Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 08.11.1888, Blaðsíða 4
128 FJALLKONAN. 8. nóvember 1888. að aldri (yígðr 1835 t.il Knappstaða, fekk Mosfell í Mosfells- sveit 1843, Hítarnesþing Í854 og Stafkolt 1866). Porngrripasafninu hafa í sumar bæst merkilegri hlutir enn nokkru sinni áðr. Það eru t. d. olíumyndirnar frá Hólum i Hjaltadal: tvær myndir af Guðbrandi biskupi; mynd af Þor- láki biskupi Skúlasyni, saumuð af Halldóru Guðbrandsdóttur, er má kallast listaverk: mjög stór mynd af Gísla bisk. Þorláks- syni og þremr konum hans; önnur mynd af Gísla bisk. Þor- lákssyni og konu hans krjúpandi að krossmarki; mynd at Árua bisk. Þórarinssyni; mynd af Gísla bisk. Magnússyni; mynd af Halldóri bisk. Brynjólfssyni; mynd af Steini bisk. Jónssyni; mynd, sem kölluð er af Jóni lækni Steinssyni(?) o. fl., alls 12 ■myndir. Auk þess fékk Sigurðr fornfræðingr Vigfússon marga góða gripi til forngripasafnsins í Vestfjarðaför sinni í sumar, þar á meðal ágæta olíumynd af Ara Magnússyni í Ogri og konu hans Kristínu Guðbrandsdóttur biskups. Alls á safnið um 20 olíumyndir. — Safnið hefir aukist svo á síðustu árum, að niik- ið á anuað þúsund hluta verðr ekki sýnt sökum húsrúmsleysis. Ameasýslu, 23. okt. „Eftir réttirnar (22. sept.) brá aftr til góðviðra og hefir það haldist síðan. Oftar þnrt veðr með hægu frosti, enn stuudum þíða. Góðr afli á Eyrarbakka og Stokks- eyri þegar á sjó gaf, þar til nú síðustu dagana. Sýslunefndar- fundr, 8. þ. m., samþykkti að sýslan tæki sinn þátt í lántöku til Ölvisárbrúarinnar. Einnig veitti fundrinn Eiríki í Grjóta þóknun nokkra fyrir vegarkaflann, sem hann lagði óbeðinn forð- um, og oft hefir veríð á minst“. Bæjarstjórnin og upplýsingin. Bæjarstjórnin kaus nefnd til að gangast fyrir hátíðlegri uppljóinun Rvíkr bæjar 15. þ. m. (ríkisafmælisdag konungs); átti nefndin að ganga milli bæjar- manna og biðja þá að tendra hver á sinn kostnað ljós í glugg- uin sínum; enn ef einhverjir vilja eigi til þess kosta, skyldi nefndin biðja þá leyfis að mega uppljóma glugga þeirra á kostn- að ba>jarsjóðs. Ég var eivn í móti þessu „húmbúgi" og skora á bæjar- búa að hugleiða, hvoit þeir hafa ekki neitt þarfara að verja fé til. — Kertin kváðu nú þegar í dag vera farin að stíga í verði hjá kaupmönuum. — Bærinn er í óbotnandi, hingaðtil sívaxandi skuldasúpu. Þegar ég á sinni tíð í bæjarstjórninni lagði til, að veita iillum börnum i Reykjavík ókeypis kenslu í barnaskólannm, þá stóð ég líka einn uppi með atkvæði mitt og skoðun um upp- lýsinguna. 8./11. ’88. Jón Olafsson, alþm., bæjarfulltrúi. Grindaví k. Viðskiftamenn mínir, sem róa eða hafa útróðramenn í Grinda- j vík á næstkomandi vertíð, geta fengið salt í fisk þann, sem þeir leggja inn til Lefoliis verslunar, hjá hreppstjóra Einari Jónssyni á Garðhúsum. Samt þurfa þeir að fá hjá mjer af- hendingarseðla upp á saltið áðr enn þeir fara í verið. Piskrinn verðr lagðr inn í Grindavík. Eyrarbakka, 1. nóvember 1888. P. Kielsen. Hiðkonunglega octroyeraða ábyrgðarfélag tekr í ábyrgð hús, alls konar v'órur og innanhúsmuni fyrir lægsta endrgjald. Afgreiðsla: J. P. T. Brydes verzlun í Beykjavík. 3V£aðr, sem undanfarandi ár hefir vanist verslunarstörfum, æskir eftir atvinnu, sem verslunarþjóun. Ritstj. vísar á. XJndirskrifuð selr úthöggvin likföt eftir þvi sem hver óskar. TJndirskrifuð selr mjög vel vandaða prestakraga, og stífar (pib- ar) þá, sem gamlir eru. Ragnh. Bjarnason, Vestrgötu Nr. 17, Rvik. Skófatnaðr og aðgerð á skóm fæst hvergi í Rvík með jafn- góðu verði og hjá undirskrifuðum, og mun reyuast vandað að öllu leyti. Jön Á. Teitsson, Austrstræti 5. átryggingarfélagið Commercial TJnion tekr í ábyrgð hús, iunanhússmuni allskonar, vörubirgðir o. fl. o. fl. fyrir lægsta brunabótagjald. Umboðsmaðr á íslandi er Sighvatr Bjarnason bankabókhaldari. Undirskrifar hefir til söln: hrisgrjón og matbaunir klofnar, tilheyrandi „Kaupfélagi Árnesinga", við sama verði og félagsmenn sjáifir. Jón Ó. Þorsteinsson, Vestrgötu nr. 12. Til útsöluinanna. Þar eð Formálabókin innbundin frá 1. jan. 1889 kostar 4 kr. og Mattíasar-ljóðmæli frá sama tíma kosta innbundin 3 kr. 75 au., eru allir útsölumenn aðvaraðir um að þeir verða á sín- um tíma að svara til þessa verðs á öllum þeim expl. nefndra bóka, sem þeir færa til sem óseld við nýár nú. Bókverzlun Sigf. Eymundssonar. Lirekassi dreginn á Tombola í haust, kostaði í fyrra nýr 24 kr., alveg óskemmdr, selst fyrir liálft verð. Jón Ólafsson, Bankastræti 12 (hittist á daginn í bónverzlun Sigf. Eymundssonar). QUEEN VICTORI A’S HAIR-ELIXIR, hárvaxtar-me5alið ágæta, fæst eiiiungis í verslun E. Felixsonar. „ F j a 11 k o n a n Nýir kaupendr, er einnig gerast áskrifendr fyrir árið 1889 geta fyrst um sinn fengið þennan árgang Pjallkonunnar fyrir liálfvirði, eða á 1 kr., eða ef þeir heldr vilja '/2 ár (18 bl.) ókeypis frá júlíbyrjun til ársloka. — Ekkert blað býðr slika kosti. Gamlar enskar bækr. Útgjafi blaðs þessa kaupir háu verði 1. útgáfu af Dickens „Pickwick Papers", Oliver Twist“, „Sketches by Boz“, „Christ,- nias Books", „TheStrange Gentleman" og „The VillageCoquettes“; 1. útgáfu af Burns (Kilmarnock); Lovelace: „Lucasta"; Tennyson’s Works, eklri útgáfur, einkum þó frá 1842. Sömuleiðis eldri útgáfur af Browning og Swinburne. Fólió-útgáfur af Shakespere; 1. útgáfu af Walton and Cotton’s „Compleat Angler“, og miklu fleiri gamlar bækr enskar, eða eldri útgáfnr af þeim bókum sem oft hafa komið út. Vestrheims-fiutningar. Samkvæmt tilkyuningn frá gufuskipa-línum þeim, sem við erum aðal-umboðsmenn fyrir, auglýsum við hér með: að öll þau umboðsskjöl, er við höfum gefið ýmsum mönnum til að annast um íólksflutninga fyrir okkar hönd, eru hér með aftrkölluð, og er þessum mönnum því óheimilt að gefa nokkur loforð eða semja nokkuð fyrir okkar hönd um flutning á fólki, fyrr enn þeir hafa fengið ný umboðsskjöl frá okkr; enn þau verða send í næsta mánuði þeim mönnum, sem við framvegis óskum að veita umboð. Reykjavík, 8. nðvember 1888. Sicp^. co ij tn u uSoaoH,. Sig/m. S uðmuuSooon, aðaXunibodsm. Allanlinunnar. aðalumboðsm. Anchorlínunnar. Trúiö ekki í blindni! Kaupið hina uppbyggilegu PÁSKARCEÐU síra Páls Sigurðs- sonar, er fæst á afgreiðslustofn ísafoldar og hjá Þorl. Ó. Johnson. r r nfnnT)rn TniT er þaðsem Fjallkonan hcfir orðið fyrir, er Bened. U 1 Ulll JUll Gröndal hefir sagt henui upp; hann hefir nefnil. verið kaupandi hennar nú i 5 ár, en — aldrei hafst út úr honum einn eyrir af andvirði hennar enn! Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.