Fjallkonan


Fjallkonan - 24.12.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 24.12.1887, Blaðsíða 2
146 FJALLKONAN. í viðbót við þetta bætist það líka, að fiestar kennslubækr í öðrum ' vísindagreinum eru á dönsku. Meðal allra kennslu- og uppeld- I is-fræðinga er það álitin einbver in háskalegasta tilbögun, að hafa kennslubækurnar á útlendu máli. Þetta er fyrst og fremst skaðlegt fyrir framtíð málsins. þar eð vissar útlenskar setn- ingar og setningaskipanir úr bðkunum hljðta að festast í huga nemendanna, svo að þetta kemur nemönduuum lijá oss til að hugsa á dönsku. Það gerir líka piltum talsverðan fyrirliafn- i arauka, því að ætíð er eðlilegra og léttara, að læra á mðður- i máli sínu. Til meðmælingar því að hafa bækurnar á dönsku j hafa komið fram ýmsar léttvægar ástæður, t. a. ra. að við það j yrðu menn betri i dönsku, en eg hygg að dönskukennslan sé \ svo gðð, eða ætti að minnsta kosti að vera svo góð að hún þnrfi eigi i að lifa á öðrum vísindagreinum. Það vóru einkum H. Priðriks- j son og B. Gröndal, er áður studdu að því, að kennslubækur væri íslenskar, en venjulega eldast þess konar bækur fljótt. Það væri ðskanda að þeir, sem ráða skðla vorum, vildu stuðla að því, að hrinda þessu í betra horf; einkum má treysta innm valinkunna málvitringi, rektor Jóni Þorkelssyni, til að styðja j þetta mál að því er honum er auðið, því að honum liggur heið- j ut' tungu vorrar á hjarta sem sönnum ættjarðarvini. Að vísu gerir hann sitt til í kennslutímum sínum, að auka íslensku- þekking pilta, eptir þvi, sem aðrar greinir leyfa, og lesbæknr Steingríms Thorsteinssonar á þýsku og dönsku hafa lika gert mikið gagn, en þetta er eigi nóg. Vér þurfum að setja islensk- uua í þann öndvegissess, sem henni ber skilyrðislaust í íslensk- um skóla. Þetta getur að vísu eigi orðið nema tíma og fé sé til þess varið, að semja góðar kennslubækur, en alþingi hefir hingað til verið óviljugt til að styrkja vísindaleg fyrirtæki, og helst það sem snertir vorn lærða skóla. Margir af þingmönn- um vilja einhverja hálfmenntun eða þá enga menntun. Þetta er illt, því að skólinn verður að því meira gagni, ef honum er sómi sýndur, og hann á það skilið, þvi að hann er í reyndinni og að dómi útlendra fræðimanna er hér hafa farið um land, á- gætur skóli, sem margir duglegir vísindamenn hafa komið frá, eiukum siðan hann kom til Reykjavíkur, enda hafa margir vel- j lærðir menn verið og eru enn kennarar við hann. —+04---+C+—+0+—+0+—*!+— ungar frá ýmsum löndum, v +>+—+í+- +:+ -+o+—+c+-4i ■'UV-'VArA/V-'VAr írska málið. í októbermán. þ. á. hélt Gladstone merka ræðu í Derby á fjölmennu lýðmóti. Lýsti hann meðal annars [ yfir þvi, að hann væri að fnllu og öllu sammála orðinn Parnells- j mönnum eða þjóðernismönnum íra; kvað haun kröfur þeirra sanngjarnar, eins og þær nú væru orðnar og hefðu þeir að því j skapi orðið hóflátari, sem þeim hefði aukist flokksmegin. Lauk hann ræðu sinni á þessa leið: „Vér höfum séð í hendi oss, að j írlandi verðr ekki stjórnað með nauðungarvaldi og kúgun, og oss hefir þótt timi tíl kominn að veita systureynni fullnægju, i frið og reglu. Það hefði ef til vill verið ástæða til að áfella oss, ef vér hefðum barist mót kúgunarlögnnum, án þess, að koma með neitt í þeirra stað, enn vér höfum lagt til þau ráð, sem læknað geta meinið frá rótum. Vér viljum veita írum hina sárþreyðu sjálfstjórn, vér viljum nota við þetta land sömu aðferðina, sem borið hefir svo glæsilega ávexti í öllum hinum j brezku nýlendum, í Bandaríkjum Norðr-Ameriku og mörgum löudum á meginlandi Evrópu, t. d. í Svíþjóð og Noregi, Austr- ríki og Ungverjalandi, þar sem þjóðernin áðr stóðu öndverð og audvíg hvort öðru“. ’ Nýtt herskip. í Portsmouth hljóp i september þ. á. af stokkunum liið stærsta brynskip, sem til þessa hefir verið smíð- að á Englandi. Það fékk nafnið „Trafalgar“ og er turnskip af stáli; vélar þess hafa 12000 hesta kratt og er áætlað, að ganghraði þess sé rúmar 4 mílur á klukkustund. Þykt járns- ins er frá 14—20 þumlunga. Meðal skotvopna eru á skipinu aftrhleðslu kanónur er vega 67 tons. Skipið er 345 feta langt og 75 feta breitt, ristudjúp þess 27 fet; það á að verða admír- alsskip og skipshöfuin 520 manna að tölu. Byggiugarkostnaðr skipsius áætlaðr 920,000 pund sterling. Kínverjar eru nú teknir að skipa her sinum að hætti Ev- rópu þjóða. Stjórniu í Peking hefir tarið þess á leit við her- stjórnarráð Þýzkalands, að liúu uiætti fá nokkra þýzka sveitar- foringja til að kenna Kinverjum hernað og koma skipulagi á her þeirra. og hafa allmargir þýzkir sveitarforingjar gefið sig tram sem þann starfa vilja takast á hendr, og það þótt laun þau er Kínverjastjóru býðr séu fremr lág. Vilhjálmr keisari hefir tekið ljúflega undir tilmæli þessi, og var, er síðast trétt- ist, verið að velja þá er hæfastir þóttu. Þýzkr liðsforingi „major“ Pauli — eða aftr á bak á kínversku: Li-Pao — liefir um nokk- ur síðustu árin verið forstöðumaðr hermannaskólans i Tientsin. I^EíSSBECSÍ’t: Petitl. 18 a. Minsta augl. 25 a. f AUGLÝSINGAR. æsæssæsassrt:,: líatlnyrðaLifkhl fæst enn fyrir 3 kr. hjá oss nndirskrifuðum. Rvík, 14. des. 1887. Þóra Thoroddsen. Jarðþr. Jónsdóttir. Þóra Jónsdóttir. JjjðJ’"’ Hér með auglýsist, að hver sem gerir sig sekan í því, að skjóta nærri Andriðsey og spilla með þvf æðarvarpi þar og selalögnum, má vænta þess, að hann verði dreginn fyrir lög og dóm. Reykjavik, 14. des. 1887. Jón Pjetursson. Góöar jóla- og nýársgjafir eru þessar bækr: Sálmar og kvæði Hallgríms Pétursonar í skrautb. á kr. 4,50 Péturspostilla i ágœtu bandi............- — 5,75 Ljóðmæli Stgr. Thorsteinssonar í skrautbandi , - — 3,00 Róbinson Krúsoe.......................... . — 1,25 Rauðhetta, falleg barnabók með litmyndum. . . - — 0,90 Ljóðmæli Svb. Egilssonar með mynd, niðrs. verð - — 1.00 Fást hjá Sigurði Kristjánssyni. (verzlun EYÞORS FELIXSSONAR fást: ágætar Anebiovls, góð epli (princesse). appelsínur, ýms ölföng, ásamt lemonade og hvítöli o. fl. o. fl. til hátíöanna. Netalitr (harkarlitr), ómissandi fyrir alla út- vegsmenn fæst í verzlun Eyþórs Felixssonar. Föstudaginn 30. des. 1887 heldur jungfrú Briet Bjarnhéðinsdóttir fyrirlestr um kjör og réttindi kvenna í hinu nýja G-ood-Templara-húsí. Aðgöngumiðar fást hjá kaupm. Þorl. 6. Johnson og kosta 50 au., og líka við innganginn frá kl. 7 um kvöldið. \/ oSg'Ls.OI’t, hvort heldr yfir allan heim (á 1 eða 2 blööum) eðr yfir hverja álfu, eða einstök lönd (33)^27 þml.) ferníseruð á stokkum, fást pöntuð fyrir 6 kr.; sömu stœrri (,50X42 þml.) 12 kr. — Margar aðrar tegundir, náttúrufrœði- veggkort o. fi. Fást að eins p öntuð hjá S. Eymundssyni. Tombóla. Samkvæmt leyfi viðkomandi sýslumanns verður haldin lom- bóla í barnaskblahúsi Seltjarn'arneshrepps í Mýrarhúsum þriðju- daginn 27. þ. m. kl. 3 e. h. til ágóða fyrir barnaskóla hrepps- ins. Seltjamameshreppi 24. des. 1887. Guðmundur Einarsson. PrentsmiHja S. Eymunðssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.