Fjallkonan


Fjallkonan - 08.06.1888, Síða 1

Fjallkonan - 08.06.1888, Síða 1
Kemr út þiisvar ámán- uði, 36 blöö um árið. Arg. ko8tar 2 kr. og borgist fjTÍr júlílok (ella 3 kr.). FJALLKONAN. Valdimar Áamundaraon ritstjöri býr 1 Þing- holtsstræti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 17. BLAÐ. REYK.TAVÍK. 8. JÚNÍ 1888. Tíðarfar. Sama kuldatíðin helst enn, þó er nokkuð að lilýna síðustu dagana hér sunnanlands. flafþök af ís eru nú fyrir öllu Norðrlandi og Austrlandi, frá Horni á Ströndum og alt suðr fyr- ir Meðalland i Vestrskaftafellssýslu. Heyskortr er mikill í Múlasýslum og jafnvel útlit fyrir fjárfelli. Bjargarskortr er sagt að só nú með mesta móti í Húnavatns og Skagafjarðasýslum, einkum á útkjálkunum. I Fijótum er sagt að farið sé að sjá á fólki af illu viðrværi. Pöntunarfélagið í Fljótsdalshéraði hefir klofn- að í tvent og helst horfur á, að þau samtök leys- ist þar sundr. Bæði þetta félag og ýmsir aðrir eystra áttu vörur þær er fórust með „Miaca" og hefir skaðinn orðið enn meiri fyrir þá sök, að sumt af vörunum var ekki vátrygt. Blaðið „Austri“ er að sögn hætt. Síðasta bl. þess kom út í des. f. á. Búnaðarskóliini á Eyðuni hefir jafnan átt litlu gengi að fagna, og er nú svo komið, að líklegast þykir að hann verði lagðr niðr. — I vetr vóru á þessum skóla að eins 4 lærisveinar. Stjórnniálafund hafði séra Lárus Halldórsson boðað að Þingmúla í Suðr-Múlasýslu 27. þ. m. til að ræða um stjórnarskrármálið o. fi. Nordrmúlasýslu, 14. maí. „Vetrinn hafir verið í harðasta lagi. Það er víða í Fljðtsdalshéraði orðin 27 vikna innistaða fyrir fé og hesta. Þð hláknr hafi komið stöku sinnum, hefir að eins komið lítil jörð á hálendi, enn engin á láglendi. Á Jök- nldal og S Fljðtsdal hafa oftast verið nokkrir hagar. Ovana- lega mikið hey hefir gengið upp, og ekki um langan tima ver- ið jafnmikið heyleysi yfir alt Fljðtsdalshérað sein nú. Margir alveg heylausir og enginn sem getr hjálpað. Nú lítið eitt að hregða til bata þessa dagana, þó er allvíða á Úthéraði og í norðrfjörðunum haglaust enn. Útlitið hið geigvænlegasta og getr varla hjá því farið, að fjárfellir verði talsverðr, því að skepnur eru víða mjög langdregnar. — Lítið gagn hefir Múla- sýslum orðið að skipströndum þeim, er hér hafa orðið. Vörurn- i ar af „Ingehorg11, meira og minna skemdar, vóru seldar geypi- verði, og vörurnar á „Miaca" urðu að kalla allar ónýtar“. Suðrmúlasýslu, um sama leyti. „Hafís fyrir öllu austrlandi síðan um 2. mars og liggr út á ystu fiskimið. Aflalaust af sjó (nema lítið eitt af hákarli) síðan ísinn kom; áðr (á þorranum) nokknr síldarafli. Matvörulaust að kalla í kaupstöðunum". Austr-Skaftafellssýslu (Hornafirði), 21. maí. „Mikill kuldi og gróðrleysi; skepnuhöld ekki góð, þó flest af fénaði tóri af að líkindum. Hafisiun alt at aukast hér fyrir ströndunum. Enginn afli af sjó“. Skagafjarðarsýslu, 24. maí. „Vetrinn hefir mátt heita all- góðr, og vóru menn því hinir vonbestu um, að nú myndi eitt- hvað fara að rætast úr með harðindi þau, er verið hafa undan- farin ár; enn því miðr litr nú út fyrir alt annað. Með vor- j inu tók tíðin að versna, og síðan um sumarmál hefir verið hin \ mesta ótíð, stöðugir norðanstormar með miklu frosti og hríðar að öðru hvoru, þangað til nú í tvo daga, að verið hefir hæg sunnanátt og hlýindi. Margir eru orðnir heylausir og það fyr- j ir löngu síðan, enn þó vona ég, að eigi verði almennr fjárfellir j í vor, því bæði er, að fé er nú örfátt hjá mönnum, enda all- | margir, sem geta hjálpað öðrnm með hey. Skagafjörðr er nú fullr með hafís svo hvergi sést í auðan sjó að heita má, og svo er hvarvetna hér fyrir Norðrlandi, að því er frétst hefir. — Það eru talsvert deildar meiningar hjá mönnum liér um það, livort hallærislán það. er fengið var fyrir sýslu þessa, liafi verið nauð- synlegt eða óhjákvæmilegt. Ég fyrir mitt leyti álít, að af 12 hreppum sýslu þessarar myndu allir hafa komist af án þess, nema ef til vill tveir, enda sannar meðferð lánsins í sumum hreppum hér þá getgátu mina. Ég veit til, að í suraum hrepp- um hafa efnamenn og góðir bændr, já jafnvel launaðir embætt- isinenn, fengið lán svo hundruðum króna skifti af þessum pen- ingum, vegna þess að hreppsnefudirnar ekki höfðn þörf fyrir það. Víða hefir allmiklu verið varið til að kosta þurfamenn til Ameríku. Og getr það í sjálfu sér verið mikið „praktiskt“, enn samkvæmt tilgangi hallærislána er það þó ekki“. Blöðin. ÍSAFOLD, 24. bl., 23. maí: Vöruvöndnn og versl- un eftir Tr. riddara II. (hnúfr til bændalýðsins og skjall um Gránufélagið). Aflabrögð og ýsulóð eftir síra Jens Pálsson. — 25. bl. 30. maí: Aflabrögð og ýsulóð (frh.). — 23. bl., 3. júní. Fiskverkun. Vegagerð. ÞJÓÐÓLFR, 24. bl., 18. maí: Stjórnin og hinir konung- kjöruu. IJtanþjóðkirkjusöfnuðrinn í Reyðarfirði eftir Lárus Hall- dórsson. — 25. bl., 25. maí: Utanþjóðkirkjusöfnuðrinn (niðrl.). — 28. bl., 1. júní. Vöruvöndun landsmanna. Margt er bú- meinið. Stjórnarskrármáliö. Bréf sem berast Fjallk. úr ýmsum áttum sýna, að í ýmsum héruðum landsins hefir almenningr tals- verðan áhuga á framhaldi stjórnarskrármálsins og Þingvaliafundi í sumar. Nú eru litlar líkur til, að Þingvallafundr verði haldinn, enn hins vegar má telja víst, að stjórnmálafundir verði haldnir i hór- uðum, til að lýsa yfir vilja almennings í þessu máli og fleirum. Þannig munu forkólfar stjórnarskrár- málsins, forseti sameinaðs alþingis og forseti n. d. alþingis, að sjálfsögðu halda fund í Eyjafjarðar og Þingeyjar sýslum; Múlasýslumenn halda fund fyr- ir Austfirðingafjórðung. Þá má nærri geta, að Vest- firðingar muni ekki láta sitt eftir liggja í þessu máli, þar sem „Þjóðviljinn" eggjar alla lögeggjan. Þá eru Sunnlendingar einir eftir, og láta þeir lít- ið á sér bæra. Það má vel vera, að áhuginn á stjórn- arskrármálinu sé einna minstr á Suðrlandi; og það er ekki ólíklegt, að áhuginn einmitt vaxi við hið harða árferði. Menn kenna stjórninni og þinginu um bágindin, þó það hafi ekki að öllu leyti við rök að styðjast; það er líka ætíð hægast að skella skuldinni á aðra. Enn sannleikrinn er sá, að áhugi á stjórnmálum yfir höfuð, og sérstaklega á þessu máli, er engan veginn vakandi meðal þorra almenn- ings; það eru að eins einstakir menn, svo sem í mesta lagi 2- 3 í hverri sveit, sem eru komnir á það rek að hugsa um landsmál; hávaðinn lætr sig enn litlu skifta, hvernig stjórnarfyrirkomulagið er, ef þingið að eins ekki eykr gjaldaálögur eða sýnir sérstaka meinsemi í atvinnumálum. Því hefir það mælst verst fyrir meðal almennings, þegar þingið hefir felt frumvörp um löggilding verslunarstaða, eða stjórnin hefir synjað þeim staðféstingar; sama

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.