Fjallkonan


Fjallkonan - 20.03.1889, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.03.1889, Blaðsíða 2
30 FJALLKONAN. VI, 8. Var ekki önnur hlutavelta haldin fyrir 7(?) árum í Vallanesi? Átti ekki ágóðinn af henni að verða til að stotna kvennaskóla í Fljótsdalshéraði? Var ekki ágóðinn 2—300 krónur? Allir gefendr og sérstaklega konur þær, er af fúsum vilja gáfu muni til hlutaveltunnar, óska nú að fá að sjá reikning- inn yfir innstæðuna og alla vöxtu hennar þessi 7 ár. Kvennaskóla hafa menn lengi þráð að koma á fót á Austrlandi, enda er það að líkindnm vinnandi vegr, ef þetta fé er nú í vissum skuldastöðum. Austanlands er enginn sparisjóðr stofnaðr enn. Enn hér koma nú upp úr kafinu tveir sjóðir i Fljóts- dalshéraði, annar til að efla kvennlega mentun, enn hinn til að efla iðnað, og engum dettr það í hug fyr enn eftir mörg ár. Vér skorum nú á hlutaðeigendr, að taka nú til óspiltra málanna og efla hvorttveggja með þessu fé: iðnað og kvenlega mentun. Vilji þeir ávaxta inn- stæðurnar enn þá meir — sem vel má hugsa sér — þá viljum vér þó fyrst fá að sjá, hvað háar þær hafa verið að upphafi og hvernig og hver.su mikið þær hafa ávaxtast. Gejendr. Blaðið „Lýðr“, sem sira Matth. Jochumsson og fleiri þar nyrðra hafa ungað út og á líklega að vera „gagn“ handa ihaldsmönnum, ef einhver þeirra vildi vera svo lítillátr að nota það, hefir nýlega flutt grein um Fjallk., sér í lagi um grein J. Ó. i 1. bl. Fjallk. þ. á. (um stjórnarskrármálið) og um fyrirlestrarágripið eftir Ingersoll. Þessi Lýðs grein er reyndar ekki svo heilleg, að hægt sé að fara höndum um hana, og skulum vér því drepa að eins k fátt í henni. Þar er sagt að orð Jóns Ó- lafssonar í Fjallk. um aðskilnað Islands og Dan- merkr sé „eflaust það hreinskilnasta og einarðasta orð, sem síðast liðin 14 ár hafa verið sögð (sic) í pólitík á Islandi, þótt einungis gjöri — ilt verra“. Af þessu má ráða á hverju siðferðisstigi Lýðr stendr, er hann álítr hreinskilni og einurð til ills eins. — Um Robert Ingersoll segir Lýðr, að hann sé ;,al- þýðuprédikari og fari borg úr borg og land úr landi með æsingaræðum“, og líkir honum við Sölva Helgason. Ver höfum aldrei heyrt Sölva Helga- syni brugðið um æsingar, og jafnmikil hæfa er í hinu öllu. Ingersoll er búsettr í Washington, og hefir lengi gegnt þar málflutningsstörfum, enn einkum hefir hann orðið frægr fyrir fyrirlestra sína og rit, og hefir sumu af þvi verið snúið á norðr- álfumál. Hann hefir oft átt í ritdeilum um trúar- efni við ýmsa skörunga Ameríku. Eins og kunn- ugt er, er Gladstone gamli fastheldinn kirkjutrú- armaðr, enn hann hefir að eins tekið til pennans í því efni móti lærðustu og mikilhæfustu mönnum, eins og t. d. prófessor Huxley, Albert Re ville, Max Múller, enn nú síðast hefir hann ritað móti Inger- soll og má af því ráða, hve mikils honum þykir vert um hann. Eitt af ritum Ingersolls „Hugsaðu sjálfr“ hefir skáldið Björnstjerne Björnson þýtt á norsku úr einhverju merkasta tímariti Ameríku „North American Review“, og var þessi þýðing gefin út tvisvar á 3 árum, og í ráði hefir verið að koma þessu riti út á íslensku. — Verið getr að Ingersoll hafi farið víða um Ameríku, enn hann er enginn flakkari fyrir það, og allra sist slikr flakkari sem landshornapresfarnir, sem hvergi eira ári lengr. Tryggvi riddari & Feddersen. Tr. G. riddari hefir fyrir nokkru (2. febr.) komið i Isafold grein- arstúf frá sér og Feddersen gegn grein þeirri er stóð í Fjallk. 9. júlí í fyrra um þá félaga, enn alt stendr þó enn óhrakið sem Fjallk. hefir sagt um forngripasöfnun Feddersens og forngripasölu. Reyndar neitar Feddersen nú sjálfr, að hann hafi selt ísienska forngripi til Englands eða Þýskalands, enn vér munum brátt sanna, að hann hefir selt þá til annara landa, svo málstaðr hans er engu betri fyrir það. Að öðru leyti skal þess getið, að innan skamms mun birtast i blaði þessu grein um forn- gripakaup Fedd. eftir umsjónarmann forngripa- safnsins hér, hr. Sigurð Vigfússon, sem skýrir þetta mál. Aftan í grein sína í ísaf. hnýtir ridd. ýmsum ó- notum til Fjallk. og ritstj. hennar, sem vér virðum ekki svars, því mál þetta er af hálfu Fjallk. laust við alla persónulega áreitni. Alt sem Fjallk. hefir unnið til saka í því er það, að hún hefir viljað halda íslenskum forngripum í landinu sjálfu. Loks kemr riddarinn með þá skröksögu, að nokkrir menn hafi fengið 1. verðlaun (verðlaunapening úr gulli) á sýningunni í Höfn í fyrra fyrir íslenska muni, og endar á miklu skjalli um „allan þann auð, þá snild og þá miklu verklegu þekkingu“, sem Danir hafi til að bera. íslenskr sögubálkr, Þáttr af Gunnari sterka Halldórssyni. Eftir Svein prófast Níelsson. (Prentaör eftir hndr. P&ls stúdents Pálssonar. Lbs. 275 4to.). (Pramh.) Guðmundr Bjarnason Scheving kaupmaðr í Fiatey á Breiðafirði átti stóran teinæring, er Oddr var nefndr og seinna meir umsmíðaðr í þiiskip. Skipi þessu lét eigandinn halda fiti i Breiðafjarðarmynni til hákarla veiða. Það rak einu sinni i miklu norðanveðri að landi nálægt Gufuskálum; eru þar hættu- leg sker fyrir landi, enn þar fyrir innan gengr fram hrauntangi lendingalaus. Enn milli tangans og Hjallasands skerst. inn vík allmikil. Inn í hana gátu skipverjar beitt, þó framanverða, og köstuðu þar akkermn. Þegar til skipsins sást af Hjallasandi fór þaðan fjöldi manna, meðal þeirra var Gunnar einn, til að bjarga skipinu. Það var mjög jafnsnemma, að mannfjöldinn var kominn á móts við skipið, að það sleit upp og rak að svo illri landtöku, að bersýniiegt þótti að þar mundi farast bæði skip og menn. Yar nú mikil umræða um, hvað tiltækilegast væri til að afstýra svo miklu slysi og var helst leitað tillaga Gunnars. Hann kvaðst ekki sjá annað ráð enn vaða út í brimið móti skipinu og taka af því ganginn; kvaðst hann sjálfr vera búinn til þess fengi liann tvo röska menn með sér. Þetta þótti nú eina úr- ræðið og var nú leitað hverjir til mundu verða að fylgjast með Gunuari, og urðu tveir til, er menn treystu best. Þeir réðust til ferðar með Gunuari, enn sneru aftr í brimgarðinum, enn Gunnar réðst á móti skipinu, gat tekið af þvi rekganginn og stýrt þvi til betri landtöku með því liði sem skipverjar gátu sjálfir veitt, og i það sinn kvaðst hann hafa neytt allrar orku sinnar. Margar sögur befi ég um það heyrt, bve þarrtega hann oft neytti afls síus þegar hann var þar viðstaddr, er mönnum barst á í lendingu , eða þeir þurftu hjálpar við að koma skipum uud- an brimsjó. Einkanlega hefi ég heyrt orðlagða framgöngu hans og handtök þegar Rifsar einu sinni hleyptu alment til lending- ar á Sandi, enn stórviðri var og brim. Sögðu menn að hanu hefði þá einn dugað betr i manna og skipa björgun, enn marg-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.