Fjallkonan - 17.04.1889, Síða 1
Kemr út
3—4 sinn. á mánuði.
VerÖ 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi í júlí.
FJALLKONAN
Út gefandi:
Vald. Ásmundarson.
Skiifstofa og afgreiðsla:
Veltusund, nr. 3.
VI, 11.
REYK.TAVÍK, 17. APRÍL
1889.
Skilnaörinn.
-V^-A/V-'VA'-'UV
4. jan. þ. á. birti „Fjallk.“ grein frá ruér um að-
skilnad Islands og Danmerkr.
Sama dag stóð grein i inu danska Dagbladet um
sama efni. Þar fer þetta danska stjórnarsleikjublað
því fram. að ef það skyldi vera almennt á Islandi
það þel til Danmerkr [á að vera til ~Da,neL-stjórnar],
sem fram haíi komið á Þingvallafundinum í sum-
ar er leið, þá sé það fullkomið íhugunar-efni fyrir
Dana-stjórn, hvort eigi sé réttast að sleppa tökum
á íslandi og lofa því að sigla sinn sjó; Danmörk
hafi hvort sem er ekki nema útgjöld af íslandi.
Svo geti íslendingar sett á stokkana hjá sér þjóð-
veldi með svo sjálfræðislegu fyrirkomulagi sem
þeim bezt líki, Dönum að meinfangalausu.
í grein minni 4. jan. gat ég þess til, að ekki
væri óiiklegt, að stjórnarflokkrinn í Danmörku
tæki vel undir skilnaðar-tillögu frá vorri hálfu,
þótt þessum sömu mönnum þyki ógerningr að unna
oss sjálfsforræðis meðan vér erum einn hluti Dana-
veldis. Það var með öðrum orðum: ég bjóst við
einmitt þeim undirtektum sem fram komu sama
dag í Dagbladet. Ég bygði þetta á öllum hugsun-
arhætti danskra stjórnarsinna, en ekki á neinum
spásagnar- anda.
En þetta, að islenzkr andvígismaðr stjórnarinnar
og danskt forvigisblað stjórnarinnar skuli sama dag-
inn sitt í hvoru landi og sitt af hvorum ástæðum
komast að sömu r.iðrstöðu í sama máli, það bendir
óneitanlega á það, að hér muni báðir hafa upp úr
kveðið með það er mörgum bjó niðri fyrir á báðar
hliðar; að hér sé orð í tíma talað, orð, sem svo að
segja hafi legið i loftinu og tíminn og hlutarins
eðli hafi svo að segja lagt mælendum undir tungu-
rætr; — að hér sé líklega loks fundinn sá vegr,
sem báðir málsaðilar geti helzt orðið ásáttir um til
að kljá enda á ágreining sinn.
Síðan greinin í „Fjallk.“ kom rít, hafa mér bor-
izt bréf frá merkum mönnum úr öllum áttum lands
um þetta efni, og allir án undantekningar hafa
verið samdóma greininni. Ég hefi aldrei skrifað
neitt fyrr, sem svo margir menn viðsvegar um land,
margir hverjir mér áðr lítt eðr ekki kunnir, hafi
svo ört og ótvirætt lýst ánægju yfir og tjáð sig
samdóma.
Þetta hefir sannfært mig um, að sé nokkur skoð-
un i nokkru máli almenn á íslandi, þá sé það óskin
um skilnað við Danmörku.
En það er ekki nóg, hversu margir af oss ís-
lendingum sem skrifum hver öðrum bréf og tjáum
hver öðrum í trúnaði skoðun vora i þessu máli.
Það verðr að koma í Ijós. hver skoðun þjóðarinn-
ar er í þessu máli.
Hugsunin er ekki ný; henni hefir verið hrey ft
áðr í ritum og ræðum á íslandi, og nú upp á síð-
kastið munu menn mjög alment hafa velt þessu
| fyrir sér.
Það sem hingað til hefir haldið mönnum frá að
láta ósk sína í ljósi um skilnaðinn, mun helzt
j hafa verið ótti manna við, að það mundi árangrs-
! laust að fara fram á hann. Stjórnin danska mundi
taka því máli fjarri.
En nú eru líkurnar helzt til þess gagnstæða, að
j hún taki jafnvel fegins hen di tillögunni um skilnað.
En samt mun þetta mál eiga von á mótspyrnu
— hér innanlands.
Fyrst og fremst frá nokkrum embættismönnum,
einkannlega þeim sem lítt eru vaxnir stöðu sinni
, og geta því að eins vænt sér fremdar og viðgangs
fyrir frændafla og stjórnhylli, en vita sig ekki menn
1 til að ná hylli þjóðarinnar með eigin verðleikum.
í -— Aftr munu eigi allfáir af vorum nýtari embættis-
j mönnum vera aðskilnaðarins óskandi með sjálfum
! sér, þótt þeir margir hverjir álíti réttast að sinni,
I stöðu sinnar vegna, að láta sem minst uppi skoð-
j un sin8. Þeir sjá vel, að með ýidlu sjálfsforræði
víkkar svo mjög starfsvið allra nýtra manna, sem
hafa vilja og hæfileik til að vinna fóstrjörðinni
gagn, að þeir fá beitt kröftum sínum miklu betr
en nú.
Hvað verðr af oss, ef vér missum vernd Dana-
stjórnar? Verðum vér ekki Tyrkjum, Frökkum
j og hverjum sem vill hafa oss, að bráð?
Já, vernd Dana!
Þeir vernda illa sjálfa sig, hvað þá heldr oss.
Hvar var vernd Dana þegar Tyrkir rændu hér?
Hvar er vernd þeirra árs árlega þegar frakkneskir
fiskimenn ræna hér og rupla og jafnvel drekkja
mönnum? Hvar var vernd Dana í fyrra þegar
j frakkneskr herskipsforingi gekk um sem almennr
j spellvirki og þjófr — hér i augsýn sjálfs höfuð-
staðarins?* 1
Nei, tölum ekki um vernd Dana. Það er alt of
skoplegt.
Og ef ísland nær skilnaði við Danmörk, þá er
naumast torvelt að fá vernd annara þjóða. Englar
veittu íónsku eyjunum fúslega vernd sína, meðan
j þær vóru þjóðveldi, þar til er þær sameinuðust
j Grikklandi. Verzlunarviðskifti vor hneigjast nú svo
! mjög í þá átt, að enginn efi er á, að íslenzkt þjóð-
veldi fengi vernd þeirra.
Það komu fram margar raddir í Noregi og Sví-
þjóð 1870—73 í þá átt, að ísland ætti að verða
þjúðveldi og standa í sameiginlegri vernd allra
Norðrlanda. Mundi ekki auðgefið að fá þá nú, ef
' til kæmi, vernd Svíþjóðar og Noregs?
*
Víðsvegar um land hefir nú verið sent út til und-
irskrifta svo hljóðandi ávarp:
1) Sjálfr foringinn gekk hér upp i Akrey og fór þar á veiðar
í augsýn eigandans. Sami herra fór og í land (um nætrtima?)
i i Laugarnesi og stal þar heilum hátsfórmum af tígulsteini.