Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1888, Side 6

Fjallkonan - 28.03.1888, Side 6
38 FJALLKONAN. 28. mars 1888. Og nú er hans anda sú upphafning veitt, sem einkis manns hugsjón til náði. Nú þroskast, hans guðsmynd við sannleiks sól, í sál hans er guðsríkis-vísinn 61. Enn frelsisins gjafari fjölgi’ aftur þeim, er frelsisins sannleik innræta, er kenna’ oss að meta rétt himin og heim og hverjuin síns takmarks að gæta: að guðsmyndin þroskist að göfgi og dáð, uns guðsríkis frelsinu heíir náð. Br. J. Harðir vetrar erlendis. Einhver versti vetr, sem sögur fara af, var 1468, og er árið kent við hann og kallað „miklavetrar árið“. Frá þeim vetri er skýrt i umræðum bæjarþingsins í Parísarborg. Bæjarskrifarinn getr þess sjálfr, „að sér hafl verið ómögulegt að færa inn skýrslurnar, af því blekið fraus jafnóðum í pennanum, og var þó kynt sem mest mátti í herbergjunum11. Þá var ís á Signufljóti, og þegar hlákan kom var snjórinn álnar þykkr. Vóru einlægar frosthörkur í tvo mánuði og tuttugu og einn dag samfleytt, og í fjörutíu daga snjóaði án af- láts. — Á 15. öld vóru einatt harðir vetrar. Oneas Sylvinus getr þess, að árið 1458 liafi heilt herlið, 40,000 manns, legið í tjöldum á Dóná. Filip de Comines segir, að árið 1468 hafi lið hertogans afBur- gund fengið vínið íklakamolum; vóru botnarnir tekn- ir úr víntunnunum, og vínið höggið sundr með öx- um. — Á 16. öld vóru engir tiltakanlega harðir vetrar. — Á 17. öld var vetrinn 1608 óvenju harðr. Getr einn rithöfundr þess, að brauðið sem borið var á borð fyrir Hinrik 4. Iiafl veríð gaddfrosið. Vetrinn 1657—58 var strangr mjög yfir alla Norðrálfuna. Þá var það, sem Karl 10. Svíakonungr fór yfir Stóra- belti á ís með allan her sinn, með skotfærum, ridd- araliði, púðrvögnum og farangri. Þá var ísinn á Signu við Parísarborg fimm feta þykkr. Á 18. öld vóru vetrarkuldar mjög miklir, einkum 1709, 1740, 1776, 1784, 1788 og 1794. Vetrinn 1709 (á stjórn- arárum Loðvíks 14.) var sannkölluð hörmungatíð. Allr jarðargróði fraus og eyddist, svo að aftr varð að plægja um vorið og sá á ný. Var þá hungrs- neyð mikil, svo Hadame de Maintenon varð að láta bera hatrabrauð á konungsborðið innan um allan hirðarljómann og viðhöfnina. Loðvík 14. seldi gull- og silfrborðbúnaðinn fyrir hér um bil 60,000 kr. til þess að geta hjálpað í neyðinni. Árið 1740 lagði alla Thames, svo að kaupverslun hætti í London. Eins vóru grimdar vetrar 1776 og 1784. 1776 vóru kynt stórbál á strætum Parísar til þess að fátækt fólk gæti ornað sér. Vínið fraus í kjöllurunum, og kuldinn var svo megn að kirkjuklukkur nokkrar sprungu meðan verið var að hringja þeim. Loðvík konungr 14. lét opna soðhúsin í Versailles fyrir fá- tæku fólki. Voltaire segir: „Ég hefi ekki heilsu til að þola þennan grimdarharða vetr. sem ætlar að gera út af við okkr í apríl“. Vetrinn 1784 var enn harðari. Á því ári var í heiðrskyni við Loðvík 16. reistr snjó-pýramíði fyrir framan höllina Louvre, og þetta letrað á hana í ljóðum: „Loðvík! þurfa- maðrinn, sem hjartagæska þín verndar, getr að eins reist þér minnismerki úr snjó, enn það er þínu veg- lynda hjarta kærara enn marmari, sem borgaðr er með brauði aumingjanna“. — Á þessari öld er nafnkend- astr vetrinn 1812; þá fór Napóleon hina slysalegu herför inn í Rússland, sem rituð er með dreyrgum stöfum í mannkynssöguna. 1820 var aftr harðr vetr. Ennfremr hafa vetrarnir 1829, 1838, 1841, 1842, 1853 og 1860 orðið mönnum minnistæðir lyrir kulda sakir. (Úr norsku blaði). Smávegis. Fyrir skömmu héldu meþódistar í Ameríku al- mennan kirkjufund. Þar komu saman svartir prest- ar, biskupar og öldungar kennilýðsins. Það sem helst varð að ágreiningsefni á fundinum var það, að hinir svörtu guðsmenn kröfðust þess, að englar drott- ins væru ekki allir kallaðir hvítir og ekki allir djöfl- ar svartir, heldr væri einnig prédikað um svarta engla og hvíta djöfla. Eins og nærri má geta, var hvíti kennilýðrinn mjög á móti þessu. Það er ekki mjög sjaldgæft, að menn jórtri eins og grasbítir. Þýskr læknir hefir nú nýlega haft einn sjúkiing til meðferðar, sem jórtrar reglu- lega. Móðir hans kendi honum að jórtra þegar hann var lítill. — Sagt hefir verið um prest einn hér á landi, að hann jórtraði oft í stólnum. Rússneskir málshættir: Gerðu þig að vini bjarn- arins, enn sleptu ekki öxinni úr hendinni. Þegar þú gengr út, þá bið þú einu sinni fyrir þér, þegar þú fer á sjó, þá bið þú tvisvar, og þegar þú giftir þig, þá skaltu biðja þrisvar sinnum. Kínverskir málshættir: Sá sem hefir ánægju af löstunum og er leiðr á dygðunum, er viðvaningr í hvorutveggja. Farðu með hugsanir þínar eins og gesti og óskir þínar eins og börn. Það sem ekki liggr á, ætti að gera fljótt, svo að hægt sé að gera það í næði, sem á liggr. Flár vinr er eins og skuggi; hann eltir mann í sólskiniuu, enn sést ekki þegar skyggir yfir. *Ég hefi ekki séð i blöðunum getið um ævi merkisbðndans Jðns Jðnssonar á Bakka á Langanesströndum og vil ég því biðja Fjallk. að ljá þessum línum rúm. Jðn bóndi Jónsson er fæddr á Hvappi i Þistilfirði 1. júni 1827. Faðir hans var Jðn Andrésson bðndi á Hvappi — hann var ættaðr vestan úr Fljðtum —, enn móðir Jóns yngraogkona Jðns Andréssonar hét Guðbjörg, dóttir Sigurðar hreppstjðra og óðalsbónda á Ytra-Álandi í Þistilfirði, Magnússonar í Sveinunga- vík, er kominn var að langfeðgatali frá Jóhanni Mum, hol- lenskum manni að Skógum í Axarfirði. Jón Jónsson ólst upp í foreldrahúsum við mikla fátækt, enn mjög snemma bar á fágætum gáfum og liprleik hjá honum að ráða fram úr bágindum foreldra sinna; tókst honum smá- saman að rétta svo hag þeirra, að jian lifðu við sæmileg efni síðustu æfiár sín og gátu með hans styrk keypt ábúðarjörð sína. Að þeim önduðum fór Jón til móðurbróður síns, Sigurðar bónda á Kerastöðum og dvaldi hjá honum 4 ár; á þeim tíma blómg- aðist bú hans vel; að honum önduðum var Jón fyrirvinna hjá

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.