Fjallkonan


Fjallkonan - 28.05.1889, Qupperneq 2

Fjallkonan - 28.05.1889, Qupperneq 2
B8 FJALLKONAN. VI, 15. eiga að lifa á, og þessa kredits leita þeir uáttúrlega þar sem sem hann er aS ýá. A Islandi er innlend verzlun í eiqinlegum skiln- ingi alsendis ómöguleq fyrri enn frum-orösh hennar, lánstraustið, kreditinn, er í landinu sjálfu. Enn það þýðir, að þar sé peningamenn, sem lánað geta, eða banki sem lánað geti. Þetta þýðir aftr. að lán fá- ist í þeim gjáldeyri, eða gjaldmiðli, sem þeir taka góð- an og gildan, er kaupmaðr gerir innkaup sín hjá. Hér rekr enn einu sinni að landsins ólánlegustu stofnun, Reykjavíkrbankanum, með 450,000 kr. ó- innleysanlegu bleðlunum, sem hvergi ganga nema með herkjum og afiöllum á Islandi1. Með þessum seðlum var bankinn gerðr út til þess að geta enga hjálp veitt íslenskri verzlun, eins og eg sagði undir eins og hann var stofnaðr. Með þessum seðlum var loku fyrir það skotið, að hann gæti nokkurn tíma lceppt við peningamenn og banka í Höfn2. Óinn- leysanlegu seðlarnir hafa rekið, og halda áfram að reka mynteyri úr landi, meðan þeir eru til. Þetta er reynsla allra landsmanna, og sárt bölva menn henni á íslandi, það get eg borið vott um af eig- in reynd og heyrn. I þessa auðn mynteyris er bankinn að pota út smátt og smátt seðlunum, og þó ná þeir hvergi nándar nærri þeirri upphæð pen- inga, sem þeir hafa út rekið. Menn skyldu ætla, þegar svona stendr á, að seðlarnir risu langt yfir nafnverð, enn þeim verðr naumast víxlað affallalaust. Og þegar til útlanda kemr, stingr alveg í stúf. Þar verðr bókstaflega ekkert gert við þetta blaðarusl. Til þess, að bankinn gæti engan þátt átt í því að gera innlenda verzlun mögulega, varð hann að upp- fylla þau tvö grundvallarskilyrði: — 1., að reka peninga úr landi; 2., að hafa sjálfr á boðstólum gjaldmiðil, sem hvergi gengi nema á Islandi. Og svo, þegar satt er sagt frá þessari bankastofnun í útlendum blöðum, þá er svarið frá stjórninni, að stofnun bankans eigi Islendingar við sjálfa sig, hún sé þeirra verk. Það verðr fróðlegt að sjá, hver helgar sér stofnunina, ef Íslendingar skyldu nokk- urn tíma manna sig upp til að heimta seðlana gerða innleysanlega. (Niðrl. næst.) Tollmálin verða eflaust meðal hinna helstu mála á þingi í sumar. Þingið neyðist efiaust til að leggja á nýja tolla og hækka hina gömlu; neyðarúrræði köllum vér það, einkum eftir því sem til hagar hér á landi. Þingið mun naumast finna önnur ráð til að kljúfa fram úr tekjuþurð landssjóðs. því út- gjöldin verða ekki stórum minkuð; það mun jafn- vel veita örðugt að fella burt launabitlinga og ýms þau útgjöld, er að minstum notum koma, meðan þingið er ekki betr skipað enn nú. — Tollar þeir, er frv. stjórnarinnar nú vill leggja á kaffi, sykr og tóbak, virðast vera hóflegir, enn þeir nægja þó 1) Hermdi landshöfðingi rétt er hann sagði að landsbankinn væri kominn í samband við banka í Hamborg og enda í Khöfn (Alþ.tíð. 1886, B. bls. 895)? Þessara viðskiftavina bankans heyr- ist nú aldrei getið. 2) Halda menn, að það hafi verið tilviljun ein að stjórnin þaut til óbeðin, að setja íslandi bankalögin? Nei, hún vissi mjög vel, livað hún fór. Enn að hún skyldi geta talið upp á þægð alþingis að staðfesta dauðadóm ísl. verzlunar, það er furðan meiri. ekki til að fylla það skarð sem orðið hefir í lands- j sjóð siðustu árin, og því siðr til að borga ný út- gjöld sem óhjákvæmileg munu verða. Ueylcjavík, 28. maí. Stórstúkuþing- Ó. R. G. T. hér á landi var sett í Reykja- vík 25. maí, kl. 13 á h. — Sama dag hafði stúkan „Eininginu i Rvík 200 félaga afmceli. Hún heflr lengi verið atkvæðamesta stúkan, enda er hún nú lang-íjölmenuust. Ný lög. Lög um brúargerð á Ölfusá eru staðfest af kon- nngi 3. mai. — Brúarefnið er gert ráð fyrir að flutt verði til landsins í sumar, og hefir Tryggvi Gunnarsson tekið að sér innkaupin og umsjón brúargerðarinnar. Stjórnari'ruinvörp til alþingis í sumar eru þessi komin hing- að: 1. Um aðflutningsgjald á kaffl og sykri (5 au. á pd. af kaffi og kaffirót og 2 au. af sykri og sírópi) 2. um breyting á tó- bakstolli (hækkaðr í 20 au. á pd. og 50 au. af 100 vindlum). 3. um stofnun sjómannaskóla í Reykjavik 4. um dagbókahald á ísl. skipum. 5. um varúðarreglur til að forðast ásiglingar. 6. um að fá útmældar lóðir á löggiltum kauptúnum. 7. um viðauka við útflutningslögin 14. jan. 1876. 8. um uppeldisstyrk óskil- getinna barna. Sýslunefndarfundr Árnesinga var haldinn 23.—26. apríl. Afgreidd yfir 30 mál. £>ar var samþykt, að breyta eigi póst- vegum né sýsluvegum fyrr enn brúainálinu væri ráðið til iykta. Til póstvegar var beðið um 4150 kr. úr landsjóði. Beðið var um aukapóst frá Hraungerði að Mosfelli. Búnaðarstyrknum (560 kr.) var svo varið, að búfræðingar vóru ráðnir einn mánuð, ann- ar mót 150, hinn mót 100 kr. borgun. Enn 310 kr. vóru lagð- ar til fyrirhleðslu Hvítár, þar sem hún rennr mest upp á vetr- nm, og auk þess var 600 dagsverkum jafnað á þá hreppa, sem mest tjón líða af upprensli árinnar. Mælt var með styrkveit- ingu til búnaðarfélaga í Biskupstungnahreppi, i Ölfushr., Sand- víkr hr., Grímsnes lir. og Hrunamanna hreppi. Mælt með bænar- skrá sjávarhreppanna um aukalækni. — Áætlun ura tekjnr og gjöld sýslusjóðs samin og samþykt, jafnaðarfjárbæð 3437 kr. 79 aurar. Sparisjóðrinu á Eyrarbakka, sem stofnaðr var i haust, hefir þegar et'tir 7 mánuði á 5. þúsund króna starfsfé og hefir sjálfr grætt yfir 200 kr. Greiðasala. Um það mál var talað á sérstökum fundi meðal sýslunefndarmanna í Árnessýslu, og var þar samin tillaga um verð á greiða og verðr það inál rætt í hverjum breppi sýsl- unnar. Nefndarmenn álitu þetta verð sanngjarnt: fyrir venjulegt karlmaunsrúm á nótt..................10 au. fyrir að þurka vosklæði...............................5 — venjuleg máltið handa 1 manni........................25 — fyrir 1 pott nýmjólkr................................12 — fyrir 1 bolla af kaffi með sykri.....................10 — fyrir 10 pd. af töðu.................................30 — fyrir 10 pd. af útlieyi......................., . 20 — heyinu fylgir hns ókeypis ef óskað er. fylgdarmaðr fótgangandi um einn klukkutíma.... 20 — um daginn ekki meira enn.........................1,00 — hestlán um einn klukkutíma 10 a., um daginn ekki yfir 1,00 — Eyðaskólinn. „Ált gengr þar nú bærilega. Skólastjórnin skoðaði gripi skólans á góunni í vetr, og fann að því sem víta- vert þótti. ísaf. segir að óánægjan með Eyðask. hafi komið af því, að bændr hafi hugsað, að fé það sem gengið hafði til að borga landssjóðslánið, er tekið var til stofnunar skólans, hafi verið brúkuð í þarfir skólabúsins. Enn það er ranghermt. Óá- nægjan var af því, að bændum þótti lítill ávöxtr sjást af öllu þvi fé, sem til skólans gekk; þeim þótti búskaparlagið þar á Eyðum eugin fyrirmynd, og þótti skólastjórniu trassa að geta hreina reikninga, sem auglýstir væru almenningi, um allan hag skólans. Dað kom nú upp úr kafinu í vor, þegar skólastjórn sú, sem nú er, fór að rannsaka betr reikninga skólans, að skól- inn hafði skuldað í fyrravor, þegar skólastjóra skiftin urðu, 3800 kr., svo nú verðr að leggja á sýslurnar þetta árið um 1000 kr. til að borga gamlar skuldir, og annað eins að ári. Féð á skólabúinu fækkaði um 130 kindr 1885—1886. Á sýslu- nefndarfnndi, sem haldinn var í Norðrmúlasýslu, kom það tii tals, að hvergi fundust tveggja ára reikningar skólans. Sýslu-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.