Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.11.1888, Blaðsíða 2
126 FJALLKONAN. 8. nóvember 1888 anirnar hafa verið skiftar. Ég hefi t. d. jafnan haldið heldr móti stofnun margra búnaðarskóla, viljað heldr hafa einn eða tvo góða en marga ónýta. Engu að siðr stofnuðu menu haun ; óánægja sú sem verið hefir með hann, hefir verið yfir því, að búskapr og verkleg kensla hafi verið þar í 'ólagi. Ég skal ekki hér dæma um það; en ekkert hviklyndi sé ég í því, þótt menn vilji hafa búnaðarskóla, en þyki humbúg að hafa ónýtan skóla, og að þeir sem aldrei hafa óskað skólans vilji heldr leggja hann niðr aftr en hafa hann lélegan. Líkt er að segja um verzlunarfyrirtækin, forstöðumenn þeirra og hverfiyndi alþýðu gagnvart þeim. Þess ber að gæta, að hér liggja alveg samkynja rök til sem við skólana. Þegar nauðsynin knúði menn til að fara að brjótast úr gömlum ein- okunarfjötrum, þá bundust fyrir þetta menn, sem engan snefil höfðu af verzlunarþekkingu og ekki eiuu sinni praktíska reynslu. Hvernig átti svo vel að fara? Ég efast um að nokkur af inurn nafnkendari forgöngumönnum slíkra almennra fyrirtækja hafi upphafiega œtlaö að tæla almenning, þótt sá hafi orðið endirinn með einn eða svo. Gránufélag t. d. hefir vafalaust á sinni tíð komið góðu til leiðar á Norðrlandi; þótt félagið hafi alt af ver- ið allfjarri því að hafa það fyrirkomulag, sem eðlilegt er og holt, þá gerði það þó bót frá því sem verra var þar á undan_ Að það hefir orðið að samskonar verzlun sem inar eldri, hefir sumpart komið af vanskilasemi landsmanna, sumpart af stjórn - leysi og skorti á verzlunarmentun hjá stjórn þess (einkuin hluteigenda umboðsraönnum) og fleiri rökum, sem hér þarf ekki að telja. Að alt verzlunarhúinbúg hefir getað fengið stundar-þrifnað hér, sem upp hefir bólað hér og hvar síðari árin, er þó inest að kenna algerðum skorti á verzlunarstétt hér í landi. sem hafi haft mentun og víðsýni til að breyta verzlunaraðferð sinni í réttlátt og eðlilegt horf; hefði verzlunarstétt landsins verið því vaxin að svara kröfum tímaus, þá liefði húmbúgið aldrei get- að þrifizt. En satt er það hinsvegar sem séra Jóu segir, að óskilvísi, óáreiðanleiki er mjögtítthérá landi,það er hreinn þjóð-löstr- Sumpart er þetta leifar frá einokuuartímunuin, þegar öll verzlun var hreint okrprang og það þótti nærri guðsþakkaverk að svíkja kaupmenn, sem menn fundu að flógu nóg samt. Ein- okunarverzlunin hefir gjörspilt hugsunarhætti vorum í viðskift- um, blindað skilningsaugu alþýðu, svo að hún deilir ýmist ó- glögt, eða alls ekki, rétt frá röngu í þeim efnum. Meðfram styðja að þessu óvissar samgöngur. Menn veujast á að álíta það standi á saina um þessa ferðina eða hina, standi á sama, hvort þeir borga þessa viku eða næstu, þennan mánuð eða næsta, þetta missiri eða ár eða næst — og það þótt borgun hafi tilskiliu verið á ákveðnum degi. Oskilsemin, óorðheldnin kemr hér öllu oftar af einfeldni, hugsunarleysi, vanþekkingu, heldr en af prakkaraskap (þó of- mikið sé auðvitað af honum líka). Menu athuga ekki, að óskil- semina lætr kaupmaðr (og verðr að láta) kaupendr borga með blóðugum rentuin. Kaupmenn styðja sjálfir (óviljandi og af fornum óvana) trúlega að því,að hindra menn frá að athuga þetta. Það getr verið, að bezta ráðið til að útreka þennan óskil- vísinnar djöfnl úr þjóðinni sé „föstur og bænahald“. Ég lield nú samt, iteð allri sannri og verðskuldaðri virðing fyrir sér- hverjum trúarbrögðum, að brýnasti og beinasti vegrinn sé: fyrst að fræða þjóðina svo, að hún skilji, að skilsemin borgar sig hezt, og þar næst: að greiða með lögnm veg þeirra sem réttar síns eiga að reka gagnvart óskilum og óorðheldni. Eins og nú er ástandið, þá er nærri eins og lögin sé ein- göngu sniðin til að vernda prakkara og óreiðumenn. í öllum hávaða tilfella er það faktiskt ómögulegt (at' því jiað borgar sig ekki), að reka réttar síns hér á landi í skuldainálum. Eitt af því brýnasta, sem gera þarf, er, að lögleiða, að varnarþing í skuldamálum skuli vera þar sem sknldin er stofnuð; lögákveða fasta gjalddaga ár hvert á öllum verzlnnarskuldnm, þannig, að sé eigi skuld greidd í næsta gjalddaga, falli þegar á hana vextir, sem fari hækkandi eftir tiltekin tímabil. Og margt fleira má með lögum gera til að gera mönnum óorðheldnina til- finnanlega. Hvernig liðr íslendingum í Ameríku? —— (Frarnh.) Ekki er ólíklegt, að Islendinga bygð- in í Minnesota sé einna best stödd að efnahag af nýlendum íslendinga í Ameríku, enda er hún með elstu bygðum Islendinga vestra, og þangað hafa ef til vill farið héðan að tiltölu jafn-efnaðastir menn. I bænum Minneota (í Lyon County i Minnesota) eru nú um 700 íbúar; þar á meðal margir Islend- ingar, enda sitja Islendingar i bæjarstjórninni. Þessi bær virðist eiga góða framtíð fyrir höndum, og kemr þar út (ameríkanskt) blað, sem heitir „Minneota Prospect1*; í 1. tölublaði þess, 2. ágúst í sumar, er skýrsla um byggingar i bænum og í- búana og taldir fáeinir helstu borgarar (business men) bæjarins og er mikill hluti af þeim Islend- ingar, og virðast vera í góðum uppgangi. Úr Dacota höfum vér fengið greinilega skýrslu um hag íslendinga þeirra, er búa í norðr- og austr- hluta ríkisins, og setjum vér hér útdrag úr henni: „Þetta svæði, í norðr- og austrhluta Dacota, var fyrir 6—8 árum að mestu auðn ein, eða óbygð grasslétta. Norðan að þvi er merkjalínan milli Bandaríkja og Canada, að austan Kauðá, er skilr Dacota og Minnesota, að sunnan árnar Parkriver og Litlesalt, er falla austr í Rauðá, og að vestan Pembinafjöll, sem eru lágir hálsar. Svæði þetta er um 40—50 enskar mílur frá s. til n. og um 50—60 frá a. til v. — Fyrir 6—8 árum var að eins nokk- ur bygð í Pembina og þar í kring norðr við lín- una og meðfram Rauðá, enn þegar innfiutnings- straumrinn hófst, var fyrst bygt meðfram ánum, þvi að þar er skógr; hinir tóku sér bygð á gras- sléttunum og að 2—8 árum liðnum var land þetta albygt að kalla, og nú eru þar komin sumstaðar þorp með íbúum svo þúsundum skiftir. Meðal þeirra er hingað fluttu vóru nokkrir, er ! brugðið höfðu búi á öðrum stöðum í Ameríku, t. d. j i austr-Canada, og fluttu með sér búslóð sína eða peninga, enn flestir vóru fátækir og höfðu að eins [ nokkura dollara í höndum og hlutu því að byrja búskapinn með því að taka til láns verkfæri og vinnugripi. Þá var hér afarverð á öllu þess konar, „hesta“-team (frb. tim, = einir akhestar) kostuðu 500 | —700 doll., enn flestir tóku heldr uxa (akueyti), er kostuðu 120—200 doll., og vinnuáhöldin: vagn 70—80 d., plógr 25—80, herfi 15—20, sáðvél 70 —-75, sjálfbindari 330, sláttuvél 90, rakstrarvél 30 doll. o. s. frv. Enn fremr þurttu nýbyggjar að kaupa 1—2 kýr, hverja á 50—60 d., eldstó á 20— 40 d. og þeir, sem á sléttunum bygðu, efni í hús- kofa; við skógarbeltin hafa allir bygt sér bjálka- j hús og sumir búa í þeim enn. — Um þetta bil var hveitið hér í háu verði, 1 doll. bushelið (2 skepp- ur) og þar yfir. Nýbyggjarar höfðu fyrir sér dæmi j þeirra, er bygt höfðu sunnar í Dacota, að þeir ; höfðu blómgast vel af hveitirækt, og vissu að hér var einnig gott hveitiland, kostuðu því miklu til akryrkju og hugðu á fljótfenginn gróða, enda hafa j þeir komið miklu í verk, því varla er sá smábóndi j á þessu svæði. að hann hafi ekki 100 —200 ekrur undir hveiti og öðrum korntegundum og margir langt um meira. Samt sem áðr er efnahagr margra ekki í góðu lagi, og má kenna það ýmsum óhöpp- um og erfiðum ástæðum. A fyrstu búskaparárum margra fell hveitið í verði; eitt árið (1884) seldist bushelið að eins 45 cent, og hefir siðan verið lágt verð á því (50—60 c.). Svo hafa komið haglstorm-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.