Fjallkonan - 05.09.1888, Blaðsíða 1
Kemr út þnsvar á mán-
uði, 36 blöö um árið.
Arg. kostar 2 kr. og
borgist fyrir júlílok
(ella 3 kr.).
F JALLKONAN.
Afgreiðslust. og
skiifstofa er 1 húsi R.
Sigurðssonar og Magn.
Benjamlnss., nœst fyrir
austan -hótel íslandu.
26. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 6. SEPTEMBER 1888.
Stór Tombola
verðr haldin i Good-Templar-húsinu i Reykjavík og byrjar
laugardaginn 5. október.
í mesta lagi verða 2 núll móti liverjum vinning. — Á
3. hundrað vinningar ern komnir frá Kaupmannahöfn í sumar.
Dráttrinn kostar 25 au., enn munirnir eru til jafnaðar
margfalt meira virði.
Ágóðinn fellr til hússjóðs Reykjavíkr stúknanna.
Allir góðir menn, sem unna efling reglusemi og styrkja
vilja vorn góða málsstað, eru beðnir að styrkja oss með fram-
lögum í munum eða peningum.
Reykjavík, í september 1888.
Mnrta Pétrsdóttir. Ingunn Loptsdóttir.
Borgþór Jósefsson. Guðl. Guðmundsson. Jón Ólafsson.
Magnús Pétrsson. Sigurðr Jónsson.
Þingmenska niðrlögð. Einar Thorlacius sýslu-
maðr, 1. þingm. Norðrmúlasýslu, hefir lagt niðr um-
boð sitt sem þingmaðr.
Fornleifarannsóknir. Sigurðr Vigfússon forn-
fræðingr kom nú með póstskipinu „Laura“ úr rann-
sóknarferð á Vestíjörðum. Hann fór um alla Vest-
fjörðu, og rannsakaði sögustaði. er áðr hafa annað-
hvort ekki verið rannsakaðir, eða ekki til hlítar, og
varð margs vísari um ýms forn mannvirki; fann
hann meðal annars jarðhús G-isla Súrssonar, er hann
hafði undir rekkju sinni. Auk þess safnaði hann
fjölda af forngripum í ferðinni handa forngripa-
safninu, og ætlar hann að héðan af muni eigi vera
um auðugan garð að gresja þar vestra í þeim efnum.
Dáinn er í gærmorgun hér í bænum Jón Arna-
son fyrv. bókavörðr landsbókasafnsins, fæddr 17. ógúst
1819. Hann var sögufróðr maðr og hefir átt þátt
í ýmsum ritstörfum er þar að lúta, samdi ævisögu
Lúthers, Karlamagnússögu o. fl. sögurit, er prentuð
hafa verið, enn höfuðverk hans eru „Islenskar þjóð-
sögur“, er hann safnaði til og raðaði niðr og samdi
innganga fyrir hverjum flokki ásamt ýmsum at-
hugasemdum. Fyrir þetta ritsafn hefir hann getið
sér frægð. Hann var lengi byskupsskrifari og síð-
an um nokkur ár forstöðumaðr forngripasafnsins
eftir Sigurð málara; einnig var hann umsjónarmaðr
í latinuskólanum. A efri árum sínum var hann
mjög heilsutæpr. Kona hans Katrín Þorvaldsdótt-
ir frá Hrappsey, Jifir hann.
Fjallkonan hefir aldrei fylgt því fram mjög
einstrengingslega, að hið endrskoðaða stjórnarskrár
frumvarp síðustu alþinga væri í alla staði svo full-
komið og lagað eftir þörfum og framfarakröfum
landsins sem æskilegt væri. Hefir þótt réttara og
frjálsmannlegra, að leyfa alþýðu manna að átta sig
betr á málinu, enn að leiða hana jafnharðan eftir
vilja meiri hlutans á þinginu. — Frumvarpið tók
allmiklum breytingum tii bóta á siðasta þingi, og
enn eru líkindi til að bæta megi það að nokkru,
enda að nægr timi gefist til þess, því að ekki eru
horfur á. að danska stjómin hlaupi af sér tæmar og
verði við bráðlátum óskum íslendinga í þessu máli.
Þingvallafundrinn einskorðaði heldr ekki tillögu
sína í stjórnarskrármálinu við það, að frumvarpi
síðasta þings skyldi halda fram með öllu óbreyttu,
heldr skoraði á þingið, að semja og samþykkja
frumvarp, „er bygt sé á sama grundvelli og fari
í líka stefnu og frumvörpin frá siðustu þingum“.
Það virðist heldr ekkert á móti því, þótt ýms-
um smáatriðum væri breytt í frumvarpinu, er ætla
mætti að yrði til bóta og gæti ef til vill einnig
gert. frumvarpið aðgengilegra fyrir stjórnina. Það
væri að likindnm engu síðr holt fyrir landið, þótt
það drægist nokkur ár enn að það fangi ný stjórn-
arskipunarlög, ef þau yrðu þá svo úr garði gerð,
að una mætti við þau um langan aldr, heldr enn
þótt slík lög væri staðfest í dag, enn væri með
þeim göllum, að þeim yrði að breyta eftir stuttan
tíma.
Það er liklegt, að áhugi landsmanna á þessu
máli verði glaðvakandi til næsta þings, og að
landsmenn bindist samtökum um það, nú þegar
kjörtimi er liðinn að afloknum 2 alþingum, að
kjósa eingöngu til þings þá menn, er fylgja fram
endrskoðuninni.
Þá er og líklegt, að Þjóðvinafélagið liggi ekki
lengr á liði sínu, þetta félag, sem hinn mikli þjóð-
vinr Jón Sigurðsson stofnaði einmitt til þess að
það styddi að því með öllu móti að land vort fengi
sjálfstjórn; þetta félag hefir síðan Jón Sigurðsson
dó lagt niðr merki sitt, enn stjórn þess hefir sofið
vært og látið sig dreyma ýmist i búr eða eldhús,
eða upp í Ódáðahraun og hér og hvar út um
hvippinn og hvappinn, enn nálega aldrei um sjálf-
stjórn íslands. Nú hefir félagsstjórnin fengið nýja
krapta, er þjóðmálamennirnir Jón Ólafsson, Páll
Briem og Þorleifr Jónsson eru í stjórninni, og
þykir því líklegt, að stjórnin ranki við sér og sjái
hve langt félagið hefir vilst frá upphaflegri
ætlun sinni, og hve hún hefir áðr óvirt minningu
Jóns Sigurðssonar með því að teygja félagið á
glapstigu.
Það má telja vist, að Þjóðvinafélagið gæti
gert ómetanlega mikið gagn með þvi að sameina
krafta þjóðarinnar í slíku máli og hér er um að
ræða, vekja pólitiskt líf og glæða allan framfara-
hug.
Mildi og réttvísi dönsku stjórnarinnar,
Hyernlg sfjórnln fer með Círœnlendlnga.
„Geta menn lesið fikjnr af |iyrn-
um, eða vínber af þigtlum?".
Mildi og réttvísi dönsku stjórnarinnar er löng-
um dásömuð og básúnuð af hennar lipru loftung-
um, enn oss er nær að halda að stjórnin sé, eins
og manneskjan, ekki svo góð sem hún ætti að vera.
Þegar vér metum mannkosti eða sérilagi dreng-