Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1888, Qupperneq 5

Fjallkonan - 28.03.1888, Qupperneq 5
28. mars 1888. FJALLKONAN. 37 mikifi þref og flokkadráttr um það rnál. í blöðum þeirra drýpr smjör af hverju strái. — Útlend blöð minn- ast sjaldan á Dani, enda er það orð komið á hið pólitiska ástand þeirra, að best þykir að geta þess sem sjaldnast. Heilbrigðisþáttr. Nokkur atriði heilbrigðisfræðinnar. [Pramh. frá 1. bl. þ. á.]. Eftir Dr. med. J. J&nassen. í greininni hér á nndan tók ég það fram, að andrúmsloftið í hýbýlum manna spiltist oft af ýmsum daunillum lofttegundum, sem að mestu leyti ættu rót sína í óþrifuaði. Ég skal föslega viðrkenna, að fátæktin á hér nokkurn hlut að máli, enu ég get með engu móti verið þeirrar skoðunar, að óþrifnaðr sé sjálfsagðr fórunautr fátæktarinnar ; ég hefi oft haft tækifæri til þess að sjá með eigin augum, að þrifnaðr inni við getr vel átt sér stað á hinu fátækasta heimili. Hafi sérstaklega húsinóðirin nokk- urn smekk fyrir þrifnaði á heimilinu, þá má fljótt sjá þess merki á allri umgengni um húsið, enn því er miðr, að almenningr er hræðilega hugsunarlaus í þessu efni; þegar frá barnsaldrinum ! venjast menn við óþrifnaðinn og þegar bbrnin aldrei sjá aunað fyrir sér enn óþrifnað, þá er eigi furða þó alt lendi í hinu sama, i þegar þau fara að eiga með sig sjálf. Af hverju knma hinar illu lofttegundir inni í húsunum? Þær eiga víst rót sína víða, og ég skal í þessari grein leiða at- hygli almennings að því, sem mér virðist einna helst koma hér til greina. Ég skal taka til dæmis vanalegan sveitabæ. Óð- ara enn komið er iun fyrir bæjardyrnar, byrjar ódaunninn úr moldinni i veggjunum og upp úr moldargólfinu; í sjávarpláss um eru all-víða möknð skinnklæði í bæjargöngunum; þetta er afleitr óþverraskapr og spillir mjög loftinu í bænum. I bæjar- dyraloftinu er oft geymt ýmislegt, sem gefr frá sér illan daun; því lengra sem inn eftir bænum dregr, því þyngra og daun- verra gerist andrúmsloftið. Þegar inn í baðstofuna er komið, er þegar auðsætt, að hún er alt of lítil í samanburði við fólks- fjöldann, sem ætlað er að sitja í henni; kolasýruloftið, sem myndast við útöndun fólksins, hlýtr að verða mikln meira enn góðu hófi gegnir, enn loftið spillist hér af mörgu öðru og skal ég telja hið helsta og einkum taka það fram, sem öllum er inn- an handar að bæta úr. Þegar gólfið i baðstofunni er sópað og þegar böið er um rúmin, þyrlast rykið upp. Engin smuga er opin, sem borið geti rykið burt úr baðstofunni. heldr sest það aftr á alt, sem inni er, einknm á hyllur og þrep og undir rúmunum. Þarna hrúg- ast það saman dag eftir dag og atar alt út, og þetta er látið eiga sig svo vikunum skiftir. Það er ógeðsleg sjón að líta iun undir rúmin. Nærri má geta, hvílík óhollusta það má vera, að anda þessu ryki að sér; ég hefi oftar enn einu sinni séð ung- börn í ruggu á gólfinu, þar sem verið hefir verið að sópa. Af þessu ryki, sem þannig hrögast saman inni í baðstofunni, leggr eigi að eins vonda lykt, heldr sest það í mat, sem oft er geymdr inni á hyllum til næstu máltíðar, sem er afleitr siðr. Eigi væri það fyrirhafnarmikið að stemma stigu fyrir þessu. | Rúmfatnaðrinn er og eitt, sem er gefinn alt of lítill gaumr. Geta má nærri, að illan daun muni leggja af römfatnaði, sem legið er við oft vikunum saman an þess að hann sé þveg- inn eða sængur barðar og viðraðar, og sérstaklega þar sem set- ið er á rúmunum á daginn. Undir sængunum mun alment vera að hafa marhálm, hefilspæni eða hey. Eigi liðr á löngu áðr enn alt þetta hefir dregið í sig sagga og fúnar því fljótt; sé þá eigi hirt um að koma þessu á burt og láta annað í stað- inn, verðr smámsaman óþolandi fýla úr þessu. Eigi þarf að kosta mikið að bæta úr þessu. Þá er ennfremr allr fatnaðr, sem ! hafðr er inni í baðstofunnm, svo sem bæði skófatnaðr og annar fatnaðr, sem hangir þar oft og tíðum blautr og mjög óþokka- legr og sem alls eigi ætti að vera inni, að ég eigi nefni allan þann óhreina fatnað og tuskur, sem geymdr er bæði við höfða- og fótagaflinn í römunum. Væri eigi hægt að geyma þetta á j öðrum stað, t. a. m. í lokuðum kassa? Steinolíulampar eru nú víðast hafðir til að vinna við á kveidin. Lampar eyða eigi all- litlu lífslofti þar sem logar á þeim, og að því leyti spilla þeir : andrúmsloftinu, einkum þar sem lífsloftið er lítið fyrir. Séu lamparnir eigi hreinsaðir daglega, ósa þeir og spilla þannig loftinn; almenningr hirðir mjög illa lampaua, þeir bera eigi hálfa birtu sökum óþrifnaðar; þvi hreinni sem lampinn er og því fágaðra sem glasið er, því betri birtu ber lampiuu; víða brúka menn smátírur glerlausar og stendr reykjarstrókuriun upp úr loganum rétt eins og upp úr reykháf; þessi reykr atar alt út sem inni er, og er hiu mesta óhollusta bæði fyrir full- orðna og sérstaklega fyrir ungbörnin, að anda slíku lofti að sér. Það er og altítt að liat'a slíkar tírnr í eldhúsum, þar sem farið er með mat; þetta er og atteitr ósiðr, því brælan sest í matinn og skemmir haun. Að eudingu skal ég nefna eitt, sem skemmir mjög andrúmsloftið í baðstofunum, enn það eru nætr- gögnin, sem til sveita víðast eru tréilát; af þeim 'kemr megn- asta fýla og sé eigi því meiri þrifnaðr við hafðr, eru þessi tré- ílát hinn mesti viðbjóðr. — Það er litið sem ekkert gagn að strompunum á baðstotunum; út um þá fer að eins heita loftið og kólnar því loftið í baðstotunni, eun fýluloptið úr bæjargöng- unum dregst inn í baðstofuna og samlagast þar kolasýruloftinu, sem mest er af næst gólfinu; stromparnir eru þvi svo að kalla gagnslausir. Ég er sannfærðr um, að allir verða að vera mér samdóma um, að væri meiri þrifnaðr viðhaför að því er snertir þessi atriði, sem ég hér hefi drepið á, og væri jafuframt séð svo um, að hreint loft næði að komast sein oftast iuu í baðstofuna, anu- aðhvort með því að opna glugga, eða með því að hafa eiua rúðu á hjörum, sem daglega mætti opna, eða hafa stór göt gegn um póstaua, þá mundi að miusta kosti mörgu barusliti verða bjargað. Kostnaðrinn er enginn — fyrirhöfnin lítil—ávinningr ómetanlegr. (Framhald). -j- Páll prestr Sigurósson. Oss vantar ei frelsisins tiigurskreytc mál; það flestir á vörunuiu bera; meir vantar oss frelsisins sannleik í sál: vér sýnumst enn gleymum að vera. Und frelsisins merkjnm berst harðstjórn hér, sem heimtar af öðrum þeir lúti sér. Þeir gera’ oss ei frjálsa. sem þykkjast af því, við þeirra hóp nokkrir ef skilja, en að eins jæir leiðtogar lífsframsóku í sem leiðbeina sjálfstœðum vilja, sem efla hjá raeðbræðrura andans dug, enn ei vilja drotna’ yfir þeirra hug. Vér mistum nú slíkan eiun; metum vér hann af merkustu leiðtogum vorum; þvi sálum til frelsis og framfara vann, og fram gekk i sannleikans sporum; svo óháður mönnum og venjum var, að víst munu fáir lians jafningjar. Hann elskaði manninn, því mynd sá hann þar hin mikla og vísa og góða, og sá hana færnst til fullkomnunar við framfarir uiaiina og þjóða; i guðsmynd, sem sköpt er til guðsríkis, hann göfugleik þekti vors inauneðlis. Hanu elskaði lífið og líf nianna hér hann leit á sem nýgræddan vísi, sem því að eins fegurð og þýðingu ber, að þiv-kun og tramförum lýsi; hann fann það, að lífstakmark liggur manns í lífsfylling himneska kærleikans. Hann elskaði frelsið, og það var hans þrá, að þjóðin sín frjáls mætti vera; og eina leið þar til hann einhlíta sá: hvern einstakan frjálsan að gera með sannleikans kenning, sem auðið er; — enn ei vildi’ hann gera menn háða sér. Hann elskaði frelsisins foringja þann, sem fyrstur i heiminu það leiddi, og sínurn í verkahring vildi sem hann, að vinna sin frelsið út breiddi; það frelsið, er sannleikur gildi gaf og guðsrikis kærleika stjórnast af. Hann elskaði piður sinn himneska heitt, og hans eftir nálgan æ þráði.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.