Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1889, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.05.1889, Blaðsíða 3
18. maí 1889. FJALLKONAN. 55 um bil á 61° 34’ n. br. og 20° 2’ v. 1. frá Grw. Kl. 7 f. h. var loftþm. á 38 enn kl. 3. e. h. var hann á 33. Þess má geta að kl. 9 f. h. tók sjór „nátthúsið" og skömmu seinna „fram- kappann1'; var þar neglt yfir borð og segldúkr. Meðan versta veðrið stóð, vóru allir þeir skipverjar sem eitthvað vóru að gera oftast bundnir, og kaðalstög vóru fest með báðum hliðum á skipinu til þess að halda sér í. Allan þennan tíma vóru tveir menn altaf til skifta við „pumpuna“, þvi skipið var mjög lekt; sjaldnast sást útfyrir horðið; ekki urðu höfð not af „kompás“; ekki var kveyktr upp eldr fyrr enn batnaði, og flestir höfðu engin þur föt til að fara i nokkur dægur á eftir, enda vóru sum- ir ekki jafugóðir lengi á eftir. Miðvikudaginn 2. maím. varð fyrst gert við ýmislegt svo nokkur mynd væri á, og föstudaginn 4. s. m. komum vér til Vestmannaeyja. Nokkrir franzmenn töluðn við mig í f.sumar hæði hér á Vest- mannaeyjum og úti á sjónum, og rómuðu allir sama um óveðr þetta og stórsjó hinn 28. april, að það hefði líkst fellibyl (orkan), enda mistu mörg skip menn (um 36 alls) og fengu meiri og minni skaða; 5 frönsk skip fórust þá alveg og 6 strönduðu um þessar mundir eða sukku rétt eftir veðrið, enn fólki varð bjargað. Skip þessi höfðu flest verið á svæðinu frá Ingólfshöfða og vestr á móts við Dyrhólaey; úrþví vestarkom liafði veðrið verið miklu vægara og bylrinn styttri; enn það á sér oft stað i landnyrðingi, að stormr og óveðr er fram með öllu austr- og suðrlandi vestr fyrir Dyrhólaey; enn svo þegar vestar dregr er oft gott veðr, lítill vindr og heiðskírt, þó ekki sjáist til lands austr með dögum saman fyrir óveðri. Sigurðr Sigrfinnsson. Reykjavík, 18. maí. Prestakiill. Reykjavík, laus 4. mai, metin 3759 kr. — Vestmannaeyjar, lausar 24. apríl, metnar, 1407 kr. Biskupset'nið, Hallgr. Sveinsson dómkirkjuprestr, fór með póstskipinu til að taka biskupsvígslu í Kaupmannahöfn, er á að fara fram 30. þ. m. Tíðarfarið óvenjulega blítt. Hiti undanfarna daga 12—15° C. Afiabrögð. Vetrarvertíðin lieíir orðið í betra lagi. Forlagsbræðrnir Björn Jónsson ritstj. „ísaf.“ og Kr. 0. Þorgrímsson hafa átt í máli saman. Hafði Kr. 0. Þ. höfðað það gegn B. J. út af vanskilum á reikningum og andvirði „Iðunnar'1 meðan þeir gáfu hana út báðir. Birni hafði verið stefnt þrisvar fyrir sáttanefnd i þessu máli; í tvö fyrri skiftin lofaði hann að gera skil, enn það brást, og í síð- asta skiftið mætti hann ekki. Hann hefir nú í undirrétti verið dæmdr til að gera reikningsskilin að viðlögðum skaðabótum. 3 kr. um daginn, og auk þess í þingvíti og málkostnað. Mosfellssveit, 7. maí. „25. f. m. var fundr í (nú nefndu) „bún- aðartélagi Mosfellinga og Kjalnesinga11. Það hefir á síðastl. ár- um töluvert lifnað við undir stjórn Guðm. Magnússonar í Elliða- koti; félagsmönnum fjölgaði um þriðjuug næstl. ár. Á fundin- um vóru staðfest ný lög fyrir félagið. Tilgangr félagsins er: „Að efia og styrkja eftir fóngum hverskonar framför í búskap, einkum í því er að jarðyrkju, hýsing og fénaðarmeðferð lýtr“. Sjóðr fél. (800) skal geymdr í Söfnunarsjóðnum og ankast þar um Vs vöxtu fyrst um sinn. Félagið heldr nú jarðyrkjumann árlega. — Að undanförnu hefir umgangskennari verið haldinn í sveitinni, enn í fyrra og í vetr var barnaskóli vissan tima á sama stað. Skólatíminn var í vetr nóvember — mars. Á hann gengu 12 börn, 10—14 ára. Kennari var báða vetrna Björn Bjarnarson jarðyrkjumaðr, er hélt skólann á heimili sínu fyrir litla borgnn, og endrgjaldslaust fyrir sum börnin. — Lágafells- kirkja, hin sögulega, er nú að mestu fullger nema ómáluð, og er stofuað til „tombólu", sem halda á eftir Jónsmessuna, til á- góða fyrir hana. Húsið er mikið laglegt, og má telja það prýði og sóma sveitarinnar. Orgel er pantað í hana (350 kr.) og er nóg fé til fyrir það (500 kr.) í sjóði, er fyrir nokkrum árum safnaðist, með „tombólu11. „Misklíðin“ út af kirkjufærslunni lítr út fyrir að sé í rénun, mótpörtunum að fækka. — Hér eiga bændr flestir fénað fáan, og má kenna heysölunni um það að miklu leyti; hún er „búmein“ hér. Sveitarþyngsli eigi gitrleg, 30 kr. að meðaltali á 40 búendr. Verstu ómagarnir eru 3 ungar stúlk- ur geðveikar. — Það er bágt ástand með það hér á landi, eins og fleira, að slikt fólk skuli eigi hata annað athvarf enn hrepp- inn. — 7. f. m. dó elsta kona hér í sveit, Kristín Ólafsdóttir á Hraðastöðum, ekkja. 99V-2 árs; hafði fótavist til 99 ára og vann að mörgu til þess tíma“. Ofsóknir gegn Mormónuin. Stjórn Bandaríkj- anna hefir á síðustu árum krept mjög að Mormón- ! um, kirkju þeirra og kenningum. Sambandsþingið samþykti 1887 lög, er ganga mjög nærri róttind- um Mormóna-kirkjunnar; þau ákveða að ekkert kirkjufélag megi hafa undir höndum meira félags- I fé enn 50,000 dollara, að undanteknum eignum | kirknanna og musteranna, ella skyldi féð falla í al- rikissjóðinn. Þessi lög áttu þannig að hremma hinn mikla sjóð Mormóna, er þeir greiða úr ferða- styrk handa Mormónum, er flytja tilUtah, og sömu- leiðis eignir kirkjufólags þeirra í verksmiðjum, jörð- j um og námum. Til að komast hjá þessu skiftu Mormónar eignum kirkjufélagsins milli öldunga sinna, enn þótt það væri gert sem nákvæmast á ! lögformlegan hátt, vildi stjórnin ekki viðrkenna þennan gerning. Eftir nokkrar vöflur varð það úr, að alt þetta fé, sem Mormónakirkjufélagið hafði átt, var tekið af öldungunum og gert upptækt. Mor- mónar lögsóttu stjórnina fyrir þessar atfarir, enn hafa tapað málinu fyrir undirdómi; um fullnaðar- dóm hefir eigi frétst. Eftir þessar búsifjar haía Mormónar neyðst til að fá að láni stórfé hjá stjórn- inni, og verða að gjalda háa vöxtu af því. I öðru lagi hefir sambandsþingið sett ný (endr- skoðuð) lög til að útrýma fjölkvæni Mormóna, Með því þeir fara svo dult með fjölkvænið, að það verðr ekki löglega sannað, hljóða lögin að eins um hór- sakir, þannig að hver giftr maðr sem er staðinn að því, að taka fram hjá konu sinni, skal sæta hegn- ingu. Þessum lögum er eingöngu beitt í Utah, þótt víðar sé pottr brotinn í þessu efni í Ameríku, ekki sist í stórborgunum (þó opinbert portkvenna- hald só lögbannað i Ameríku). Stjómin hefir all- mikinn liðsflokk í Utah, sem liggr á því lúalagi að njósna um alla hversdagshætti Mormóna. Ef þeir fara eitthvað í erindum sinum að kveldlagi, sitja njósnarar um þá, taka hús á þeim, brjótast inn um glugga, ef þeim þykir eitthvað tortryggilegt, og snara þeim í fangelsi sem taldir eru sekir. Mor- mónar geta þannig aldrei um frjálst höfuð strokið. — Mormóni einn lék fyrir skömmu laglega á lög- reglustjóra stjórnarinnar í Utah. Hann sótti fallega stúlku til Colorado, og kom henni fyrir á hótelli, sem var rétt andspænis húsi lögreglustjórans. Hún sat þar úti við gluggann með inndælu brosi, enn lögreglustjórinn sat við gluggann sinn rétt á móti. Það leið ekki á löngu, að eitthvað fór að draga saman með þeim, og var þó lögreglustjórinn giftr maðr. Skömmu seinna hitti Mormóninn þau bæði saman, þannig, að það hefði varðað fangelsi, ef Mormóni hefði átt í hlut. Hér var nú ekki um það að tala, enn daginn eftir kærði Mormóninn hann og hafði stúlkuna sem vitni. Málalokin urðu þau, að lögreglustjórinn var dæmdr í missiris fang-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.