Fjallkonan


Fjallkonan - 28.11.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 28.11.1888, Blaðsíða 4
136 FJALLKONAN. 28. növember 1888. nýjau skófatnað, enn með því vér höfum ekki enn íhugað það mál nægilega, skulum vér síðar gera grein fyrir tillögum vorum í því efni. Allvel má ! bjargast við trébytnta skó eða tréskó heima við. Stigvél og stígvélaskór eru nú tálsvert farnir að tíðkast hér á landi, enn eru ekki hentugir fyr- ir þá sem þurfa að ganga mikið. Þeir gallar eru i einnig á stigvéJaskóm alment, að þeir baka fótun- um líkþorn, harða hnúta, vatnsblöðrur og inngrón- ar neglur, og þar að auki reyra þá saman að kin- verskum sið. Til þess að geta bætt nokkuð úr þessu, er al- veg nauðsynlegt að kynna sér byggingu fótarins hjá manninum, og reyna svo að láta aðbúnað fót- anna vera sem eðlilegastan og sem mest samkvæman náttúrunnar lögum. Fótrinn myndar hvelfingu, sem saman stendr af 26 beinum, sem er þannig niðrskipt, að 14 bein mynda tærnar; þar fyrir ofan eru 5, sem kallast miðsfótarbein, og 7 bein mynda aftrhluta fótarins. Sum dýr, einkum aparnir, hafa að sönnu jafnmörg bein í fætinum; enn hjá þeim eru tærnar og miðr fótrinn fremr langr, aftrhluti fótarins þar á móti stuttr. Aftrhluti fót.arins (fótrótin) myndar nærri j því helminginn af fætinum hjá manninum, og það j er einkum aftrhlutinn og vöxtr stóru táarinnar sem J veldr því. að maðrinn getr látið þunga sinn hvila á fótunum, og aðalstuðningspunktarnir verða að eins tveir, o: fremri endi af miðsfótarbeini stóru táarinnar og hælbeinið. Milli þessara tveggja punkta | er fótrinn hvelfdr, og þyngdarpunktr likamans fellr hér um bil á miðja hvelfinguna. Því fastar og betr sem fótrinn er hvelfdr, því meiri þunga getr hann borið, og aðalskilyrðið fyrir því, að fótrinn geti haldist þannig, er, að bönd þau, sem halda beinunum saman innbyrðis, séu föst og sterk; lin- ist bönd þessi, kemr fram hinn svonefndi „platfodI. 11 (sem engin holil er á) Yið skógjörðina verðr því umfram alt að taka j tilJit til stóru táarinnar og fótarins að innanverðu, J því að stefna sú, sem fótrinn vinnr í, verðr lína sú, sem maðr hugsar sér dregna gegn um stóru tána og miðjan hælinn; verðr sólinn því að vera þannig lagaðr, að stóra táin geti haldið sinni eðli- legu stöðu, og sé ekki klemd út að hinum tánum, og verðr yfirleðrið á skónum þess vegna að vera víðara að innanverðu enn að utanverðu. Skósmiðir ættu að hafa tillit til þessa, þegar þeir taka mál af fæti, og æskilegt væri, að þeir kyntu sér betr bygg- ingu fótarins, enn þeir alment gera, svo að þeir ju'ðu færir um að búa til hagkvæma skó. Það verðr eigi hjá því komist, að minnast á þá „moderne“ stígvélahæla, sem eru miklu líkari því, að þeir væru ætlaðir til þess að hafa þá fyrir j tappa í flösku, enn til þess að setja þá á skó. Eigi er heldr gott að setja hælinn of framarlega, því að það hindrar vöxt vöðvanna á fótleggjunum. Hinir mjóu, háu hælar eru orsök þess, að maðr gengr þá j skakka, og við það snýst fótrinn, og tærnar skekkj- ast og skælast ýmislega. Þeir, sem hafa háa rist, þola síst allra, að hafa svo þrönga skó, að stóra táin sé beygð út að hinum tánum. Þröngir skór orsaka enn fremr fótakulda. Lœknir. Hversu ritháttr hreytist með tímanum og verðr eíníald- ari og hvernig möunum mun lærast að nefna hlutina réttum nöfnum, má sjá af sýnishornum þessum af tveinfr greinum um sama efni (annað miðað við tímann um 1870, hitt miðað við tímann um 1900). 1870. Það kynni ef til vill að vera vafasamt, þegar verið er að ræða um hinar í raun og veru mjög lofsverðu tilraunir hinna heiðruðu hæjarfulltrúa til al- mennings gagns og framfara, hvort þeim einnig hefir heppn- ast fullkomlega að fastákveða þau útgjöld, sem vér séum fær- ir að hera. 1900. Maklegt er að hreunimerkja þá aðferð, sem hreint og heint djöfullega fúlmensku, hvernig þeir óviðjafnanlegn erkibjánar, sem vér eitt sinn létum ginn- ast til að kjósa í hajarstjórn- ina, kasta út hverju þúsund- inu eftir anuað í sjóinn, án þess þeir kenni minstu ögn í brjósti um vesalings gjaldendr- na, að eius til að fá fram- gengt sínum stundar-óskum og bakkabræðralegu uppátækjum. (Þýtt) Hýran gjafara hefir guð kæran. Undirskrifuð láta í ljósi með línum þessum sitt opinbert þaaklæti til heiðrshjónanna óðalsbónda Lárusar Guðmundssonar og konu hans Kristbjargar Jónsdóttur á Papey í Suðrmúlasýslu, fyrir þeirra höfðinglegu gjöf 130 krónur, sem þau gáfu okkr til ferðakostnaðar til Yestrheims, með þeim skilmála að það skyldi þéna okkrbáðum; kona min fara fyrst, og senda mér svo það hún gæti til að koma á eftir. Nú hefir þetta lukkast með tilstyrk minna elsku- legra tengdasona, svo að gjöfin kom að tilætluðuin notum; kona mín þráði að komast til einkadóttur sinnar, þó að okkr liði vel heima, enn við hjónin gátum ekki skilið til lengdar, og höfum nú þá ánægju, að mega búa saman það eftir er æfinnar. Pyrir þetta kærleiksverk biðjum við því af hjarta gjafarann allra góðra hlnta að liðsinna og blessa í þúsund liðu þessi heiðrs hjón, og alla sem studdu að þessn. Winnipeg, í september 1888. Gunnar Gíslastm. Sigríðr Jnnsdóttir. UM MENNIN6ARSKÓLA, ritgerð eftir Boga Th. Melsteð, fæst á Anstrlandi hjá Lárusi Tómassyni kennara á Seyðisfirði. Skófatnaðr og aðgerð á skóm fæst hvergi i Tívík með jafn- góðn verði og hjá undirskrifuðum, og mun reynast vandað að öllu leyti. Jón A. Teitsson, Austrstræti 5. JXT.vupptekið fjármark Ueltra Þorbergssonar á Eyvík í Gríms- nesi er: tvístýft fr. h., hálftaf fr. standfj. aft. v. Ijagleg ung stúlka úr sveit óskar að fá vist á góðu heimili í Rvík á komandi vori. Ritstj. visar á. Með því að fjöldi íslendinga á ferð minni nú í sumar gerð- ust áskrifendr að — ekki einungis hinni islensk-frönsku orðabók minni, heldr líka að liinum fyrirhuguðu samtalsbókum (parleurs) mínum nefnil. íslensk-frakkneskri og frakknesk-ís- lenskri með framburði i háðum málunum, þá læt ég þá hér með víta, að þær hvor i sínu lagi geta eigi komið út fyrr enn í fyrsta lagi í marsmánuði á komandi ári, þar eð vera kann, að ég verði að láta prenta þær ytra, þó að handritin séu nú að öllu leyti búin undir prentun. — Yerð bóka þessara mun naumlega fara fram úr 1 krónu. Reykjavik, t nóv. 1888. Páll Þorkelsson. U ndirskrifaðr vinnr að gull- og silfrsmiði þar tii í janúar- mánuði í vetr, og geta þeir sem því vilja sæta snúið sér til min. Páll Þorkelsson. I. II. og IV. árg. Pjallkonunnar verðr keyptr á skrifstofu blaðsins. Enn fremr þessi einstök tölublöð: af I. árg. 2. og 19. af n. árg. 7., 8. og 16., og af IV. árg. 2. og 37. Sumafþess- um númerum borguð 30—40 aura hvert. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.