Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 18.04.1888, Blaðsíða 4
48 FJALLKONAN. 18. apríl 1888. Steinunn var líka greind vel og svo vel að sér í kvenlegum hannyrðum, að furðu þótti gegna um ómentaða. fátæka bónda- dóttur á þeim tímum. Hún var meðalkona á hæð, grönn, hvítleit í andliti og skifti vel litura, raeð ljósgult hár sem náði í belt- isstað. Bjarna Bjarnasyni er svo lýst, að hann haii vérið frek- lega meðalmaðr á hæð og þrekinn, enda var hann allmikið karl- menni, stórskorinn í andliti og fremr svipmikill. Guðrún kona hans var þegar þessi saga gerðist heldr heilsulin, enda veikleg og istöðulitil. Jón og Steinunn áttu sex börn á lífi, enn Bjarni og Guð- rún tvö. Auk þeirra, sem nú hafa verið taldir, vóru á heimil- inu einn vinnumaðr, er Jón hét Bjarnason og ein vinnukona, Málfríðr Jónsdóttir. Það var eitt kvöld á jólaföstu árið 1801, milli kvöldgjafa og mjalta, er fólk var að vinnu á baðstofulofti á Sjöundá, enn Steinunn eitthvað að sýsla frammi við, að Bjarni gekk ofan og fram og dvaldist honum nokkuð. Steinunn húsfreyja kom heldr ekki inn. Guðrúnu konu Bjarna tók að lengja eptir bónda sín- um, og með því ekki var trútt um að hana grunaði, að hann hefði einhver mök við Steinnnni húsfreyju, beiddi hún í hljóði vinnukonu sina að fara fram og út og vita, hvort hún yrði ekki Bjarna vör. Yinnukonan fór og læddist og kom aftr og hvísl- aði að Guðrúnu, að hún hefði eigi heyrt betr, enn að þau Bjarni og Steinunn væru í búri Steinunnar og töluðu hljóðskraf, enn ekki kvaðst hún liafa heyrt. orðaskil. Lit.lu síðar kom Bjarni inn og sá nokkra fæð á konu sinni, og þegar hún’spurði, hví hami hefði verið svo lengi burtu, svaraði hann skætjngi og kvað henni ekki koma það við, og kíttu þau hjónin nokkjið um þetta. !Nú kom Steinunn innar með grautartrog og selti fi4 sér á loft- skörina; og er hún heyrði viðræður þeirra Bjarna, 'iþóttist hún skilja, livað um væri að vera og gerðist þá fremr fagjnikil; kvað hún ekki sæma hvorki Guðrúnu né hónda sínum Jóni að ætla sér og Bjarna neitt ósæinilegt, kvaðst mundu fara sin;;a ferða fyrir þeim. Jóni bónda sinnaðist við þessi orð og' áminti konu sína, enn hún bað hann að þegja. Lítr svo út sem þá hafiJón farið að gruna. að kona hans mundi ekki vera honum trú. Eft- ir þetta ágerðist samdráttr þeirra Bjarna og Steinunnar, og þóttist alt heimilisfólkið vita, að þau hefðist eitthvað ósæmilegt að. Sambúðin milli beggja hjónanna fór versnandi og mátti varla orði halla, svo að þau Bjarni og Steinunn yrðu ekki uppi og hefðu alt á hornum sér. Kvað svo ramt að þessu, að á sjálfa jólanóttina skömmuðu þau Bjarni og Steinunn Jón hónda svo, að hann stökk burtu og lá í fjárhúsi það sem eftir var nætr. Höfðu þau þá bæði i heitingum við hann. Leið svo vetrinn fram á langaföstn. Var þá orðið svo kalt milli bændanna, að hvor bar heiftariiug til annars, enda sparði Bjarni ekki að skap- rauna Jóni og lét hann oft skilja, að liann ætti allskostar við hann. Á Sjöundá er fjörubeit góð og ráku bændr fé sitt vana- lega snemma dags í fjöru; fjárhúsin lágu saman og ráku þeir oftast jafnsnemma. (Framhald). Hættir Bismarcks. Bismarck er mórgunsvæfr mjög, og fer sjaldan á fætr fyrri enn kl. 11;V4, nema þegar stórmál kalla að honum á ríkisþinginu. Hann háttar ekki lieldr fyrri enn ki. 2 á nætrnar; logar jafnan á lampa í svefnherbergi hans alla nótt- ina, því margsinnis koma um nætr áriðandi skeyti víða að úr heimi, sem ekki er fyrir aðra að fást við enn hann sjálfan. Með þvi hann háttar svo seint, borðar hann kvöldverð mjög seint, og stendr oft ekki upp frá honum fyrri enn um miðnætti. — Á fæðingardegi Bismarcks er mikið um dýrðir í höll hans, söng- list mikil og þjónaliðinu ransnarlega veitt; og eru þá konur og börn þjónanna við; gengr B. innan um fólk sitt, talar vingjarn- lega við það, spyr um hagi þess og gefr börnunum góðgæti. Bismarck er mesti vinnuforkr, og leggr mikið á sig, enn Her- bert sonr hans engu síðr; veitir læknum fullerfitt að telja um fyrir þeim feðgum, að ofbjóða ekki heilsu og kröftum. Einu sinni sat B. að miðdegisverði; hafði súpa verið borin á borð; þá kemr alt í einu málþráðarskeyti frá Berlín. Bismarck leggr óðara frá sér spóninn og stendr upp; biðr gestina afsaka, að hann verði samstundis að svara skeytinu. Einn af gestunum bað liann í gamni að láta súpnna ekki kólna, enn Bismarck svaraði með skrítnum svip og var sem á nálum: „í hamingju bænum, það tjáir ekki, málþráðarskeytið er frá Herbert syni minum, og láti ég hann bíða, þá sendir hann mér óðara annað og gengr hart eftir; hann þolir engan undandrátt í störfnm sínum, og það er vel farið að svo er; hefði ég á æskuárunum unnið hálft við það, sem filius (sonr) minn gerir, þá hefði ef til vill eitthvað mennilegra orðið úr mér“. Fyrirspurnir. 1. Hvaða þak er hest á heyhlöður, og hvað kostar slíkt þak? 2. Er ekki betra að panta þakjárn. enn að kaupa það hér? 3. Hvað kostar 3pónþak? 4. Hvað kostar blikkþak? 5. Hvað kostar pappaþak? Fáfróðr. Svör. 1. Að Mkindum galv. járnþak, þó að yfir heyhlöður mundi vera betra að leggja borðasúð, helst úr plægðum borðum undir járnþakið. Járnplötur á hverja □ alin kostu hér í Rvik rúml. 1 kr. Borð í innri súð eða þak kostar hér í Rvík hér um bil 45 a, af óplægðum borðum, og hér um hil 56 a. af plægð- um og hefiuðum borðum hver □ al., og mundi af óhefluðum enn plægðum borðum kosta hér um bil 50 ^ ef þau væri pönt- uð; þau eru mjög sjaldan að fá hér til kaups. Aths. Hús ætti óefað að þekja með rifluðum plötum, þó nokkuð ódýrara sé að við hafa sléttar, enda munu menn nú annarstaðar vera hættir því. 2. Verð á galv. járnplötum er hér i Rvik nú orðið svo ð- dýrt hjá þeim tveimr kaupmönnum, sem um nokkur ár hafa haft þær til sölu, að þær mundu vart fást ódýrari þótt pantað- ar væru. 3. Efni í spónþak kostar hér í Rvík hér um bil 75 a. á hverja □ al. auk innri súðar. 4. Blikk: tinaðar járnplötur eru hvergi hafðar til að þekja hús með. Sinkplötur er farið að hætta að hrúka til þess, nema í þeim löndum, sem það fæst í og eru þar helst húnar til úr því tígulmyndaðar plötur, greyptar hver í aðra, enn hafa ekki flutst hingað. 5. Pappi kostar hér 45—50 a. hver □ al. auk innra þaks. K»; :»!«;»; k:*: K-: 1 Petitl. 1S a. i AIIPI VQIMPAD T ^um*- * ^ Minsta augl. 25 a. T nUuLlolliunlii < Borg. fyrirfram. | Sá sein getr gefið upplýsingar, sem leiða til þess að koma því upp, hver brotið hefir fyrir nokkr- um dögum högginn legstein, sem lá á Laugaveginum, fær 15 — 20 kr. uppljóstrarlaun. Julius Schau. Hirslur handa vestrföruni og ferðafólki. KOFFORT altilbúin, stór og vel vönduð, með járnhöldum á göflnm og járnbent, ef þörf þykir, sérstaklega œtluð handa VESTBFÖRUM og því smíðuð með þeirri gerð sem þeim best hentar, enn fremr handtöskur með höldu í loki, ómissandi til daglegra afnota fyrir vestrfara, eru til sölu hjá mér undir- skrifuðum í Rvík og til sýnis hjá útflutningsstjóra Allan-línunn- ar. hr. SIGFÚSl EYMUNDSSYNI, og má einnig panta þau hjá honvm. Ættu vestrfarar að varast að flytja með sér kist- ur að heiman, sem þykja með öllu óhœfar í flutningi og kaupa heldr þessar mjiig ódýru og hentugu hirslur. Sömuleiðis hefi ég til sölu ágcet koffort á hesta með góðu verði. Páll Sigurðsson, snikkari. 1400 kr. óskast til láns gegn 4—5000 kr. veði, 6% ársvöxtum. Ritstj. vísar á lánbeiðanda. Með fáum orðum vil ég leiða hinum heiðruðu lesendum Fjallkonunnar fyrir sjónir, að Ingveldr Ólafsdóttir á Valgarðs- hæ við Reykjavik hefir ljóstrað ósönnum óhróðri um mig án neinnar ástæðu þar til af minni hálfu, enn sem hún hefir í tveggja viðstaddra votta áheyrn heðið mig fyrirgefningar á, enn til frekari viðvörunar við nefndri Ingveldi Ólafsdóttur vil ég aðvara fólk um að leggja neitt oftraust á orðræður hennar, því munnr hennar hefir ekki verið mér til handa munnr sannleik- ans, heldr aðgæslu verðr mannorðs hnekkir. Hallskoti við Reykjavík lð/4— 1888. Margrét Oddsdóttir. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar og Sig. Jónssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.