Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.11.1887, Blaðsíða 3
FJALLKON AN. 131 ur, og í síðasta hefti skemtanir (leikir, töfl o. s. frv.), nema heftin verði fleiri. Yirðist að réttara hefði verið, að gefa þulurnar út meðal annara fornkvæða ; þær eru flestar gamlar. í þessu gátnasafni eru gátur, sem vendilega hefir verið leitað að um alt land og munu því flest- ar hinar algengari gátur vera hér prentaðar. Niðr- röðun á gátunum fer eftir stafrófsröð upphafanna, og er þeim því hvorki raðað eftir aldri né efni. Þó eru gátur Gestumblinda settar frernst, og var reyndar óþarfi að prenta þær hér. Síðan kemr að- alhóprinn og er þar öllu hrúgað saman, gömlu og nýju, illu og góðu ; sumar af gátunum eru frá þess- ari öld og jafnvel eftir núlifandi menn. Allr fjöld- J inn af gátunum er illa ortr, og margar þeirra eru klúrar og i hneykslanlegum búningi. Kveðst þó safnandinn (í formálanum) hafa slept úr illa ort- j um gátum og klúrum, enn einhver íslendingr í Khöfn mun hafa lagt síðustu hönd á verkið og komið með dálítinn ábæti. Það er nú tízka, að teygja úr öllum bókaútgáfum sem mest má verða með ýmsu móti, til þess að fá sem mest ritlaunin. Einkum á þetta sér stað um útgáfu hinna eldri rita, sér- staklega kvæðabækr, þar sem alt er til tínt, hversu fánýtt sem er, og löngum athugasemdum við bætt (um höfundskap, orðamun o. s. frv.) um hvem þýð- ingarlausan þvætting. Þannig er farið með 2. út- gáfu Stefáns kvæða frá bókmentafélaginu. Sú út- gáfa lýsir að vísu rannsókn og elju útgerðarmanns- ins, Jóns kand. Þorkelssonar, enn að miklu leyti hefði hann betr sparað sér það ómak, því að árangr- inn er sáralítill. — Tíma og fé er ekki eyðanditil að geía út á prenti nema fátt eitt af öllu þvi ó- grynni kvæða og rímna, sem til er hér á landi frá 16. 17. og 18. öld. Auk þess verðr það fremr til spillis að dreyfa út slíkri andlegri sinu meðal almennings. Islenzkr kveðskapr frá þessu tímabili hefir ekkert til síns gildis annað enn málið, og á þvi er lítið að græða. Eldri kveðskapr hefir meira mállegt gildi, enn fæst af þessum eldra islenzka kveðskap er eiginlegr skáldskapr. Þess vegna væri það hið eina rétta, að gefa að eins út úrval aföll- um islenzkum kvæðum frá fyrri öldum og fram á þessa öld í einni bók. Það gæti orðið eiguleg bók og bókmentum vorum til sóma. Útgefendr gátnasafnsins hafa haft þá venjulegu aðferðina, að hrúga öllu í safnið sem fyrir varð, enn þeir greina aftr á móti hvorki höfunda né orða- mun. Höfunda nöfn, sem kunnir eru, eiga að koma með síðasta hefti, og eru þó fangamörk höfunda sett neðan undir sumar gátumar. I stað þess að til færa orðamun, er sama gátan prentuð upp aftr og aftr ef einhverju orði munar. Þetta hefir lengt bókina talsvert. Gáturnar eru mjög misjafnar að efni og búningi. Flestar eru í ljóðum, enn þó nokkrar í lausri ræðu. Þýðingarnar eru prentaðar aftan við bókina, og er það óhentugra enn ef þýðing hefði verið með hverri gátu. Við sumar gátumar vantar þýðingar, t. d. nr. 34, sem þýðir „gull“, nr. 66, sem þýðir „skjá- gluggi“, nr. 102, sem þýðir „vasahnífr“, o. s. frv.; aðrar gátur eru rangþýddar, t. d. nr. 17, sem þýð- ir „stundaklukka“, nr. 321, sem þýðir „askr" (nói), nr. 1110, sem þýðir „dragsmiðja“ (draglöð) o. fl. Fleira þykir ei vert að nefna af þessu tagi, þótt margt mætti tína til. Heilbrigðisþáttr. VI. Nokkur atriði heilbrlgðisfræðinnar. Eftir Dr. med. J. Jónassen. í íyrri greininni var þess getið, að andrflmsloftið væri samsett at mörgum lofttegundum, hverri annari ólíkri. Vér vitum allir, að andardr&ttrinn er í þvi fólginn, að vér öndum að oss og frá oss, enn eigi megum vér ætla, að loftið, sem vér öndum að oss sé samkyus því lofti, sem vér öndum aftr fr& oss; ef vér yrðum um stund að anda aftr að oss sama lofti, sem vér höfum andað írá oss, liði eigi á löngu áðr enu oss orði ilt og vér mundum deyja að stuttnm tímaliðuum. Vér skulum síðar í grein þessari sjá, hveruig á þessu stendr. Til þess að vér getum skilið, hvers vegna það er svo nauð- synlegt, að loftið, sem vér öndum að oss, sé sem hreinast, verð- um vér að gera oss grein fyrir, hvað við ber við andardr&tt- inn. Ég vil nú gera ráð fyrir, að ég sé í hreinn lafti, þ. e. lofti, sem að mestu leyti er samsett af lítslofti og köfnunarlofti; loft- ið sem ég anda að mér streymir niðr um loftpípuna niðr í lung- un, og þar inn í hinar óteljandi smáblöðrur, sem sitja tiver- vetua í pípunum. Utau um blöðrurnar er þéttr æðavafuingr og í æðunum er svartleitt blóð (það er svartleitt, af því svo mikið af kolsýrulofti er í því). Þegar loftið, sem ég anda að mér, kemr niðr í blöðrurnar, hefir það þegar í stað þau áhrif á svarta blóðið í æðuuurn, að það verðr fagrrautt; þetta keinr til af því að lífsloftið í því lofti, sem ég andaði að mér, liefir þessi snöggu áhrif á blóðið; þessi breytiug á blóðinu í æðauet- inu utan um lungnablöðrurnar er aðahkilyrðið fyrir ]iví, að líkami vor sé heilbrigðr. Menn hafa líkt lungunum við mark- að, þar sem tveir mætast, setn vilja skiftast á varningi; blóðið segir við loftið: „Viljirðu láta mig tá lífsloft, sem mér br&ð- liggr á, skal ég láta þig fá kolsýruloftið, sem i mér er og sem ég nauðsynlega þarf að losast við“, og þegar verðr úr skiftun- um. Hið fagrrauða blóð þýtr uú úr lungunum gegn um hjart- að út um allan líkamann og berst sem bezti lífgjafi til allra hinna minstu líkamsparta. Þegar ég nú anda aítr frá mér, er samsetning ]iess lofts, sem ég anda frá mér, alt öðruvísi enn loftið sem ég andaði að mér. Ég anda nfi. frá mér bér um bil jafnmiklu köfnunarlofti og ég andaði að mér, enn talsvert minna af lífslofti (blóðið tók í sig svo mikið af því) og miklu af eitraðri loftteyund nfl. kolasýrubfti (til þess, að sannfærast um að það sé kolsýruloft, þarf ég ekki annað enn anda ofan í kalkvatn, sem er tært eins og lindarvatn (kalkvatn fæst á hverri lyfjabúð, svo liverjum er innan handar að reyna þetta); innan skams fer kalkvatnið að gruggast og líkjast þunnri undanrenningu; kolasýran í loftinu, sem ég anda frá mér ofan í kalkvatnið, fer nfl. í samband við kalkefnið í kalkvatninu, og við það verðr tæra vatnið að hvít- leitri blöndu). Hvaðan kemr þetta eitraða kolsýruloft og bvern- ig stendr á því? Blóðið hefir tvö aðalstörf á beudi, nfl. að taka í sig öll uær- ingarefnin úr fæðunni og bera þau með sér til líkamspartauna. enn til þess að blóðið geti þetta, verðr það að taka í sig lífs- loft í lungunum; hitt starfið er, að taka í sig öll þau efni lik- amans, sem úr sér ganga og ónýt eru og jafnvel skaðvæn, og síðan bera þau burt úr likamanum; þannig gefr blóðið bæði og tekr. Um leið og blóðið á leið sinni um likamann er að lífga og endmæra, tekr það í sig kolsýruloft, sem hvervetna mynd- ast í Hkamanum þar sem efnisskiftingin fer fram fyrir afl lífs- loftsins; í lungunum tekr blóðið í sig lifsloft, enn í vefjum lík- amans tekr það i sig kolsýruloft, til þess aftr að losast við þessa skaðvænu lofttegund í lungunum við audardráttiuu ; frá fæðingunni til dauðans helst þessi hringiða við í líkama vor- um, og ekkert lát má á verða, ef hann á að haldast heilbrigðr. (Framhald).

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.