Fjallkonan - 20.03.1889, Blaðsíða 3
20. mars 1889.
FJALLKONAN.
31
ir til sarnans aðrir, eins os? líkindi eru til, j>esar nokkurra manna
aíl er í eins inanns höndum.
Kæðari var hann svo góðr, að það skip gekk ætíð rétt sein
hann var á, hvernig sem mannað var. Oftar enn einu sinni
sýndi hann það, að honum var anðvelt að róa á móti fjórum
fullgildum mönnum. Enn þegar hann reri á tvær árar, sögðu
menn skipið gengi eins og 3 góðar árar væri áhvortborð; enn
svo var liann lagræðr, að sjaldan braut hann ár eða keip. Enn
alsagt er, að þegar hann sá, að liann mundi þurfa á meiri enn
vanalegum róðri að halda, þá hafi hann buudið stein við keip
sinn til að treysta haun gegn átaki.
t>að var fullyrt, að Gunnar gæti sitjandi haldið svo hægri
hendi á kné sínu, að enginn einn gæti hrært liana. Maðr hét
Jón Þórarinsson knár maðr og mikill á lofti. Hann kemr til
Gunnars og biðr hann að lofa sér að reyna, hvort hann geti
ekki komið liendi hans af knénu. Gunnar er tregr tii, enn lætr
þó eftir lionum; sest á rfun sitt, enn Jóu kemr með gildan suær-
is snúning í langri lykkju, leggr annanu lykkju endann í lóta
Gunnari, og biðr hann leggja höiidina á kné sér, sem hann og
gerði, enn smeygir liinum iykkju endanum yfir herðar sér, tekr
á með báðum höndum og spyrnir fótum í rúmstokkinn. enn
gat ekki hrært hönd Gunnars hið minsta; reyndi hann þetta
lengi, því liann ætlaði að Gunnar mundi þreytast í hendinni,
enn honutri reyndist það ekki og gafst hann svo upp við þann
leik.
Það var öðru sinni, að tveir menn, honum mjög samrýndir, (
Sveinn Jónsson og Jón Þórðarson, báðir hraustmenni tii burða, ;
fengu af Gunnari, eftir langa bón, að reyna þannig afl við sig. |
Gunnar svaf í rúmi um þveran gafl uppi á lofti; biti lá um i
þvera baðstofu rúma alin frá rúmstokknum; Gunnar sat á lág-
um sessi fyrir framan bitanu þannig, að bitinn væri fyrir neðan
brjóst honum, enn þeir báðir Sveinn og Jón settust á rúmið; ,
nú tóku þeir digrt band og gerðu af lykkju; smeygði Gunnar
báðuni hönduui i annan lykkjn endann og hélt höndunum
ofau á bitanum föstum við brjóst sér, enn í hinn lykkju end-
ann létu þeir kefli, sem þeir tóku um báðum höndum sinn livers
vegar við bandið og spyrntu fótum í bitann, og leituðust við
að draga liendr Gunnars frá brjóstiuu og inuar af bitanum, enn
þeim tókst það ekki svo þeir gáfust upp við það. Þá sei'ir
Gunnar: „Nú vil ég vita, hvort ég get lirært ykkr nokkuð á
leið til mín með annari hendi“, enn þeir spertust við með sömu j
tökum af öllu megni, enu gátu ekki viðuáin veitt og kipti hann
þeim í fyrsta átaki fram á bita, og spyr um leið: „Gerðuð þið
nú hvað þið gátuð?“ Þeir kváðu svo verið hafa. Þá furðaði
mjög hans ofrafl og þóttust varla báðir til samans liafa
hálft afl við aðra hönd hans. Þannig hafa þeir, sinn í hvort
sinn, sagt trá atviki þessu í mín eyru. — Það var einu sinni,
að Gunnar eftir mikla áleitni lét til leiðast, að halda hægri )
hendi á kné mót fjögra inanna átaki, enn þó með því skilyrði
að þeir gerðu enga rykki; enn svo leyfði hann að bættust við
aðrir 4, enn þá slitnaði bandið, enn hönd hans gátu þeir ekki j
hrært af knénu. Þessa ótrúlegu aflraun sagði mér greindr og
skrumlaus sjónarvottr, einu af þessuin 8, og kvaðst með eiði j
voga að sanua iiana.
Það var stuudum leikr Gunnars, þegar liann var í veri og
menn vóru á landi og úti staddir, að hann gekk að tveimr
mönnum, tók í bak þeim, sínnm með hvorri hendi, hófþánokk-
uð frá jörðu, rétti handleggi beint út frá öxlum og gekk þann-
ig með þá spölkorn á höndum sér npprétta. Lika lék hann sér j
stundum all-lengi í senn að brennivínstunnu, eða lýsistunnu. fýr- j
ir ofau höfuðið á sér, og sagði þeim er á horfðu, að tunnan væri
tóm. enn hún var rauuar jafnan full.
Pramanskrifaðar aflraunasögur eru allar hér sagðar eins og
sjónarvottar hata mér sagt,. Ekki all-fáar sögur þessum iikar
hefl ég at Gunnari heyrt, enn þó fáar þeirra af munni sjónar-
votta. Ein af sjónarvotta sögunum er sú, að hann bar á herð- j
um sér og yfir klungr ng stórgrýti brimil dauðau; vó spikíð af j
honum 20fjórðunga, og liefir haun þá verið þuugr í heilu líki I
eins og Gunnar bar hann. (Framh.).
*Bm útgáfu íslensks fornbréfasaíus. Nú er þó loksins kom-
in byrjuniu af öðru bindi safns þessa eftir 12 ára hvíld, þvi að
4. og síðasta hefti 1. bindis kom út eins og kunnugt er 1876,
og þá höfðu liðið 14 ár frá því að 3. heftið kom (1862); það |
má því heita, að safn þetta liafi legið í dái 26 ár. Eins og j
kunnugt er var Jóni heitnum Sigurðssyni falið á hendr að búa
ritsafn þetta til prentunar, og vita allir, hversu liann leysti það
af hendi. Enn orsökin til þess að verki þessu miðaði svo lítið
áfram, einkum á siðustu æviárum hans, mun hafa verið sú, að
hanii var þá tekinn að eldast og lýjast, enn hafði jafnframt svo
mörgnm öðrum störfum að gegna. Þess ber og að gæta, að
hann varði afarmiklum tírna til að skipa safniun niðr eftir ár-
uni, og taka afskriftir af skjölum, og vita allir, sem nokkuð
skynbragð bera á slíka hluti, hversu erfitt það er að safna sam-
an og raða niðr svo mikhi efni; það var því engin furða, ’þótt
Jóni Sigurðssyni gengi fremr seint verkið eftir þeim umfangs-
mikla mælikvarða, er hann hafði við það, þar sem athugasemd-
ir hans tóku upp margfalt meira rúm, enn sjálf bréfin; og þótt
þessar athugasemdir séu mjög mikilsverðar, eins og vænta mátti
af slíkum manui, þá hafa þær samt þann ókost, að ókleyft væri
að halda safni þessu áfram til lengdar með því fýrirkomulagi.
Þetta liefir Jón Sigurðsson einnig játað sjálfr, því að í formál-
anum fyrir 1. bindi safnsins segir hann, að skýringar þessar
eða athugasemdir muni vera nanðsynlegar til loka 13. aldar,
enn úr því muni að mestu mega fella þær úr, svo að þá uægði
að prenta að eins bréfin eftir frnmritunum, eða liinuin bestu af-
skriftum, er fengist gætu.
Eins og kunnugt er nær 1. bindi safnsins, sem Jón Sigurðs-
son vann að, til ársins 1264, enn miklu hatði liann raðað niðr
eftir þanu tíma (alt fram á 16. öld eða meira), og ritað skýr-
ingar við sumt af því, og getr það eflaust verið allmikill léttir
fyrir þann, sem þessu verki lieldr áfram. Eftir lát Jóns Sig-
urðssonar leit út fýrir að frainhaldsins yrði langt að bíða. bæði
sakir þess, að bókmentafélagið kostaði þá miklu til útgáfu anii-
ara bóka, og svo vissu menu ekki völ á neinum manni, sem
vildi eða gæti tekist verk þetta á hendr og haldið því áfrain á
líkan hátt og Jón Sigurðsson. Ei að síðr munu samt allir, sem
fornum fróðleik og sögu landsins vóru hlynntir, liafa viðrkent
þörfina á, að þessu verki yrði lialdið áfram, og óskað þess að
félagið hætti ekki við útgáfuna svona í miðju kafi. enda getr
víst engum heilvitamanni dulist, hversu ómetanlegt slikt safn
er fyrir sögu vora, að minsta kosti hafa aðrar þjóðir varið stór-
fé og verja enn til aö gefa út forn skjöl, þar eð þau eru al-
veg ómissandi fyrir sagnaritarann og hvern þann, sem eitthvað
vill vita um hag þjóðar sínnar á nmliðnum öldum; þau eru
talandi vottar liorfinna tíma, og þessir vottar verða ekki hrakt-
ir, þar sem nm frumrit er að ræða. eða áreiðanlegar afskriftir
af þeim. Það er því mjög lieppilegt, að nú er fenginn maðr
sem tekist heflr á hendr útgáfu þessa mikilvæga safns, og er
oss óhætt að fullyrða, að meðal liiiin.: yngri mentamanna vorra
sé enginn betr fallinn til þessa starfs enn hauu, liversu liart
sem sumum kann að þykja það, og þessi maðr er dr. pliil. Jón
Þorkelsson í Kaupmannahöfn. Hann sótti eins og kunnugt er
um styrk til að gefa út fornbréfasafnið, og var sú bænarskrá
lögð fyrir alþingi 1887, enn þótt ríkissjóðrinn danski byðist til
að leggja fram fé til helminga við landssjóð, svo að fyrirtæki
þessu yrði framgengt, þá vóru samt margir þíngmenn svo
„sinásálarlegir“ að þeir reyndu hvað þeir gátu til að spilla
fyrir því, að styrkbeiðni þessari yrði gaumr gefinn; þeir héldu
nfl. að það yrði ekki látið í askana, sem til þessa væri varið,
og héldu heilar hrókaræður um nauðsynina á „að spara“ í þessu
árferði, enda er það oftast viðkvæðið, þegar ræða skal um fjár-
styrk tíl vísindalegra fyrirtækja, og ofrhentugt til að varpa
sandi í angu þeirra, er álita öllu illa varið, sem veitt er til
eflingar bóklegra framfara. Enn þegar einhvcrnveginn öðruvísi
stendr á, t. d. þegar ræða er um launaviðbætur og þess kouar,
þá hafa þessir sparnaðarmeun ekki „brjóst í sér“ til að spara
skildinginn, því að það er ekki gustuk að taka bitann frá börn-
unum og kasta honum fyrir hundana. Það er ekki nema gott
og skynsamlegt að spara, þegar það á við, enn það verðr að
vera einhver samkvæmni i því, eins og í öllu öðru, og allra
síst ætti persónulegr kunningsskapr að vera þyngri á metunum
enn sanngirni og réttvísi, því að slíkt er rétt nefndr peysu-
skapr hjá þeim, sem eiga að vera fulltrúar þjóðarinnar.
(Niðrlag næst).
Reykjavík, 20. mars.
Tíðaríar hefir verið stilt víðast um land síðan
seint i febr., er hlákuna gerði; enn allvíða eru þó
snjóþyngsli allmikil, einkum á Yestrlandi.
Aöahrögð. Fiskvart hefir orðið bæði austanfjalls
(á Eyrarbakka) og víða við Faxafióa. I Grarðsjó og
Leiru aflaðist á dögunum 30—40 í hlut á lóðir;