Fjallkonan


Fjallkonan - 08.04.1889, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 08.04.1889, Blaðsíða 4
40 FJALLKONAN. VI, 10. í saumastofu C. J. Rydéns á horninu við Austurstræti og Veltusund (Rafnshúsi) er saumaðr allskonar karlmannsfatnaðr eftir nýjustu tísku (,,mode“) og fyrir lægsta verö. Tilbúinn fatnaðr er alt af á boðstólum. Tilbúnir jakkar á 10 kr. og m.; yíirfrakkar á 18 kr. og m.; fallegar sterkar buxur á 12 kr. og m. E>eir sem vilja geta fengið föt sniðin, þótt þau séu ekki saumuð. Með gufuskipinu i apríl og maí koma miklar birgðir af alls konar J§> góðum og ,,moderne“ fataefnum í H. Th. A. Thomsens verslun í Reykjavík, og verða ávalt sýnishorn af þeim á verkstofu minni. slC Efnilcgr circiigr verðr teltinn til lronalvi. C. J, m, .(f'y Skósmíða-verkstæði fyrir almenning, Síðustu árin hefir atvinna fyrir skósmiði hér í bænum óðum þverrað, og hefir það mest komið til af því, að æði mikið hetir flnst hingað af útlendum maskínugerðum stígvélum úr lélegasta efni, og hafa skósmiðir ekki getað selt sinn skófatnað eins ódýr- an og kaupmenn, vegna þéss, að þeir hafa fengið leðr sitt frá útlöndum með nokkuð hörðum kjörnm, og því orðið að kaupa lé- legra efni í skó sína til þess að geta nokkurn vegiun fylgt útsöluverði kaupinanna. Sem dæmi þess, hvað skósmiðir liafa neyðst til að fá lélegt efni. hefir einn aðal-skósmiðrinn hér i bænnm fiutt klofið leðr í skóyfirleðr, innri hlutann (affallið) af húðinni, sem lieldr engri fitn, vegna þess, að hársvörðinn vantar, enda verðr það eftir nokkra daga, að búið er að sníða úr því og sverta það, glerhart, spriugr því eftir litla brúkun og veldr líkþornum. Þetta leðr er í öllum ódýrum maskinugerðum knrlmannsskóm og stíg- véinm, enn í sams konar óvönduðum kvenstigvélnm er venjulega leðr. sem heitir „chevreaux-1, sem gert er ettir leðrí, sem heitir kálfs-„kíð“, auk fleiri ódýrra tegunda. Hið klofna leðr má í algerðum skóm best þekkja á því, að yfirleðriu ern eftir fáa daga mjög hörð og hrjóstrug, og að eins við að hanga nokkra daga verða þau þannig útiits. Skósmíðið er þannig komið í mestu niðr- lægingu, mest vegna þess, að fólk alment ekki þekkir gott leðr frá lélegu. íslensk stígvé! eru nú seld með miklu lægra verði enn stórverkstæði í Kaupmannahöfn geta selt þau og má nærri geta, að munrihn hlýtr að liggja í efninu, að það er lélegra hét*, eða þá í beinu tapi, eun ekki af því, að fátækir skósmiðir hér, sem. fá alt leðrið tii láns hjá harðbýlum dönskum leðrsölum, kom- ist að vægari kjörnm enn stórkaupmenu, sem búa i Kaupmannahöfn. Til þess að bæta úr þessu, hefi ég í liyggju að forfallalausu uú um maímánaðar hyrjun í sambandi við leðrverslnn mína að stofna skósmíöa-verkstæði fyrir almenning, nndir forstöðu kins alþekta og samvisknsama skósmíðameistara J. JACOBSENS, og með bestu skósmiðum bæjarins, sem taka vilja þátt í þessu með mér. Aðaltilgangrinn með þessn verkstæði er, að draga sem mest skóara-atvinnu inn í landið sjálft og einkum t-il Reykjavíkr, og að kenna almenníngi að þekkja gott leðr frá ónýtu, og gefa fólki kost á að reyna, hvort ódýrara er þegar öllu er á botninn hvoltt, að kaupa góð stígvél dýr enn lítt nýt stígvél ódýr. Af því ekki er við að búast í fyrstu, að hægt sé að kenna öllum þann sannleika, að betra sé að kaupa hin vönduðu stígvél, og að fátækt fólk ott er vegna féleysis ueytt til að kaupa hið ódýra, þá verðr einnig í búð niinni útlendr skófatnaðr mjög ðdýr, sem kemr hingað í júnimán. Hvert stigvél og hver aðgerð sem kemr út frá þessu verkstæði, verðr auðkent með stöfnm þess manns, sem unnið hefir verkið, og dagsetningu þegar það var gert, til þess að full trygging sé fengin fyrir því, að verkið sé vel af hendi leyst, og sá verði látinn gera það ókeypis upp aftr, sem kann að liafa gert það illa. Verkstæðið tekr á rcóti öllitm skógerðnm og bætir skó á þanu liátt, að naumlega er hægt að sjá án sjónauka, að skórinn hafi verið bættr; samskeyti skósius og bótarinnar eru jafnsterk og leðrið sjálft, einkanlega ef leðrið í stíg- vélunum hefir í upphafi verið gott, og væta hefir engin áhrif á efni það, sem bótin er fest með, og þessar hætr eru samt ekki dýrari enn hinar gamaldagsbætr. Ef kringumstæðr leyfa fer ég í kringum land alt á komandi sumri með sýnishorn af leðri, skinn- um og skóyfirleðrum, og tek mál af þeim, sem þess óska. Leðrverslnn mín heldr áfram eins og áðr; ég sel mitt vandaða leðr með sama lága verði og hingað ti), og styð þá skósmiði, sem eitthvað liafa skift við mig, og ekki vilja eða geta unnið hjá mér, engu síðr fyrir það, þó ég lialdi þetta verkstæði. BjÖm KrÍStjánSSOIl. Leiðarvísir til lifsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórun- um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeiin, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. (kaffiblendingr), sem eingöngu ma nota i stað kaffibauna, fæst eins og vant er fyrir 56 an. pd í verslun II. Th. A. Thomseiis í Keykjavík. Sjálfsfrædarinn. 1. bók: Stjörnufræði er útkomin, og í næstamánuði á að koma út 2. og jafuvel 3. bók. — Sjálfstræðarinn verðr sendröllum útsölnmönnum bðksalafélagsins jafnóðumoghann keror út og geta áskrifendr snúið sér til þeirra. Áskriftarverð 65 au. bókin, enn »0 au. í reikning eða lansasölu. — Þeir sem safna 10 á- skrifendum fá hið 11. eintak í sölulaun. Borgun sendist fyrir fram. Sigf. Eymundsson. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.