Fjallkonan


Fjallkonan - 18.01.1889, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 18.01.1889, Blaðsíða 1
Kemr út 3—4 Binn. á mánuöi. Verð 2 (erlendis3) kr. Gjalddagi í júlí. FJALLKONAH. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Skrifstofa og afgreiösla: Veltusund, nr. 3. YI, 2. REYK.TAVÍK, 18. JANÚAR 1889. Frelsi ö, Fyrirlestr eftir Robert lngersoll. --- (Niðrl.) Mannkyninu hefir farið fram samfara því, að því hefir lærst að láta hugsun og hendr vinna saman. Sjómaðrinn, sem á við ofrefli sjávar og storma og hefir mjög litla þekkingu áhreyfing- um hafsins og straumum, er hjátrúarfullr; sama er að segja um bóndann, sem á það oft undir kröft- um, sem eru sterkari enn hann sjálfr, hvernig honum farnast búskaprinn. Oðru máli er að gegna um verkvélamanninn; hann f'ellr aldrei á knó til bænagerðar, þótt hjól stansi í vélinni; hann veit, að hægt muni að gera við það ; hann sór að eitt- hvað er í óreglu í vélinni og reynir að laga það. Mannkyninu fer fram bæði að verklegu og andlegu atgervi, samfara því, að menn leysast úr þrældómi höfuðskepnanna og atvikanna, hrósa sigri yfir náttúrukröftunum og læra að ráða við forlög sín. Samfara því sem mannkyninu fer fram, lærir það að meta réttindi sín, og jafnframt sem menn læra að meta sín eigin réttindi, fara menn að viðrkenna réttindi annara. Þegar svo iangt er komið,að allir vilja veita náungum sínum sömu réttindi og þeir hafa sjálfir, má fyrst kalla að mentunin hafi rutt sór til rúms. Fyrir nokkrum árum þorðu menn ekki að spyrja kónginn að neinu, eiga orðadeilu við prest- inn, rannsaka sannleika trúarjátningarinnar eða ritningarinnar. Menn lutu valdinu og heiðruðu titlana — þetta hefir alt breyst smásaman. Vér lútum ekki lengr mönnum fyrir það, að þeir eru ríkir; forfeðr vorir dýrkuðu gullkálfinn, enn nú þykir það svívirðing; það goð er að falla úr tign- inni eins og önnur fleiri. Metorðagirni stórbokk- anna nægir ekki lengr konungs eða keisara tign. Napóleon III. var ekki ánægðr með að vera keis- ari og bera gullna kórónu; hann vildi láta ásann- ast, að hann hefði einhverja andlega hæfileika til að bera, og því samdi hann sögu Júlíuss Cæsars til þess að verða meðlimr hins franska vísindafé- lags. Kóngar, keisarar og páfar eru ekki lengr tald- ir meiri enn aðrir menn. Berum t. d. saman Vil- hjálm keisara og Háckel náttúrufræðing; annar þeirra er drottins smurði, sem kallað hefir verið; enn hinn mænir yfir hann sem jötunn vitsmun- anna. — — Mannkyninu hefir farið fram. Vér höfum not- ið blessunarríkra ávaxta af miklum og góðum verk- um. — — Enn þegar ég hugsa um það, hve mik- ið mannkynið hefir orðið að þola, hve lengi forfeðr vorir hafa verið þrælar, hvernig þeir krupu og skriðu frammi fyrir hásætum og ölturum og niðr- lægðu sjálfa sig, þá verð ég höggdofa afskelfingu. Það eru ekki nema rúm 50 ár, sem þessi heimr hefir verið bygðr af mönnum — það var ekki fyrri enn árið 1808, að Englendingar aftóku þrælaversl- unina. Fram að þeim tíma vóru hinir ensku dóm- arar, þjónar réttvisinnar, og prestar sem jkendu að maðrinn ætti að elska náungann eins og sjálfan sig, sameigendr að þrælaskipunum og lifðu í alls konar óhófi af víkingsskap og manndrápum. Það var einnig um sama leyti, sem Bandaríkin í Norðr- Ameríku námu þrælaverslun við önnur lönd úr lög- um, enn ráku hana innanlands eftir sem áðr. Enn ekki var þrælaverslunin í nýlendum Breta afnum- in fyrr enn 1833, og það var ekki fyrr enn á ný- ári 1863, að Abraham Lincoln fekk þvegið þessa svívirðu af fána Bandarikjanna. — — Líkamlegt frelsi kalla ég það, að mega gera alt sem ekki skaðar náungann, andlegt frelsi, að mega hugsa það sem maðr vill, hvort sem það er rétt eða rangt. Hugsunin er sá vegr, sem vór verð- um að þræða til að leita sannleikans; ef vér þykj- umst vita sannleikann, þurfum vér engrar ihugun- ar við. — — Til að mæla harðstjórninni bót, hefir kirkjan kent, að mennirnir sé allir gjörspiltir. Sannleikr- inn er sá, að mennirnir eru bæði góðir og illir; hinir verstu menn geta gert gott verk, og hinir bestu geta gert ilt verk; þeir sem lægst liggja geta reist sig við, þeir sem hæst standa geta fall- ið. Það er alveg rangt að skifta mannkyninu í tvo flokka, syndara og helga menn. Á hinum verstu timum hafa menn, sem kirkjan hefir dæmt til glötunar, gengið fúsir í dauðann og unnið þannig þau drengskaparverk, sem gera nöfn þeirra ódauðleg. í sjávarháska, á skipbrotum á reginhafi, innan um boða og brimgarða, eða á brennandi skipsflökum, hafa hraustir og drenglyndir menn á vorum tímum getið sér ódauðlega frægð. — — Burt með allar þær bækr, lög og trúarbrögð, sem svifta sálir mannanna frjálsræði og skyn- semi. — —h Lagafrumvarp um alþingiskosningar flytr „lsaf.“ í 3. bl. sínu þ. á., sem er að nokkru leyti sniðið eftir kosningarlagafrumvarpi því er Tr. Gf. fór með á alþingi 1885, enn gengr þó lengra í þvi að fjölga kjörstöðum, þannig, að kosningar fari ffam á þingstað hvers hrepps. Þetta telr ritstj. mikla réttarbót, því stærð kjördæma meini mönn- um að sækja kjörfundina. Þetta reynist þó ekki svo, því að hvergi á landinu eru kjörfundir að jafnaði svo vel sóttir sem í Þingeyjarsýslu, strjál- bygðustu og víðlendustu sýslu landsins, enn þar á mót eru kjörfundir að tiltölu einna verst sóttir í 1) Þetta er að eins ágrip af hinum upphaflega fyrirlestri Ingersolls, og að eins fyrsti kaflinn; í miðkaflanum er um frelsi og mentun kvenna, og er sá kafli þýddr að mestu í „Ið- unni“ II, bls. 198—209; síðasti hlutinn er um frelsi barna, og er honum slept hér.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.