Fjallkonan


Fjallkonan - 08.06.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.06.1888, Blaðsíða 3
8. júní 1888. F JALLKON AN. 67 gert lítið úr þessum endrbótum á meðíerðinni; það er ekki lítil íyrirhöfn, að rækta meiri jörð enn áðr, að bygtrja ný hús o. s. frv. Ég hefi einmitt haidið því fram, að það þyrfti að gerast og að það borgaði sig vel. — Enn setjum nú svo, að vér vær- um komnir svo langt. að ekkert vmri vangert af okkar hendi hvað meðferðina snerti, og að vort fyrsta hlutverk væri nú að tara að herja meira út úr náttúrunni og bæta sjálfar kvikfjár- tegundirnar með kynbótum; hvaða vonir gætum vér þá gert oss? Jú vér gætum gert oss bestu vonir, þvi vér höfum ágætt verkefni fyrir liöndum, án þess að þurfa að leita til annara þjóða. Bæði sauðfé vort og mjólkrkýr skara fram úr þessum kvikfjártegundum hjá öðrum þjóðum allvíða; enn auk þessa höf- um vér gripi, sem eru langt um vænni, enn hér á landi gerist alment; það eru þessir gripir, sem benda á mikla mögulegleika fyrir framförum kynbóta; þeir eru vísir og vonarfræ framtíðar- innar í þessum efnnm. Það sem hainlar mest framförum sauðfjárins að mínu áliti er hin rótgróna almenna siðvenja hér á landi, að stía lömbum á vorin og færa þau frá, og svo mjalta ærnar langt fram á haust. Þar næst hin hófiausa ásetning, er gerir það að verk- um, að féð horast niðr á hverjum vetri, og að framfarir þess og lífskraftar réna við það. Hvorugt þetta á sér lengr stað er- lendis svo að teljandi sé. Viljum vér ná endrbótum á íjárrækt- inni til fullnustu, þá megum vér hætta við þetta hvorttveggja, og einnig endrbæta liina aðra meðferðina allvíða. Legðu inenn meiri áherslu á túnaræktina og kúabúin, þá þyrftum vér ekki að mjalta ærnar, og þá hvíidi búnaðr vor á traustari grund- velli enn liann nú gerir. Það er víðar siðr enn í Þingeyjarsýslu, að gefa nákvæm- lega gætr að kynferði hverrar sérstakrar kiudar. í Suðrmúla- sýslu, þar sem ég ólst upp, hafði næstum hver kind sitt eigið nafn og menn þektu ætterni henuar út í hörgul, langt fram í ættir. Fjárkynið þar gaf heldr ekki mikið eftir sauðfénu i Þingeyjarsýslu, og fjárhirðingin tæplega heldr, enda mun gagn af skepnum hafa verið likt. Ég held að ég láti mér liggja það í léttu rúmi, hvort ég hefi vaxið eða minkað í áliti höf. sem fjármaðr; enn þar sem hann segir: „Það er nú ljóst, að hann (o: Sveinn) er enginn fjárræktar maðr“, þá verð eg að láta hann vita, að sá dómr er marklaus, og að hann hefir engan rétt til að segja jiáð, allra síst meðan hann ekki nafngreinir sig, og meðan liann skrifar með ekki meiri þekkingu enn þeirri, sem kemr fram í grein hans alstaðar. Hann mun trauðlega geta heldr sannfært aðra um þetta, þar eð ég hefi alist upp í góðum fjársveitum í Suðr- múlasýslu, og verið þar við fjárhirðingu sumar og vetr, þangað til ég var 19 ára; þar næst hefi ég ferðast mikið um hér á landi. Enn fremr dvaidi ég meir enn hálft ár hjá hinum besta fjárbónda, er til var í Noregi, til að læra hjá honum, nfl. Jó- hanni Schumann á Alden í Sunnfirði, sem mörgum er kunnr hér á landi af ritum sínum. Ég fór líka til Skotlands og dvaldi þar einn vetr hjá ýmsum fjárbændum, til að kynna mér fjár- ræktina þar, svo að ég er ekki alveg svo ókunnugr þessu sern höf. hyggr. — Fjárræktina á norsku búnaðarskólunum gef ég þar á móti ekki mikið fyrir. Sveinn búfrœðingr. Athugas. Brétkafli sá, er liér er um að ræða, er frá ein- liverjum merkasta bónda í Mosfellssveit og því sjálfsagt rétt h e r m d r að öðru leyti enn þvi, að það er ónákvæmlega orðað, að nokkrar umræður um stjórnmál hafi orðið á safnaðarfundin- um. Ritstj. Smávegis. Aðalfiskiver Norðmanna er sem kunnugt er við Lofoteu í Noregi, sem er eyjaklasi norðan við heimskautabaug. Þorskr- inn geugr í mars og apríl úr hinu kalda hafi og leitar þangað í hlýiudi Golfstraumsins til að hrygua. Þegar í fehr. flytja gufnbátar vermenn þúsundum samau þangað uorðr, og ern þar samtals um 25000 flskimeun á 600 bátum þá tvo máuuði, sem aðalvertíðin stendr yfir. Meðalupphæð aflans á vertíð er talin 30 milj. þorska. Oft verða þar stórkostlegir skiptapar, eun á- góðinn af aflanum er feikna mikill. Kaupinaðrinn, sem þar er og selr fiskimönnum allar nanðsyujar, hefir orðið stórauðugr; liann er talinn miljóneigandi; dóttir hans hefir mentast við skóla í Leipzig, og sjálfr bregðr hann sér venjulega skemtiferð á hverju vori til Ítalíu eða Spánar. Fatuaðr úr pappir er ameriksk uýjung. Eru sérstaklega til nefndar treyjur, sem gerðar eru úr sexföldum dagblöðum (news- paper underweard) og kosta um 20 au. hver; þær þykja furðu haldgóðar og hlýjar. Hæsti maðr, sem menn þekkja, er Franz Winkelmaier, bóndason úr Austrríki. Hann er rúmlega tvítugr og var í fyrra, er hann sýndi sig í París, um 4 áluir og 4 þml. á hæð, enn mjög er hann grannvaxinn enn þá. Þyugsti maðr og einhver hinn feitasti sem menn þekkja, er Emil Naucke, þýskr maðr, sem einuig er kraftamaðr inikill. Hann vegr nokkuð yfir 400 pd. Klunnalegt bónorð. Á Vináttueyjuui í Kyrrahati er það tíðska, að biðja sér kvenna þannig, að biðillinn legst i leyni rétt við heimili stúlkunnar og veðr að henni, þegar húu gengr út og á sér einkis ótta von. Hann leggr kylfu í höfnð henni, svo hún íellr í rot, tekr síðan í fætrna á henni og dregr hana þannig á eftir sér heim til sín. Úr bréfi frá pilti til unnustu sinnar: „Hjartans elskan mín, á ég að segja þér nokkuð ? Ég gleypti frímerkið, sem var á bréfinu frá þér, því ég vissi að þú hefðir vættþað með þínum mjúku vörum“. Tilhaldsfrúr og meyjar í Ameríku hafa nú fundið nýtt ráð til að gera sig fallegar og halda æskufegurð sinni sem lengst. Það er andlitsskýla eða eins kouar gríma, sem þær láta á sig á kvöldin, þegar þær hátta og sofa með á nóttunni. Stórt félag í New York lætr búa til þessar skýlur og glæsileg- ar auglýsingar um þær standa í öllum helstu blöðum. Kven- fólkið í Evrópu langar einnig til að ná í þessar skýlur, ernla ern þær eitthvað þokkalegri enu þau Iðunnarepli, sem Evrópu- kvenfólkið hefir lengi haft til að yngja sig upp, þ. e. lirátt kálfs- kjöt, er þær hafa lagt við andlitið í því skyni. Mittiö á meðalkvenmanni er 23 þml.; handleggrinn á meðal- karlmanni er líka 23 þuml. — Alt liefir sinn tilgang í nattúr- unni. Leiðrétting. 1 14. tbl. Fjallkonnnnar þ. á. stendr bréfkafli úr Gullbringu og Kjósarsýslu (Mosfellssveit), ritaðr í apríl. Af því sumt í bréfkafla þessum er ósatt og sumt villaudi, finn ég ástæðu til að leiðrétta það, sem rangt er frá skýrt. Það er ósatt, að því hafl verið hreyft á sóknarnefndarfundi að Lágafelli á sumar- daginn fyrsta, hvernig bændum geðjaðist að íramkomu þing- manna Gullbr.- og Kjósarsýslu í stjórnarskrármálinu á síðasta þingi og að kjósendum hafa þótt þeir hafa illa brugðist. Slíkt kom ekki til tals á þessum fundi. Hið sanna er, að á jarð- ræktarfélags fundinum hreyfði einu maðr einhverjn í þessa átr, og fann það enn fremr að frarakomu prófastsins, að hann hefði verið á móti frumvarpinu um tölu þingmanna í efri ; deild, enn þessu var því nær euginn gaumr gefinn, enda vóru menn um það leyti að fara af fundi, svo að umræður urðu af ! þeirri orsök engar. Það er því villandi að gefa í skyn, að þessir fundir hati haft nokkra pólitiska þýðingu, eða yflr höfuð látið álit sitt í Ijósi um það efni. Lágafelli, 22. maí 1888. Jóhann Þorkelsson. SKÁK. Svart tafi. 0 90 p £B n. o* 2. B rr 0* g O V> to tjq a, oci <t e í *- z < 2. 1 s s •0 M 3 g Hvítt leikr fyrst og mátar í fjórða leik.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.