Fjallkonan


Fjallkonan - 28.08.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.08.1888, Blaðsíða 2
98 FJALLKONAN. 28. ágfist 1888. 5. Um gufushipamálið var eftir allmiklar umr. samþ. í e. hl. svofeld tillaga frá fundarstjóra: „Fundrinn skorar á alþingi, að taka gu/uskipamálið til sérstahlegrar íhugunar, og vill mœla einkanlega með gufubátsferðum eingöngu með ströndum Jram og inn- fjarðau, og viðaukatillaga frá Skúla Thoroddsen: „og að veita framvegis ekkert jé til danska gufu- skipafélagsins“, samþ. að við höfðu nafnakalli með 15 atkv. móti 7. 6. Um afnám dómsvalds hœstaréttar í Khófn í íslenskum málum var eftir nokkrar umræður sarnþ. í einu hljóði till. þessi frá séra P. P.: „Fundrinn skorar á alþingi, að hlutast til um, að dómsvaid landsins verði skipað með lögum þannig, að hœstiréttr í Kaupmannaliöfn verði eigi lengr æðsti dómstóll í íslenskum málum“. 7. Landsskóli. Eftir tillögu frá síra Jóni Stein- grímssyni var samþykt svolátandi till. í því máli: „Fundrinn skorar á alþingi, að sernja og sam- þyklcja enn á ny frumv. um stofnun landsskóla á Is- landi“. 8. Um tollmál var samþykt svolátandi till. frá fundarstjóra: „Fundrinn skorar á alþingi, að leitast við að rétta við fjárhag landssjóðs með tollum á óhófs- og mun- aðarvöru, þar á meðal kaffi og sykri“ og viðaukatillaga frá Arn. Arnas. o. fl.: „svo og á álnavöru, glysvarningi og aðfiuttu smjöri'1, samþ. með 15 atkv. móti 8. 9. Mþýðumentunarmálið var lítið rætt, með því að samþ. var eftir litla stund, að hætta umr. Till. í því máli: 1. „Fundrinn skorar á alþingi, að styðja alþýðu- menntunarmálið eptir því, sem efni og ástæður lands- ins leyfau, samþ. með samhljóða atkv. 2. „Fundrinn shorar á alþingi, að afnema Möðru- vallaskólann og verja heldr því fé, sem til hans gengr, til alþýðumenntunar á annan háttu, samþ. með 14 atkv. móti 18. 10. Fjölgun þingmanna. Svohl. till. frá Sk. Th. um það efni var samþ. nær í e. hl.: „Fundrinn skorar á alþingi, að samþykkja lög um breytingu á 15. grein stjómarskrárinnar í þá átt, að tekin verði upp 6 ný kjördæmi, svo að i efri deild alþingis sitji framvegis 14 þingmenn og í neðri deild 28 þingmenn11. 11. Um sjómannaskóla var samþ. með öllum þorra atkv. svolát. till. frá Sk. Th.: „Fundrinn skorar á alþingi að koma á stofn sjómannaskóla á Islandiu. Var síðan fundi slitið undir miðat'tan 21. þ. m. Möðnivallaskólimi. 2. kennara embættið við þennan skóla er veitt cand. mag. Stefáni Stefáns- syni. Burtfararprófi á prestaskólanuni var lokið24. þ. m. Verkefni til hins skriflega prófs var: Biblíu- _þýðing: Jak. 1, 2—11; trúfræði: að útlista og rök- styðja með ritningarorðum lærdóm lútersku kirkj- unnar um réttlætinguna og sýna mismun hansoghins kaþólska réttlætingarlærdóms; siðfræði: þjóðerni og ættjarðarást frá sjónarmiði kristindómsins; ræðu- texti: Jóh. 5, 24.—26. Þessir kandídatar útskrifuð- ust. Árni Jóliannesson.........2. eink. 87 stig Bjarni Einarsson 2. eink. 23 stig. Bjarni Þorsteinsson .... 2 — 41 — Eggert Pálsson . i. — 43 — Hallgr. Thorlacius .... . 2. — 31 — Hannes Þorsteinsson . . . . 1. — 51 — Jóhannes L. L. Jóhannesson . . 1. — 49 — Jón Guðmundsson .... . 1. — 43 — Jósef Kr. Hjörleifsson . . . . 2. — 35 — Mattías Eggertssou .... . 2. — 31 — Olafr Finnsson 2 — 35 — Ríkarðr Torfason .... . 2. — 29 — Sigfús Jónsson 2 — 41 — Theódór Jónsson 2 — 39 — Druklianir. 19. ágúst druknuðu tveir menn í Varmá i Mosfellssveit, Fmnbogi Fmnbogason, bóndason frá Suðrreykjum og Grísli Eiríksson, bónda- son frá Hrísbrú, báðir ungir menn; höfðu verið að baða sig eða reyna sund við foss í ánni. ásamt fleirum mönnum, enn lentu i straumiðunni undir fossiuum, og tókst félögum þeirra eigi að bjarga þeim, enda var ekki nema einn þeirra sundfær. 12. ágúst druknaði vinnukona i Svínhaga á Bangárvöllum í bæjarlæk. Mannalát. 14. júlí andaðist í Hlíðarseli i Strand- asýslu Halldór Jónsson fyrrum prestr að Tröllatungu, fæddr 10. sept. 18081, launsonr Jóns bónda Þorieifs- sonar á Kleifum i Gilsfirði og Halldóru Ólafsdóttur prests í Saurbæjarþingum Gíslasonar (Mála-Ólafs) útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1882; vigðist sem aðstoðarprestr til síra Björns Hjálmarssonar í Trölla- tungu 27. maí 1838; fekk brauðið við uppsögn hans 18. ágúst 1847; var þar allan sinn prestskap eða 48 ár alls; hætti prestskap i fardögum 1886. Hann var talinn klerkr góðr og vel látinn. 21. júli audaðist i Rvík Þorsteinn Guðmunds- son fyrrum kaupmaðr á Akranesi. Póstskipið „Laura“ kom hér 23. þ. m. um kveldið frá Khöfn með marga farþega. Þar á meðal landfógeti Á. Thorsteinsson, sýslumaðr Ste- fán Bjarnarson, cand. jur. Klemenz Jónsson með unnustu og systur sinni, tveir þýskir ferðamennj tveir íslendingar frá Ameríku o. fi. Snð' múlasýtslu, 3. ágúst. „I júlí var ýmist ofkalt eöa of heitt. grasvöxtr því í lökn meðallagi, tún og harðvelli brunn- in; voteugjar betri. Hafísinn er skamt frá landi og um 40 mílur á breidd út af Reyðarfirði. — Eftir 15. júní hvarf ísinn frá um tíma svo skip komust á liafnir. — Yerslun er mjög örðug; kaupmenn eru að mestu luettir að lána; hörðustum kost- um með skuldgreiðslu sæta pöntuuarfélagsmenn, er hafa orðið að hverfa til kauptnauna aftr. Upphéraðsmenn feugu reyndar eitthvað afpöntuðum vörum með skipi Slimons ogpóstskipi, enn þær komu of seint, því þeir höfðtt áðr tekið nauðsynjar sínar hjá kaupinönnum, enda mun félagskapr þeirra ekki vera öruggr til frambúðar eins og nú er koinið. Bændr sumir liafa látið mjög vaudaða ull í pöntunarfél., euu láta kaupmenn hafa rytj- ur og úrkast, og ætlast þó til að þeir gefi jafngóða kosti. Þeir svíkja þanuig bæði sjálfa sig og kaupmenn. Vonandi er að slíkr óvandi leggist. bráðlega niðr‘, Rangárvallasýslu, 18. ágúst. „Vegna þurka og hita er grasvöxtr með rýr.ista móti, eiukuin á túnum og mosamýrum, svo heyafli verðr eflaust þriðjuugi minni enn i meðalári. — A fuudi, er hér var haUlinu af kjörmöu uum til uudirbúniugs undir Þingvallafund, var rætt um stjórnarskrármálið; vóru allir samhuga um að því skyldi lialdið fram í sömu stefnu og áðr. Ýms fleiri mál vóru rædd, svo sem tollamálið; vildi fuudrinn láta fara varlega að því, að leggja nýjar álögur á versluniua. Frumvarp síra Þ. B. um tekjur presta kom þar ogtil umræðu, og voru allir fundarmeun á móti þvi“. 1) Hér er rétt skýrt frá, enu rangt í öðrum blöðnm.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.