Fjallkonan - 23.02.1888, Blaðsíða 1
Kemr útþrisvar ámán-
uði, 36 blöð um áriö.
Árg. koetar 2 krónur.
Borgist fyrir júlílok.
FJALLKONAN.
Vahiimar Asmumiarson
ritstjóri býr 1 Þing-
holtsstrœti og er að hitta
kl. 1—2 og 3—4 e. m.
6. BLAÐ.
REYK.TAVÍK, 23. FEBRÚAR
1888.
Tíðarfar er gott að frétta víðsvegar um land, nö með
póstnm.
Hafís hefir verið á hrakningi fyrir norðrlandi, enn ekki
mikill.
líjargarskortr er nú víða, einkum í vestrsýslum norðr-
lands og á vestrlandi; einnig í Vestr-Skaftafellssýslu með meira
móti.
Heyhirgðir virðast vera nægar víðast, því góðir hagar
hafa verið það sem af er vetri í flestum héruðum; einna snjóa-
samast hefir verið á austrlandi.
Yerslunarsamtök. Pöntunarfélag Dalamanna hélt fund i
Hjarðarholti snemma i þ. m. og ætlar að auka verslunina bæði
að innlendri vöru og útlendri vefnaðarvöru. — Húnvetningar
og Skagfirðingar eru óánægðir við Slimons verslun og vilja
hætta við bana, nefna það til, að Coghill gaf þeim 2,50 kr.
minna fyrir sauðinn enn Eyfirðingum og Þingeyingum.
Snjóffóð og skriðuföll nrðu 12—14. fehr. í Dalasýslu,
einkum í Haukadal, og gerðu tjön á túnum og engjum á nokkr-
um hæjum.
Hundapest gengr nú víða á suðrlandi, enn eigi mjög skæð-
Druknnn. 17. nóv. druknuðu 2 menn af háti í fiskiróðr'
frá Krossavík í Þistilsfirði.
Frá Islendinguin í Ameríku. Eftir hréfum frá áreiðan-
legum mönnum virðist svo, sem íslendingum þeim i Ameríku,
er hafa land til ábúðar, líði nú mörgum með betra móti. Upp-
skeran var ágæt í sumar sem leið, víðast livar, og atvinna að
batna. í hinnm íslensku nýlendum hafði verið besta tíð það
sem af var vetrinum er siðast fréttist (seint i des.).
Þjóðlestir.
(Framh.). Hin ólæknandi ættfylgja íslendinga, sundr-
lyndið, kemr einna ljósast fram í sambiið fslendinga
erlendis, þar sem að eins fáar hræður eru saman komn-
ar. Nýtt dæmi um það eru æsingar og undirróðr
ýmsra íslendinga i Kaupmannahöfn gegn I'orsteini
Erlingssyni og Finni Jónssyni, sem eru orðnir sekir
um goðgá vegna kvæðisins um Rask. íslendingar
í Khöfn hafa aldrei getað verið sáttir og sammáia
síðan Jóns Sigurðssonar misti við. Áðr héldu flestir
Islendingar í Höfn hóp með honum, nema svo sem
2 -3 á seinni árunum. — Á Englaudi vóru fyrir
nokkrum árum 3 íslendingar; þeir vóru reyndar sinn
á hverju landshorni að kalla, og lágu þó stöðugt í
illdeilum. — í Ameriku virðist samkomulagið vera
þolanlegt, líklega vegna þess, að íslendingar eru þar
á víð og dreif. Kæmi þar upp fjölmenn nýlenda,
má nærri geta, að griðum mundi upp sagt.
Það sem mest vekr og elr sundrlyndið er tor-
trygni og öfundsýki, sem hvorttveggja má telja með
skaplöstum íslendinga. Margra alda kúgun og kvalir
hafa gert þjóðina tortrygna og öfundsjúka; íslend-
ingar hafa vanist svo illu, að þeir hafa ekki traust
á neinu, og flestir eru þeir armingjar og lítilmenni,
að þeim blæðir í augum, ef einhverjum öðrum gengr
betr enn þeim sjálfum. Þegar einhver vill stofna
nýtt fyrirtæki, er almenningr ófús að fylgja honum,
þótt allir sé sannfærðir um, að fyrirtækið sé í sjálfu
sér gott og nauðsynlegt. Allir halda að forgöngu-
maðrinn kunni að hafa einhvern hag af tyrirtækinu
fram yfir aðra, og geta heldr ekki unt honum að
hafa heiðrinn af því, að vera hvatamaðr eða stjórna
fyrirtækinu. Sömuleiðis hefir það oft komið fyrir, að
stjórnöudum fyrirtækja eða félaga hefir verið hrund-
ið úr sæti, þótt allir hafi viðrkent þá manna hæfasta
til slíkra starfa, einungis fyrir þá sök, að þeir vildu
hafa eitthvað fyrir fyrirhöfn sina. í stað slikra manna,
sem hafa haft meiri þekkingu á málinu enn aðrir,
og jafnvel meiri hæflleika og einlægari vilja til að
koma því fram, hafa oft verið settir einhverjir ný-
græðingar, heimskir oflátungar, sem allstaðar trana
sér fram og þykjast hafa vit á öllu. Þessi audlega
nærsýni og sýtingsskapr stendr þjóðinni mjög fyrir þrif-
um, því meðan enginn trúir öðrum eða gotr unt öðrum
sæmdar eða hagsmuna og allir þykjast sjá fjárdrátt-
arbrögð eða metorðagirni í hverri nýrri t'ramfaratil-
raun, þá er ekki von, að menn séu fúsir til for-
göngu. Þessi tortrygni sprettr að nokkuru leyti af
því, að hér hafa verið einstöku menn, sem almenn-
ingr hefir treyst, enn liafa brugðist, þegar á reyndi,
menn sem hafa bygt glæsilegar loftbyggingar, sem
( hafa þótst mundu ta gull upp úr grjótinu, som hafa
i sölsað undir sig eigur annara manna með þeiin fagr-
gala, að þeir fengju tífalt meira aftr, menn, sem liafa
verið þjóðinni verri landplágur enn landfarsóttir.
Enn tortrygni almennings verðr ekki bót mæld fyr-
ir það; almenningr þarf ekki að ráðast i blindni í
nein fyrirtæki, þótt fagrlega sé fyrir þeim mælt;
menn verða að skoða og rannsaka sjálfir fyrirtækin
| áðr enn byrjað er, og vera vandir að forstöðumönn-
um, velja þá ekki eftir þvi hve ódýrir þeir eru eða
blíðmálir, heldr eftir reyndum hæfileikum.
Sviksemi í viðskiftum og óorðheldni f öllum grein-
um eru einhverjir verstu gallar íslendinga nú á tím-
j um, og sýnist þetta altaf fara versnandi. Þessir lest-
ir virðast hafa festst við þjóðina með kúguninni, eins
i og tortrygnin, því að þótt svik og óorðheldni komi
fyrir í fornsögunum, er það að tiltölu óvíða og jafn-
an talinn mesti níðingskapr. Einokunarverslunin hefir
I alið þessa ókosti upp í þjóðinni og lánsverslunin hef-
í ir spilt hugsunarhætti almennings meir og meir. Al-
j menningr er orðinn svo gjörspiltr í þessari grein, að
! fæstum þykir nein minkun að svíkjast um að borga
skuldir eða efna loforð sín ; menn taka lán og kaupa
hluti í þeim tilgangi, að borga aldrei. Þetta er í
j raun og veru ekki annað enn hreinn og beinn þjófn-
aðr. Þessi sviksemi gengr gegn um öll viðskifti;
skilríkir menn verða svikarar af því kaupunautar þeirra
hafa svikið þá og þannig verðr alt samanhangandi
hlekkjafesti af svikurum. Sviksemin kemr fram í
fleiri og margbreyttari myndum eftir því sem viðskift-
in verða fjölbreyttari og menn verða leiknari í þess-
Um klækjum. (Framhald)