Fjallkonan


Fjallkonan - 18.08.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 18.08.1888, Blaðsíða 4
96 FJALLKONAN. 18. ágtist 1888. Vilhjálmur keisari þar einnig virktaviðtökur; bað liann Oskar Svía konung aðgera sér þá ánægju. að halda syni sínum undir skírn, er fæddist 27. f. m.. meðan keisari var í Stokkhólmi. 29. júlí kom keisarinn til Kaupmannahafnar og fór Danakonungr í móti lionum út í suml á skipinu ,,Dannebrog“ með her- skipafylgd. Keisari gisti um nóttina hjá Danakon- nngi, og fékk Herbert Bismarck þar stórkross danne- brogsorðunnar handa sér. Um morguninn fór Þýska- lands keisari heim, og ætlaði fyrst að hitta Bismarck gamla i Friedrichsruh. í haust ætlar Vilhjálmr keisari kynnisferð til Róms. BOLGARALAND. Hér er enn ekki gróið um heilt, og er talið vonlaust, að Ferdinand fursti geti haldist hér við að Rússum nauðugum; muni það hafa gerst meðal keisaranna á fundinum í Pétrsborg, að Ferdinand ætti að vísa burt úr Bolgaríu. Aftr er haldið. að þar muni tekinn til ríkis annaðhvort Valdimar prins frá Danmörku eða hertoginn af Cum- berland, tengdasonr Danakonungs. SERBÍA. Samfarir Milans konungs og Natalíu drotningar hans liafa lengi illar verið. í Serbíu eru tveir pólitiskir fiokkar; fylgir annar Austrríki, enn hinn Rússlandi; konungr hallast að Austrríki, enn þykir enginn skörungr; drotning er vin Rússa, gáfuð og mikilhæf. Nú eru þau skilin og for drotning j með son þeirra, efnilegan, á 12. ári, og dvaldi um j hríð í Wiesbaden á Þýskalandi. Milan konungr heimtaði, að drotning skilaði syni sínum heim, enn hún tók því fjarri. Var hann Ioks tekinnaf lienni með valdi fyrir íhlutun prússnesku stjórnarinnar, þannig að lögreglustjóri kom með 20 menn vopnaða til drotn- ingar og heimti piltinn. Drotningu þótti sárt að \ skilja við son sinn, enn varð að liaf'a það svo bú- j ið. Er hún nú komin til Parisar. RÚSSLAND. 27. f. m. vóru þar í landi hátíða- 1 höld mikil í minningu þess er landið kristnaðist fyrir 900 árum og Vladimir liinn mikli tók kristna trú. j — Grikkja konungr dvelr nú í Pétrsborg og verðr þar til hausts. ENGLAND. Neðri málstofan ályktaði að setja j nefnd til að rannsaka hver átylla væri fyrir áburði „Times“ á Parnells liða. — frskr þingmaðr 0’ Kelly 1 liefir verið tekinn fastr fyrir æsingar til „boycotting“. j írskir prestar prédika nú ákaft móti þeim tiltækjum íra, af hlýðni við páfann. — Samningar eru gerðir milli | Englendinga og Þjóðverja, um að Þjóðverjar fái að eign eyna Helgoland. — Enska stjórnin hefir neitað að taka nokkurn þátt í leiðangri, er Congo-stjórnin er að gera út til að leita að Stanley. FRAKKLAND. Boulanger orðinn heill aftr. Sama daginn er þeir Floquet börðust, var minnis- varði Gambetta vígðr með mikilli viðhöfn og ræðu- j höldum. Gekk Floquet þangað rakleiðis er hann kom frá einvíginu. Floquet hefir mjög vaxið af því einvígi, enn Boulanger verið að háði hafðr, ■ og ýmsirafhans fylgjurum hafa snúið við honum bakinu. Þó bauð hann sig fram til þingkosningar fyrir skömmu, enn varð undir; tékk 25000 atkv., enn mót- stöðumaðrinn, lýðstjórnarsinni, 42,000; það vóru mest einvaldssinnar, er greiddu Boulanger atkvæði; þeir j vilja alt til vinna til að gera lýðveldinu tjón. — Mik- 1 ið rætt á þingi Frakka um vamargerðir í hafnborg- j unum Cherbourg, Brest og Toulon. NOREGR. Jakob Stang er orðinn forstjóri hinn- ar norsku ráðaneytisdeildar í Stokkhólmi í stað Richters, og líkar vinstri mönnum það stórilla. — í Fredriksstad varð eldsvoði mikill 20. júlí; brunnu mörg hús og að auki stórskip, er lá ferðbúið til Ástralíu; skaðinn allr metinn x/2 miljón króna. SVÍARÍKI hefir mist einhverja merkustu menta- konu sína, er frú Victoria Benedictsson, sem nefndist dularnafni Ernst Ahlgren, réð sér bana í Khöfn 23. f. m. Hún var að eins 38 ára, og hefir ritað ýmsar skáldsögur, er mikið þykir til koma, og væntu menn mikils af henni, ef heuni hefði orðið lengra lifs auðið. Á HAITI í Vestreyjum gerðist upphlaup í liöfuð- borginni. Kveyktu upphlaupsmenn eld í þinghöllinni meðan þingmenn vóru á fundi, og brann hún upp til kaldra kola og mörg hús önnur. Síðan var kveykt í húsi lögstjórnarráðgjafans, og brunnu þá enn fleiri hús. Alls hafði brunnið fimtungr borgarinnar. Ein- hverjir af upphlaupsmönnunum hafa náðst. Swnarið hefir verið mjög kalt víðast í Suðr- og Mið-Evrópu og því ilt útlit með uppskeru þar. Á Norðrlöndum von um meðaluppskeru. Edison hefir selt einkaleyfi til hins nýja, endr- bætta hljómþráðs (telefóns) fyrir 4 miljónir króna. Herafli Evrópu. Eftir nýjustu skýrslum er herlið sex stórvelda Evrópu þannig talið: Á friðartímum: Á ófriðartímum: England 220,000 600,000 Austrríki og Ungarn . . 290,000 1,500,000 Frakkland 510,i)00 3,700,000 ítalia 175.000 2,300,000 Þýskaland 480,000 4.000,000 Rttssland 840,000 4,000,000 Samtals er herlið Evrópu á friðartima 3,092,000 manna, enn á ófriðartíma 17 miljónir. Hinn árlegi herkostnaðr samtals 2500 milj. króna. Petitl. 18 a. jMinsta augl. 25 a. AUGLÝSINGAR. Þuml. I kr. 25 a.fg Borg. fyrirfram. <y>-?>c.oooo-a><xx>-;>o-cxx><x-<x><^oC"C>oo<xxxx-^c-^<> Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ðkeypis hjá ritstjðrunum og hjá dr. med. J. Jónasseu, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nanðsynlegar upplýsingar. QUEEN VICTORI A’S HAIR-ELIXIR, hárvaxtar-meðalið ágæta, fæst einungis í versun E. Feixsonar. Prentsmiöja Sigf. Eymundssonar og Sig. Jönssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.