Fjallkonan - 17.04.1889, Page 2
42
FJALLKONAN.
VI, 11.
„Til Alþingis 1889.
Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, viljum lýsa j
■yfir þeirri sannfœring vorri. að eftir því sem sambúð
vorri við ina dónsku stjórn hagar, sé þjbðinni ekhert
œskilegra, en að öllu stjórnarsambandi Islands við \
Danmörku gœti sem bráðast orðið lokið á löglegan hátt, \
þar eð samband þetta nú er að eins til niðrdreps þjóð-
félagi voru í öUu tilliti.
Þetta álítum vér skyldu vora að láta í Ijósi, til að \
gera vort til, að þingið sé eigi í vafa um skoðun þjóð- j
arinnar; en jafnframt felum vér óruggir þinginu, j
hvert tillit það vill taka til þessarar skoðunar við með- j
ýerð stjórnarskrármálsinsu.
Eins og menn sjá, er það ekki tilgangr ávarps-
ins að taka í neinu fram fyrir hendr þingsins með
undirtektir í stjórnarmálinu. Þinginu er alveg fal-
ið að taka það tillit til þessa, sem því þykir við
eiga eftir atvikum. Engu að siðr er mjög áríðandi l
að hvei't mannsbarn skriíi undir ávörpin, eða svo
margir sem auðið er, af þeim sem samdóma eru, !
auðvitað. Yið nœstu kosningar, sem vonandi erað
fari fram að ári, nær málið fyrst fullri þýðingu. En
þó því að eins að undirtektirnar verði nógu almenn-
ar nú.
Það er vonandi að þingmenn þeir, sem samdóma
eru, styðji ávörp þessi liver í sínu kjördæmi. Eg hefi j
orðið þess áskynja, að allmargir þjóðkjörnir þingmenn j
eru málinu fylgjandi; að eins einn eða tveir af þeim,
sem ég veit um, eru svo hjartveikir, að þeir þora
ekki að sinni að segja af eða á, hvorki styðja málið
né sporna á móti, af því þeir þykjast ekki enn vita,
hvað oýan á verði.
Við slíku má búast.
En hvað gera blöðin?
„Lýðr" hefir, eins og við var að búast, dregið
upp sinn fánann á hvoru siglutrénu („hreinskilnasta
orð“ á framsiglunni; ,,ti] ilis eins“ á stór-siglunni).
Sum blöð hafa aldrei drengskap til að styðja
neitt mál, nema það hafi fyrst komið fram i því
blaði, eða aldrei hug til að láta skoðun sína í ljósi
um mál fyrri en þau þykjast gengin úr skugga
um, hvort það muni ætla að þokkast vel og sigra
(sjá fyrst, hvor betr hefir, áðr en liðveizlan er i té
látin).
Hér vona ég að öll in betri blöð vor taki þegar
undir vel og drengilega. Það sem ég óska stuðn-
ings þeirra til er að eins það, að þau hvetji menn
til að láta alment í ljósi skoðun sína með ávörpum, i
annaðhvort með eða móti skilnaðinum.
Ég vona það; en hverjum forlögum þetta mál á
að sæta hjá þeim, það veit ég ekki.
Eu ég veit annað: ég velt að þetta mál fær
fylgi þjóðarinnar þrátt fyrir alla hjartveiki og j
hvort heldr sem það nær fylgi fleiri eða færri af
blöðum vorum.
Að endingu eitt: enginn þarf að óttast að skrifa
undir ávörpin fyrir það, að því fylgi nokkur laga-
ábyrgð. — Það er að eins látin í ljósi í þeim ósk
nm að skilnaðr geti komizt á á löglegan hátt, þ. e.
með samningum og fullu samkomulagi.
Það eru svo sem engin landráð eða uppreisn að
fara fram á slikt. Ég get þess svona, > af því að
hjartveikin er mikil í oss sumum lirkynjuðum ættlerum
forfeðra vorra.
Áskoranirnar má senda mér aftr með undirskrift-
um, eða til útgefanda „Fjallkonunnar11. Eg skal svo
sjá um að þær komi fram á þingi, afhenda þær
hlutaðeigandi þingmönnum, ef þeir vilja flytja þær;
en vilji þingmaðr einhvers kjördæmis ekki flytja
áskoranir þessar úr sínu kjördæmi, skal ég sjá þeim
fyrir flutningsmönnum.
Reykjavík, Bankastrœti, 13, í apríl 1889.
Jón Olafsson alþm.
Stjórnarar af guðs náð. Um þetta efni kemst
Ameríku blað eitt svo að orði: „Það er dáfallegt
vitni, sem konungmenuin á meginlandi Evrópu bera
einveldisstefnunni. Á Englandi gildir ekki lengr
kreddan um „guðs náð“, enn hásætið lafir þar þó enn
við eins og formlegt skrifli, þó heldr kostnaðarsamt
sé og þó menn þoli það; íér þó álit þess sirénandi.
Enn þegar kernr yfir Englandshaf, þá skoða stjórn-
endr rótt sinn eins og hann komi frá almáttugum
guði. Erfðaréttrinn til Austrríkis gekk nýlega frá
krónprinsi einum, sem var sá maðr, að hefði hann
verið ótiginn, mundi ekkert heiðarlegt samkvæmi
i Ameríku hafa lokið upp dyrum fyrir honum, og
sá er nú þar næstr til ríkis, sem hefir þann kost
bestan, að hann er sagðr góðmenni, enn — ef ekki
lýgr almannarómr — er svo heilatæpr, að honum
er varla trúandi fyrir svo miklu sem að geta stýrt
hjólbörum. Þýskalands keisari hefir ýmislegt ógeðs-
legt á samviskunni, bæði sem sonr og eiginmaðr,
og ráðlag hans er sifelt áhyggjuefni og í óvissu.
Hollands konungr er við það að enda vanvirðulega
ævi, aldraðr fyrir timann, og á 9 vetra stúlkubarn að
taka við rikinu eftir hans dag. Kóngrinn i Wurtem-
bergi hefir farið svo að ráði sínu, að þjóðin hefir
neyðst til að reka frá honum lagsmenn hans, sem
hafa haft hann að ginningarfífli og vélað stórfé út
úr honum. I blóði allra þessara manna er snertr
af æði því, sem fyrir 2 árurn steypti Loðvík kon-
ungi í Baiern í vota gröf. Yið konungatal þetta
má bæta tvævetlingnum Spánarkonungi. G-etr ver-
ið, að hann gefist vel, enn ekki spáir ætternið góðu.
Hugsi menn sór nú að þessu úrþvætti mannkynsins
er trúað fyrir miljónum manna, sem þeir eiga að
leiða og stjórna. Hvað lengi á slík'u fram að fara?“
Reykjavík, 17. apríl.
Þiiigmaiinaefni í Noi'ðrinúlasýslu. Þar bjóða
sig fram til kosningar í vor (í stað Einars sýslu-
manns Thorlacíuss) Jón bóndi Jónsson á Sleðbrjót
og Páll prestr Pálsson í Þingmúla, og heyrst hefir
að Sigurðr Jónsson í Ystafelli i Þingeyjarsýslu ætli
einnig að gefa kost á sér.
Þingniálafundir. Jón Jónsson, alþingismaðr
Norðrþingeyinga, hefir í vetr haldið fundi um þing-
mál i hverjum hreppi í kjördæmi sínu.
Tíðarfar er hvervetna hið æskilegasta og góðar
vonir um að vorið verði gott, enda hefir
liafís ekki lagst að landi í vetr. Að eins rakst
lítilsháttar hroði að Norðrlandi á þorranum, enn
rak austr með landi og hvarf; hefir verið skipgengt
með norðrlandi í allan vetr, því um það leyti sem
íshrakningrinn var, fór "Wathne með gufuskipin
Lady Bertha og Waagen frá Sauðárkróki til Seyð-
isíjarðar.