Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1889, Page 2

Fjallkonan - 08.02.1889, Page 2
14 FJALLKONAN. 8. febrúar 1889. Hiuar fystu rímur eru í sjálfu sjer mikilsverðar; jiær sýna tíðarandann og málið, sem j)á var, að mörgu leyti; þær eru oftast lipurt kveðnar og dáindisfjörugar, orðatiltæki heppileg og frumleg, kenningarnar ekki sjerlega flóknar eða reknar og rímprjáls gætir svo að segja ekki. Mansöngvarnir eru oft og tíðum ágætir og sýna sannar tilfinningar skáldsins, og að hann hefur ekki verið andlaus rímari eða tómur hagyrðingur. En það fór með rímurnar, sem hverja aðra bókmentagrein. Þær urðu til firir tímans þörf, blómguðust um stund, svo kom afturförin, hnignunin, á 16. öld, og síðan hefur þeim farið aft- ur, þangað til nú, að þær eru með annan fót eða báða í gröf- inni. Það fór svo, að hver maðr, sem hnoðað gat saman bögu, hvort sem hann var lærður eða leikmaður, orti rímnaflokka, og gangurinn var þar eftir. Hið frnmlega og fjöruga var horfið; í þess stað var komið ýmislegt rímglíngur, hver þóttist bestur, sem gat ort dýrasta rírnu; kenníngar urðu nú fleiri og um leið hver annari verri og vitlausari bæði að smið og hugsun. Mansöngvarnir eru nú ekki annað en margþvætt upptugga af því, sem er að leaa í eldri mansöngvum, hvort sem það er um ástir eða heimsádeila o. s. frv.; allt var orðið að eins köld stæl- íng og eftirlíkíng, og jeg geri ráð firir, að allir viti og skiiji, hvað langt slíkur tilbúníngur stendur á baki því, sem hann er gerðnr eftir. Svona hafa rimurnar verið frá því að minsta kosti síðan c. 1600. „Það er ekki til neins að leyna því“. Auðvitað vil jeg ekki segja að öll rímnaskáld frá þessum tímum sjeu jafnlök og allar rímur jafnsnauðar að skáldlegri list, en það segi jeg, hvort sem sumum kann að líka það betur eða ver, að höfuðrímnaskáldin, hvort sem þau hjetu Þórður Magnússon, Guðmundur Bergþórsson eða Árni Böðvarsson eru rímarar. en ekki skáld, í hvað miklu áliti sem þeir á sínum tíma hafa verið. Það má með sanni segja, að með 17. öldinni hófu leirskáld rímnaraul, sem rækju þúsund kýr upp gaul, en kórdjákninn á söngvasvelli var síra Snorri á Húsafelli. Það bætir engan veginn um fyrir rimum þessum, að þjóðin tók vel á móti þeim og hafði enda höfundana í hávegum. Það vóru skáldin, sem áttu að vekja og efla fegurðartilfinning þjóð- ar sinnar, en þjóðina vantaði þá öll tæki til að ala skáldin upp og segja þeim til syndanna. Þessi rímnakveðskapur hefur ekki mikla þýðingu, helst þá að hafa viðhaldið ást á fornum sögum og þekkíngu á þeim; en þar við er þó að gæta þess, að sögurnar vóru líka lesnar og kunnar óbreyttar. Firir íslenskuna sjálfa hafa rímurnar heldur ekki mikla þýðingu, ekki síst af því, að rímin sjálf, hendingarn- ar, eru ekki ætið áreiðanlega rjett. Nú sem stendur má óhætt segja, að rimnakveðskapurinn sje að líða undir lok. Það litla, sem nú birtist. á prenti af þess konar, er aumara og vesalla en nokkuru sinni fyrr, og valla þess vert, að talið sje til bókmenta. Til þess að brýna firir mönnum það sem hjer er sagt, skal jeg endurtaka, að það er ekki rímnakveðskapurinn sem bók- mentagrein í sjálfu sjer, heldur rímurnar „eins og þær eru kveðnar og hafa verið kveðnar11 á íslandi frá þvi c. 1600, sem jeg hef hjer farið ströngum, en jeg held sönnum, að minsta kosti sanngjörnum orðum um; mjer er það engin Ijúf skylda að verða að játa, hve aum kvæði vor (og sálmar) allajafna hafa verið. Jeg held og, þegar til kemur, að það sje ekki svo sjerlega langt í millum skoðana minna og hr. B. Gröndals á þessu máli. Boulanger. Það er líklegt að margir hafi gaman af að sjá fígúru af þessum manni, er svo margt er um tal- að á síðustu árum og hefir gert svo mikinn gaura- gang í Frakklandi, sem enn er ekki séð fyrirend- ann á. Boulanger er fæddr 29. apríl 1837 og gekk í uppvexti sínum á hermannaskóla. 1856 varð hann undir-foringi í fótgönguliði Frakka og 1860 for- ingi (lieutenant). Hann hefir verið í herferðum: til Ítalíu 1859 og til China 1861. og svo í fransk- þýska stríðinu. Ekki hefir hann unnið sér annað til frægðar í hernum enn það, að hann hefir fjór- um sinnum verið særðr. Hann hefir smámsaman þokast hærra og hærra í hernum, uns hann varð hershöfðingi og síðast hermálaráðherra 1887. Um tíma var hann kennari á hermannaskólanum í St. Cyr. Hann mætti fyrir hönd frönsku stjórnarinn- ar á 100 ára stjórnarhátið Bandaríkjanna og varð það til að auka álit hans. ■— Hann hefir átt nokk- urn þátt í ýmsum herskapar umbótum er gerðar hafa verið á siðustu árum á Frakklandi. Hann er úr öllu hófi metorðagjarn, og sparar- ekkert til að koma sér fram. Yonandi er samt að kögursveinn sá verði ekki þjóðveldínu að fótakefli. Rcyhjavík, S. febr. Prófastr skipaðr í Suðrþingeyjarsýslu síra Árni Jónsson á Skútustöðum. Dannebrogsmenn eru þessir menn orðnir 9. des.: Ólafr Sigurðsson umboðsmaðr í Ási, Magnús Magn- ússon bóndi i Skaftárdal í Skaftafellssýslu og Magnús hreppstj. Brynjólfsson á Dysjum í G-ullbr.sýslu. — I „tilefni af“ því „allrahæsta afmæli“ kóngsins í vetr, gerði reglulega krossahríð, og vóru þá margir að maklegleikum færðir í danabrókina. Þess má þakk- látlega minnast, að kóngrinn mundi líka eftir sín- um trúu þegnum á Islandi, enn sorglegt er, að enginn hér gat komist svo hátt að verða riddari. Verð á útlemlum vörum var síðast i Khöfn: rúgr rússneskr 4 kr. 60 au.—4 kr. 45 au. (100 pd.) eftir gæðum, rúgmjöl 5 kr. 20 au.—5 kr. 10 au., bankabygg 7’ /4—8'/,2 eyri pundið, kaffi 69—70 au., kandís 21 e., hvítasykr 20 au., púðrsykr ÍH1/^ eyri, rísgrjón (110 pd.) 9 kr. — S kr. Uppbót á saltfisksverði árið sem leið gefr Fisc- hers og Knudtzons verslun, svo fiskverðið verðr 42 kr. skippundið. Dáinn er í Kaupmannahöfn 22. nóv. f. á. kaup- maðr Waldemar Fischer, eigandi verslunar þeirrar í Reykjavík og Keflavik, sem ber nafn hans, og mun hafa verið á 67. ári. Hann var danskr maðr og kom hingað til lands 14 ára gamall. Hann var þá með öllu félaus og var framan af við verslun í Keflavík; 1851 varð hann verslunarstjóri við Knudt- zons verslun í Rvík, enn 1859 stofnaði hann sjálfr verslun í Rvík og hélt hann henni áfram síðan í nær 30 ár. Hann átti íslenska konu, Arndísi dótt- ur Teits dýralæknis Finnbogasonar, og lifir hún

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.