Fjallkonan - 08.02.1889, Qupperneq 1
Kemr út
3—4 sinn. á, mánuði.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi í júlí.
Útgefandi:
Vald. Ásmundarson.
Skiifstofa og afgreiðsla:
Veltusund, nr. 3.
VI, 4. REYK.TAVÍK, 8. FEBRÚAR 1889.
Lélegra póstliús enn pústhúsið í Reykjayík
hafa lærðir mexm sagt að ekki mundi „fyrirfinnast“
á þessum hnetti, enn það er lygi. Reykjavikr-
pósthúsið er eins og höll í samanburði við póst-
húsið við Magelhans-sund á suðrodda Suðrameríku.
Það er ekkert annað enn tunnuskrifli, sem bundin
er með reipurn við staur, og á staurnum er letrað
orðið: PÓSTSTOFA. Bréfum og sendingum, er ber-
ast með skipum, er fleygt í tunnuna og vitjað þang-
að. — Á Reykjavíkr pósthúsi stendr líka rneira;
þar stendr „konungleg“ póststofa, enn þótt vér
virðum mikils þetta konunglega, þá kysum vér |
heldr að þar kæmi sem fyrst upp „þjóðleg1* póst-
stofa í staðinn, þ. e. rúmgott og hentugt pósthús,
er þjóðin sjálf léti byggja. Það hlýtr að reka að
þvi að pósthús verði bygt hér á landsins kostnað,
og er þegar orðin þörf á því, þar sem afgreiðsl-
an er nær ókleyf vegna húsrúmsleysis.
Samgðngurnar kringum landið. Undarlegt
sinnuleysi er það af þjóð og þingi. hve lítið er
skeytt uro að bæta samgöngurnar kring um land-
ið. Allir skynjandi menn verða þó að játa, að reglu-
legar og fljótar samgöngur eru jafnómissandi fyrir j
þjóðina sem blóðrásin er fyrir líkamann.
Sífelt heyrast kvartanir um misferli af hálfu
strandferðaskipanna dönsku, ýmist eru það ein-
hver óskil eða ógreiði eða að komur þeirra bregð-
ast, þó is tálmi ekki. Glufuskipafélagið danska og
sér í lagi formenn skipanna þykjast stórherrar hjá
oss, og gera oss ekki sérlega hátt undir höfði í
viðskiftunum. Aðbúnaðr á skipum þessum er
næsta lélegr. — Litlu betra er að fást við skip
Slimons, og einkum hafa ferðir þeirra og allar á-
ætlanir reynst mjög óáreiðanlegar.
Það virðist nú kominn tími til að Islendingar
reyni sjálfir að eignast gufuskip til strandferðanna.
Sjálfsagt væri það næst, að kaupmenn nokkrir tæki
sig saman og stofnuðu hlutafélag til þess og byðu
svo öðrum góðum mönnum að taka þátt í fyrir-
tækinu. Hæfilegt skip mundi kosta 50000—100000
kr. Þetta er engan veginn svo stórt fyrirtæki, að það
ætti að vaxa í augum öðrum enn þeim, sem hafa ekki
stærra framfara-útsýni enn út yfir potthlemminn.
Enginn efi er á því, að alþing mundi styrkja
innlendar gufuskipaferðir í byrjun með rifu fjár-
tillagi, hvort sem félag eða einstakr maðr ætti hlut
að máli. Vonandi er, að alþingi í sumar komandi
taki samgöngumálið til skörulegrar meðferðar, og,
að upplýsingar fáist um það, hve mikið slík fyrir-
tæki mundi kosta og liver ágóði mundi verða eftir
sennilegum áætlunrrm, svo þingið tali ekki um það
eins og blindr maðr um lit.
---=3>-&e&-<.c=-
Réttindi kveiina meðal mentaþjóðanna aukast
smámsaman eftir því sem jafnréttishugmyndirnar
ryðja sér til rúms. — 1 Svíþjóð hafa kvennmenn
eftir lögum frá 1862 kosningarrétt til ríkisþingsins
að nokkru leyti, þar sem svo er ákveðið, að þeir
hafa undantekningarlaust kosningarrétt til þings-
ins („1. kammer"), sem hafa atkvæðisrétt í hér-
aðsmálum, enn það hafa konur íSvíþjóð; þær hafa
og kosningarrétt á safnaðafundum og við presta-
kosningar. — Finskar konur hafa og kosningar-
rétt í héraða og kirkjvm lum og við prestakosn-
ingar. — A Rússlandi hafa konur einnig kosning-
arrétt í héraöamálum, enn verða að gefa karlmanni
umboð til að kjósa. — í Austrriki hata einstakar
konur, sem greiða hæsta skatta,pólitiskan kosning-
arrét-t, nema i Wien og nokkrum öðrum borgurn.
— Á Englandi hafa konur kosningarrétt í héraða-
málum og kosningarrétt og kjörgengi til skóla-
nefnda, sóknarnefnda og fátækrastjórnar. Á eynni
Man, sem hefir sjálfstjórn og þing fyrir sig, fengu
konur kosningarrétt til þíngsins 1887. — í Banda-
ríkjum N.-Ameríku er þetta mál stórstigast. Ellefu
ríki hafa veitt konum atkvæðisrétt í skólamálum
og sum kjörgengi. Sum rikin hafa veitt konum
kosningarrétt og kjörgengi í héraðamálum. Kosn-
ingarrétt til þings fengu konur í Wyoming 1869,
og í Washington Terr. 1883. Það er komið á fremsta
hlunn, að konur fái politiskan kosningarrétt í ríkj-
unum Oregon, Nebraska og Colorado, og eflaust að
eins skamt að bíða, að konur fái kosningarrétt til
alríkjaþingsins í Bandaríkjunum og parlamentsins
í Englandi
í þessari grein politisks frelsis standa Danir ekki
framarlega sem við er að búast, og ekki eru Is-
lendingar eftirbátar þeirra í því. Síðar munum
vér benda á, hvað næst er að alþing geri í kven-
frelsismálinu.
Rímur.
Eftir Finn Jónsson, dr. phil.
——
(Niðrl.) Kvæðin höfðu áður (að minsta kosti fram á 12. öld)
verið aðalskemtun manna bæði í heimahúsum ogágleðisamkomum
ásamt sögum. Á 13. öld (síðara hluta) og ])ar á eftir var þetta
orðið öðruvísi. Tíminn var breyttur, kvæðin nú orðin óaðgengi-
legri; bæði ginnti efnið menn ekki til að blýða þeim; það var
miklu betur framsett í sögunum; og þar að auk voru þau oft
torskilin í sjálfu sjer og þess utan margvíslega afbökuð og úr
lagi færð, eins og handritin best bera með sjer. Helgikvæðin
gátu heldur ekki verið nein almenn þjóðarskemtun, ekki nema
þá að nokkru leyti. En eitthvað þurfti að koma í staðinn fir-
ir það sem tapað var, og þá hófst rímnakveðskapurinn. Rimna-
hættirnir vóru upphafiega mjög óbrotnir og þvi hægari viðfangs,
það var hægra að yrkja ljett og ljóst, liægra að yrkja svo löng
og svo mörg kvæði, sem vera skyldi. Fyrst sýnist rímnaskáld-
in ekki að hafa ort út af neinni vissri sögu, heldur tekið al-
mennt og alkunnugt efni (Oláfsríma; smbr. og Skíðarímu, þótt
þar sje efnið nokkuð annarskonar); en brátt hafa menn farið
að taka einhverja sögu — helst ævintýrasögu eftir tíðarandan-
um, sem þá var —■ og snúið henni í ljóð. sem nú vóru höfð til
skemtunar, eins og drápurnar forðum.