Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.05.1888, Blaðsíða 3
I/ 8. maí 1888. F.T ALLK ON AN. 65 °g gefa skýrslur um tilraunir sínar í blöðunum. Enn á Norðrlandi er oft örðugt að þurka jafnvel þang í hafísárunum, þegar þokurnar ganga dag eftir dag. Ef einhver hefði reynt eða vildi reyna að hirða og verka þang til vetrarfóðrs handa skepn- um á líkan hátt og hey og skýra í blöðunum frá tilraunum sínum, ef þær hepnuðust, gæti það orð- ið mikis virði. Margt má nota, ef alúð er við lögð. Bóndi. Útlendar fréttir, — ÞÝSKALAND. — Um viðskilnað Yilh. keisara eru nú komn- ar nákvæmar fréttir, og var hann merkilegr, sem æfi hans hafði verið. Hann lagðist 7. mars af kælingu og bættist þar á ofan blöðruraeinsemd. Þótt hann héldi eigi fullri ræuu alt af fram í andlátið, var hann öðruhverju með ráði, og var skrifað upp hvað liann sagði. Talaði hann mest 'við Vilhjáltn sonarson sinn, og sagði meðal annars, að það væri sannfæring sín, að ekki kæmi til ófriðar við Rússland, enn ef ekki yrði hjá því komist, þá vonaði hanu, að hann berðist trúlega í liði með Austrríkis- keisara. Stórhertogafrúiu af Baden. dóttir keisarans, bað liauu að ofþreyta sig ekki á tali, og svaraði hann þá: „Ég hef ekki j úr þessu tíma til að vera þreyttr". Vék hann síðan aftr máli sínu að V. prins og mælti: „Þú verðr að sýna Rússakeisara nærfærni sem mest þú mátt, það mun verða okkr til góðs. Nokkru seiuna lagði hann höndina á öxl Bismarcks og sagði: „Það hefir þú vel gert“. Siðan las hirðprestrinn fyrir honum andlátsbænina og annað guðsorð, og tók haun upp aftr sum orðin. Að síðustu spurði stórhertogafrúin hann: „Veistu að j mainma sitr hjá rúminu og heldr um hönd þina'f“ Lauk liann þá upp augunum og horfði fast og skýrlega á gömlu drotning- una, konu sína. Úr þvi rann á hann mók, og kl. 8*/a um j morguninn var hann liðinn. Nafn Alexanders af Battenbergs, fyrverandi Bolgaríufursta, j hefir aftr komist á dagskrána. Enn svo stóð á því, að ráða- i hagr hefir lengi verið ætlaðr með Alexandri og Viktoríu dóttur hins nýja keisara Friðriks 3. Vilhjálmr gamli keisari var þessu ráði mótfallinn af pólitiskum ástæðum, því Rússakeisari hatar Alexander, og er því ófriðarvon ef úr þessum ráðahag yrði. j Bismarck hélt sama strykinu áfram, þó þetta sé hið mesta kapps- ( mál fyrir móðurina, Viktoríu eldri. Kvaðsc B. fara frá ef sinn vilji gengi ekki fram í þessu máli, og var þá uudan slegið, enn ráðinu er frestað fyrst um sinn, þangað til einhver skipun kemst á Bolgaramálið, hvenær sem það verðr. — Norðrþýska- land hefir orðið fyrir fjarskalegu áfelli, þar sem fijótin öll hafa \ flóð yfir láglendið; alt frá Elfunni til Niemen vóru öll láglend- in uudir vatni. Skaðinn fjarskalegr, og enda manntjón; hafa j 30 miljðnir verið veittar af ríkisfé til að bæta úr hinni bráð- ustu neyð, og stofuað tii samskota um öll lönd. FRAKKLAND. Þar virðist nú vera allra veðra von í poli- j tiskum efnum. Ráðaneyti Tirards var steypt, og kom annað í staðinn, og er forseti þess Floquet, forseti fulltrúadeildarinnar. | Lýðhylli Boulaugers var í gríðarlegum vexti, og sumir farnir að fá ofsjónir, farnir að sjá B. sem alræðismann eða jafnvel keisara á rústum þjóðveldisins. Eftir að lianu hafði mót öllum lögum, þar sem hann var hermaðr, látið kjósa sig fyrir þingm. við aukakosuingar, var lianu gerðr rækr úr hernum. Siðau hefir hann tekið móti kosuingu annarsstaðar, og fékk 100,000 atkv. Hann og hans fylgismeuu heimta endrskoðun stjórnarskrárinnar. Ætla menn að ráðaueyti Floquets muui eigi verða langætt. AU- ir liinir vitrari menn á Frakklandi tala með næsta lítilli virð- ingu um Boulanger og þykir lítið til liaus koma. ENGLAND. Á írlaudi eru sem fyrrum jafnaðarlega róstur og óspektir, er lýðnum og lögregluliðiuu lendir saman við funda- höld. Parliamentið hefir til meðferðar frv. frá stjórn Salisbury’s til héraðsstjórnar, og er Gladstone og hans flokkr ánægðr með j ’vþað. í marsmán. var silfrbrúðkaup prinsins af Wales og Alexönuru. ÍTALÍA. Svo lítr út, sem ekki muni meira verða úr ó- friðnuúi við Abessiníu. Hafa hvorugir þorað á aðra að ráða, og eru likindi til að friðr muni komast á, enn að ítalir hafi litla frægð af máli þessu. DANMÖRK. Þaðan er það helst að segja, að ekki gekk saman með fólksþingi og stjórn heldr enn vant er, og komu bráðabirgðarlög 1. apríl, sama dag og þinginu var slitið. Sam- komulagið strandaði einkum á því, að Estrup vildi fá veittar 6—8 milj. króna (sérstaklega til víggirðingar Khafuar). — 8. apr. varð konungr fullra 70 ára, og var mikið haft við þanu dag á ýmsan hátt. íslenzkr sögubálkr, Bjarni og Steinunn. (Framh.). 15. s. d. e. trinit. var kvenmaðr frá Melanesi á Rauðasandi á gangi m#ð fram sjónum og fann karliuannslik sjó- rekið. Hún varð hrædd og hljóp til bæjar og sagði frá fund- inum. Var þá líkið sótt, og með því að það var mjög tor- kennilegt orðið, þektist jiað ekki á öðru enn 2 silfrhnöppuui í skyrtukraganum, sem vóru með stöfuuum J. Þ.; var það því ljóst, að þetta var lik Jóns heitins Þorgriinssonar; hafði haun átt þessa linappa og sniíðað þá. Likið var að mestu óskaddað nema höfuðið, enu á brjóstinu var hola, eins og eftir digran nagla, enn hvergi var það beiubrotið nema höfuðið, og furðaði menn það mjög uin mann, sem hrapað hafði fyrir björg. Ekki gátu menn heldr skilið i, hvernig stæði á liolunni i brjóstinu. Af þessu gaus upp sá orðasveiinr í sveitinni, að Jón heitinn mundi ekki lirapað liafa, lieldr verið myrtr, og styrktist þessi griinr mjög við jiað, er Guðrún lieitiu hafði látið á sér skilja um atlæti við sig á Sjöundá, og ýms atvik önuur, svo sem hve líkið liafði vel lialdið sér, ef það heíði legið yfir missiri i sjó (eða frá 1. apr. til 25. sept.) og fleira þessu likt. Guðinuudr agent Scheving, faðir frú Herdísar Benediktsen, var um þetta leyti settr sýsluinaðr í Barðastrandarsýslu til að- stoðar móðurföður sinum, Davíð sýslumanni Scheving. Þeir bjnggju í Haga á Barðaströud. Guðm. var þá uugr og injög framgjarn og liinn ötulasti maðr. Honum barst orðsveiinr sá, er gekk á Rauðasandi um háttalag þeirra Bjarna og Steinunn- ar og grunsemi sú, sem á þeim lá um fráfall Jóns heitins, enu þó einkum um hiö snögga andlát Guðrúnar. Sýslumaðr brá nú við og ritaði Jóni prófasti Ormssyni í Sauðlauksdal og bauð liou- um að láta eigi jarða lík Jóns heitins fyrri enn 2 menn, er hann til kvaddi hefðu skoðað það; tók hanu sér ferð á lienilr vestr á Rauðasaud og var við skoðunina á líkinu; lét grafa upp aftr Guðrúnu heit. Egilsdóttur, og var lík liennar einnig skoðað, og fundust á því bláir blettir suiustaðar, enu eiiikuin var stór blettr ofan til við hægra viðbeinið og upp eftir háls- inum, enn skoðunarmenn jiorðu ekkert að álykta af þessum bletti, auuað enu að Guðrún heit. hefði haft þar verk áðr enn hún dó, enda var enginn lækuisfróðr maðr við lieudina til að skera úr þessu. Reið svo sýslumaðr heim, og var lioninn ekki vel rótt niðri fyrir. þar sein hauu langaði mjög til að vinna sér til frægðar í einhverju stórmáli, eun bonum hins vegar jiótti hér bresta nægileg gögn; rannsakaði liaun livort ekki iniindi hægt að græða neitt á vitnisburðum, og komst loks seint í okt- óbermánuði að þeirri niðrstöðu, að gerandi væri að byrja mál. Lét hann þá reka livað annað; skipaði sækjanda og verjauda, og bauð þeim að raæta tiltekinu dag í Sauðlauksdal; stefudi þangað Bjarna og Steinunni og 15 vitnum, 4 skoðiinarinönnuin, Jóni próf. Orinssyui, síra Eyjólfi Kolbeinssyni aðstoðarpresti og mörguin fleiri. Hiun 8. nóv. 1802 í dögun var stórkostlegt aukaþing sett að Sauðlauksdal og var þar tekið fyrir málið. Þar mættu yfir 20 mauus, þar á meðal Bjarui og Steinunu. Vóru |iau yfir- heyrð, Bjarui fyrst og Steinunn síðan, og meðgekk hvorugt neitt, eiui þrættu harðlega; vóru svo 12 vitni leidd á einuin degi, og styrktist mjög grtinr manna við framburð þeirra. Bjarni var þá settr í járn og látinn vera í dimmu úthýsi um nætr, og var síra Eyjólfi aðstoðarprestf' falið að fá liann með fortöluin eða — brögðum að meðganga. Á fjórða degi lét Bjarni tilleiðast, og játaði þvi einslega fyrir presti, að hann hefði myrt Jiau bæði Jón og Guörúnu, og að Steinunn væri þunguð af sínum völd- um. Enn með Steinunni var vægilegar farið, af því hún var vanfær, enda lét hún eigi undan, hvernig sem á hana var geng- ið. Enn er Bjarni hafði fyrir rétti játað brot sitt og borið Steinnnni ófagra sögu í viðskiftum þeirra, kent henni um alt og sakað hana um að hafa átt tildrögin til illvirkjahna, enn hann hefði verið hennar áeggjnnarfifi, var St. inn leidd og bor- in saman við Bj.; sagði St. Bjarna ljúga öllu at heimsku, enn þegar deilan harönaði milli þeirra, komu þó fram ýfns atvik í viðræðu þeirra, sem sýndu að hún var meðsek í morðunum. Tókst

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.