Fjallkonan - 08.04.1889, Blaðsíða 3
8. apríl 1889.
FJALLKONAN.
39
bréfanna skyldi að eins prentaðr, heiir samt útgefandinn víðast
hvar látið fylgja einhverjar athugasemdir um bréfin,afskriftir
þeirra o. s. frv., og jmtt pær séu svo stnttar, sem unnt er. þá [
ern þær samt miklu betri enn ekki, og finnst oss, að þingið geti
varla sakað útgefandann uin, þðtt liann hafi ekki fleygt frá sér
eintómum texta, því að það er æði-óviðkunnanlegt, þegar um
markverð fornskjöl er að ræða, þó mest ríði á að fá bréfin j
sjálf prentuð.
Yerði safni þessu haldið áfram eins og vouandi er, þá mun
óhætt að fullyrða, að það muni kasta ljósi á margt í sögu vorri
á hinum myrku og sagnasnauðu miðöldum, sem nú er ekki full-
komlega kunnugt né nægilega raunsakað, jafnframt og vér treyst-
um því, að það verði þjóð vorri og útgefandanum til sóma.
í febrúar 1889. a.+6.
íslenskr sögubálkr,
í»áttr af Gunnari sterka Halldórssyni.
Eftir Svein prófast Níelsson.
(Preutaðr eftir hndr. Páls sttdenta PAlssonar. Lbs. 275 4to.).
- <>oo -
(Niðrl.). Einn merkr maðr, Þórðr Jónsson á Rauðkollsstöð-
um, sem dó 1886 og lengi var samtíða (iunuari og reri nokkrar j
vertiðir á sama skipi og hann, sagði við mig, þegar ég mintist ;
við hann á nokkurar framauritaðar sögur og spurði hann, hvort
hann sem manuinum gagnkunnugr héldi að nokkuð væri ýkt í
þeim, — að hanu áliti þær allar sanuar og bætti við þessum orð-
um: „Ég þekti Gunnar svo vel, að ég mun ekki heyra svo
ólíkindalegar sögur af afli hans, að ég trúi þeim ekki, og mun
mega fullyrða, að hann vissi ekki sjálfr afl sitt og því síðr aðrir,
því það kom aldrei fyrir, að haun þyrfti að taka á öllu sínu
afli“. E»á sagði ég: „Mun hann ekki hafa beitt þvi sem til
var við Odd“ — skipið sem þegar er á minst — „um árið“.
Dórðr segir: „Jú, það held ég, enda var hann eftir það þrek-
virki nokkuð bólginn um bakið því hann beitti bakinu við
skipið".
Dað sem hér er sagt, hygg ég nægi til að sýna, hvílíkr af-
burðamaðr Gunnar var að afli. Enn nú vil ég litið eitt frekar
á hann minnast. Hann var vel meðalmaðr á hæð, um 65 þuml.
og mjög þrekvaxinn, og manna útlima-gildastr og vöðvamikill, j
handþykkr og holdugr, þykkleitr og rauðleitr í andliti; greindr
og góðmannlegr á svip. Hann var manna lundbestr og sást
aldrei skifta sinni sínu; manna greiðugastr og sást ekki fyrir
að öllum jafnaði, mjög fátalaðr, enn þó greindr og viðræðugóðr, j
þá hann var tekinn tali. Honum var svo sýnt, um að reikna j
í huganum, að æfðir menn í reikningslíst gerðu ei betr enn
jafnast við hann í því að leysa nokkuð vönd reikningsdæmi.
Hann var manna veðrglöggastr og forspár. Hann bjó í Mel-
rakkaey meðan hann lifði. Hanu hafði sagt vini sínum, að það !
lægi fyrir sér að drukna í sjó. Og seinasta sumarið sem hann
liíði sagði hann öðrum vini síuurn að ei mundi hann lifa til j
næsta sumars, eins og fram kom.
Kaupmaör Oli Steenback í Stykkishólmi var ungr og röskr
fjörmaðr og mjög hneigðr til sjófara. Hann átti stórt, nýtt og
vel útbúið hákarlaskip og sigldi því á útmánuðum 1831 frá
Stykkishólmi við tíunda mann, alt hið röskvasta einvalalið. Þeg-
ar Gunnar sér siglingu hans, þekkir hann skipið og getr til
um áform Steenbaoks; segir hann muni koma við hjá sér- til
að fá sig með. Þá segir Marta kona hans: „Ætlar þú að fara
með þeim?“ „Nei“, svarar Gunnar. Hún segir: „Dú gerir
það fyrir hann Steenback vin þinn eins og hvað annað sem hann
biðr þig“. „Nei“, segir Gunnar, „ég geri það ekki að nauðsynja-
lausu fyrir neinu, að ganga út í opinn dauðann, og Steenback
er ekkert að sælli þó eg fari með houum“. Síðan sagði hann
henni með beruin orðum, að skip þetta mundi farast í þessari ferð
langt frá landi, eins og varð. Steenback lenti í Melrakkaey, fann
Gunnar og bað hann koma með sér. Gunnar beiddi liann að
snúa aftr, kvað ljótt loftsútlit, enn nllir skipverjar hældu lofts-
útliti og fýstu að halda áfram. Gunnar afsagði að fara með
þeim, og gaf í skyn, að feigð mundi að þeim kalla. Þeir eign-
uðu hugleysi öll ummæli hans og afeggjun og kváðu furðu
mikla, að hann, slíkt mikilmenni, væri svo ragr. Hann þoldi
ekki frýjunaryrði þeirra og fór með þeim. í þeirri ferð fórust allir
þessir 11 menn, enn enginn veit með vissu á hvern hátt. Stóð
þá Gunuar á fertugu; átti eftir ekkju og tvö börn, pilt og stúlku.
Útlendar fréttir.
^ArAIV-W-ú/V
SKRBÍA. Mílan konungr lagði niðr völdin 5. mars og fekk
þau í hendr syni sínum Alexander (I.), 13. ára trömluin. Mílan
varð furstí í Serbíu 1868 og konungr 6. mars 1882 hefir því
verið rétt 7 ár konungr. Stjórnarforstöðu hefir á lieudi Ristisch,
foringi frjálslynda fiokksins og mestr atkvæðamaðr þar í landi, enn
Rússa vinr mikill. Þetta er snoppungr fyrir Austrriki, sem nú
verðr engu ráðandi á Balkauskaga, enn aftr á móti greiðkast
vegrinn fyrir Rússa til Konstantinópel. — Sagt var að Milan kon-
ungr hygði hið bráðasta til samfara við hjákouu sína, sem hann
hefir lengi átt vingott við; er það þó giftkona og ekki enn skilin
við mann sinn, sem verið hefir sendiherra Serbiu í Berlín og mælt
er að feugi það embætti hjá Mílan konungi í kaupum fyrir konu
sina.
JAPAN. Þar er komin á þingbundin stjórn, og birti keisarinn
(míkadóinn) þann boðskap 11. janúar. Stjórnarskráin suiðin
helst eftir þýskri fyrirmynd; fulltrúaþingið i 2 deildum. Trúfrelsi,
málfrelsi og íundafrelsi innleitt jaínframt. 1872 var þar settráð-
gjafarþiug og 1875 rýmkað um vald þess; hefir þetta verið góðr
undirbúningr.
--------------
Reykjavík, 8. apvíl.
Biskup landsins Dr. P. Pétrsson mun hafa sótt um lausu frá
embætti með síðustu ferð póstskipsins sakir ellilasleika, eða að skip-
aðr yrði aðstoðarmaðr til að gegna embættinu með honum.
Tíðarfar hið blíðasta hér og í mersveitunum, og eftir fréttum
með póstuin i gær veðrabati kominu alstaðar.
Aflabrögð nokkur í Garðsjó og Leiru, enn fiskrinn rýr. Annars
lítið um afia hér um slóðir.
Dánir eru: Egill Guðinundsson trésuiiðr á Þórustöðum á Vatns-
leysuströnd, einn af helstu hændum þarsyðra; Helgi Sveinbjarn-
arson bóndi á Hlíðarfæti í Sviuadal; Jón Simonarson trésmiðr hér
í bænum (lést úr sullaveiki 5. þ. m. eftir rniklar þjáningar); hann
var tæplega fertugr, liprmenni og vel látinn; frú Sigríðr Einars-
dóttir í Kaupangi, ekkja Björns prófasts Halldórssonar í Lauf-
ási, merkiskona; synir þeirra eru þeir Vilhjálmr bóudi á Kaup-
ang'i og sira Þórhallr. kennari við prestasaólann.
Druknau. 28. marsylruknuðu tveir bændr ofan um ís á Hauka-
dalsvatni íDölum: Jónas Benediktsson frá Vörðufelli og Jón-
as Jónasson frá Ketilsstöðum i Hörðndal.
Slysför eða morð? Um síöast liðiu þorralok
var vinnumaðr frá Kamarsseli í Hamarsdal sem
gengr upp af Hamarsfirði, er Finnr hét Jónsson við
fjárhirðing; haíði harm byssu með sér og ætlaði að
skjóta rjúpur. Um kveldið kom hann ekki lieim.
Var þá farið að leita hans. Veðr var bjart og f'rost
lítið. Um miðnætti fanst maðrinn og var þá dauðr
eða þvi nær, og var stunginn, að því er virt-
ist, með huííi eða mjóuin broddi á þrem stöðum: áhol
fyrir neðan hjartagrófina. einnig í hliðina fyrir neð-
an rifjahylkið og þriðja stungan var innanvert á læri.
Maðrinn var í þykkri segldúkstreyju, vesti og
tveimr skyrtum og í vaðmálsbuxum og var þannig
stunginn gegnum þessi þykku föt. Að öðru íeyti er
ekki getið um nein vegsummerki; það sem maðrinn
hafði haftmeð sér og á sér var alt kyrt; úrið gangandi
í vasanum, húfan á höfðinu. Byssan lá skamt frá
honum hlaðin. Engar nánari upplýsingar hafa feng-
ist um þennan atburð. Pessi maðr var talinn með
efnilegustu mönnum þar í sveit og mjög vel látinn
af öllum. Hann var á 24. ári.
Fyrirspurnir, er svara átti í síð. bl., geta eigi sökum
rúmleysis komið fyr enn í næsta blaði.
RA U Ð H E T f A, ágæt, myndumprýdd barna-
bók, fæst í verslun Sturlu Jónssonar á 75 aura.
Gi-erpulver, sítrónuolía og sauinavélaolía fæst best að gæð-
um og verði í verslun
Sturlu Jónssonar, Aðalstræti 14.