Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1889, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 18.05.1889, Blaðsíða 4
56 FJALLKONAN. VI, 14. elsi, enn merkilegast er að Mormóninn var dæmdr til hegningarvinnu í eitt ár fyrir að hafa „siðspilt allri borginni“. Lögreglustj. áfrýjaði dóminum. hvort sem hann nú sleppr eða ekki, enn Mormón- inn sitr í hegningarhúsinu. Kínverskir læknar vekja athygli almennings á sér með einkennilegum auglýsingum. Yenjuleg- ustu lækningar í Kína eru plástrar; þeir eru brúk- aðir þangað til þeir detta af. Þá fær læknirinn þá og festir þá utan á húsveggi sína sem vottorð um læknisstörf sín. Hús gamalla lækna, sem marg- ir sækja, eru því öll plástrum sett. — Þar á móti er það siðr i Kína, að skrifa á öll grafletr nafn lækn- is þess, er síðastr hefir lagt Hknarlófana yfir þann dauða, og er það gert til þess að láta þetta lærða slátrarakyn hafa hitann í haldinu. réttarbótum, svo sem rýmkun kosningarréttar. Hann var tvívegis ráðherra hjá Gladstone, enn í síðara skiftið (1882) sagði hann sig úr ráðaneytinu af því | honum mislíkaði er G-ladstone lét skjóta á Alex- andríu. Hann var friðarvinr og ákafr mótstöðu- maðr hernaðar. Þegar Gladstone kom með sjálf- stjórnarfrv. íra var það sorglegt, að hann varð í mótflokkinum, enda var honum þá mjög farið að förlast að heilsu, andlegri og likamlegri. — í mars | dó einn afmerkustu stjórnvitringum Rússa Schuwa- low greifi. fyrrum sendiherra i Paris og London og í miklum metum hjá Alex. II. — 8. apríl dó í París Chevreul, hinn frægi öldungr efnafræðinganna. 103 ára gamall. — 24. mars dó í Utrecht i Hollandi Cornelius Donders, frægasti augnalæknir í heimi, sjötugr. Dánir ínenn erlendis. 27. mars dó ágætr enskr maðr, John Bright, frelsis og framfara skörungr og frábær málsnillingr. Hann er mjög frægr af fram- göngu sinni, er hann barðist fyrir því með Richard Cobden, að afnumin yrði verndartollr á kornvöru, sern var auðmönnum og jarðeigendum einum í hag, enn almenningi til niðrdreps, og varð því máli fyrst framgengt eftir 12 ára baráttu (1846). Bright átti og mikinn þátt i ýmsum öðrum mikilvægum —- Fátt hefir bakað mannkyninuum langan aldr meira böl, sjfikdóma og þjáningar, enn nautn áfengra drykkja. — Charles Danvin. — Drykkjumaðrinn tekr flöskuna, síðan tekr flaskan dr}'k kj urn anninn og loks tekr djöfullinn þau bæði. — Japanskr málsháttr. — „Mitt er að prédika, ykkar er að trúa og borga“, sagði hann síra Jón guðslamb. — Gam. isl. málsháttr. I saumastofu C. J. Rydéns á horninu við Austurstræti og Veltusund (Rafnshúsi) er saumaðr allskonar karlmannsfatnaðr eftir nýjustu tísku (,,mode“) og fyrir lægsta verö. Tilbúinn fatnaör er alt af á boöstólum. Tilbúnir jakkar á 10 kr. og m.; yíirfrakkar á 18 kr. og m.; fallegar sterkar buxur á 12 kr. og m. E>eir sem vilja geta fengið föt sniðin, þótt þau séu ekki saumuð. Með gufuskipinu síðast komu miklar birgðir af alls konar góðum og „moderne" fataefnum í H. Th. A. Thomsens verslun í Reykjavík, og eru sýnishorn af þeim á verkstofu minni. C. J, W »J lii JTin góðu SJÖL, sem seinast komu, eru gengin út, enn koma aftr með næstu ferð í: verslun Sturlu Jónssonar. yHP Vanskil. Ef vanslcil verða á sendingum Fjallkonunnar, eru útsölumenn og nörir lcaupendr beðnir aö láta útgejandann vita þaö greinilega með fyrstu póstferð eða eig-i síðar enn með anníiri póstferð, sem fellr eftir að þeir hafa fengið eða áttu að fá blaðið. Efþeir láta eigi útgefanda vitaum vanskilin í tœkan tíma, mega þeir ef til vill búast við, að ekki verði bœtt úr þeim, því að lítið er lagt upp framgfir kaupendatölu. Allar endrsendingar biðr útgefandinn útsölumenn að borga undir, og gera sér síðan reikning fyrir burðargjaldi. Hér með læt ég menn vita, að ég er kominn á leið til Englands, samkvæmt áskorun frá verslun- arféiagi nokkru í Manchester, og ef mér semr við það ok alt fer með feldu, kem ég til landsins aftr í sumar, líklega helst með „Thyra“ ijúlí. — Versl- unarfélag þetta selr vefnaðarvörur og vill reyna að fjölga viðskiftamönnum sínum á Islandi. p. t. „Lanra“, Bíldudal, 9. maí 1889. Kristján Jónasarson. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.