Fjallkonan


Fjallkonan - 20.06.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 20.06.1887, Blaðsíða 4
68 FJALLKONAN. ið, fellr hún mæta vel í geð.......Greinin er eftir Grím Thom- sen. I henni er farið með mig eins og farið er með mig á Bretlandi og Þýzkalandi. Ég sé vel, að ég er ]iar í ofmiklu Ijósi, enn ]mð hefir svo oft áðr verið lýst á mig með prosatýru, að ég get haft gott af því að fá dálitlar skaðabætr". — Spiritus asper. *Sannleiksrúnirnar og vaxkerti réttvísinnar. -—-fc^goa-.---- Ekki alls fyrir löngu fanst silfrtafla i jörðu og var hún skráð ; rúnuin. Er svo sagt,, að tafla þessi hafi í fyrndinni verið helgr ! dðmr, og að orð þau, er á hana vórn rituð, hafi verið frá goð- I unum sjálfum. Enn er tímar liðu, hvarf taflan og vissi enginn hvað af henni varð. Héldu sumir, að henni hefði verið stolið eða rænt úr landinu, eins og svo mörgum öðrum Jvjóðgersemum, enn aðrir hugðu að hún hefði týnzt í svartadauða. Þegargraf- ið var fyrir undirstöðusteinnm eins nýja þinghússins, fanst tafl- an þar álnardjúpt niðr í leirnum. Henni liefir einhverntíma verið fleygt í sorpið, og síðan hefir hún verið fótum troðin öld eftir öld. Nú er taflan var fundin, fýsti marga að vita hvað á hana væri ritað. Var hún nú skafin og fágnð svo að hún varð glóandi fögr, enn rúnirnar urðn eigi ráðnar, af því að þær vóru orðnar máðar eða menn kunnu eigi að þýða þær. Það eina varð lesið að fyrirsögnin á töflunni var :„SANNLEIKRINN“. Menn sát.n nú yfir töflunni og gátu ekki lesið nema fyrirsögn- ina. Vóru þá teknir eiðar af mönnum uni það, hvað þeir í- mynduðu sér að stæði á töflunni, enn með því að ímyndanir manna urðn eigi samhljóða, vóru fengnir fræðimenn tilaðreyna að þýða letrið og birta það síðan almenningi. Þar kom að fræðimenuirnir ]ióttust geta lesið letrið, og var nú skotið á málfundi. Átti nú að birta almenningi allan leyndardóminn. Einn af fræðimönnunum hafði töfluna undir hendinni og var heldr hróðugr, þegar liann gekk inn í fundarsalinn. Var nú ; mikið um dýrðir og streymdu menn að hvaðanæva til að seðja forvitni sína. Skuggsýnt var í salnum, og var því sótt vax- kerti réttvísinnar, er haft, var á dóm]iingum öllum, og var kveykt á því. Stjakinu var úr algengum guluin brúsaleir með gyltum kögri að ofan, og kertið sjálft var margult, og héldu sumir, að það væri rannar steypt úr nautatólg norðan úr Eyjafirði, eða jafnvel að í því væri hrafnatólg. Nú var alt til búið, og hér vórn allir saman komnir, sem vetlingi gátu valdið; það vant- aði ekki einu sinni meðhjálparann; hann stóð rétt við ljósið og liafði t.ekið með sér skarbítinn sinn til að skara það ef á þyrfti að halda. 8á sem á töflunni hélt gekk nú að ljósinu, og glóði þá svo á hana að geislum sló yfir salinn. Hann ætlar að fara að lesa. „Sannleikrinn — sannleikrinn", segir hann, svo hátt að kvað við í öllum salnum. Lengra komst hann ekki. Haun setti upp gleraugu rýndi, aftr og aftr, enn varð loks að hætt.a við svo búið. „Hverju sætir þetta“, segir hann, „taflan er orðin svört og ég get með engu móti lesið á hana“. „Það er bezt.égskari ljósið", sagði meðhjálparinn. Enn af öllu má ofmikið gera; og í stað þess að taka skarið af ljósinu, tók hann ljósið af skar- inu. Kom þá mikið fát á liann og fleygði liaun í misgáti skar- bítnum með ljósinu á bókahlaða; kviknaði undir eins í bókun- um og fylti salinn með reyk og tók mönnum þá að súrna sjáldr í augum. Þó tókst að slökkva bálið og var þá farið að skoða töfluna. Var liún nú orðin svört og letrið ólæsilegt með öllu. Héldu sumir, að taflan hefði orðið svört af ljósreyk, eða af sót- inu úr bókahlaðanum, enu það reyndist ekki satt. „Þetta hlýtr þá að vera ljósinu að kenna“, sögðu efnafræðingarnir; „við skulum rannsaka kertið". Fyrst skoðuðu þeir rakið. Ekkert var að athuga við það ; það var tvöfaldr lopabandspotti. Þá var kertið skoðað, og kom þá upp, að brennist.einn liafði verið látinn saman við vaxið. „Ekki skal okkr kynja“, sögðu efna- fræðingarnir, „brennisteinninn lieflr gengið í samband við vatns- efnið i vaxinu og myndað brennisteinsvatnsefni, enn það gerir silfr svart, ef þa'ð nær að verka á það“. „Kertið hefir þá verið svikið“, sagði múgrinn, „og því liefir ekki tekizt að lesa sann- leikann“. Þeir, sem lesið höfðu letrið á töflunni, mnndu reynd- ar nokkuð af því, og varð mönnum því ekki óljóst um sann- leikann, þótt hann yrði ekki lesinn af því að kertið var svikið. AUGLÝSINGAR. Með því að ég fer af stað til Skotlands hinn 13. þ. mán. og verð fjarverandi um nokkurn tíma, þá bið ég alla þá, sem þurfa að finna mig annaðhvort viðvikjandi Vestrheimsferðum eða í prentunarerindum að snúa sér til stúdents Ólafs Krtsen- krauz, sem veitir andsvör og afgreiðslur í þeim efnum fyrir mina hönd og verðr hann vanalega að hitta á hverjum virkum degi í húsi mínu í Lækjargötunni frá kl. 8 f. m. til kl. 7 e. m. Reykjavík 11. júní 1887. Sigfús Eymundsson. Vestrfarar sem ætla með Anchor-Línunni geta fundið mig í húsi hr. bókb. Halldórs Þórðarsonar, við Skólavörðustíg. Ég fer til Ame- riku sjálfr sem tfilkr ineð vestrtörunum. Rvík. ló. júní 1887 Sigm. Guðmundsson. Queen Victoria’s Hair-Elixír (hárvaxtarmcðal) fæst í verzlan Eyþrtrs Felixssonur á */4 fl. 0,50, ‘/2 fl. 0,75, 1 fl. 1,25. Þetta hárvaxtarmeðal gerir menn á skömmum tíma svo hárprúða, að þeir sem hafa þunt og lítið hár eða eru jainvel sköllóttir fá þykt hár og fallegt. TÓUSKINN verða keypt í verzlun Et/þórs Feliasonar, og séu þau falleg, verða þau keypt með áðr ÓHEYRÐU VERÐI. g öi- f £ ^•5 = lís-* p S-§ £ZS. i*j 3 gÝ o o n a> s- cu < ~m 3 3 td2<r3„ S. o: 5» <1 cr.2 a> ct> 2 ct> c -t FF f-t’ — B » s - HH a s» p B g,£.OQ P> (Þ 03 « 2 S'Sl S. 3 u-, =. ^ æ •r- * 2. or ít <-i 3 O:: . & ^ (T> P- * 9 — w - & % „ oi 2- CÞ B (Þ “ O CT> —Jq í.&r co CD “ p eu 2: ® 03 S.'JQ U-H “ 3 » s -t n o o, p JC i % a> -* to S-f 9 • • (T> t— < c3 % o. S8 2 B W 3 <4 u' 9? 2- CTQ CO í*r p Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og lijá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Lækningabók dr. Jónassens og „Hjálp í viðlögum" fást hjá höfundinum og ölluin bóksölum. verði: Fjallkonan. Þessi blöð af Fjallkonunni kaupir útgefandi háu af I. ári, 1884, 1., 2., 19. og 21. blað. — II. — 1885, 6., 7. og 8. hlað. — m. — 1886, 11. blað. — IV. — 1887, 2. blað, 10. blnð. Þeir sem liafa fengið ] essi blöð ofsend, eru beðnir að endr- senda ]iau og merkja utan á livaða nr. þeir senda. Tvö góð herbergi án húsbúnaðar óskast til leigu. Ritstj. vísar á. íslenzk frímerki brúkuð eru keypt hæsta verði í búð H. Th. A. Thomsens i Reykjavík. Prísinn er hækkaðr síðan í fyrra. 1). Thomsen. Prentsmiöja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.