Fjallkonan


Fjallkonan - 28.02.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.02.1887, Blaðsíða 2
22 F.TALLKONAN. verið nmhleypingasöm, stundum snjóúrkoma með frostum enn annað veifið kraparigningar með hvassviðri. — Bjargarskortr er nú orðinn almennr manna á milli, enda eru raenn hér fyrir austan Mýrdalssand vanir hungri á vetrna“. Dalasýslu, 10. febrúar. „Yeðrátta hefir siðan um jólin verið mjög stormasöm, útsynningar og blotar stundum. Hvarvetna i haglaust. Lítr illa út fyrir heybirgðum, enda heyin víðast illa verkuð. — Kvillar i fénaði einkum lungnaveiki er með mesta móti. í „verzlunarfélagi Dalasýslu" var haldinn fundr 3.—4.janúar j og var það eindregin ætlan fundarmanna, að halda áfram pönt- unum, og jafnvel senda i sumar komandi til Englands hesta, ull, dún o. s. frv., og fá skip raeð vörur á Stykkishólm eða Skarðsstöð“. Frá Islendingum í Ameríku. Pembina, Dacota, 28. des. ’86. „Hér í Pembina-héraði líðr flestum vel og öllum b°lail'e?a- A-ð sönnu eru æði-margir i skuldaklipum, mest fyrir óframsýni og þar næst fyrir uppskerubrest næstl. sumar. Er nú lágt verð á því litla af hveiti, sem menn hafa að selja (1 bushel á 58 cents = skeppan rúma krónu). Samt eru menn hér góðrar von- ar og lifa góðu lífi. — Vér höfum nú fengið góðan prest, síra Friðrik Bergmann, er ávinnr sér allra hylli. Vér höfum stórt og vandað skólahús, sem enn þá er notað í staðinn fyrir kirkju. — Hér í vorum hrepp (township) eru allir sveitarstjórar ís- lendingar, enn það mun hvergi í Ameríku annarstaðar, og einn sýslu (county)-nefndarmaðrinn er íslendingr. — Kvenfélag var hérstofnað í fyrrahaust; það á nú um 100 doll. í sjóði. Hér er einnig bændafélag, lestrarfélag og sunnudagaskóli fyrir börn og unglinga. — Ég álít, að hér í Dacota sé vel unandi fyrir þá, sem geta liaft land til ábúðar, enn óálitlegt er fyrir marga að setjast hér að, vegna þess hve vinna er stopul. Þeir sem koma allslausir að heiman, þurfa að komast þangað sem vinna er flesta tíma árs. Er þá mest undir því komið, að skilja og geta talað dálitið i ensku, og verðr það ekki nógsamlega brýnt fyr- ir vestrförum“. Gagnsemi blaða. Engin bók, enginn kennari, engin mentastofnun fræðir svo alþýðuna, vekr liana og livetr til starfa sem gott dagblað. Blöðin eru því hinn bezti skóli þjóðarinnar; þau eiga að kenna þjóðinni að þekkja sig sj&lfa, kenna lienni að þekkja kosti sína og ó- kosti, áminna hana og hvetja, vekja lijá henni krafta þá er liggja í dái, efla sjálftraust hennar, og sjálf- virðing; kenna henni að gera náttúruna sér undir- gefna. Blöðin eiga að kenna þjóðinni að þekkja náttúrulögmál frelsisins, jafnaðarins og kærleikans; þau eiga að kenna lienni að neyta frjálsræðis síns, kenna henni að stjórna sjálfri sér, livort sem er á heimilinu, í sveitarfélaginu, í héraðsstjórninni eða á þingi. Blöðin eiga að sýna þjóðinni trúa mynd aí tímanum, sem er að líða; kenna henni að þekkja tím- ann og hvar hún er stödd; kenna henni að notatím- ann, grípa tækifærin; kenna henni að varast tál og þjóðarinnar höfuðstrauma mannlegs anda í hinum mentaða heimi, svo að þjóðin geti tekið þátt í og notið góðs af nýjum andastefnum og framforum. Blöðin em þannig nokkurs konar lífæðar mentunar- innar og framfaranna í heiminum. Hlutverk blaðanna er því mikið, ekki sízt í þvi landi, sem er að rísa úr rústum og varla getr heitið sjálíbjarga, sem segja má um ísland; enn því örðugra er og hlutverk blað- anna sem þjóðin er skemra á veg komin, fámennari og fátækari. Hér á landi geta blöð því ekki unnið hálft gagn né komizt að neinu leyti í háltkvisti við blöð stærri og efnaðri þjóða. Blöð geta eigi þrifizt hér á landi vegna kaupenda- fæðar; þau geta ekki alið önn fyrir sér sjálf; útgef- endr blaða hér á landi verða að hata fleira fyrir stafni til þess að geta haft ofan af fyrir sér. Af þessu leiðir, að efni íslenzkra blaða getr hvorki verið mikið né fjölskrúðugt. Það ræðr einnig að líkind- um, að þau geti eigi verið jafnvel útbúin sem stór- blöð erlendis, því að til þess að gera blað vel úr garði þurfa helzt fleiri enn einn að vinna að því heima fyrir, þótt töluverðar ritgerðir sé að sendar. Þótt íslenzk blöð hafi verið og verði lengst smá og afkastalítil i samanburði við pólitísk blöð stærri þjóða, hafa blöð hér á landi í rauninni eigi staðið á baki blöðum annara þjóða að tiltölu, né unnið minna gagn að tiltölu enn þau. Kenningar fyrstu blaða vorra um sjálfforræði og mannréttindi féllu þjóðinni vel ískap; enda mundi hún fegri daga í fornöld; hún hafði aldr- ei gleymt sjálfstjórn sinni; hún hafði aldrei samþýðzt svo harðstjórninni, að hún dýrkaði neinn jarðneskan alvald, neinn Kristján, neinn Friðrik. Því endr- hljómuðu raddir frelsishetjanna á miðri þessari öld livergi snjallar enn á íslandi; það var sama sem rödd þjóðariunar sjálfrar. Þjóðólfr var fyrsta íslenzka blaðið, er vakti þjóðina til dálitiilar frjálsræðismeð- vitundar, hið fyrsta pólitíska blað á íslandi; litu aftr- haldsmenn til hans óhýru hornauga og ngðu að þeim muudi ógifta af honum standa ; reyndu þeir oftar enn einu sinni að íyrirkoma honum, enn hann hefir vax- ið og vel dafnað. Blöð þau, er síðan hafa komið hér til sögunnar, eru flest pólitísk og hafa flest unn- ið eitthverl gagn, hvert á sinn hátt. Það er enginn efi á þvi, að blöðin hafa átt mikinn þátt í að flýta íyrir stjórnarbót vorri og að þeim er því að nokkru leyti að þakka, að vér höfum sjálfstjórn að nafninu. Síðan landið fékk löggjafarþing, hafa mörg þingmál verið rædd í blöðunum og þó færri enn skyldi; blöð- in liafa þannig verið eins og þau eiga að vera, eitt I endalaust og órjúfandi þjóðþing. Um stjórnarsleikju- blöð, slík sem Suðra, skulum vér ekki tala; þau hafa verið stefnulaus, og þau hafa ekki líkzt þjóðþingi, heldr hestaþingi með hundgá og hrossabrestaþeyting. Aftrhaldsmenn megna ekkert móti því frjálsræðis og menningar afli þjóðarinnar, er brýzt fram í blöðun- um; blöðin vaxa þeim yfir höfuð og eiga alls kosti við slíka andlega dverga. Þetta játa þeir líka. Einu sinni var prestr að prédika um spillingu holdsins og margsynduga limi mannsins líkama: „Lærin, mínir elskanlegir bræðr og systr, lærin eru verst“, sagði prestr. Líkt er haft eftir einum aftrhaldsmanni, sem sitr á þingi, hann var að fárast yfir þrjózku og spillingu þjóðarinnar. „Blöðin, blöðin eru verst“, sagði hann. Máttr blaðanna er mikill; þau hafa hugi þjóðar- innar á sínu valdi; þau skelfa volduga þjóðhöfðingja og draga með sér í herfylkingu þjóðmúgana, annað- hvort frjálsa og sannfærða, eða í bandi, sannfæring- arlausa. Frá hinni fyrirlitlegustu mannskepnu, sem á jörðunni kvikar, til hins tignaðasta höfðingja, til

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.