Fjallkonan - 08.09.1887, Blaðsíða 3
F J ALLKON AN.
107
hreinan ágóða þeirra Slimons og Coghills á sauða-
verzluninni í ár, það er óráðin gáta, því ekki hafa
fréttablöðin fært nokkra skýrslu frá þeim um þetta.
Mér stendr reyndar á sama hvort „Gróa á Leiti“ j
eða einhver annar hefir sagt þór þetta, eða þú
hefir fundið það upp af hugviti þínn, það er hvort
sem er ekki hinn minsti sannleiksblær á þvi.
Þór stendr stuggr af hættunni sem pöntunarfé- j
lögunum fylgir, og af einskærum brjóstgæðum ræðr
þú félagsmönnum til að leggja árlega 15- 20°j() af
söluverði sauðanna í varasjóð til að standast óhöpp.
Eg er þér samdóma um að gott væri, ef pöntun-
félögin gætu komið upp varasjóði, og ég held að
minna mundi duga enn þú tiltekr, enn af því að
vér Islendingar erum ekki nærri nógu tortrygnir, i
eftir þvi sem þér segist frá, þá yrði félagsmönn-
um vandræði úr varasjóðnum, nema ef þú vildir
gera svo vel að geyma hann fyrir þá, því ekki
væri hentugt að trúa „ginningamönnunum“ —
formælendum félaganna — fyrir því að komasjóðn-
um á óhultan geymslustað. Enn við skulum nú
snöggvast líta á hætturnar sem blasa við félags- i
mönnum. Fyrsta og helzta hættan er að minni
hyggju sú, að menn skortir máske samtök og á-
ræði til að reka þessa umboðsverzlun með svo mikl-
um kjarki að hún gæti staðizt. Ef menn hafa
ekki samtök til að senda svo mikið í einu að við-
unanlegr farmr fáist á skip, þá getr kostnaðrinn
orðið svo mikill að hann éti upp allan hagnaðinn
og þá er ekki ástæða til að halda félagsskapnum
áfram; enn hjá þessari hættu er mönnum hægt að
sneiða, ef menn vilja. Næstliðið haust hefði að
líkindum fengist 1 kr. 50 a. til 2 kr. meira fyrir
hverja kind af fé Dalamanna, ef þeir hefðu sent
svo margt, að skipið hefði fengið nægilegan farm.
og farið beina leið frá Stykkishólmi til Englands,
enn af því að féð var svo fátt, varð skipið að
koma á aðra höfn til að taka viðbót, sem olli því
að fé Dalamanna var í minsta lagi 4—5 dögum
lengr á skipinu enn það hefði verið, ef farið hefði j
verið beina leið, og má geta nærri hvað féð hefir
lagt af við það. Enn að láta skipið fara einungis
með tæp 1200 fjár hefði þó orðið meiri skaði fyr-
ir fólagið. Þannig er mjög líklegt að Dalamenn
hefðu grætt talsvert meira á fónu sem þeir sendu,
ef þeir hefðu getað sent nægilegan farm í skip-
inu.
Komið getr fyrir að verð á innlendum vörum
falli svo skyndilega erlendis, að vörur þær sem fó-
lagsmenn senda seljist lakar enn kaupmenn gefa
fyrir þær hér á sama tíma. Af þessu geta félags-
menn beðið baga í bráð. Skaðinn af verðfallinu
lendir nefnilega strax og beinlinis á þeim, enn
hefði annars fyrst lent á kaupmanninum, ef þeir
hefðu skift við hann. Enn kaupmaðrinn hlýtr svo
að vinna skaðann upp á bændum við fyrsta tæki-
færi, og þá er alt komið niðr á sama stað. Hitt
getr líka komið fyrir að varan stigi svo, að félags-
menn fái talsvert meira fyrir hinar sendu vörur !
enn þá fæst fyrir þær hjá kaupmönnum. Þá kemr
hagrinn strax fram við félagsmenn, og þá hafa 1
kaupmenn þeim mun meiri hag á þess konar vör-
um, er þeir svo sjálfsagt á eftir láta lenda að nokkru
eða öUu leyti hjá viðskiftam'ónnum sinum. I pöntun-
arfólögunum koma bændr íram sem kaupmenn, að
því leyti að þeir njóta þess hagnaðar strax sem
kemr fram við það, ef vara þeirra hækkar í verði
á útlendum markaði, og þá er eðlilegt að líka lendi
á þeim sá skaði, sem stundum hlýst af því að vöru-
verðið lækkar. Alveg sama kemr fram á útlend-
um vörum. — Af þessu leiðir að hyggilegt væri
að leggja nokkuð í varasjóð þegar vel gengr til
að geta gripið til, þegar á móti blæs. (Niðrl.).
Torfi Bjarnason.
Útlendar fréttir.
DANMÖRK. Stjórnarblað Dana, Berl. Tid., heflr lýst. yflr, að
víggirðing Khafnar sé alls ekki gerð í fjandsaml. tilg. gegn
öðrum ríkjum og liefir reyut að breiða yfir l>að, er Þjððverjum
þótti iskyggilegt í ræðum Bahnsons hermálaráðgj., enda hefir
Dana stjórn tengið |iau svör trá þýzkn stjórninni, að þýzka
stjórnin eigi engan hlut í ýmsum harðskeyttum greinum gegn
Dönum, er nýlega liafa staðið í þýzkum blöðum, enn alt, um
það lúka þó Þjóðverjar því orði á, að þetta mál muni verða
ráðaneyti Estrups til hnekkis. — Rfissakeisari og drotning liaus
kom til Khafnar 27. f. m. og var þá mikið um dýrðir.
ÞÝZKALAND. Vilhj. keisari var kominn aftr til Berlínar
frá fnndinum við Austrríkiskeisara, og var við allgóða lieilsu,
þótt hann sé nú vangæfr mjög fyrir elli sakir. Heilsubati krón-
prinzins fer seint að, enn er þó talinn vís. Páfinn hefir nýl.
ritað Vilhj. keisara þakkarbrét fyrir gjöf eina með miklum vin-
mælum.
ENGLAND. Framfaramanna flokkr hefir unnið nýjan kosn-
ingasigr í Northwich og koinst þar að einn af Gladstones liðmn.
Enska stjórnin hefir lýst banni yfir þjóðviuafélagi íra, og veitt
varakonungi íra heimild til að bæla það niðr. Gladstone og
tians flokkr snerist öndverðr gegn ráðstöfun þessari ; kom 01.
með frv. gegn banninu í neðri málst., eun það var felt.
BULGARÍA. 11. t. m. fór hinn nýkosni fursti Ferdinand til
Bulgariu, tók þar við stjórn og v'ann eið að stjórnarskránni;
þykir það djarft tiltæki, sem líkur eru til að stórveldin sé eigi
samþykk.
— Uppreistin í Afgan er sefuð, og hefir emírinn unnið full-
an sigr.
— Kólera er allskæð í Suðr-Ítalíu og Sikiley. Verri þó í út-
norðrhéruðum brezka Indlands; þar liafa nýlega dáið úr henni
70000 manns.
Nýjungar frá ýmsum löndum.
-----toSgoa-—
Kvennamorðingl. í sumar var maðr dæmdr til danða í París
fyrir að hafa myrt til fjár unnustu sína, ásamt herbergisþemu
hennar og hennar dóttur. Hann hét Pranzini og var mentaðr
maðr og efnilegr. Hann var fæddr í Alexandríu og hafði ver-
ið í Kína og víðar í austrlöndum, og einnig í Ameríku og gengt
ýmsum áríðandi sýslunum. Hann talaði, auk frakkneskunnar,
grisku, arabisku, ensku og itölsku. Hafði hann á ferðurn sin-
um dregið saman allmikið fé. í- París liafði hann það nær ein-
göngu fyrir stafni, að tæla kvennfólk og féfletta það. Tókst
honura ótrúlega vel að ná kvennhylli með því að hann var
fríðr maðr og vel vaxinn og snotr i framgöngu og töfraði með
kvenfólkið með blíðu augnaráði. Hann fór ekki i neina laun-
kofa, heldr vélaði liann kvenfólk úti á strætum og á fjölsótt-
um veitingastöðum. Hjá honutn fanst mikil hrúga af elsku-
bréfum, og vóru mörg af þeim frá heldri stúlkum, enda frá
stúlkum er virtust hafa hina mestu mentun og tiæfileika. Nöfn
þeirra verða eigi birt, enn svo mikið er víst að fjöldi ment-
aðra kvenna i París hefir haft kunningsskap við mann þenna.