Styrkr Úr landssjóði. Dr. Jónassen veittar 100kr. upp í kostnað við útgáfu á ritinu »Hjálp í viðlögum«. PÓStar hafa nú fengið verstu færð og ótíð. Vestan- póstr kom 24. þ. m. Norðanpóstr enn ókominn. Tíðarfar. Hvervetna sem til hefir spurzt var kom- :nn feikna snjór og haglaust nálega alstaðar. Vóru hey víða að þrotum komin, og víða austanfjalls (í Arnessýslu og Eangárvallasýslu) var farið að skera fénað af heyjum. Sumstaðar nyrðra var farið að kvarta um heyskort. Enn með Góu-komu brá til bata og hefir síðan verið stöðug hláka, hæg og hlý. Eru nú hagar upp komnir hér nær- lendis og sjálfsagt allstaðar um Suðrland. HafÍS. Húnaflói og Skagafjörðr var fullr af hafís- hroða er síðast fréttist, og lagðnaðarisar miklar. Ofsaveðr. 7. f. m. var aftakaveðr í Austr-Skafta- fellssýslu. Eauk Kálfafellsstaðarkirkja, er hygð var í sumar, vönduð timburkirkja, og brotnaði í spón. Brotin láu víðsvegar í fjarlægð. Hross og sauðfé hrakti í sjó, og hey fuku úr görðum. Skaðinn, sem varð af þessu veðri í Hornafirði, er talinn mörg þúsund krónur. Hrakningsför. Tveir vermenn úr Húnavatnssýslu, bræðr Andrós porleifsson á Eiðsstöðum og Guð- mundr porleifsson í Tungunesi lögðu á porranum suðr Auðkúluheiði og Stórasand enn viltust í sífeldum hriðum og lágu úti í 15 dægr. Náðu loks til bygða í pverár- hlíð mjög að fram komnir af þreytu og kulda og orðnir matarlausir, enn óskemdir að mestu. Gegnir þa.ð furðu, að þeir skyldu komast lífs af í slíkri ótíð og á fjallvegi ér annars er ekki farinn nema á sumrin. Bjargarskortr inn mesti á Vestrlandi, einkum í Snæfellsnessýslu. Matvöruskortr í kaupstöðum bæði nyrðra og vestra. Aflabrögð. A Austfjörðum, einkum Eeyðarfirði, hefir í vetr verið góðr síldarafli. Útgerð Tuliniusar var búin að fá um nýár 3300 tunnur af síld, enda hafði aflað bezt allra.—Allgóðr afli við ísafjarðardjúp og fiskvart að sögn undir Jökii.—Nú sem stendr aflalaust við Paxaflóa, og fyrir skömmu að eins fiskvart austanfjalls (á Eyrarbakka: um 20 til hlutar af smáfiski). InnbrotsþjÓfnaðr var framinn á dögunum í verzl- unarbúð Thorgrímsens á Eyrarbakka og stolið talsverðu af brauði, kaffi og sykri og ýmsum varningi. Ekki hefir koinizt upp hverjir þetta hafi gert. Þilskipa-ábyrgðarfélag sunulenzkt er stofnað í Hafnarfirði. Búnaðarskólinn á Hvanneyri. Sýslunefnd Borg- firðinga hefir nú látið Sveini búfræðing Sveinssyni eftir kaup á jörðinni með þeim skilmála, að hann verði búinn að koma þar upp búnaðarskóla fyrir árslok 1888, og hef- ir amtsráðið samþykt það. Veitt SÓkn. Saurbær á Hvalfjarðarströnd síra Jóni Benidiktssyni í Görðum á Akranesi. Lausar SÓknÍr. 26. þ. m. Garðar á Akranesi (1541.)—Mýrdalsþing (1322) laus fyrir uppsögn síra Kr. Eldj. pórarinssonar á Tjörn er fekk þetta brauð í vetr. I> ingmannakosningar. I. lsafold og einkum f>jóðólfr hafa flutt greinir um al- þingismannakosningar þær er nú fara í hönd, og leitt alþýðu fyrir sjónir, hvé afar-nauðsynlegt sé, að fylgja því máli með miklum áhuga og kjósa þá eina menn til þings er gott traust megi bera til að fylgi einarðlega fram vilja kjósenda sinna, þannig að inn sanni þjóðvilji komi óblandaðr fram á þinginu—látandi nú sér þau víti að varnaði verða, er áðr hefir hent sum kjördæmi, að kjós- endr hafa ekki skeytt um kosningarnar, hvorki að und- irbúa þær né sækja kjörfund, og hlotið síðan þá þing- menn, er fæstir höfðu óskað. |>etta ætti að vísu eigi að þurfa að brýna fyrir alþýðu; allir vita hvó áríðandi er, að þingið sé skipað þjóðlegum og góðum mönnum, enn því er miðr, að meðvitund al- mennings um sín dýrmætu réttindi, þingkosningarréttinn, er ekki nema hálfvöknuð; er því sönn þörf á vekjandi og leiðbeinandi greinum í blöðunum. Alþingistíðindin sýna, hvernig hver einstakr þingmaðr hefir komið fram á þingi að því leyti sem þingmaðr hefir tekið þátt í umræðum og að því leyti, sem at- kvæði hafa farið fram með nafnakalli. Annars verðr oft ekki séð, hvort þingmaðr hefir verið með eða móti máli, þegar hann hefir ekkert orð lagt til þess og at- kvæðagreiðsla hefir verið án nafnakalls. pað eru því stundum þingmenn einir og áheyrendr, sem við eru staddir, sem vita hverir greitfc hafa atkvæði með eða mót einhverju máli. Áheyrendr, sem einkum eru Eeykjavíkr búar, fræðast því um fleira á þingi enn alþingistíðindin skýra frá, og vita betur um frammistöðu þingmanna enn kjósendr út um sveitir; ætti þvi alþýða að gefa gaum að því, er Eeykjavíkr blöðin segja um þingmenn. Blöðin hafa of sjaldan dregið blæjuna af þinginu eða sýnt fram á athafnir hvers einstaks þingmanns. Menn hafa látið sér nægja að álasa þinginu öllu, enn ekki greint þingmenn sundr eftir gerðum þeirra. þetta ættu þó blöðin að gera, og hefir Fjallkonan að vísu gert það öllu fremr enn önnur blöð með »Palladómum« þeim um þing- menn, er komu út í sumar er leið. pingmanni þeim, er ritaði greinina um alþingi í síðasta bl. Fk., þótti höf. Palladómanna dæma of mjög um ið ytra enn of lítið um þhigmensku sumra þingmanna. Enn þar sem Pd. áttu að vera einskonar myndir af þing- mönnum, þá hefir höf. ekki þótt nægja að lýsa þing- mensku þeirra heldr og skapferli, og hefir því eigi komizt hjá að nefna útlít þeirra og framgöngu, enda er lítið að segja um politik sumra þingmanna eða þeirra

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.