Fjallkonan


Fjallkonan - 18.09.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 18.09.1887, Blaðsíða 2
110 FJALLKONAN. í anda, fjörugr og áhugafullr framfaramaðr, enn eigi að sama skapi átakanlegr mælskumaðr, enn þó ólíkt betr máli farinn enn síra Eiríkr bróðir hans. Eg vona að Páll Briem sé gott þingmannseíni og og verði einnig drjúgr ræðumaðr, er aldr færist yfir hann. Þá þykir mega nefna prestana, Sigurð Stefáns- son og Sigurð Jensson, og að nokkuru leyti Lárus Halldórsson. Þeir eru allir einbeittir, og sneiddu sig að mestu hjá hestakaupum, og þykja allvænleg þingmanna-efni. Arna Jónsson brestr hvorki áhuga nó einurð, enn fullheitt er honum stundum, svo að við sjálft liggr að málefnin bráðni í með- fbrum hans. Fyrir Yestmannaeyjar lítr svo ut, sem Þorsteinn læknir geti orðið þarfr þingmaðr. — Hina tvo læknana á þinginu þekkir almenningr; þeir eru j eiginlega engir politíkusar, og þó ólíkir. Báðir eru þeir sór í lagi fuglavinir, því eins og skáldið segir: „Þegar Kjerúlf kom á þing kipt í liðinn mörgu var, kom út fugla fororðning, friðaðir allir titlingar“. Dr. Jónassen bar sér í lagi rjúpuna fyrir brjósti sór í sumar, og þótt eigi tækist að friða hana í j þetta sinn, er vonandi að það takist á næsta þingi. — Varla má finna tvent ólíkara enn læknisfræði og politik; er því eigi von að þetta fari saman. Enn þótt dr. Jónassen só enginn afkastamaðr á þingi, ber Reykjavik „sannarlega“ harm sinn i j hljóði eftir fall Halldórs úr þingsætinu. Af hinum nýju þingbændum eru þeir sjálfsagt fremstir, Ólafr Briem, Jón á Arnarvatni og Gunn- ar Halldórsson; þeir eru greindir menn, frjálslyndir og einarðir. 'Raunar bar á þessu þingi mest á Ó- lafi, með fram sökum þess, að hann var í fleiri nefndum; Jóns hefir Fjallkonan áðr getið nokkuð, enn Grunnar mun eflaust reynast drjúgr, þegar hann venst við. A hina aðra þingmenn álít óg óþarft að minnast að svo stöddu. Þótt sumir þeirra tali meira enn þeir, sem nefndir haía verið, þá er vafasamt, hvort ; það hefir ávalt verið til bóta, enda eru ræður sumra svo óglöggar og óskipulegar, að lítið verðr ! á þeim grætt, þó meiningin kunni að vera góð og ! þekking nægileg, enn þær batna, ef til vill, þegar j þær koma í þingtíðindin. Mestr mælskumaðr af hinum nýju þingmönnum er vafalaust síra Sigurðr Steíansson; talar hann ljóst og áheyrilega, og orð- lengir aldrei um of; næst honum gengr síra Lár- us, þótt hann tali eigi fult eins skörulega, enn um hann virðist þó vera þrengra á þingi, enda talaði hann að tiltölu í fám málum. Dalakarl og pöntunarfélögin, (Niðrl.). Sú litla reynsla, sem fengin er með pöntunarfélögunum, bendir á, að kaupmenn geti j ekki yfir höfuð eða til lengdar selt bændum út- lendar vörur með jafn lágu verði, og þeir fá þær í pöntunarfélögunum, og veldr því líklega ýms kostnaðr, sem legst á verzlun kaupmanns, er félög- in eru laus við. Reikningar Jóns Giuðmundssonar í Flatey um kornkaup hans í fyrra (sjá Isafold 7. maí næstl.) sanna þetta líka. — Kaupmenn hafa jafnvel ekki getað gefið eins mikið fyrir innlendu vörurnar eins og pöntunarfélögin hafa fengið, sízt fyrir fóð, og þó segir Jón Gluðmundsson að kaup- menn skaðist oftast á íslenzka varningnum. I hið minsta þykir mór mjög ótrúlegt, að kaupmenn geti kept við Slimons verzlun og pöntunarfélögin með fjárverzlunina, á meðan þeir gera enga til- raun til að breyta sinni hundrað ára gömlu fjár- verzlunar aðferð. Þú hefir ekki, Dalakarl minn, með berum orð- um tekið fram, hverjar hættur þú telr helstar eða mestar á vegi pöntunarfélaganna, enn eftir tillögum þínum að dæma, gæti ég ímyndað mér, að þú t«ldir líklegt að félögin gætu einhvern góðan veðrdag mist alt sem þau senda, enn til þess tel ég engar líkur. Allar vörur fram og aftr eru trygðar fyrir slysum, og um leið og félagsmenn senda sínar vörur, fá þeir vörur hér um bil sem svarar sömu upphæð, svo að kalla má að hönd selji hendi, og þá sýnist ekki áhættan vera svo mikil. Ég er þór samdóma um það, Dalakarl, að vór íslendingar þurfum að taka oss fram í ýmsu til þess að komast úr því verzlunarbasli, sem vér nú erum alment í, og eftir þeirri stefnu, sem pönt- unarfélögin hafa tekið, þá eru likur til, að þau venji menn á „skilsemi og sparsemi“, þvi mark og mið fólaganna er, að verzla skuldlaust, og þau panta einkum nauðsynja vörur. Enn það er ekki að vænta að þetta takist á svipstundu, því kaup- menn hafa verið að basla við að kenna mönnum þessar dygðir í hundrað ár, og hefir orðið lítið á- gengt, eftir því sem þeim og þér segist frá. Torfi Bjarnason. íslenzkr sögubálkr. Þáttr af Jóni Indíafara. (Framhald). Árið 1631 sendi Kristján konungr 4. sjö skip til Björgvinar. Eitt af skipum þessum hét „Justitia11, og for- inginn Kristoffer Bogi. Á því skipi var J6n Ólafsson. Á heim- leiðinni vildi það slys til, að siglutré skipsins brotnaði, og för- ust við það sjö menn. Um þessar mundir kom það til orða meðal félaga Jóns, að þeir stryki undan forustu Grabos og flýði úr landi á náðir Svíakonungs. Eun ekki varð þó af því. Árið 1618 í október var gerðr út leiðangr frá Danmörku til Indlands. Það voru 3 skip, og hét fararstjóri Erik Grubhe. Var ferðin gerð til þess að hjálpa landstjóranum á Ceylon tii að reka Portúgalsmenn af höndum sér, og svo til að reyna að ná þar fótfestu og kaupskap. Þessi leiðangr fór þannig, að skipin ráku til hafs og fórust öll undir Ceylon, þá er foringinn var í laud farinn og var á málstefnu með landstjóranum. Komst liaun af þessu í vanda mikiun og varð ekkert ágeugt. Eitt af skipum þessum lenti við austrströnd Iudlands, og sett- ust skipverjar þar að og bygðu þar kastala, er þeir nefndu Danshorg. Eiun íslendingr, er Halldór hét, Árnason, slóst í för þessa og varð eigi aftrkvæmt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.