Fjallkonan


Fjallkonan - 30.04.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 30.04.1888, Blaðsíða 2
50 FJALLKONAN. 30. apríl 1888. að lögin ákveði nauSsynleg sldlyrði ýyrir því, að hvort heldr samþyktirnar sjálfar eða breytingar þær, er síðar verða gerðar á þeim, geti öðlast lagagildi; að þau nemi úr gildi eldri laga-ákvarðanir þær, er þessu kunna að vera til fyrirstöðu. Br. J. Vestrfarirnar, Grein B. Gröndals, sú er fylgdi ísafold, virð- ist mér vera óþörf sökum þess, að almenningr, að m. k. hér nyrðra, þekkir Ameríku fult eins vel og Gröndal og sér glögt, að lýsingin er miklu fremr lýsing Hrafnaflóka enn Þórólfs smjörs. Það er gott, að blöð vor leiðbeini vestrförum um það, hvern- ig þeir eigi að hegða sér á ferðinni þangað og með- an þeir eru að koma sér þar niðr, enn lof og last um landið er óþarft að rita. Kunningjar lands- manna þar vestra eru þegar fyrir löngu búnir að lýsa landsháttum þar svo vel, að hvorki blöð né agentar þurfa lengr þar við að bæta. Enn slík grein er líka óskynsamleg, þvi hún bæði villir menn og æsir þar sem menn eru veikir fyrir. Greinin er að að- alefninu ósönn. Allr þorri þeirra, sem vestr hefir flutst, kemst þar vel af. Þetta er sannleikrinn. Flest- ir fátæklingar og fjölskyldumenn hafa fundið þar miklu betra land, enn það sem þeir flúðu af. Þetta þarf ekki að sanna með skýrslum, því skýrslur um þetta eru til á öðrum hvorum bæ á landinu. Til Ameriku streymir fólk af öllum löndum, enda flytja þaðan fáir aftr; enn til íslands flytr enginn maðr af öðrum löndum. Að fáeinum vestrfórum hefir illa líkað þar eða liðið, það marka ekki menn, sem þekkja til, eða kunna að hugsa. Fjöldanum, eða þorra allra íslenskra vestrfara, hefir farnast þar vel eft- ir lengri eða skemri dvöl og viðkynningu. Þetta er nóg til að sýna, að landið só betra enn vort land fyrir þjóð vora, eins og nú er komið. I ensku blaði sá óg i haust, að vitr maðr og góðr, sem ný- kominn var úr Ameríku ferð, hafði skrifað: „Það er margsannað, að Ameríka er kjörinn staðr fyrir duglegt enn atvinnulítið fólk frá hinum gamla heimi. Atvinnu-uppsprettan er þar ótæmanleg. Ég vildi óska að hór í Lundúnum stofnaðist fólag, sem hjálpaði verkafólki vestr, — helst heilli miljón manna í einu. Ætti því að fá lán hjá stóreigua- mönnum hór og í Ameríku, segjum 5 mill. punda sterl. Það fó mundi lafhægt að fá, ef framkvæmd- armenn fengjust, og mundi það vel duga bæði til flutningskostnaðarins (er svo margir færu i senn) og til að kaupa land fyrir til bústaðar nefndum fjölda, sem nota mætti sem fasteignarveð fyrir nefndri leiguupphæð“. Matth. Joch. Ótrúleg enn þó sönn saga! Merkr maðr hefir nýlega ritað mér á þessa leið: „Hér er hefðarbóndi í sókninni; ég kom inn i bæ hjá honum og vissi hið annað fólk á bænum eigi fyrr enn ég var kominn inn; var það þá að borða graut úr öskum; svo hélt það áfram að borða, og að því búnu settu allir aska sina fyrir 4 hunda, er vóru inni í baðstofunni og sleiktu þeir öll matarílátin vel og vand- lega; siðan tók bver maðr sinn ask af gólfinu, blés í hann í kross og lét hann annaðhvort upp á hyllu eða undir rúm. Svo spurði ég til hvers fólkið hefði svona mikil mök við hundana, og fór að prédika fyrir því, hve skaðlegt þetta væri; þá öns- uðu allir, karlar, kerlingar og krakkar: „Ég trúi nú trauð- lega slíku; ég held ég gefi rakkanum inínum eftir sem áðr að sleikja nóann minn; ég hefi gert það hingað til og hefir mér ekki orðið meint við; þeir vita kannske ekki þessir læknar, sem eru að prédika þetta, að hundstungan er besta læknismeðal, og mikið betri enn sumt þetta meðalasull læknanna“. Svo na er þessi rótgróna trú fólksins, sem er nálega ómögulegt að út- rýma. Hérna um daginn kom ég á bæ, þar sem konan lá í sullaveiki, búin að liggja síðan um nýár og liggr enn, nú fyr- ir dauðanum; systir hennar dó úr sömu veiki. Ég fór að tala við manninn hennar, þegar ég var kominn út, ogsegja honum, að þetta hefði konan hans fengið af hundunum; ég bið hann að varast þá og láta börnin sin ekki koma naerri þeim ; maðr- inn fór strax að brosa og stóð brosandi meðan ég var að tala, og þó heyrðum við eymdarstunur úr konunni hans út á hlað-, hann stóð alt af brosandi; sjálfsagt hefir hann verið að brosa að þvi, hve ég væri hjátrúarfullr, að halda að þetta værihund- unura að kenna. Þá sagði ég: „Þér megið gjarnan brosa að mér, enn ég segi yðr satt, að það er það sama, sem þér væruð að brosa að því, að konan yðar er að kveljast og á nú bráðum að slokna út af frá yðr“. „Það er nú satt, það er ekki að þessu hlægjandi, enn ég hefi heyrt aðra skopast að þessu, og þvi hélt ég að það væri vitleysa". Margir eru nú svoua, enn alt um það er mikið farið að batna hér í sveitinni síðan ég kom hingað“. Mikil hörmung er að vita til þess, að menn, þrátt fyrir margítrekaðar áminningar, skuli geta sýnt þvilíkt ðfyrirgefan- legt skeytingarleysi. Það er von mín, að hin yngri kynslóð hafi æ betr og betr gát á hundunum, og ég veit, að nú sem stendr eru það einkum karlar og kerlingar, sem lítilsvirða þær leið- beiningar, sem þeir menn gefa sem vit hafa á. Enn eitt er vist, að ef þessum körlum og kerlingum væri sýnt innan í sullaveikan aumingja, þá raundu þau sjá þá sjóu, sem þeira eigi gæti úr minni liðið. Bæti því' allir vantrúaðir ráð sitt, og hafi allir, ungir sem gamlir, hina mestn gætni í umgengni við hundana og forð- ist sem heitan eld að láta hund éta sull úr kind, þá fyrst er ég viss um, að þessi hryllilega sullaveiki, sem hér þjáir svo marga, smátt og smátt fer óðum minkandi. Reykjavík, 24. apríl 1888. J. Jönassen. Útlendar fréttir, Með skipum er komu til Rvíkr 23. þ. m., annað frá Nor- egi, hitt frá Liverpool, komu þessar fréttir : Harðr vetr, einkum á Norðrlöndum. ísalög mik- il, svo að skipaferð var stöðvuð um Eyrarsund og illfært skipum fyrir ísreki í Kattegat. Ekkert hefir gerst í stórmálum Evrópu. Lík yilhjálms keisara var flutt með mikilli við- höfn 16. mars til Charloltenburg, og kistan sett niðr í „Mausoleum“ (dánarhöll). — Friðrik krónprins tók þegar við keisaratign og nefndist, Friðrik III. Hann var ekki í sjálfri líkfylgdinui sakir vanheilsu sinnar. Um sjúkleik hans segja blöðin ýmist, enn síðast tal- in vís bat.avon. — Mælt er að Bismarck muni öllu ráða sem liiugað til, enn að keisaradrotningin nýja, Yiktoría, muni ef til vill láta nokkuð til sín taka. Því var fleygt, að Bismarck hefði gert sitt til að hinn nýi keisari kæmist ekki til valda, enn það sé mest skörungskap Viktoríu, konu hans að þakka. — í ávarpi sínu til alrikisþingsins, er Bismarck las upp fyrir því, kemst hinn nýi keisari meðal annars svo að orði, að hann ætli sér óbrigðilega að gæta stjórn- arskrár ríkisins og vernda réttindi, trelsi og reglu með stjórnlöglegum tilbeina ríkisþingsins. — Talið víst að Bismarck verði ríkiskanslari eftir sem áðr

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.