Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 18.04.1888, Blaðsíða 2
46 FJALLKONAN. 18. apríl 1888. ist hafa miklar mætr á samþyktarlögunum frá 1877 um fiskiveiðar. Enn hvernig hafa nú þessar samþyktir gefist? Til þessa hafa þær leitt til laga- brota, málaferla, sekta o. s. frv., að minsta kosti hér í Gullbringusýslu, og til þess, sem verst er, að það skoðast nú sem búhnykkr að sitja í varðhaldi. Og sé nú svo þar sem um enn þá bjenginn arð er að ræða (fiskinn úr sjónum), hvernig mun þá fara þegar að því kemr, að bændr verða fyrir valdboðnii tjóni á fengnum arði (skepnum), þegar heyásetn- ingargarparnir fara að skera niðr hjá bændum nauðugum? Ef herra P. Br. væri nægilega kunn- ugt um niðrskurðinn hór á landi vegna fjárkláð- ans, þá mundi hann að líkindum fara varlegar í því, að leiða valdboðinn niðrskurð í lög út í ó- vissuna. Hverri deild alþingis sem það núvarað kenna eða þakka, að hið umrædda frumv. féll 1887, þá höfum vér það traust, jafnvel til hr P. Br. og at- vinnuveganefndarinnar, að þetta vandainál verði eftirleiðis vandlega athugað, og ekki gert að flokks- eða æsingamáli; enn af þinginu má ætlast til þess, að þad ekki liti á annað enn málavöxtu, og það sem landinu er fyrir bestu i bráð og lengd. Happa- sælast yrði að því, eins og Jón Eiriksson vildi, yrði skipað „með frjálsu samkomulagi bænda í hverju bygðarlagi", og að menn „gætu fengið mætr á þessari reglu í búskap sínum“. Þá er það fyrst komið í gott horf. Höf. greinarinnar urn heyásetning í 7. bl. Fjallk. p. á. * Um æðarvarp, (Framh.). Auðvitað er, að fleira hindrar fjölg- un æðarfuglsins enn eggjatakan. í fyrsta lagi eru ísa-árin, það er að segja, þegar miklir hafísar eru, enn þau ár koma ekki svo iðulega, að þau geri mik- ið til. I öðru lagi eru ránfuglarnir, og þeirra mun veiðibjallan eða svartbakrinn langskæðastr. Að því er varpfróðir menn ætla, mun það sist fjarri, að hver svartbakr drepi að jafnaðartali þrjá æðarunga daglega í júní, júlí, ágúst og september, og eftir því ætti hver svartbakr að drepa hátt á fjórða hundrað yfir sumarið. Hrafninn mun og allskæðr, og leyfi ég mér að segja stutta sögu því til sönn- unar. Það var á varpjörð einni, að heimilisfólk sá einhvern morgun til krumma, sem átti hreiðr skamt frá varphólmanum. Hann brá sór yfir i hólmann og sótti egg, flutti það í land og gróf það þar, og þessu ferðalagi hélt hann áfram uns 30 egg vóru komin. Að líkindum hefir þetta hvorki verið fyrsta né seinasta eggjaveiðiför hans, og ólíklegt er, að dagsverki hans hafi verið lokið með þessari morg- unvinnu. Eins og skiljanlegt er, er ómögulegt að gera sennilega ágiskun um, hvað slíkir vargar eyði- leggja árlega. Það er stök fyrirmunun, hve lítið hefir verið gert til að drepa þessa varga. Varpeig- öndum sjálfum er skyldast, að hlutast til um það, og mætti hugsa sér að stofna sjóð í því skyni, þannig t. d., að hver varpeigandi greiddi árlega 1 kr. af hverju æðardúnspundi í sjóðinn, enn afsjóðn- um væri veitt verðlaun fyrir hvern ránfugl er drepinn væri, meira og minna, þó ekki minna enn 1 kr. fyrir fugl. Á þenna hátt mundi mega ná- lega gjöreyða þessum ránfuglum á fám árum, ef samheldi eigi vantaði. Ég veit til, að í einni sveit, þar sem æðarvörp eru, var fyrir nokkrum árum stofnað félag, er lagði fé til höfuðs ránfuglum. A- rangrinn varð bersýnilegr, fjöldi flugvarga var drep- inn og vörpunum fór fram. Áðr enn ég lýk máli mínu að þessu sinni, verð ég að endrtaka það hve fávislegt það er, að taka æðaregg til matar eins og alment við gengst. Það er samskonar búhnykkr sem að drepa lömbin á vorin undan ánum; það er fráleit.c, að varpeigendr spilli þannig atvinnuveg sínum, leyfi sér sjálfir með eggjatökunni að drepa fuglinn sem annars er frið- lýstr með ströngum lögum. Mætti setja samþyktir um þetta í héruðum, bæði að banna eggjatöku, og sömuleiðis að heita verðlaunum fyrir drepna rán- fugla. Mundi ekki alþingi einnig fúst á, að setja lög um þetta efni? Skagfirðingr. leiörétting'. í fyrri hluta Jiessarar greinar stendr á bls 42, 2. dálki: „10 æðarhjón“, á að vera 30. Alþýðlegar fræðslugreinir. Svefnþorn þessara tíma. Það var í fyrndinni trú á Norðrlöndum, að stinga mætti mönnum svefnþorn, þ. e. svæfa menn nauð- uga með einhverjum kuunáttubrögðum. Nú vita menn ekki, hvernig farið hefir verið að því, enn líklegt er, að svæfíngarlist sú, sem orðin er kunn j á þessari öld og einkum á síðustu áratugum, hafi ekki verið með öllu ókunn á Norðrlöndum í forn- öld. Því að það er haft fyrir satt, að prestar Kín- verja og Indverja hafi iðkað þá list fyrir þúsund- um ára, og að griskir klerkar hafi lagst í þess konar mók þegar þeir áttu að gegna vófréttum. Á sama hátt þykir það sennilegt, að ýms töfrabrögð mið- aldanna eigi rót sína í þessari kunnáttu. Þessi list er nú alment kölluð „hypnotism'‘ af gríska orðinu hypnos (svefn); það er eins konar leiðslu-svefn, sem kemr yfir menn ef sérstök- um brögðum er beitt til þess. Læknir einn á öldinni sem leið, er Mesmer hót, kunni þessa list og græddi stórfé á lækningum sínum; var aðferð- in lengi kend við hann og kölluð „Mesmerism“, enn stundum kend við dýra-„magnetism“ eða dýra- „segulafluTóku fleiri þetta eftir honum, og má telja helstan markíann af Puységur. Hann „segul- magnaði“ menn, sem þá var kallað, með handa- lagningu, og tókst að koma mönnum til að ganga í svefni. Síðan komu fleiri menn til sögunnar i þessari grein um 1820 —30. Enn með Englend- ingnum James Braid (ý 1860) hefst nýtt timabil í svæfingarlistinni, enda hefir hún einnig verið kend við hann og kölluð „Braidism“. Hann sýndi fram á, að það sem svæfingunni ylli væri ekki afl, sem kæmi að utan, heldr ætti þetta rót sína i tauga- kerfi sofnandans sjálfs. Menn sofnuðu t. d. ef 1) Segulall, segulsteinn o. s. frv. eru ný orð i íslensku, afbökuð úrþýska orðinu „segelstein", siglingasteinn (leiðarsteinn, kompás).

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.