Fjallkonan - 28.03.1888, Page 1
Kemr út þrisvar á. mán-
uði, 36 blöö um áriö.
Árg. kostar 2 krönur.
Borgist fyrir júlílok.
FJALLKONAN.
Valdimar Ásmundarson
ritstjöri býT 1 Þing-
holtsst rœt i og er aö hitta
kl. 1—2 og 3—4 e. m.
9,—10. JBLAÐ.
REYK.TAVÍK, 28. MARS
1888.
FJALLKONAN“
er l[ang-ódýrust allra [íslensltra Iblaða. — 36 arkir eða meira á 2 kr., erlendis 3 kr.
„FJALLKONAN“
er lang-útbreiddust allra íslenskra blaða — upplag 2200. Ekkert íslenskt blað fyr
né síðar heíir fengið slíkan kaupandafjölda.
„FJALLKONAN“
er lang-fjölbreyttust að eí*ni allra íslenskra biaða. Hún flytr fréttir fult svo vel
sem hin blöðin, greinir um landsmál, atvinnuvegi, mentir, „heilbrigðisþátt", „íslenskan sögu-
bálk“ o. s frv., og mun bráðum ætla nýjan dálk í blaðinu fyrir „vísindalegar fræðslugreinir“
handa alþýðu.
Með því það er áríðandi, að kaupendr geri góð og greið skil á andvirði blaðsins,
þar sem það er selt slíku gjafverði, er ætlast til að andvirðið sé greitt fj'rir júlíiok í síð-
asta lagi, ella kostar árgangrinn 3 krónur. Til þess að gera kaupöndum hægara fyrir, heíir
útg. samið svo um, að þeir geta sumstaðar borgað blaðið með innskrift í verslunum.
Sölulaun eru ’/4—^/g, enn alls engin, ef borgun er ekki greidd í ákveðinn tima. —
Útsölumenn fá við og við ökeypis ýmsa smáritlinga, er koma út i Reykjavík.
Hver sem fær tíu nýja kaupendr að „Fjallkonunni“, fær 1 expl. af blaðinu frá upp-
hafi (fjóra árganga) ókeypis auk hæstu sölulauna.
Embættaskipan. 21. þ. m. var læknaskóla-
kandídat Oddr Jónsson skipaðr aukalæknir iDýra-
firði, Önundarfirði, Súgandafirði og Arnarfirði.
Skútustaðir vóru veittir 19. þ. m. síra Árna
Jónssyni á Borg eftir kosningu safnaðarins.
Lausn frú prestskap var 20. þ. m. veitt sira
Jóni Jónssyni Reykjalin á Þönglabakka (v. 1863)-
Laus prestaköll. 15. þ. m. Skorrastaðr (ÍOB?)'
Lán hvílir á brauðinu, tekið 1884, upphaflega 1500
kr.; 150 kr. afborgun á ári auk vaxta. — 17. þ. m.
Þóroddstaðr (1005). — 21. þ. m. Borg (1353). —
Þönglabakki (1071).
Skriður hlupu fram seint í febr. í Haukadal
vestra og gerðu stórskaða, einkum á Leikskálum;
gjörskemdu þar bæði tún og engjar.
Tíðarf'arið er enn gott hvervetna sem til spyrst,
enn nokkuð stormasamt og kalt nú síðustu dagana.
Aflabrögð eru nú lítil við Faxaflóa, enn aust-
anfjalls (á Eyrarbakka) góðfiski síðast.
— Þrír form. (einn form. oddv. í Strandahr.) hafa brotiö nýju samþ.
frá 11. jan. þ. á., lagt fyrir utan Ununa; net þegar upptekin aftilsjónam.
Pöntunarfélögeru nú upp komin nálega í öllum
héruðum landsins, nema í Vestr-Skaftafellssýslu.
A aiþýðuskólanum í Hléskógum eru nú 18
lærisveinar, og hefir aðsóknin þangað verið svo mik-
il, að nokkrir hafa verið gerðir aftrreka vegna hús-
rúmsleysis. Kennarar eru þar 2, annar hinn góð-
kunni Hermann búfræðingr. Hafa piltar þar fé-
lagsbú, og sjá sér því ráðlegt að fara sparlega með,
því „sætt er alt á sjálfsbúi“. Matr og þjónusta
kostar þá fyrir innan 50 aura á degi hverjum. Á
kvennaskólunum norðanlands gefa stúlkur með sér
70 aura hver á dag, þótt þær að likindum þjóni
sér og matreiði fyrir sig sjálfar. — Hléskóga-skóla-
húsið kostaði ekki fullar 2000 kr., og af almanna-
fé vóru árið sem leið lagðar til hans 300 kr.
A Möðruvallaskólanum eru nú, eins og fyr
er getið, 7 lærisveinar og 3 mjög lærðir kennarar.
Skólahúsið kostaði í öndverðu um 30,000 kr. og
skólanum eru á ári lagðar hér um 8000 kr. af al-
mannafé.
Ný rit (send Fjallk.). VestrJaratúJkr. Ensku-
námsbók fyrir almenning til þess að verða á stutt-
um tíma sjálfbjarga í málinu alveg tilsagnarlaust.
Eftir Jim Ólafsson. Rvik (Bókverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar). 6—1-110—(-10 bls. 8vo. — Þetta virðist
vera mjög hentugt kver handa byrjöndum. Hver
greindr nemandi mun geta haft full not afþví til-
sagnarlaust og án þess hann hafi hugmynd um mál-
fræði. Málfræðisreglurnar eru hér kendar með dæm-
um, og nemandinn lærir þær án þess hann viti af
því. Framburðartáknanirnar eru glöggari enn í öðr-
um enskum kenslubókum, sem komið hafa út á ísl.
í siðari hluta kversins eru orðasöfn með samtölum
til að æfa nemandann og festa honum í minni það
sem hann lærir. Það er óhætt að segja, að af
þessu kveri megi læra alt að því eins mikið í dag-