Fjallkonan


Fjallkonan - 28.08.1888, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.08.1888, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um áriö. Arg. kostar 2 kr. og borgist fyrir júlílok (ella 3 kr.). F J ALLKONAN. Afgreiöslust. og skiifstofa er 1 húsi R. Sigurð99onar og Magn. Benjamlns8., næst fyrir austan „hótel ls)andu. 25. BLAÐ. RKYK.TAVÍK, 28. Á(1ÚST 1888 Þingvallafundrinn. — Fundrinn var settr 20. ágúst stundu fyrir há- degi af Benedikt Sveinssyni alþingismanni. Síðan var kvæði sungið, er Benidikt Gröndal hafði ort til þe ssa fundar. Því næst vóru rannsökuð kjörbréf fulltrúa og reyndust þau öll góð og gild. Þessir 28 fulltrúar mættu á fundinum. 1. Andrés F.jeldsted á Hvítárvöllum (fyrir Borgarfjarðarsýslu). 2. Ásgeir Bjarnason í Knararnesi (f. Mýrasýslu). 3. Síra Stefán Jónsson í Hítarnesi (f. Snæfellsnessýslu). 4. Pétr Fr. Fggerz (f. Dalasýslu). 5. Skúli Thoroddsen sýslumaðr og 6. Síra Þorsteinn Benediktsson á Kafnseyri (f. ísafjarðarsýslu). 7. Síra Arnór Árnason í Felli (f. Strandasýslu). 8. Páll Pálsson í Dæli og 9. Síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu (f. Húnavatnssýslu). 10. Jón Jakobssou, cand. phil. á Víðimýri og 11. Síra Einar Jónsson á Mialabæ (f. Skagafjarðarsýslu). 12. Frb. Steinsson á Akureyri og 13. Síra Jónas Jónasson prestr að Grnnd (f. Eyjafjarðarsýslu). 14. Pétr Jónsson á Gautlöndum (f. Suðrþingeyjarsýslu). 15. Árni Árnason í Höskuldarnesi (f. Norðrþingeyjarsýslu). 16. Sveinn Brynjólfsson á Vopnafirði og 17. Jón Jónsson á Sleðbrjót (f. Norðrmúlasýslu). 18. Síra Páll Pálsson í Þingmúla og 19. Guttormr Vigfússon bufræðingr á Strönd (f. Suðrmúla- sýslu). 20. Próf. .Tón Jónsson í Bjarnanesi (f. Austrskaftafellssýslu). 21. Jón Einarsson á Hemru (f. VestrSkaftafellsssýslu). 22. Jón Sigurðsson í Syðstumórk og 23. Jón Hjörleifsson í Eystri-Skógum (f. Rangárvallasýslu). 24. Síra Jón Steingrimsson í Gaulverjabæ og 25. Sira Magnús Helgason á Torfastöðum (f. Árnessýslu). 26. Þórðr Guðmnndsson á Hálsi og 27. Hannes Hafstein cand. jur. (f. Gullbringu- og Kjósarsýslu). 28. Björn Jónsson ritstjóri (f. Reykjavík). Fulltrúinn tyrir Barðastrandarsýslu, alþingism. próf. Sigurðr .Tensson. kom eigi, og enginn mætti úr Vestmannaeyjum. Auk þess vóru viðstaddir 18 þjóðkjörnir alþing- : ismenn og margt manna að auki, alls á að giska um 200 manns, þar á meðal nokkuð af kvennfólki; sum- ir langt að t. d. Haraldr Ó. Briem í Búlandsnesi í Suðrmúlasýslu, ttr Isafjarðarsýslu: Halldór Jónsson á Rauðamýri, Jakob Rósinkarsson á Ögri og Jón Einarsson á Garðsstöðum, úr Eyjafjarðarsýslu Stefán Árnason á Steinsstöðum, fáeinir úr Húnavatns,- og Strandas., enn flestir úr uágrenninu og einkum úr Reykjavík. Fundarstjóri var kosinn Björn Jónsson ritstjóri með 20 atkv. og varafundarstjóri sýslum. Skúli Thoroddsen með 22 atkv. Með samþykki fundar- ins tók fundarstjóri fyrir skrifara síra Einar Jóns- son og sira Jón Steingrímsson. Atkvæðisrétt höfðu fulltrúar einir, enn málfrelsi allir, sem viðstaddir vóru, enn þó skyldu fulltrú- ar. sem eigi hefðu talað um eitthvert mál, sitja fyrir þingmönnum, og fulltrúar og þingmenn jafn- an fyrir öðrum. Fulltrúar afhentu fundarstjóra fundargjörðir úr kjördæmum sínum. Eftir fundargjörðum þessum og tillögum frá fulltrúum og einstökum þingmönnum vóru tekin til umræðu og ályktunar þessi mál: 1. Stjórnarskrármálið. Um það urðu allmiklar umræður. Margar af ræðunum lutu að þvi, að sýna f'ram á, hver væri vilji kjósendanna í hinum ein- stöku héruðum landsius. Alstaðar hafði lýst sér meira og minna sterkr vilji að halda málinu hik- laust éfram og allir, sem tóku til máls, töluðu með þvi. nema Har.nes Hafstein; talaði hann móti mál- inu eftir sinni skoðun, þó með gætni og liprð, og hélt því fram að meiri hluti sinna kjósenda mundi vera þvi mótfallinn, enn því mótmælti bæði hinn fulltrúinn úr Kjósar- og Gullbringusýslu og Guð- mundr Magnússon í Elliðakoti og sira Jens Páls- son. Ymsir urðu enn til að mótmæla skoðunum H. H. á málinu, t. d. Skúli Thoroddsen og Benedikt Sveinsson. Nefnd var sett í málið og kom hún fram með ! svo látandi aðaltillögu, er var samþykt með öllum (26) atkv. gegn 1 (H. Hafstein): 1. „Fundrinn skorar á alþingi, að semja oq samþykkja /rumvarp til endrskoðaðra stjórnarskipun- arlaga fyrir ísland, er hygt sé á sama grundvelli og /ari í líka stefnu or/ frumvörpin frá síðustu þingum, þannig að landið /ái alinnlenda stjórn með JuIIri ár hyrqð Jyrir alþingiu. Enn fremr var samþ. þessi aukatillaga (með sömu atkv.): 2. „Fundrinn skorar á þá alþingismenn, er eigi Jylgdu stjórnarskrárfrumvarpinu 1887, að gefa nú þegar kjósendum sínum /ullnœgjandi lojorð um að fram- fylgja /ramvegis stjórnarskrárhreytingunni i /rum- varps/ormi hiklaust og röksamlega, enn leggja ella tafar- laust niðr þingmenskiF. 2. Um húsetu kaupmanna á íslandi var sam- þykt í einu hl. svohljóð. till. frá Skúla Thorddsen: „Fundrinn skorar á alþingi að semja og sam- þykkja lagafrumvarp, er qeri fastnkaupmönnnm á Is- landi að skyldu. að vera búsettir hér á landi. 3. Krenfrelsismálið. I það var sett nefnd og var þessi till. frá henni samþ. i e. hl.: „Fundrinn skorar i álþinqi að gefa málinu um jafnrétli kvenna xnð karla sem mestan ganm. sxv sem meðþví, 1. að samþykkja frumv. er xeiti konum í sjál/stœðri stöðu kjörgengi i sveita- og safnaðarmál- um, 2. með þxá, að taka til rœkileqrar xhuqunar, hvernig eignar- oq Jjárráðum giftra kx enna xerði skip- að svo, að rétir þeirra gagnvart hóndanum sé hetr trygðr enn nii er, 3. xxieð því, aðgera konxim sem auð- veldast að afla sér mentunar“. 4. Um afnám amtmannaemhættanna kom fram þessi tillaga: „Fxmdrinn skorar á alþingi, aðhalda enn fastlega Jram afnámi amtmannaemhættanna og koma á fót fjórðungsráðximu (samþ. með 24 atkv. móti 3.).

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.