Fjallkonan - 18.01.1889, Blaðsíða 4
8
FJALLKONAN.
18. janúar 1889,
hafa fremr sauðfé enn nautpening á slíkri jörð. 12—20 ær geta
lifað af kýrfóðrinu.
8. Já, helst þar sem gljúpr jarðvegr er; best er að bera
hana á að haustinu og kljúfa hana sundr í flögur og dreifa út.
9. Meðan þeir eru minst skemdir, eða helst á vorin.
Ráðaþáttr.
Gott glerlím (kítti) er þannig búið til, að tekið er dupt af
góðu brendu kalki og jafnmikið af steyttum kandíssykri og
hrært saman við vatn.
lllekbletti má þvo úr dúkum eða fatnaði með þvi móti, að
blanda dálitlu af benzíni saman við heitt edik. Síðan skal láta
hlekblettinn liggja niðr í þessari blöndu 5—10 mínútur. Að
þvi búnu má þvo hann burtu.
Að hreinsa saumavélar. Strjúk hina óhreinu parta vél-
arinnar með fjaðrarskeggi eða pensli, sem dýft er í benzín sem
fæst í öllum lyfjabúðum. Snúðu svo vélinni nokkm-um
sinnum og þurka svo parta hennar með hreinu lérefti, og að
því búnu má bera olíuna á hana.
Góð kaup.
í vetr sem leið var saltlaust i Ólafsvík og neyddist ég því
til að fara að næsta verslunarstað Búðum, þar sem salt var að
fá. Keypti ég þá hjá kaupmanni Tejl á Búðum l1/, tunnu
af salti á 5 kr. tunn., enn gat ekki tekið það í þeirri ferð,
heldr sendi mann með 2 hesta að sækja það. Þegar það kom
í minar hendr, var það anðsjáanlega skemt og virtist vera brúk-
að salt úr fiski (úrsalt). því í því vóru fiskr og rusl. Lét ég
hreppstjóra og hreppsnefndarmenn skoða það, og gáfu þeirvott-
orð um að saltið væri þannig, enn slikt salt er venjulega selt
í Olafsvík á 3 kr. enn í Stykkishólmi á 1 kr. 50 au. tunnan.
Þetta seldí nú Búðakaupmaðrinn á 5 kr., og var ekki við það
komandi síðar að eg fengi minsta afslátt eða leiðréttingu á
þessu. Það hefir lengi þótt gott að skifta við kaupmenn Snæ-
fellinga, og sýnir þetta litla dæmi að svo er enn.
Jón Arnason í Ólafsvík.
Smávegis.
Sjómaðr. Góðan daginn, herra kaupmaðr. Lítið þér á, ég
er kominn með nokkrar ísur, sem ég ætla að leggja inn hjá
yðr.
Blautfiskskaupm. Hvað mörg númer?
----60.
----Ég veit ekki hvort ég vil þær, þær eru svo magrar.
----Þér. takið þær af mér í þetta sinn og svo ætla ég
að leggja inn hjá yðr það sem ég fæ úr sjónum eftir nýárið,
og þá vona ég að ísurnar verði fleirí.
----Já, já, þú ætlar þá að fiska upp á „björnisku“.
„r“jallkonan“ er langútbreiddasta blað landsins; uppl.
2200 expl. — „ísafoldar11 kaup. munu vera 16 til 1700; „Þjóð-
ólfs“ 15 tti 1600. — Útg. „Fjallk“.
A ð upplag „Fjallk.“ hafi árið 1887 verið 3000, enn síðan
ársbyrjun 1888 stöðugt 2200, vottast. — Siqf. Eymundsson.
Útsölumenn Fjallk. sem standa árlega skil á andvirðinu
fá í sölulaun */8—V4 and-virðisins eftir því hve mörg eintök
þeir selja, og hve fljótt þeir borga. — Hver sem útvegar 4
nýja kaupendr, fær hið 5. eintak ókeypis.
Uppsögn á kaupum blaðsins gildir ekki, nema komin sé
til útgefanda fyrir 1. októher.
Auglýsingar eru teknar í Fjallkonuna fyrir 18au. petitlín-
an eða 1 kr. þuml.. eða 1 eyrir fyrir hverja 3 stafi, og er
það nokkuð ódýrara enn i hinum blöðunum.
JVT _t_í. Af því að það hefir reynst of dýrt að hafa auglýsing-
arnar fjórdálkaðar, verðr dálksbreiddin framvegis eins
og áðr.
Kaupendr Fjallkonunnar
í Reykjavík og nærsveitunum, sem hat'a enn
eigi greitt andvirði blaðsins fyrir íirin 1886 og
1887, annaðhvort eða ba^ði, eru heðnir að greiða
það eða semja um horgunina innan 8 daga frá
því er blað þetta kemr út, elia sæta þeir iög-
sókn.
Útgefandi Fjallkonunnar.
Hollasti og besti skófatnaör
sem unt er að fá fyrir alla, bæði karla og konur,
enn þó einkum fyrir þá, sem eru fótkaldir og íót-
rakir, eru
siúr oe stlEvél lell Rorksúlum,
sem enginn hér á landi kann að búa til nema ég
undirskrifaðr. sem lærði það sérstaklega erlendis.
Þeim, sem hafa fengið hjá mér þennan skófatnað,
ber öllum saman um gæði lians og hollustu, eins og
meðfylgjandi áreiðanlegt vottorð sýnir, sem að eins
er frá fáeinum þeirra. — Ef margir panta hjá mér
þennan skófatnað, mun ég færa verðið niðr alt að
1 kr. á parinu.
Rafn Sigurðsson,
skósmiðr.
Vottorð :
Vér undirskrifaðir, sem um langan tíma höfum
brúkað korksóla-skó eftir Rafn skósmið Sigurðsson,
vottum hér með, að þessir skór verja menn fótraka
og fótkulda, og eru auk þess mjög endingargóðir.
Reykjavík, í janúar 1889.
Halldör Melsteð. ó. Rósenhranz.
Steingrímr Johnsen. Helgi Jónsson.
Sigurðr Melsteð. N. S. Kriiger.
Vegr til að græða peninga.
Nokkur þúsund króna í útistandandi verslunarskuldum,
sem nokkur hluti af er tryggðr með dómum, sáttum og skrif-
legum viðrkenningum, fást til kaups fyrir minna enn hálfvirði,
hjá undirskrifuðum.
Listi liggr frammi hjá undirskrifuðum yfirallar skuldirnar,
sem lysthafendr geta fengið að sjá nær þeir æskja.
B. H. Bjarnason, Vestrg. 17.
Háttvirtu Grood-Templarar, og aðrir háttvirtu hæjarhúar,
munið eftir hinu nýja „Conditori" í Vestrgötu nr. 17.
"\7"innukona, trú og vönduð, getr fengið pláss til 14. mai.
Ritstjóri ávísar.
JUestr ljósgrár, tvístýft fr. h., hvatt v., tapaðist. Eigandi
Jón Jðnsson, Móhúsum (Stokkseyri).
í verslun Eyþórs Felixsonar eru keyptar tómar heilflöskur
með hæsta verði.
HNTý skósmíðaverkstofa í nr. 2 í Kirkjugarðsstræti (gamla
sjúkrahúsinu) uppi á loftinu, selr nýja skó, gerir við gamlan
skófatnað fljótt og vel; borgun er tekin í peningum og inn-
skrift. Arni Helgason.
X verslun Sturlu Jónssonar eru velrónir sjóvetlingar
keyptir með háu verði.
Á forlag Kristjáns Ó. Þorgríinssonar eru
útkomnir:
Landsyfirréttardúmar oghæstaréttardómar í ís-
lenskum málum. III. b. 3. hefti. Árið 1888. Verð
2 kr. 30 au.
Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.