Fjallkonan


Fjallkonan - 04.01.1889, Síða 2

Fjallkonan - 04.01.1889, Síða 2
2 FJALLKONAN. 4. janúar 1889. þjóðarinnar að ganga á undan breytingum á stjórn- arskránni. Aftr er þó sitthvað, sem að öllum líkindum mætti þó nú þegar laga, og væri það hæfilegt efni í greinarstúf sór, að minnast á sitthvað af þvi. Öðru máli er að gegna með sjálfstæðisrótt þjóð- arinnar gagnvart konungsvaldinu og sambandinu við Danmörk. Sórhver sú þjóð, sem er komin af villimanna skeiði, á siðlegan rétt á að ráða sór sjálf, alveg eins og hver maðr, sem kominn er af óvita-skeiði á rétt á að ráða sór sem frjáls maðr. Fái hann ekki þess réttar að njóta, er hann þræll, hversu mildr sem þrældómr hans kann að vera. Alment má því telja, að konungsvald só hverri þjóð til bölvunar, svo framarlega sem það kemr fram sem andvígt vald þjóðinni eða eindregnum vilja hennar. Því að eins að konungsvaldið kjósi sér það verksvið, að vera umboðsmaðr þjóðarinnar, enn ekki forráðamaðr hennar, því að eins getr það komizt hjá því að verða þjóðinni til vanþrifa, verða henni hlekkr um fót. Það þýðir nú ef til vill lítið fyrir oss Islend- inga, að vekja þá spurningu, hvort oss só hollara: konungsstjórn eðr lýðveldisstjórn án konungs. „Fyrir rás viðburðanna“ lýtr nú þetta land konungsstjórn, hvort sem vór heldr viljum telja það landsins lán eða þjóðarinnar syndagjald fyrir ótrygð feðra vorra við frelsið. Og ekki nóg með það, að vér lútum konungs- valdi; vór lútum valdi útlends konungs sem hefir útlenda ráðgjafa, sem í engu tilliti eru þjóð vorri háðir. Yér álösum í engu konungsvaldi því er vór lútum að lögum , þótt vér segjum, sem satt er, að fáum íslendingum muni blandast hugr um það, að það hefði verið farsælla fyrir þessa þjóð, hefði hún borið gæfu til að halda frelsi sinu og komast al- drei undir konungsvald, sérstaklega undir konungs- vald, sem var útlent og fyrir utan landið sjálft. En só nú svo, að landi voru mundi blessun- arríkara að þjóðin væri engu valdi háð utan endi- marka landsins, og só nú enn fremr svo, að Dana- veldi hafi hvorki hag, virðing né ánægju af yfir- ráðum yfir Islandi, hvað væri þá eðlilegra, enn að báðir málsaðilar reyndu að koma sér saman um skilnaðarkjör ? Ég verð að vekja athygli á því, að óg á hór að eins við frjálst samkomulag, bygt á sannfæring beggja málsaðila um það, að skilnaðr væri hið æskilegasta. Ætti ekki næsta þing, ef það skyldi vera skoð- un almennings, að samband vort við Danaveldi sé bæði því og oss til tjóns, að stíga eitthvert stig til þess, að leita samþykkis konungsstjórnar (kon- ungsvaldsins) og ríkisþings til vinsamlegra slita á sambandi íslands og Danaveldis? Eeynandi virðist mór sá vegr jafnframt stjórn- arskrárbreytingar-tilraunum. Það er ekkert óhugs- andi, að stjórnin og hin danska þjóð yrði tilleiðan- leg til þess að samþykkja skilnaðinn — annaðhvort að sléttu eða jafnvel gegn einhverju þóknunar- gjaldi. Og það væri sannarlega tilvinnandi fyrir oss, þótt um enga smásummu væri að tefla, að kaupa oss fullkomið frelsi. Það mundi borga sig og borga sig vel, blátt áfram sem kaupskapr skoð- að — og það líklega fyrir báða málsaðila. Þetta ætti alvarlega að hugleiða á alþingi 1889. Jön ólafsson. Frelsið, Fyrirlestr eftir Robert lngersoll. —— (Framh. frá. nr. 35. f. á,). Fyrir skömmu sá eg sýnishorn af nálega öllum mannaverkum. Ég sá sýnishorn af alls konar skipum, klúra eintrján- ingsbáta, er naktir villumenn stýrðu, slíkir sem for- feðr vorir með tveggja þumlunga löngum tönnum og að eins spónfylli af heila í hauskúpunni; jafn- framt sá óg herskip með hundrað kanónum og grúa af seglum, og gufuskip, er leggr út frá New- York með leiðarstein, sem er eins áreiðanlegr og góð samviska, og fer 3000 mílur á reginhafi án þess að nokkurt slag af járnhjarta þess verði til ónýtis. Eg sá um leið öll vopn sem menn hafa gert sér: kylfu villumannsins, er hann hafði til að drepa höggorma til matar sór, slöngustein, sverð, boga, tinnubyssu, tundrmálabyssu, Krupps-kanónu sem þeytir 2000 punda kúlum gegnum 18 þuml. þykka stálplötu. Eg sá einnig skeljaskildi, er for- feðr vorir höfðu á brjóstinu þegar þeir fóru í bar- daga, hringabrynjur miðaldanna, er ekkert sverð beit á, og stálvarin herskip. Ég sá alls konar hljóðfæri, leðrtrumbur Indíana og fulikomnustu hljóðfæri vorra tíma. Eg sá myndagerð: fyrstu drætti villumannanna og listaverk þau, sem nú eru í bestu myndasöfnum heimsins; myndir fimmfættra goða úr fornöld höggnar úr grjóti, og marmara- myndir vorra tíma, sem eru eins og lifandi. Eg sá bækr ritaðar á villidýrahúðir og skrautbækr vorra tíma, já um bækrnar vil ég segja eins og Plató, að heimili, þar sem góðar bækr eru, hafi sál. Ég sá akryrkjuverkfærin: viðargreinir sem bundnar vóru með reipum við horn arðruxanna og hin fullkomnustu jarðyrkjuáhöld vorra tíma. Þegar ég hafði séð og skoðað alt þetta, varð ég að kannast við að mannkynið hefir tekið fram- förum samfara því, að það hefir neytt samvinnu með hug og höndum, jafnframt og það hefir lagt lag sitt við náttúruöflin, hefir lært að nota sér at- vik og ástæður, hefir leyst sig úr læðingi rænu- leysisins, farið að treysta á mátt sinn og megin og hætt að trúa á ýmsa guði. Mér vóru sýndar hauskúpur af mönnum á ó- líkum menningarstigum: frá Mið-Afríku, frá Astral- íu, frá úteyjum Kyrrahafsins og af þroskuðustu mönnum mentaþjóðanna; ég þóttist sjá að hér kom fram sami mismunur og á verkum mannanna, og að hór var ekki um annað að ræða enn andlega þroskun. Það var álíka munr á hauskúpu hins aumasta villimanns og mentaða vitsmunardannsins sem á eintrjáningsbátnum og herskipinu eða eim- skipinu, kylfunni og Krupps-kanónunni o. s. frv. Hin fyrsta og þroskaminsta höfuðkúpa er að eins hola, sem lægstu og lítílmótlegustu náttúruhvatir skríða innan um; hin fullkomnasta höfuðkúpa er musteri,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.