Fjallkonan - 28.03.1888, Qupperneq 2
34
FJALLKONAN.
28. mars 1888.
legu máli sem af „100 tímum í ensku". — Þetta
kver er sérstaklega ætlað vestrförum og því eink-
um samið að þeirra þörfum.
Jón Sigurðsson, the Icelandic Patriot. A bio-
graphical sketch. Published by one of his relatives.
Rvík. 4+64+16 bls. 8vo. — Þessa ævisögu Jóns Sig-
urðssonar á ensku hefir Þorl. kaupm Johnson frændi
hans gefið út til að heiðra og utbreiða minningu
hans meðal hinna miklu ensku-talandi þjóða, og
er það vel og ræktarlega gert. Ævisagan er
að mestu leyti samin eftir æviágripi J. S. eftir E.
Br. i „Andvara“, og aftan við hana er upptalning
ritverka J. S. og síðast enskar þýðingar í lausri
ræðu af nokkrum heiðrskvæðum til J. S. — Rit
þetta er prýðilega vandað að útgerð, og ljósmynd
af J. S. framan við. Er vonandi, að Englending-
ar, sem hafa átt svo marga ágætismenn og föður-
landsvini, kaupi svo mikið af riti þessu, að útgef-
andinn fái endrgoidinn útgáfukostnaðinn, sem er
all-mikill.
Bríet Bjarnhédinsdóttir. Fyrirlestr um hagi og
réttindi kvenna. Rvík. 40 bls. 8vo. — Blöðin hér i
Rvík mintust á þenna fyrirlestr í vetr, er hann
var fluttr, og luku öll á hann lofsorði. Þykir því
óþarfi að mæla með honum af nýju, enda mun hann
best gera það sjálfr. — Málefnið, sem fyrirlestr
þessi hljóðar um, er nú eitt helsta áhugamál allra
mentaðra þjóða, og hér á landi er ekkert til fyrir-
stöðu, að konur geti fengið aukin réttindi og kost
á mentun, nema hleypidómar alþýðu og rænuleysi
kvenfólksins sjálfs. Ekki mundi stjórnin verða ó-
tilleiðanleg í þessu máli, ef þjóð og þing léti sér
nokkuð ant um það. — Annars virðist svo sem naum-
ast sé kominn tími til að auka réttindi kvenna,
þar sem þær kunna ekki að meta eða nota þau litlu
pólitísku og borgaralegu réttindi, sem þeim eru
veitt; að visu mundu þær finna til, ef þær væru
sviftar þessum réttindum, t. d. sviftar erfðarétti,
enn þær hirða ekki um meiri réttindi, og hávaðinn
er annaðhvort hugsun arlaus um þetta efni eða blind-
aðr af kreddum og hleypidómum. Sumt af Rvíkr
kvenfólkinu lítr t. d. á þenna fyrirlestr með dýpstu
fyrirlitningu; segir að fyrirlestrinn sé reyndar að
mestu vitleysa, enn þó betri enn svo, að því sé trú-
andi, að stúlka hafi hugsaðhann; hún hljóti að hafa
verið málpípa einhvers karlmannsins, og lýsir þetta
best hinni andlegu vesöld kvenfólksins.
Stiftsskjalasafnið. Til að semja skrá yfir þetta
skjalasafu veitti síðasta alþingi 600 kr. Það var tek-
ið fram í umræðunum á þinginu, að styrkr þessi
væri ónógr til að semja skrá yfir alt safnið, enn
fæstum þingmönnum mun liafa verið ljóst, hve mikið
verk hér var fyrir hendi eða hitt, hve mikilsvirði
safnið er fyrir sögu landsins. — Ritstj. Fjallk. tókst
á hendr að semja skrána yfir safnið og tók sér til
aðstoðar stúdent einn, sem er allra manna fróðastr í
sögu landsins, einkum á liinum síðustu öldum. — Þá
er byrjað var á þessu verki var það fljótt auðséð,
að það væri óvinnanda verk að rannsaka safnið og
gera nýtilega skrá yfir það fyrir þessar 600 kr., og
það þótt unnið væri fyrir lægsta kaup sem hugsast
getr. — Hins vegar er safnið sá fjársjóðr, er eigi má
lengr vera niðrgrafinn, enda liggr það við skemdum
ef ekki er hlynt betr að því enn gert hefir verið.
Það má segja að í því sé falin greiniieg saga 18.
aldarinnar og síðari hluti 17. aldar hér á landi.
Söguritarar hafa ekki átt kost á að kynna sér skjal-
asafn þetta, og mætti víst margt lagfæra um atburði
og almenningshagi eftir þessum skjölum, sem rang-
hermt er í ísl. söguritum, t. d. Árbókum Espólíns. —
í safninu er allmikið af eftirritum fornskjala, jafnvel
frá 14. öld. — Nú kemr eflaust til kasta næsta al-
þingis til að veita framhaldsstyrk til að skrásetja
safnið; er þá vonandi að þingm. kunni svo sóma sinn
að þeir veiti þenna styrk með meiri samhuga enn
áðr. Það var mikið að þakka skörulegri framgöngu
Jóns skólastjóra Hjaltalíns á Möðruvöllum og með-
mælum landshöfðingja að styrkr þessi náði fram að
ganga; og í sama streng tóku fáeinir góðir þingmenn
sem unna innlendum fróðleik. Enn meðmæli lands-
höfðingja hafa líkl. vilt sjónir „Þjóðviljans" ísfirska
(29. okt. f. á.), er hann ætlar að þatta safn sé =
embættisskjalasafn landshöfðingja, ogað landshöfð. beri
að láta semja skrá yfir þetta forna skjalasafn sam-
j kvæmt embættisskyldu hans(!).
Það hafa verið gerðar ráðstafanir til að sýslu-
menn sendu gömul skjalasöfn sín til Rvíkr og mætti
sameina þau þessu safni; enn fáir þeirra liafa enn
sem kornið er gegnt því. Mundu þó þau skjöl betr
geymd hér í Rvík enn hjá sýslumönnum, enda þótt
ekki sé rúm fyrir skjalasöfnin í herbergjunum í þing-
húsinu, nema eitthvað yrði fiutt í burtu seni nú er
þar geymt.
Mannalát. 10. þ. m. andaðist Þorleifr bóndi
J Þorleifsson i Bjarnarhöfn í Snæfellsnessýslu, rúm-
| lega fertugr að aldri, frá konu og 5 börnum, einn
hinn merkasti bóndi þar um sveitir.
Nýlega er látinn síra Hjálmar Þorsteinsson, síð-
ast prestr að Kirkjubæ í Tungu, 74 ára, vígðr 1847
j sem aðstoðarprestr að Grenjaðarstað, síðan prestr í
Presthólum, Stærra-Árskógi og Kirkjubæ.
Blöðin. ÍSAFOLD, 12., 14. mars: Um stofnun iorngripa-
safnsins. Ýsulóðin. — 13., 17. mars: Ýsulóðin. — 14., 21. mars:
| Stjórnarmálið og Dingvallafundrinn. f Stefán Jónsson (M. J.).
Fáein orð um vestrilutninga eftir Sigm. Guðm.
ÞJÓÐÓLFB, 13. mars: Prófastsdómrinn (um þurrabúðarlög-
in, frh.); gr. frá H. Haístein út af fyrirlestri hans með aths.
ritstj. — 14., 16. mars: Prófastsdómrinn (frh.); gr. út af amts-
úrskurði um sektir fyrir brot á fiskisamþyktinni 9. júní 1885.—
15., 19. mars: gr. um Dingvallafund; frh. af gr. út af amtsúr-
skurði (sbr. 14. tbl.). — 16., 22. mars: Nokkur orð um heyá-
setning; gr. um Dingvallafund. Yestrheimr og vestrfarir, eftir
Sigf. Eymundsson.
--------
Þingvallafundr og stjórnarskrármálið,
Blöðin Þjóðólfr og ísafold liafa í síðastu tölublöðun-
um hreyft því máli, að nauðsyu beri til að halda
Þingvallafund, áðr enn næsta alþiug kemr saman.
Þessu máli lireyfði Fjallkonan þegar í 1. tölublaði
þessa árs.
Eins og við er að búast, kemr Þjóðólfi og Isa-
fold ekki saman um fundarmálefni, fundartíma né
ferðakostnað. Þjóðólfr leggr til að á hinum fyrir-
hugaða Þingvallafundi verði rædd ýms þjóðmál auk