Fjallkonan


Fjallkonan - 28.02.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.02.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 23 konungsins, segjum frá Kristjáni 0 til Kristjáns 9, verða allir að lúta veldi blaðanna. Enn hvernig notar þjóðin sér blöðin? Hvemig notar þjóðin sér þessa leiðtoga, kennara og verði? Neytir hún krafta sinna til að viuna í samvinnu með þeim? Það mundi verða henr: notadrjúgast og af því mundi hún mest læra. Leitar hún til þeirra til að leysa vandkvæði sín, fá ráð og fræðast um það, er hana forvitnar um? Fæstu af þessu sinnir þjóð- in svo teljandi sé. Fjallkonan hefir að tiltölu flutt litið af að sendum ritgerðum; hún er að mestu leyti skrifuð af ritstjór- anum, enn fyrir þá sök er hún miklu einhæfislegri enn hún annars væri. Til þess að gera blaðið sem Qölhæfast og til þess, að sem flestar raddir þjóðar- arinnar geti orðið samróma í því, býðr útgefandi Fjallkonunnar hér með ritlaun fyrir velsamdar rit- gerðir urn stjörnmál, atvinnuvegi og alþyðlegar fræði- greinir. Hin helztu mál, er verða munu á dagskrá á kom- andi alþingum, eru stjórnarskrármálið, launamál, kirkjumál, alþýðumentamál, landbúnaðarmál, sam- göngumál, tollmál. Um þessi pólitísku mál vildum vér láta blað þetta flytja ritgerðir eftir því sem rúm leyfir. Yér munum smámsaman auglýsa í blaði voru, hvers efnis ritgerðir þær skulu vera, sem ritlaun verða veitt fyrir. í öðru lagi geruin vér almenningi kost á að leysa í biaði voru úr hverskonar fyrirspurnum, einkum lög- fræðilegs efnis, læknifræðilegs efnis og búfræðilegs efnis, og annars hvers efnis sem vera vill. Fyrir- spurnirnar mega eigi vera nema fáein orð, og verða þær prentaðar í blaðinu, og síðan svör þau, er við eiga. Með þessu móti ætlum vér að blaðið muni geta frætt almenning um fleira enn hingað til og verði því fleirum að gagni. Það er mjög algengt erlendis, að spurningar eru sendar til blaðanna um nálega alt, er menn fýsir að vita. Eru slíkar spurningar oft næsta hégómlegar. Ensku blaði var t. d. send sú spurning, hvé mörg tré Gladstone hefði höggvið á ævi sinni. Nýjungar frá ýmsum löndum. Líkneski Leifs hepptia er reist í Boston í Ameríku; hefir gert myndina ameríksk listakona, Anna Whitney. Ameríkska sýningin í London. Þessi sýning, er áðr liefir verið getið í blaði þessu, hefst 2. maí í vor og stendr til októberloka. Hún á að sýna Evrópu- mönnum, hve langt Ameríkumenn eru komnir í verkn- aðar framförum, og yíirburði og sérstakleik Ameríku fram yfir Evrópu. Yér vonum að vér munum síðar geta sagt frá sýningu þessari, þegar hún er komin á, og leiðum því hjá oss að skýra frá viðbúnaði og ráðagerðum. Þess hefir áðr verið getið, að ameríksk mentastúlka, Miss Marie A. Brown, gengst fyrir því að sýndar verði á sýningu þessari fornar íslenzkar menjar í minningu þess, að íslendingar fundu Ameríku á undan Colombus. Hún ætlar að reisa þar islenzkan víkingaskála, og þar á einnig að sýna víkingaskip i fullri stærð. Hún mun hafa ritað fornleifafélaginu og stiftsyfirvöldunum hér og farið þess á leit, að íslenzkar fornmenjar yrðu sendar til sýningarinnar. Hvað sem því líðr, er vonandi, að íslendingar kunni svo sóma sinn, að þeir styrki að einhverju leiti við- leitni þessarar ameriksku mentastúlku til að útbreiða þær skoðanir, að fslendingar sé hinir fyrstu finnendr Ameríku. Indíanar i Ameriku verða seint trygðir, og i haust gerðu þeir mikil illvirki í norðvestr-Kanada. Svo stóð á, að einn Indíana flokkr liafði drepið 6 menn af kynflokki þeim meðal Indíana, er nefndr er Blóð- Indíanar. Þóttust þá Blóð-Indíanar þurfa að hefna sín, hófu herdans og fóru á hendr fjandmönnunum. Á leiðinni komu þeir fyrst í litla nýlendu hvítra manna; vóru þar 16 manns og drápu Indíanar þá alla og kollflógu („skalperuðu11)1. Síðan urðu fyrir þeim bústaðir fleiri hvítra manna; brendu þeir hús þeirra og rændu öllu eigulegu, enn drápu hvert mannsbarn. Talið er að þeir hafi drepið um 100 hvita menn í upphlaupi þessu. Eignir þær, er þessir Indíanar rændu og eyddu, vóru metnar 25000 dollara virði. Alheimsmál. Ymsir hugarburðarmenn hafa farið fram á og reynt að skapa mál, er talað skyldi verða um allan heim. Helzta má nefna tvo þýzka menn, er hafa fundið sitt málið hvor. Er annað kallað Volapúk og hitt Passilonga. Þessi mál má læra á örstuttum tíraa, þvi að þau eru gerð eftir föstum reglum og án undantekninga, enn hitt er auðsætt, að þau gætu ekki fyr enn langir tímar líða jafnazt á við mál mentaþjóðanna að andlegri auðlegð. Enn þess er einnig að gæta, að þessi málskapnaðr er tómr óþarfi, því að vér höfum þegar alheimsmál, nefnilega enskuna. Um allan heim, jafnvel á minstu hólmum úthafanna, innan um mannætur, hittast menn sem ensku skilja eða taia meira eða minna. Hagfræð- ingr einn, de Candolles hefir gert rcikningsáætlun yfir fólksfjölgun ýmsra landa og útbreiðslu flmm að- al-tuugumála heimsins, og telst honum svo, að eftir 200 ár verði ítalska töluð af 53,370,000 manna; frakkneska af 72,571,000, þýzka af 175,480,000, spænska at 505,286,000 og enska af 1,837,287,000. íslenzkr sögubálkr. Þáttr af Jóni Indíafara. (Dreginn saman úr sögu hans). Jón Indíafari var sonr Ólafs bónda á Svarthamri við Álfta- fjörð vestra, Jónssonar bónda Þorgrímssouar nafnfrægs manns og mikilmennis í Æðey (+ 84 ára) og Ólofar Þorsteinsdóttur. Föðrmóðir hans var Brit Þórðardóttir. Ólöf móðir Jóns Indía- fara var norðlenzk, úr Miðfirði, Þorsteinsdóttir, Sveinssonar. Jón Indíatari er fæddr á Svarthamri á öndverðum vetri 1593 (á stinnudag næstan eftir allra heilagra messu). Var honum „til fóstrs komið til þeirra hjóna, er undir Hlíð bjuggu í sömu 1) Indianar fiá af óvinum sínum lifandi höfuðleðrið með hári ofan að enni og hnakka, og þessa kollbjóra (scalps) hengja þeir síðan utan á sig til frægðarauka.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.