Fjallkonan


Fjallkonan - 28.05.1888, Síða 4

Fjallkonan - 28.05.1888, Síða 4
64 FJALLKONAN. 28. maí 1888. og er ætlunarverk þess. að vekja upp aftr hina gómln vefnaðar- kunnáttu og íjirðtt, og hefir að sögn tekist að finna hin gömlu handtök, sem að mestu vðru gleymd. Nú á dögum hafa menn mætr á öllu því, sem einkennir hverja Jijóð, hvort heldr í and- legum eða verklegum efnum. Skyldi þetta ekki einnig vera athugavert fyrir íslenska kvenfólkið? Panama-skurðrinn. Lesseps er nú horfinn frá því að grafa skurðinn að fullu yfir eiðið, heldr gera skipgengt með flððgáttum (,,slúsum“) og veita vatni í þær úr fljðtum eða hefja það upp með dælum. Iniyndunin. Varla verðr ofsögum af því sagt, hve ímynd- nnin getr leitt menn í gönur. Fyrir utan allar þær ofsjðnir, er ímyndunin vekr hjá hálftryldum mönnum og hjátrúarfullum, svo að þeir sjá t. d. djöflana ganga ljósum logum og eru i sí- feldu stríði við „makt inyrkranna11, má ðhætt fullyrða, að ná- lega tíundi hver maðr er sjúkr af tðinri írriyndun, eða ímyndar sér, að hann sé ekki heilbrigðr. Enn ímyndunin getr sannarlega gert menn sjúka, hún getr meira að segja orðið banvæn. Merkr ameríkskr læknir einn segir, að hjartveiki, sem köll- uð er, taugaveiklun (nervösitet), o. fi., komi mjög oft af leiðu skaplyndi eða ímyndun tðmri. — Prestr einn í Ameríku hafði þann sið, að leggjast til svefns eftir messugerðina og tók þá jafnan inn einn spðn af sykrvatni, er hann áleit gott svefnlyf, og sofnaði hann þá óðara, enn annars ekki. — Á Englandi og í Ameríku er Keatings „insekt-pulver“ haft til að drepa flugur, möl o. fl. smákvikindi. Læknar hafa nákvæmlega rannsakað, að það er ðsaknæmt fyrir menn. Enn kona ein geðveik tðk eitt sinn inn lítinn skamt af því, og ætlaði að ráða sér þannig bana, því hún hélt, að það væri eitrað. Hún dó samstundis.— Napo- leon III. leyfði vísindamanni einum að gera þessa tilraun við dauðadæmdan ðhðtamann. Vísindamaðrinn lét reyra sakamann- inn við borð, batt fyrir augu hans og kvaðst ætla að opna hon- um æð, svo að honum blæddi til ólífis. Á borðið var sett ker með vatni, og seitlaði vatnið úr því í annað ker svo það heyrð- ist. Síðan var gerð rispa á háls sakamannsins með títuprjóni. Maðrinn var dauðr að ö mínútum liðnum. — 1 háskóla einum á Skotlandi var dyravörðr illa þokkaðr af stúdentum og hugðu þeir að hefna sín á honum. Þeir tóku hann um nótt, fóru með hann ofan í kjallara og héldu þar réttarpróf yfir honum að gamni sínu. Síðan kváðu þeir upp dóm hans. Hann átti að hálshöggvast þegar í stað. Var hann síðan leiddr út í horn; þar stóð höggstokkr og var reist upp við hann öxi. Síðan var bundið fyrir augu honum og hann var látinn falla á kné og leggja höfuðið á stokkinn. Sá, sem átti að vera böðullinn, sló hann á hálsinn með votri þurku, enn þegar svo farið var að reisa dyravörðinn upp aftr, var hann steindauðr. X. Q. Gr. X. 8 falleg þriðja stigs einkenni ern til sölu hjá Jóni Ólafssyni alþm. Hiö nýja, eleganta og þægilega „HOTEL REYKJAVÍK" hefi ég undirskrifaðr opnað í liúsi írú Jóhönnu Kr. Bjarnason í Aöalstræti hér í bænum. í húsinu er stór og fallegr veitingasalr, og mun ég þar liafa á reiðum höndum alls konar veitingu bæði fyrir bindindis- menn og aðra, einnig kaffi með alls konar kökum. Allar veiting- ar verða fljótt og vel af hendi leystar. Á þessu hotelli verðr liinn ákjósanlegasti gistingastaðr fyrir útlenda og innlenda ferða- menu, með öllum nauðsynlegnm þægindum og hinni skemti- legu útsjón í fjölfórnustu göt.u bæjarins. Reykjavík, 28. maí 1888. E. Zofiga. Alhvítr hundr af alíslensku kyni, ársgamall, verðr keyptr hjá und- irskrifuðum fyrir 20. júní næstkomandi. W. 0. Breiðfjörð. Á það sinn líka? Ekki hér á landi, og ekki á norörlöndum. Aö eins hjá allra stærstu höfuðþjóðum heimsins. 1 1 PRAMHALO NÆST C 77 VA W /«. VAVAVAV/. S7. -*r 77. 77. 77. 7/. 77 77. J7. 77. 77. JJ. 7JT77. 77. 77. 77. 77 77 v>| - Udcirkulerede lllustrerede Blade. Illustreret Tidende 140 0re Kvartalet; Nutiden 90; Punch 90; Nordstjernen 50; Gartenlaube 80; Daheim 90; Neue Blatt 60; Schorers Familienblatt 90; Illustr. Zeitnng 2.50; Globus 2,25; Fliegende Blatter 160; Ueber Land und Meer 1,50; Hus- vennen 50; Graphic 350; London ill. News 350; L’Illustration 350, m. fl. Heftede, vel vedligeholdte. Kjöb hindende for 1 Aargang. Delvis Portogodtgjörelse. Kjöbenhavns Journal-Læsekredse. K. Vennervald. Gyldenlövesgade No. 6, Kjöbenhavn K. Litunarefni. Litunarefni vor til að lita með alls konar liti á ull og silki, sem um 20 ár bafanáð mjög mik- illi útbreiðslu, bæði í Danmörku og erlendis, af því það eru ekta litir og breinir og hve vel litast úr þeim, fást í Keykjavik með verksmiðjuverði ein- ungis bjá br. W. 0. BREIÐFJÖRÐ. Kaupmannahöfn, í apríl 1888. Bucli’s litarverksmiðja. V í N S A L A. Að ég befi fengið í bendr br. kaupmanni W. 0. Breiðíjörð í Reykjavik einkaútsölu á mínum góðkunnu vínum og áfengum drykkjum í Reykjavík og nálægum béruðum, gerist bór með kunnugt heiðr- uðum almenningi. Sérstaklega má nefna ágætt bvítt portví n, sem ætlað er banda sjúklingum, þegar læknar ráða til þess. Petcr Buch, Halmtorv 8, Kjöbenbavn. Þar eð svo margir bafa spurst fyrir um það, bvort ég mundi verða heima að staðaldri í sumar, gefst þeim og öðrum til vitundar, að ég verð heima þangað til í miðjum ágústmánuði að minsta kosti, og er hverjum, sem vill, velkomið að heim- sækja mig á nefndum tíma. Sjónarhól, í raaí 1888. L. Pálsson. QVEEN VICTORIA’S HAIR-ELIXIR, bárvaxtar-meðalið ágæta fæst eiiiungis í verslun E. Felixsonar. Fornlilutlr, einkum hinir minni, kaupast á Marbakka á Akranesi. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar og Sig. Jónssonar.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.