Fjallkonan


Fjallkonan - 30.04.1888, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 30.04.1888, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Ástnundar9on ritstjóri býr 1 Þing- holtsstrœti og er að hitta kl. 1—2 og 5—4 e. m. 13. BLAÐ. REYK.TAVIK, 30. APRIL 1888. Um búnaðarsamþyktir. Þiligyallafundr. Alltiugismenn Þingeyinga hafa, eftir samkomulagi við ýmsa aðra þingmenn og góða menn víðsvegar um land, í ráði að boða til þjóð- fundar á Þingvelli í sumar til að ræða um stjóm- arskrármálið í heild sinni, afdrif þess á síðasta þingi og hversu því skuli haldið áfram eftirleiðis. Tíðaríarið hefir verið svalt og þurt með norðan- átt nú um tíma, og því mjög íslegt, enda segja síðustu fregnir liafís á hrakningi fyrir norðr og austrlandi. Afiabrögð hafa verið ágæt sunnanlands síðari part vertiðarinnar. Við Faxaflóa komnir 200—500 hlutir. Austanfjalls enn meiri afli. I Vestmanna- eyjum er þó sagt fiskilítið. Suðrmúlasýslu, er hét Antonía Jónsdóttir. Suðr-Þivgeyjarsýslu, 31. mars. ,,Fult af hafis fyrir öllu i norð-austrlandi, enda liefir tíð verið grimm síðan um miðgóu. Snjór er samt lítill. — Menn kvarta um að hey og beit hafi reynst afarilla í vetr. — Kaupfélagið fékk mikið af vörum (með Miaca) áðr enn ísinn kom. Annars hefði útlitið verið alt annað enn gott, því þótt matvara sé á Húsavík, fá kaupfél.menn liana eigi nema með afarkostum, ef ei er borgað út í hönd. Haðereflaust kaupfélaginu að jiakka, að hagr manna er ekki verri enn liann er. Það er jiví að jiakka, að vér erum ekki fastir í fjötri liall- ærislána með allri Jieirra eymd. Það er kaupfélagiuu að jiakka, að almenningi hefir farið mjög fram þessi síðari árin í því að skilja rétt viðskifti og verslun. — Um áhuga manna hér í stjóruarskrármálinu þarf eigi að efast. Öllum sárnar að verða að bera að síuum hlut jiá þjóðarminkun, sem orðin er i með- ferð þess máls. Menn langar til að geta fengið færi á að lýsa yfir skoðun sinni á ný, og eru því mjög áfram um, að Þiug- vallafundr verði haldiun í sumar“. Austrskaf tafdhsýslu (Hornafirði), 2. april. „Tið heldr hörð og snjóasöm næstl. mánuð trá því þ. tí. Fyrir og um miðjan mars setti niðr atarmikinn snjó hér um sveitir. 22. marz gekk veðr í norðr með frosti, er síðan hefir haldist (mest 18° C.), og hetír hafís nú rekið austr og suðr með landi ijióts við Beru- fjörð. — Afialaust hér“. Vestrskaflafdlssýslu (Mcðallandi), 15. apr. „Hér hefirmátt heita hagkvæm tíð, síðan snemma í marz. Snjólaust í fjall- bygðum, og heybirgðir þar nægar og fénaðarhöld góð, enn verri hagar liér á sléttlendinu, mest vegna isa at Kúðafljóti. Hret gerði seint í mars nieð 16—19° frosti. — Fiskilítið jiegar róið hefir verið, enu talsvert liefir rekið af fiski. í Mýrdal góðir hlutir (á 6. hundrað)“. Suðrmúlasýslu (Djúpavogi), 31. mars. „Fénaðarhöld allgóð, og bráðapestmeð minstamóti. — Þar á móti heldr kvillasamt með- al manna, og einkum hefir borið á krankleika, er kölluð er flekku- sótt; hefir iagst þungt á unglinga og eitt barn dáið úr henni“. Blöðin. ÍSAFOLD, 18. tbl., 18. apríl: ísfirðingar og minni hlutinn í stjórnarskrármálinu. Orðabókarritdómrinn (G. Zoéga). — 19., 25. apríl: Frumhlaup vestrfarapostula. Millibilsprest- þjónusta (fyrirspurn). ÞJÓÐÓLFR, 20. tbl. 20. apríl: Sig. málari IV. Um fund- aráiyKtun Isfirðinga. Um heyásetning (P. Br.). —21., 27. april: Lagaskólinn og stjórnin. Nokkur orð um vegabætr eftir Gísla í Leirvogstungu. Sigurðr málari og stofnun Forngripasafusins. Margt er rætt um horfellislög og heyásetningu. Menn finna til þess, að horfellislögin duga ekki; enda verðr þvi ekki neitað, að þau minna á karl- inn, sem sagði við dóttur sina, er hún rak fótinn niðr um ísinn: „Berja skal ég þig, Guðríðr, ef þú drepr þig í ánni!“ Menn finna líka til þess, að almenn lög urn heyásetningu muni heldr ekki duga af því: ad þingið gæti naumast gert þau svo úr garði, að þau ætti hvervetna við þar, sem ólikt er j ástatt, að þó heyásetning sé þýðingarmikil, þá er hún þó að eins eitt atriði búnaðarins, enn mörg fleiri þarf að taka með, ef veruleg framför á að verða, því að: ekki er það nóg til að búa vel, að hafa skepnur nógu fáar; og að slík lög hlyti að taka fram fyrir hendr á mönnuin, og á þann hátt deyfa hvötina til sjálfstæðrar fyrirhyggju, i stað þess, að glæða hana, sem þó er fyrsta skilyrði bún- aðarframfara. Þó finna menn jafnframt til þess, að eitthvað þarf að gera fyrir landbúnaðinn, ef duga skal. Hann má ekki vera kominn undir von og roqun. Menn hafa oft reynt að gera samtök, eða stofna félög, til búnaðarframfara; enn flest hafa þau aftr liðið undir lok, og mest fyrir þá skuld, að samþyktir þeirra höfðu ekki ojiinbert lagagildi og ráðleysingjar gátu skorist úr fylgi við hina hygnari. llér hefði löggjöfin átt að koma mönnum til hjálpar, og veita þeim lieimild til að semja sér bnnaðarsamþijktir, er hlutaðeigandi yfirvald mætti veita lagagildi. Og þetta er vissulega hið eina, sem löggjöfin getr gert og á að gera í þessu efni. Sjálfsagt yrði slíkar samþyktir í barndómi fyrst í stað; enn þær stæði til bóta. Ymsir yrði án efa óánægðir með þær framanaf; enn er þær tæki um- batar, ellegar þá þeir, sem eru óánægðir með öll lög. Með þessum hætti fengi menn bæði hvöt og tækifæri til að lmgsa og reyna. Enu af því hafa allar framfarir sprottið og munu spretta. Vér fá- um aldrei þau lög, sem komi öllu í æskilegt horf alt í einu. Enn til þess, að færast áleiðis ineð tím- anum, hjálpa þau lög best, sem best styðja frjáls- ar framfaratilraunir manna sjálfra. Það er því — enn sem fyrri — tillaga min: að gefin verði lög um búnaðarsamþyktir, og að þau lög veiti heimild til þess: 1. að sýslur og sveitir megi sjálfar skifta sér í bíinaðarliéruð, stór eða smá eftir því sem til hagar; 2. að hvert búnaðarhérað megi sjálft setja sér þá Ininaðarsamfrykt, sem það álitr sér hagfeldasta; 3. að í búnaðarsamþykt megi taka öU þau búnaðar- málefni, sem nauðsynlegt þykir, að hún nái yfir;

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.