Fjallkonan - 30.06.1888, Qupperneq 4
76
FJALLKONAN.
30. jóní 1883.
„Sjálfsfræðarinn.“
Nauðsyn og gagnseini góðrar fræðslu og fjölbreyttrar þekkingar fyrir hvern mann í hverri stöðu sem liann er, mun
nó vera svo viðrkend hér á landi rneðal allra stétta, að óþaríi er að fjölyrða um hana.
í öðrum auðngri löuduvn, þar sem bygð er þéttari og samgöngur því hægri enn hér, eru til alls konar skólar og fræðslu-
stofnanir, sem veita tilsögn í innm ýmislegu fróðleiks-greinum. En alt um það verða þar þó ávalt margir, er eigi geta átt
kost á f'yrir einhverra hluta sakir að sækja þessa skóla, og verða því að fara á mis við það gagn, sem af þeim má hafa, nema
þeir geti sjálfir afiað sér tilsagnarlaust meiri eða minni fræðslu.
Því hafa menn gert tilraunir til, að gefa ót fjölfræðibækr svo auðveldar, að hver maðr, sem lært hefir að lesa, geti
numið af þeim sjálfr án tilsagnar, og svo samdar. að þær taki yflr ið helzta í öllurn þeim fróðleiksgreinum, er hverjum vel-
mentuðum manui er nauðsynlegt að knnna. Hefir þetta. eins og við iná bfiast, misjafnlega tekizt, sumstaðar vel og annarstaðar
miðr. En óhætt er að fullyrða, að á engu máli hafi það eins vel tekizt eun, eins og á euska tungu. Eru sérstaklega þrjó slík
ritsöfn tekin fram yfir alt annað, en það eru fræðisöfn þeirra bóksalanna Cassell’s, Chambers’ og Ward & Lock’s. Eru söfn þau
sein kend eru við Cassell og við Chambers orðin veraldar-fræg. Margir menn, sem engrar kenslu höfðu notið annarar, en
álíka fræðslu í lestri, skrift og reikuingi, eins og hér er lögboðið fermingarskilyrði, hafa frætt sig sjálfir svo ai bók Cassell’s að þeir
liafa getað leyst af hendi með góðuin vitnisburði próf við heldri skóla. svo sein stódentspróf eðr aðgöugupróf við háskóla.
Einn inn nafnfrægasti nótíðar-sagnritari Engla, Erskine May, segir í Englandssögu sinni, að bóksalarnir Cassell og
Chambers liafi með þessum ritsöfnum gert meira til eflingar mentun í Englandi og Ameríku, heldr en flest bókmentafelög í öðr-
um löndum, og jafnvel meira, en flestir skólar, sem ríkiu kosta. Inn nafnkunni lærdómsmaðr og skáld Robert Lowe, er nó
nefnist Sherbrooke lávarðr (sá samisemorkti grískt kvæði um ísland: „XaT^e xal ev veqéXaieU^) sagði í ræðu, erhann hélt
við verkfræðinga-skóla í Halifax: „Meðal annars vil ég til gagnsemdar ungum mönnum, er afla vilja sér þekkingar, benda á eina
eða tvær afbragðsbækr; ef þeir lesa þær, munu þeir verða færir um að fella skynsamlega dóma uin heimiun og það sem fyrir þá
ber i honum, betr færir til þess, en margir hávelbornir og aðrir háttvirtir herrar, sem ég er kunnugr. In tyrsta bók, er ég
vil til nefna, er Fræðslubók Cassells. Hver sá maðr, sem hefir lesið hana og kann glögg skil á þvi sem í henui stendr, ber fult
skyn á flest það sem fram fer og fyrir liann ber í heiminum, og er það miklu meira en sagt verðr um inn bezta stódent frá lærð-
um skóla eða enda um velmentaðan lögfræðing eða prest“. Þá nefnir hann Chambers bók með ámóta ummælum.
Bók Ward & Locks er yngri enn þesssr tvær, en önnnr eins blöð og „Athenæuin“ o. fl. hafa farið áþekkum orðum
um hana.
Sé nó rit þessi nauðsynleg annarstaðar og gagn það sem þau gera þar, talið ómetanlegt, þá er auðvitað, að hér á landi,
þar sem fátæktin hamlar skólastofnunum og fámennið gerir torfengna góða kennara, en strjálbygð og efnaleysi meinar flestöll-
um að nota þá fáu og ófullkomnu skóla, sem til eru, hér verðr nauðsyiiin þósundföld á slíku ritsafni, og gagusemd þess ætti að
geta orðið ómetanleg.
Fyrir því liefi ég ásett mér að fá slíku riti ót kornið á íslenzku, og er áformað að hafa Fræðibók Charabers’ eink--
um til fyrirmyndar, þannig að efni og fyrirkomulag verðr sniðið sem mest eftir lienni; verðr sumt beinlinis þýtt, sumt jafnframt
lagað og breytt með sérstaklegu tilliti til íslands og íslendinga, enn sumt alveg frumsamið, þar sem efnið er þesss eðlis að þess
þarf við. Bæði Cassell’s bók og Ward & Lock’s bók verða ásamt öðrum rituin liöf'ð til hliðsjónar.
Svo er til ætlazt, að liver fræðigrein verði í kveri sér, oftast nær líklega nálægt 4 arka stærð. En alt satnið í heild
sinni nefnist „Sjálfsfrædarinn“.
Til þess að gefa möunum hugmynd um, hve yfirgripsmikill „Sjálfsfræðarinn“ á að verða, skal hér nefna þær greinir, er
Chainbers’ ritsafn tekr yfir, það er lagt verðr til grundvallar fyrir „Sjálfsfræðarauum". Auðvitað verða einstöku greinir feldar úr,
sem hcr eiga eigi við eða síðr er þörf á (svo sem liver og einn getr séð), og stundum verða aðrar nýjar settar i staðinn:
Fyrri flokkr:
1. Stjörnufræði. — 2. Jarðfræði. — 3. Lofteðlisfræði. — 4. Eðlislýsing jarðarinnar. — 5. Lífseðlisfræði jurtaríkisins. —
6.—7. Jurtafræði.— 8. Lífseðlisfræði mannsins. — 9.—12. Dýrafræði. — 13. Eðlisfræði— efni, hreyfing, hiti.— 14. Attfræði—vélar.
— 15. Lagareðlisfræði—Lagaraflfræði—Loftaflfræði. — 16. Ljós og hljóð. — 17., 18. Segulinagn. Rafmagn. — 19. Tímatal. Stunda-
tal. — 20., 21. Efnafræði. — 22. Efnafræði haguýtt. — 23. Steypur og mótanir. — 24. Vefuaðr. — 25. Nytsamir steinar. — 26.
Málmar—málmfræði. — 27. Eimvélin. — 28. Saingöngnfæri á laudi. — 29. Samgöngufæri á sjó. — 30. Byggingarlist. — 31. Hit-
un—loftnýjun—lýsing. — 32. Vatnsföng—afrensluræsi—böð. — 33., 34. Akryrkja—yrking óræktaðs lands—páll og reka. — 35. Mat-
jurtagarðrinn. — 36. Blómstrgarðrinn. — 37. Aldingarðrin.i. — 38. Fjárrækt. — 39. Hestrinn. — 40. Nautpeningr—mjólkrbóverk.
— 41. Sauðfé—Qeitfé—Alpakadýr. — 42. Svín—kanínur—hæns—bórfuglar. — 43. Hunangsflugau. — 44. Hundrinn.—Dýraveið-
ar. — Stangaveiði. — 45. Fiskiveiðar. — 46. Heilbrigðisfræði. — 47. Matr og drykkr. — 48. Matreiðsla og matseld. — 49. Lækn-
ingafræði—handlækningar. — 50. Fatnaðr—bóningr. — 51.—52. Yfirlit, registr o. s. frv.
Síðari flokkr:
53. Mannfræði. — 54. Tunga—málfæri. — 55. Skipulag mannfélags.—Stjörn. —56. Lög, saga þeirra og eðli. — 57. Saga
fornþjóða. — 58. Grikkja-saga. — 59. Rómverja-saga. — 60. Saga miðaldanna. — 61.—63. Saga Bretlands hins mikla og írlands.
64. Stjórnhættir og landshagir Bretaveldis. — 65. Land'ner og sjólið. — 66 Evrópa. — 67. England og Wales. — 68. Skotland.
— 69. írland. — 70. Asia. — 71. Afríka.—Óceanía. — 72. Norðr-Ameríka. — 73. Suðr-Ameríka.—Vestindiur. — 74. Mannleg sál.
— 75. Hugsanfræði. — Tróarbrögð.—Siðfræði. — 77. Saga ritniugarinnar. — 78. Kristin kyrkjufélög. — 79. Móhameðs-kenning.
—Hindóa-trfi.—Bódda-tró. — 80. Norræn goðfræði.—Annar heiðindómr. — 81. Lykill að Almanakinu. — 82. Þjóðmegunarfræði.—
83. Viðskifti.—Peningar.—Bankar. — 84. Fölkstjöldi.—Fátækralöggjöf.—Líftrygging. — 85. Megunarfræði iðnaðarstéttanna. — 86.
Hagfræði. — 87. Siðferði manna. — 88. Uppeldi. — 89. Málmyndir—málfræði. — 90. Tölvisi.—Bókstafareikningr. — 91.—9^. Róm-
málsfræði. — 93. Dráttlist.—Málverk.—Myndhögglist. — 94. Leikfimi.—Bersvæðisíþróttir. — 95. Innanhóss-skemtanir. — 96.—97.
Söngfræði. — 98. Fornfræði. — 99. Málsnildarfræði.—Fegrðarfræði. — 100. Letrprentun.—Steinprentun .— 101. Graftarlist,-—Ljós-
myndun. — 102. Þjóðráð og bendingar. — 103.—104. Yfirlit, registr o. s. frv.
Eftir þessu verðr „Sjálfsfræðarinn“ sniðinn með þeim breytingum, sera eðlilega verðr á að gera.
Ritstjórn ,,Sjál fsfræðarans“ hafa þeir tekizt á hendr hr. Björn Jensson kennari við inn lærða skóla, og alþing-
ismaðr Jón Ólafsson, og hafa þeir herra Þorváldr Thoroddsen kennari við lærða skólann og séra FÁríkr Briem prestaskólakenn-
ari góðfóslega heitið þeim aðstoð sinni, og sérstaklega að taka að sér að vinna að einstökum fræðigreinum. Auk þess hetír ráð-
stöfnn verið gerð til að tryggja sér aðstoð eins eða tveggja af vorum færustu bófræðingum, og yfir höfuð verðr kostað kapps um
að tryggja sér, að alt í „Sjálfsfræðaranum" verði áreiðardegt, og svo Ijóslega fram sett, að liver greindr maðr, sem hefir fullnægt
þekkingarskilyrðum þeim sem nó eru sett fyrir fermingu barna, geti af sjálftim sér haft full not ritanna ánnokkurrar tilsagnar.
Tilgangrinn er að gefa ót að minsta kosti 3—4 fræðibækr á ári ór hvorum flokki, eða alls 6—8 kver um árið. Og
yrði tala áskrifenda töluverð, eins og ég vona að fyrirtækið eigi sannarlega skilið, þá verðr verðið sett svo lágt sem frekast er
auðið. Hvert kver á að vera bundið sér, og myndir og kort eftir þörfum í hverju; og er það von mín. að áskrifendr verði svo
margir, að ég geti látið þá fá það sem út kemr á ári (6—8 bækr með myndum buudnar) fyrir 3 til 4 krónur. Einnig verða bækrn-
ar seldar lausasölu liver um sig, enn þá eðlilega með nokkuð liærra verði, en þó mjög ódýrt.
Það er ekki af gróðuhug. að ég ræðst i þetta dýra fyrirtæki, þvi að ég hefi einsett inér að láta kaupendrna njóta þess,
ef þeir verða margir, á þann hátt, að þeir fái eftir því meira fyrir sama verð; ég hefi eigi gert mér stærri vonir en svo, að ég
er vel ánægðr ef ég fæ sómasamlega endrgoldinn kostnað minn og fyrirhöfn. Það sem hvetr inig til að ráðast í þessa tilraun,
er sannfæringin um það, að þetta sé ið mesta bókmentalega þarfa-verk eða öllu heldr nauðsyujaverk, sem auðið er að vinna
þjóðinni.
Með því að ég vildi geta látið „Sjálfsfrœðardnn“ fara að koma út þegar að áliðnu sumri, vil ég biðja alla, sem vilja
gerast fastir kaupendr að honuin, að tilkyuna mér það sem allra fyrst. Það er von mín að allir, sem mentun unna, geri sitt
til að styrkja þetta þarfa fyrirtæki á þann eina veg, sem að haldi getr komið, en það er með því að gerast kaupendr og hvetja
alla, sem þeir ná til, til ins sama. Beykjavík, í jání 1888. Sigf. Eymundsson.
Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar og Sig. Jónssonar.