Fjallkonan


Fjallkonan - 08.06.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.06.1888, Blaðsíða 2
66 FJALLKONAN. 8. júni 1888. er að segja um heyásetningarlögin; það hefir vak- ið óánægju í mörgum héruðum, að þeim varð ekki framgengt. Alþýða vill ráða sem mestu um þau at- vinnumál, sem eru sérstakleg fyrir hvert hérað eft- ir landsháttum, og mega gera um þau samþyktir, er hafi lagagildi. Sama er og að segja um sam- göngumálið. Mönnum er farið að skiljast, að sam- göngurnar sé ómissandi lífæð í framförum lands- ins, og þykir því illa fara, er ferðum strandsigl- ingaskipanna hefir fækkað ; er vonandi, að þingið reyni framvegis heldr að þoka því máli áfram enn aftr á hak. Þessi mál og því um lík eru mikil á- hugamál allrar þjóðarinnar. Eigi að siðr er og verðr stjórnarskrármálið á- hugamál meiri hluti þeirra manna af þjóðinni, er hugsa nokkuð að ráði um landsmál. Flestum kemr saman um, að úrslit máls þessa á síðasta þingi hafi verið mjög óheppileg, og kjósendr þeirra þiugmanna, er vóru í minni hluta, eru þeim stórlega gramir, Úr Suðrmúlasýslu hefir „Fjk.“ borist bréf, þar sem svo er að orði kveðið: „Illa pykir kjósendum síra Lárus hafa brugðist, og ekki hefði menn ætlað það syni síra Halldórs á Hofi, að hann yrði lið- hlaupi í þessu máli. Margir af kjósendum hans vilja nú skora á hann að leggja niðr þingmanns umboð sitt“. Úr Skagafjarðarsýslu er þetta ritað: „Flestir hinir betri menn eru óánægðir með afdrif þau, er stjórnarskrármálið fékk í fyrra á þingi; menn finna æ betr til þess, hve óhafandi það stjórnarfyrirkomulag er, sem vér nú höf- um, og tilfinningin fyrir því að nauðsynlegt sé að fá innlenda stjórn, er svo innrætt almenningi, að engin harðindi eða hafís geta útrýmt henni. Margir tala um að nauðsyn sé að skora á Friðrik Stefánsson að leggja niðr þingmensku, þar eð hann hafi brugðist að framfylgja stjórnarskrármálinu, sem þó var skylda hans, úr því hann tók á móti kosningu 1886. Hann hlaut þó að vita, að framkoma hans í því máli í fyrra var gagnstæð vilja flestra kjósenda hans“. Þótt stjórnarskrármálinu þoki lítið áleiðis við fundahöld þau, sem nú eru í ráði yíða um land, þá verðr það ljósara eftir enn áðr, hvað þjóðin vill í þessu máli og öðrum helstu landsmálum. Útlendar fréttir, Með skipi er kom hingað 1. þ. m. frá Liverpool bár- ust blöð til 24. maí og í þeim þessar fréttir helstar: ÞYSKALANDS keisari er enn við sömu van- heilsu. ENGLAND. Frá flokki Parnells var komið mótmælaskjal gegn páfabréfinu, er getið var í síð. bl. og stýlað er gegn „boycotting“ Ira. Er svo að sjá, sem bréf þetta hafi í pólitisku tilliti lítið sem ekkert áunnið. FRAKKLAND. Einveldismenn halda áfram að vinna með Boulanger gegn þjóðveldinu, enn ekki þóttu að svo komnu horfur á, að þeim mundi verða mikið ágengt. ■ITALIA. Auk stórsýninga þeirra, er getið var í siðasta bl., er ein enn i Bologna, einhverri hinni elstu borg á Ítalíu. I fyrri hluta þ. m. verðr einn- ig haldið 800 ára afmæli háskólans í Bologna. — Þessi háskóli var einn hinn frægasti á miðöldunum. Yið þann háskóla dvaldi Jón Halldórsson, er var bisk- up í Skálholti 1322—1339. DANMORK. Sýningin í Kaupmannahöfn var opnuð 18. maí; aðsókn enn ekki orðin til muna, enn búist við henni mikilli. NORÐRAMERÍKA. Stórkostlegt flóð hafði orðið í Missisippí-fljótinu. Rikið Missouri alt und- ir vatni. Skaðinn á húsum og ökrum metinn til 4 milj. doll. SUÐRAMERÍKA. íslensk blöð og fréttarit herma jafnaðarlega fátt úr suðrhluta Ameríku. Þar eru þó ýms riki, er vert er að veita eftirtekt. Mest þeirra er keisaradæmið Brasilía, sem eflaust á mikla framtíð fyrir höndum, enda eru þar lands- kostir hinir bestu*. Stjórn er þar þingbundin. — Nú eru þau nýmæli þaðan sögð, að fulltrúaþingið hefir samþykt frumvarp stjórnarinnar um afnám þrælahalds, er legið hefir þar í landi um 300 ár, þó hætt væri að kaupa svertingja í Afríku og flytja þá til Brasilíu og mikið búið að draga úr þræla- haldinu með lögum, er komu út um það 1871, að börn svertingja, er fæddust eftir þann tima, skyldu frjáls vera og þeir svertingjar er gætu mættu kaupa sig lausa. Það er frjálslyndi flokkrinn, sem kom fram þeirri réttarbót og kom nú á afnámi þrælahaldsins. Donna Isabella, ríkisarfi og land- stjóri (i fjarveru Don Pedros keisara II., sem er á ferðalagi um Evrópu og Austrlönd), sá sér ekki annað fært enn að verða við óskum hinna betri manna þjóðarinnar og taka sér nýtt ráðaneyti, sem meðmælt var afnámi þrælahaldsins, ella horfði næst að breytt yrði til um ríkisarftökuna. — Leó pávi XIII. hafði sent umburðarbréf til biskupanna og lát- ið í ljósi ánægju sína yfir nýmæli þessu, sem hafði verið sett í samband við „jubilæum11 hans og gert i hans minningu. í 16. tölublaði Fjallkonunnar þ. á. er það auðséð að ein- hver herra J. J. liefir hneykslast á þeim orðum í búnaðarfyrir- lestri minum í vetr, er ég sagði að: „kvikfjártegundir okkar væru ágætar í sjálfu sér, svo ekki þyrfti inikla fyrirhöfn til að endrbæta þær“. • Ég get nú ekki gert að því, þð að höf. leggi alt annan skilning í orð mín, heldr enn þau bera sjálf með sér. Ég tala tala einungis um kynbætr ; herra J. J. ruglar saman kynbðtum og meðferð. Ég þarf ekki að fræðast um það hjá höf., hvað góð meðferð hefir mikil ábrif á afnotin af skepnunum, því það vita flestir, þó að þeir breyti ekki eftir. Ég tala auðvitað um hina miklu og góðu hæfilegleika, er kvikfjártegundir vorar hafa til að bera, til að geta tekið kynbótum og launað góða meðferð, alveg eins og jarðfróðr maðr getr hælt óræktuðum jarðvegi. Það er víða svo hér á laudi, að kvikfjártegundirnar ekki geta sýnt kosti sína til hlítar vegna illrar ineðferðar. Erlendis fær kvikféð svo mikið fóðr, sem það getr tekið á móti, og auk þess bestu hirðingu og húsakynni. Það gerir þess vegna svo mikið gagn sem eðli þess leyfir; enn það eru menn ekki ánægðir með, menn vilja alt af hafa meira og meira. Það er þá sem hin mikla barátta og tyrirhöfn byrjar, að búa til nýjar og betri kviktjártegundir, þar sem enginn vísir er til þess áðr. Það er þessi fyrirhöfu, sem ég ætla að vér ekki þurfum að kosta svo miklu til fyrst um sinn. Það þarf ekki að hafa mikla fyrir- höfn fyrir að endrbæta kvikfjártegundir vorar, meðan vér erum ekki komnir svo langt, að vér færum oss í nyt þá kosti, sem þær liafa þegar frá náttúrunnar hendi, enn það þarf þar á móti að hafa mikla fyrirhöfn fyrir að bæta meðferðina, svo að kostir kvikfénaðarins geti koinið oss að fullum notum. Ég hefi aldrei *) Nokkrir íslendingar hafa flutt búferlum til Brasilíu, flest- ir úr Þingeyjarsýslu. Þeir búa fiestir í bænum Curityba eða í grend við hann. Það er í Paraná-fylki. Þeir una allvel hag sínum. Eins og mörgum mun kunnugt, var Einar bóndi As- mundsson í Nesi fyrsti hvatamaðr að þessum búferlum til Brasi- líu, og má telja hann upphafsmann vestrheimsflutninga hér á landi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.