Fjallkonan - 05.09.1888, Blaðsíða 3
5. septbr. 1888.
FJALLKONAN.
ÍOB
vilja. Enn þó bót megi mæla slíkri aðferð, með
því að telja það nauðsynlegt að taka ráðin af þeim,
sem steypa sjálfum sér og öðrum í ógæfu með
ráðleysi sínu, þá verð ég að vera á því, að það sé
eigi hinn rétti vegr til að laga hugsunarhátt manna
og ala þjóðina upp til andlegra framfara og verk-
legrar framtakssemi, að ég eigi tali um hina
harðstjórnarlegu rfildskurííar-t\ 11 ögu. sem koinið heíir
verið fram með sfcöku sinnum, og það eigi alls
fyrir löngu í blöðunum; þvi þótt þjóðin haíi lengi
átt undir illri. harðri og einræðislegri stjórn að
búa, er ólíklegt að menn séu orðnir slíku stjórnar-
fari svo innlífaðir, að menn æski að innleiða það
i héraða og sveitamálum. Ég get eigi felt mig við
það, að maðr sé sektaðr fyrir fram fyrir glæp, sem
líkegt þykir að hann muni drýgja; enn sé maðr
neyddr til að farga fénaði sínum, eða fé hans slátr-
að honum nauðugt, af því öðrum þykir líklegt að
hann muni horfella, þá er það auðvitað fyrirfram
tekin sekt fyrir glæpinn: að kvelja skepnur. Þá
eru horfellislögin eðlilegri; það er ekki þeim að
kenna, að vanrækt er að beita þeim.
JHinn eðlilegasti og besti vegr til að umskapa
hugsunarhátt manna í þessu efni, hygg ég að sé
sá, að örva iystina til að fara vel með skepnurnar
og auka virðinguna fyrir því með því að umbuna
það. enn innræta viðbjóð við að kvelja skepnur,
með því að heqna því. Hegningarlögin eru til;
vantar einungis að framfylgja þeim. Enn hinn
vegrinn er óruddr; það er lítið gert að því, frá
hinu almenna, að verðlauna góða fénaðarineðferð
með opinberum heiðri eða hagsmunum. Slíkt er
altítt hjá öðrum þjóðnm; enn eins í þvi sem öðru
er flest öfugt hjá oss. Það má fullyrða að það
mundi hafa hin bestu áhrif til að bæta hirðing og
meðferð fénaðar, ef opinberar skoðanir eða heima.
sýningar ættu sér stað og árangrinn væri birtr al-
menningi, enn verðlaun veitt þeim bænduin, sem
best settu á, og þeim, sem best hirtu fénaðinn.
Enn hér er nú Þrándr í Götu. sem fyrst þarf úr
að ryðja; það eru tíundarlögin. A meðan menn
eru skyldir að telja fram fénað sinn til að fá að
gjalda skatt af honum, o: setja sér sjálfir skatt
ef'tir fénaðarfjölda, er eigi að búast við að þeim sé
vel við að fénaðarfjöldi þeirra sé iðulega rannsak-
aðr og opinberaðr; því það er mönnum eðlilegt að
vilja gjalda sem minst að mögulegt er, og þar af
stafa hin margræmdu tíundarsvik. Vegna tíundar-
laganna eru heyásetningarnefndir óvinsælar. Ann-
ars væri líklegra að menn stærðu sig af að eiga
margt og fallegt fé, eins og af háum hlutum við
sjóinn. (Niðrlag).
Sögubrot af sýslumanninum í Suðrmúlasýslu,
Vorið 1888 átti að halda manntalsþing fyrir Vallahrepp
og Eiðaþinghá eins og venjulagt er. Bændr komn kembdir og
klæddir á þingstaðinn á ákveðinni stund, enn sýslumaðr var
ekki kominn. Þeir biðu svo þarna til kvölds, enn ekki kom
sýslumaðr. Snantuðu þá allinargir heim, og þðtti leitt að
mega ekki borga þinggjöld sín. Sýslumaðr fðr heiman sama
dag, enn í stað þess að koma á þingstaðinn og ljúka þinginu,
sneri hann þvert úr leið og tii hreppstjórans á Völlum. Sumir
sögðu að hann hefði hvorki séð „veginn né dagiim", eins og
stendr í vísunni, og vilst þangað. Aðrir sögðu, að hann hefði
helst átt traust þar, sem hreppstjórinn var, og muudi hafa beð-
j ið hann að hafa orð fyrir sér við bændr, þvi hreppstjórinn er
liprmenni. Sér til dægrastyttingar liöfðu bændr verið að ræða
um það þingdaginu, að láta nú til síu taka. og lióta sýslumauni
hörðu þegar hann kæmi. — Daginu eftir kom sýslumaðr, eun
J þá var hanu svo „eftir sig“, eins og kallað er, að hann lýsti
yfir því að hann setti hreppstjúrann á Völlum til að inna öll
! lögmæt skil af liendi. Enn þrátt fyrir sína góðu hæflleika gatst
hreppstj. upp við embættisgjörðina. Skrifari sýslumanus bjálp-
í aði eitt.hvað upp á sakirnar. enu endalokin urðu þau, að þetta
þing varð þvilikt lokleysuþing. að elstu bæudr muudu eigi ann-
að eins. Þennan dag kom eigi nema fátt af bæudum, enda
. varð ekki af því að þeir létu neina óámegju i ljós við sýslu-
mann. Sagan er lengri, enn þetta eru höfuðatriðiu.
3. ágúst 1888.
B. Jónsson.
Útlendar fréttir,
(Frá fréttaritara Fjallkonunnar erlendis 2ti. f. m.).
---
ENGLAND. Parlamentið hefir sainþykt lagafrtim-
J varp um, að setja nefnd mauna til að ramisaka mál
Parnells. I nefnd jiessari eru 3 dómarar og hafa
þeir ákveðið að hefja rannsóknina 16. október næsfc-
komandi, og sama dag á að takast til meðferðar
málshöfðun Parnells gegn Times, er birfc hafði bréf
hans. Hann heimtar að rninsta kosti 50,000 pd.
; sterh í skaðabætr af blaðinu. 1 Zululandi í Af-
I ríku hafa Englendingar átt í óeirðum og laudsmenn
farið heldr halloka.
Á BOLGARALANDI stendr alt við hið sama.
Flestir ættingjar Ferdinands fursta vilja að haun
sleppi stjórninni og hverfi heim aftr, enn hann er
i góðrar vonar um, að ná hylli þjóðarinnar, og for-
seti ráðaneytisins, Stambulow. lofaði hanu allmjög
í ræðu, er hann hélt, og kvaðst vera viss um, að
innan skamms mundi hann verða alment viðrkendr
af stórvehlunum. Samt sem áðr virðist stjórn Ferdin-
ands í Bolgaríu standa á nijög veikum fæti, er fa.ll-
ið getr þegar minst varir.
ÍTALÍA. Ófriðr ítala í Abessiniu rekr hvorki
né gengr, og er sagt, að þeir ætli að senda af nýju
mikið lið iun í landið undir vetrinn.
DANMÖRK. 24. ág. lagði Danakonungr af stað
til Þýskalauds í kynnisferð til Vilhjálins keisara.
Þar er dáinn Carl Chr. Hall, fyrverandi utan-
ríkisráðgjafi og ráðaneytisforseti, f. 1812. Meðan
hann var kirkjumálaráðgjafi gekkst hann fyrirýras-
um umbótum, t. d. leysiug á sóknarbandi, afnáini
nauðungarskírnar og endrbót alþýðuskóla.
AMERIKA. Á eynni llaiti var gerð uppreist
af frjálslynda flokknum, sem áðr er getið, til að
steypa forsetanum og stjórn hans. Uppreistarmenn
kveyktu á ýmsuin stöðum í höfuðborginni, eldr-
inn varð slöktr með naumindum, enu að eins 3 af
uppreistarmönnum urðu handsamaðir og vóru þeir
óðara skotnir. Eftir síðustu fregnum hafa uppreist-
armenn sigrað, og haldið er, að þeir hafi náð höf-
uðstaðnum á sitt vald, enn forsetinn hefir flúið út
í enskt skip. Foringi frjálslynda flokksins er „mú-
latti“ að nafni Boisrond-Canal, og hefir verið for-
seti lýðveldisins í 3 ár (1876—79), og er hann nú
talinn landstjóri í hinni nýju bráðabirgðarstjórn.
— íbúar Haiti eru flestir svertingjar og „múlatt-
ar“ er tala frakknesku.
í ýmsum ríkjum Bandarikjanna hafa nýlega